Íslendingur


Íslendingur - 05.02.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 05.02.1947, Blaðsíða 8
NÝIR KAUPENDUR að „íslend- ingi" geta enn fengið ókeypis fjölbreytt jólablað og hina skemmtifegu framhaldssögu fró upphafi. Gerizf því kaupendur þegar í dag. Miðvik'udagur 5. febrúar 1947. AUGLÝSENDUR ATHUGID! Vegna stóraukinnar sölu blaðs- ins borgar sig æ betur að aug- lýsa í því. Munið að koma aug- lýsingum til afgreiðslu blaðsins fyrir hódegi ó þriðjudaga. Agæt starfseini Ferða- félags Akureyrar sl. ár. Fyrirhugað að reisa sæluhús við Laugafell og Herðu- hreiðarlindir Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h. ' GuSsJijónustur í Grundarþingapresta- kalli: Hólum, sunnud. 16. febr. kl. 1 e. h. — Möðruvöllum, sama dag kl. 3 e. h. — Grund, sunnud. 23. febr. kl. 1 e. h. — Kaupangi, sunnud. 2. marz kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnud. 9. marz kl. 1 e. h. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar, vígslu biskupi, ungfrú Hulda Ingólfsdóttir Baldur Arngrímsson, iðnverkam., Skarði, Glerárþorpi. Jónas Rajnar, yfirlæknir í Kristnesi, verður sextugur 9. þ. m. Erlingur FriSjónsson, kaupfélagsstjóri Kaupíélags verkamanna á Akureyri, verð- ur sjötugur 7. febr. n. k. Arshátíð Sjáifstæðisfélaganna á Akur- eyri verður að Hótel Norðu^lmd iaugar- dagskvöldið 22. febrúar. Verðxr nánar aug- lýst síðar. SkjaUlborgarbíó sýnir miðvikudag kl. 9: Eldibrandur. Fimmtudag kl. 9: Reimleik- ar. Föstudag kl. 9: Eldibrandur. Laugar- dag kl. 5: Reimleikar. Laugardag kl. 9: Eldibrandur. Sunnudag kl. 5: Henry Ald- rich barnfóstra. Sunnudag kl. 9. Eldibrand- ur. » Stúkan lsajold-Fjallkonan heldur fund n. k. mánudag 10. þ. m. kl. 8.30 í Skjald- borg. Fundarefni: Skýrslur embættis- manna. -— Vígsla embættismanna. -— Inn- taka nýrra félaga. — Ýms skemmtiatriði. — Félagar eru beðnir að fjölmenna. Mun- ið, að nýir félagar eru alltaf velkomnir. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Fundarefni: Venjuleg fundastörf. — Inntaka nýrra félaga. — Upplestrar. — Leikrit. -— B-flokkur skemmtir. Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. ASalfundur Kvenfélagsins „Framtíðin" verður haldinn miðvikudaginn 5. febr. kl. 8.30 e. h. í Samkomuhúsi bæjarins. Evrópusöjnunin. Frá Þ. II. í sveit kr. 550,00. Móttekið á afgr. íslendings og sent áleiðis. Nýlátin er, eftir langa vanheilsu Guð- laug Sigfúsdóttir, móðir Sigfúsar útgm. Baldvinssonar og systir Snorra skólastjóra Sigfússonar. Mesta myndarkona. Sóknarnejnd Vallaprestakalls í Svarfað- ardal biður þess getið, að í happdrætti um orgelið kom upp nr. 12. Orgelsins sé vitjað til sóknarnefndar. Hljómleikar verða í Akureyrarkirkju annað kvöld kl. 8.30. Þar syngja karla- Aðalfundur Ferðafélags Akureyr- ar var haldinn sl. sunnudag, og var hann fjölsóttur. • Aður en gengið var til dagskrár minntist formaður félagsins, Sigur- jón Rist, látins félaga, Benedikts Sig- urjónssonar, og risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við minningu haus. Formaður gaf yfirlit yfir starfsemi félagsins á liðnu ári. Hefir félagið eflzt allmikið og félögum fjölgað. Er vaxandi áhugi hjá bæjarbúum fyrir ferðalögum og heilbrigðu útilífi. Auk sumarstarfseminnar hefir félagið beitt sér fyrir skemmti- og fræðslu- kvöldum á veturna, og hafa þær skemmtanir jafnan farið ágætlega fram. Félagið hefir skorað á félaga að safna myndum og steinum úr ferðalögum. Idefir félagið fengið margar myndir í myndasafn sitt, og nú síðast gaf Guðni Sigurðsson fé- laginu allstórt myndasafn. Sæluhús. Ákveðnar raddir komu fram á fundinum um það að hefjast sem fyrst handa um að reisa sæluhús, bæði við Laugarfell og í Herðubreið- arlindum. Samþykkti fundurinn að fela stjórn félagsins og ferðanefnd að reisa lítið en vandað sæluhús við Laugafell og jafnframt að undirbúa byggingu á vönduðu sæluhúsi í Herðubreiðarlindum: 1) Með því að leita eftir hagkvæmum kaupum á efni frá yfirstandandi byggingu Jökuls- árbrúar, 2) Hefja fjársöfnun í þessu skyni óg athuga möguleika á þátttöku Ferðafélags íslands og annarra hlið- stæðra aðila, 3) Að unnið sé að því að finna bílfæra leið vestan Lindaár og hefja þar vegagerð, ef gjörlegt þykir. Stjórnarkosning. Stjórn félagsins var öll endurkos- in. Skiptir hún sjálf með sér verk- um. Var stjórnin þannig skipuð sl. ár: Sigurjón Rist, formaður. Þorst. Þorsteinss., varaform. og framkvæmdastj óri. Eyjólfur Árnason, ritari. Björn Þórðarson, gjaldkeri. Aðalsteinn Tryggvason. kórar bæjarins. Gösta Myrgart söngkenn- ari leikur einleik á orgel og syngur einnig nokkur lög. Theo Andersen hljómsveitar- stjóri leikur á fiðlu. Allur ágóðinn rennur til nýja sjúkrahússins á Akureyri. Notið gott tækifæri. Styrkið gott málefni. Björn Bessason. Edvard Sigurgeirsson. í ferðanefnd voru kosnir: Þorsteinn Þorsteinsson. Armann Dalmannsson. Herbert Tryggvason. Tryggvi Þorsteinsson. Einnig var kosin sérstök fræðslu- og skemmtinefnd. Árbók um Skagafjörð. Fundinum var frestað um óákveð- inn tíma, því 'að reikningsskilum er ekki hægt að ljúka fyrr en eftir út- komu árbókar Ferðafélags Islands fyrir árið 1946. Er árbókin væntan- leg í marz og fjallar í þetta sinn um Skagafjörð, rituð af Hallgrími Jón- assyni, kennara. Árbók Ferðafélagsins fyrir árið 1947 verður að líkindum um Dala- sýslu, rituð af Þorsteini Þorsteins- syni, sýslumanni. LEIÐRÉTTING hefir nú fengizt á þeim fyrirmælum Viðskiptaráðs, að umsækjendur innflutnings- og gjald- eyrisleyfa, sem ekki eru búsettir í Reykjavík, verði að hafa þar um- boðsmenn til þess að taka á móti leyfunum og greiða leyfisgjöldin. Stjórn Verzlunarmannafélags Ak- ureyrar hefir undanfarið staðið í samningum við Viðskiptaráð um breytingu á þessum fráleitu fyrirmæl- um. Hefir Viðskiptaráð nú fallizt á að senda bæjarfógetanum á Akureyri leyfi manna hér í Iögsagnarumdæm- inu, með því skilyrði, að hann taki að sér innheimtu gjaldanna. Hefir bæjarfógeti góðfúslega orðið við til- mælum stjórnar Verzlunarmannafé- lagsins um að taka þetta að sér. Munu menn því hér eftir geta fengið innflutnings- og gj aldeyrisleyfi sín hjá honum, gegn greiðslu leyfisgjald anna. Að sjálfsögðu V(jrða allar um- sóknir um leyfi hér eftir sem hingað til að sendast beint til Viðskiptaráðs. Erfiðleikar í Palestínu Enn dregur ekkert til sátta í deilu- málurn Gyðinga og Araba í Palest- ínu. Stendur nú yfir í London ráð- stefna um Palestínumálin. Gyðingar hafa neitað að sitja þessa ráðstefnu. í gær höfnuðu Arabar tillögu Breta um sambandsríki Araba og Gyð- SKÁKÞRAUT II. Hvítur leikur og mátar í 3. leik. LAUSN á skákþrautinni í jóla- blaði „íslendings“ Hc3—c2, og mát er óverjandi í næsta leik. GULLBRÚÐHJÓNIN í GELDINGAHOLTI Heiðurshjónin Sigurjón Helgason, bóndi í Geldingaholti í Skagafirði, og kona hans Sigrún Tobiasdóttir eiga 50 ára hjúskaparafmæli næsta miðvikudag, 12. þ. m. Eru þau enn við sæmilega heilsu. Þau hafa átt 7 börn. Dó eitt í fyrsta ári, en hin lifa, þar af 3 bændur í Seyluhreppi. — Munu margir hugsa hlýlega til þess- ara vinsælu og velmetnu hjóna á 50 ára hjúskapar- og búskaparafmæli þeirra. Stjórnarkosningar í verklýðsfélögunum Undanfarið hafa verklýðsfélögin á Akureyri haldið aðalfundi sína, og hafa þar, auk annarra aðalfunda- starfa, farið fram stjórnarkosningar fyrir næsta starfsár. Samþykktar voru allverulegar hækkanir félagsgj alda, bæði í verkamannafélaginu og sjó- mannafélaginu. Úrslit stjórnarkosn- inga urðu þessi: V erkamannafélag A kureyrarkaup- staðar: Tryggvi Emilsson, formaður. Árni Þorgrímsson, ritari. Höskuldur Egilsson, gjaldkeri. Loftur Meldal. Haraldur jþorvaldsson. Sjómannafélag Akureyrar: Tryggvi Helgason, formaður. Jón Arnason, ritari. ‘ Aðalsteinn Einarsson, gjaldkeri. Bílstjórafélag Akureyrar: Hafsteinn Halldórsson, formaður. Guðmundur Snorrason, varaform. Haraldur Bogason, ritari. , Júlíus Ingimarsson, gjaldkeri. Júlíus Pétursson, fjármálaritari. inga. Var ráðstefnunni þá frestað um skeið. Dtflerðarvöror fyrirliggjandi Stálvírar 5/8-2J4” Vantavírar \V2-2V2” Vírmanilla I-2W Grastóg Netagarn Lóðabelgir Fiskilínur Línuönglar Handfæraönglar Keðjur, galv. 5/16-%” Skniflásar allskonar Keðjulásar ^ Keðjuhlekkir Kevar . Kósar allskonar Ræði Áttavitar Logg Logglínur Skipsklukkur Mastursbönd Tréblakkir, einfaldar 4-8” Tréblakkir, tvöfaldar 4-8” Tréblakkir, þrefaldar 6-8” Járnblakkir allsk. Björgunarbelti Sjónaukar Vélatvisturv Vélaþétti allskonar Smurkönnur. Kaupfé/ag- Eytirdinga Járn- Qg glervörudeild. Breyting á ínnheimtu gjalda af innfiutn- y ingsleyíum

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.