Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 1
Stjórnarstefnan óbreytt atvinnuvenanna verflur baldið áfram. n O O Mynd þessi var tekin aj jyrsta ríkisráðsfundinum. sem jorseti íslands hélt með hinni nýju ríkis- stjórn. Á myndinni sjást jrá vinstri til hœgri: Bjarni Asgeirsson, landbúnaðarmálaráðherra, Ey- steinn Jónsson, menntamálaráðherra, Steján Jóhann Stefánsson, forsœtisráðherra, Sveinn Björnsson, forseti íslands, Bjarni Benediktsson, utanrílcis- og dómsmálaráðherra, Emil Jónssön, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra og Jóhann Þ. Jósejsson, jjármála- og atvinnumálaráðherra. aukið og tekið til athugunar að miða ákvarðanir þess við þörf þeirra fyrir Mólefnagrundvöllurinn Hér fer á eftir málefnasamningur ríkisstj.órnarinnar eins og forsælis- ráðherra birti hann á fundi samein- aðs Alþingis sl. miðvikudag. Ríkisstjórnin hefir komið sér sam- an um málefnagrundvöll, og mun ég hér á eftir lesa upp þá stefnuskrá, er stjórnin leggur til grundvallar starfi sínu cg fyrirætlunum: Það er höfuðhlutverk ríkisstjórn- arinnar: að vernda og íryggja sjálfstæði lands ins, að koma í framkvæmd endurskoðun á stjórnarskránni, að íryggja góð og örugg lífskjör al!ra landsmanna og áframhaldandi velmegun, og að halda áfram og auka nýsköpun í íslenzku atvinnulífi. í samræmi við þetta hlutverk verði lögð megináherzla á eftirfarandi: Utanríkismál Það er stefna ríkisstjórnarinnar að kappkosta að hafa sem bezta samhúð við aðrar þjóðir og að leggja sér- staka áherzlu á samstarf við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Hún mun af alefli vinna að því, að afla sem víð- ast markaða fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur og vinna að stækkun ís- lenzkrar landhelgi. Endurskoðun stjórnarskrárinnar Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að lokið verði endurskoðun stjórnarskrárinnar og setningu nýrr- ar stjórnarskrár hraðað eftir því sem frekast er unnt. Rekstur Jjjóðarbúsitis Ríkisstj órnin telur, að á meðan hinar miklu framkvæmdir í íslenzku atvinnulífi standa yfir, þurfi að sam- ræma framkvæmdir einstaklinga og almannavaldsins svo að þær verði gerðar eftir fyrirfram saminni áætl- un, þar sem einkurn sé lögð áherzla á: að öll framleiðslustarfsemi sé hag- nýtt til fulls og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg at- vinna, að öllum vinnandi mönnum, og þá sérstaklega þeim, er stunda fram- leiðsluvinnu til sjávar og sveita sé tryggðar réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, en komið í veg fyrir óeðlileg sérréttindi og spákaupmennsku, að neytendur eigi kost á að kaupa neyzluvörur sínar og framleiðendur rekstrarvörur sínar á hagkvæmasta hátt og vörukaup til landsins og vöru dreifing innanlands gerð eins ódýr og hagkvæm og frekast er unnt, að áframhald verði á öflun nýrra og fullkominna framleiðslutækja til landsins, eftir því sem gjaldeyrisá- stæður og vinnuafl leyfir frekast, enda verði tryggt fé lil framkvæntd- anna jafnóðum, að byggðar verði verksmiðjur og iðjuver til þess að vinna sem mest og hezt úr öllum framleiðsluvörum til lands og sjávar, þannig að þær séu seldar úr landi eins fullkomnar og frekast er kostur, og við staðsetningu verksmiðjanna verði tekið tillit til hvorttveggja í senn framleiðsluskil- yrði og atvinnuþarfa einstakra hyggð arlaga, að atvinnuvegir landsmanna verði reknir á sem hagkvæmastan hált á arðbærum grundvelli og stöðvist ekki vegna verðbólgu og dýrtíðar, að húsnæðisskorti og heilsuspillandi íhúSum, hvar sem er á landinu, verði útrýmt með hyggingu hagkvæmra í- búðarhúsa. Til þess að semja áætlun þá, sem að framan greinir, skal skipuð sér- stök nefnd, er heiti fjárhagsráð og komi m. a. í stað Viðskiptaráðs og Nýbyggingarráðs. Skal nánar niælt fyrir urn það í lögum. I áætluninni skal gerð grein fyrir kostnaði við hverja framkvæmd svo og með hverj- um hætti fjárins skuli aflað, enda skal kveðið á um það í hverri röð framkvæmdir skuli verða, svo að vinnuafl og fjármagn hagnýtist þann- ig að sem mest not verði að. í því sambandi skal lögð megináherzla á byggingu íhúðarhúsa við almennings hæfi, bæði til sjávar og sveita, m. a. með útvegun lánsfjár og bygging- arefnis. Fjárhagsráð skal hafa með liönd- um framkvæmd áætlunarinnar eftir því sem nánar verður mælt fyrir í lögum, svo og veitingu fjárfestingar- leyfa, innflutningsleyfa og verðlags- eftirlits. Ríkisstjórnin í heild hefir yfirstjórn fjárhagsráðs og tekur á- kvarðanir um höfuðatriði og sker úr þeirn ágréiningsmálum, sem einhver fjárhagsráSsmaður skýtur til hennar. Eignakönnun og skattamál Til þess að tryggja réll framtöl íil skatts og afla fjár til nýsköpunar, verði sett löggjöf um eignakönnun og skyldulán. Gerðar verði ráðstafanir að eigna- könnuninni lokinni og í sambandi við hana, til þess að hafa betra og öruggara eftirlit með skattframtöl- um, enda fari þá og fram heildar- endurskoðun á skattalöggjöfinni. Viðskiptamál Ríkisstjórnin leggur á það áherzlu, að innflutningsverzluninni verði háttað svo, að verzlunarkostnaður- inn verði sem minnstur. Reynt verði, eftir því sem frekasl er unnt, að láta þá sitja fyrir innflutningsleyfum, sent hezl og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu, hvort sent þar er um að ræða einstaklinga eða félög. Sérstök innkaupastofnun á vegum ríkisins verði sett á stofn og annist hún um innkaup iil ríkis- stofnana (vita-, hafna-, vega- og brú- argerða, verksmiðja, opinberra bygg inga, sjúkrahúsa, skóla o. fl.). Sú deild fjárhagsráðs, sem hefir með höndum veitingu innflutnings- og gj aldeyrisleyfa, skal taka iil at- hugunar og rannsóknar, á hvern hátt takast mætti að haga innkaupum og vörudreifingu á sem hagkvæmastan hátt fyrir þj óðina í heild, einnig með hliðsjón af samningum við erlend ríki uni sölu íslenzkra afurða. Dýrlíðar- og verðlagsmál Það er stefna ríkisstj órnárinnar að vinna að því af alefli að stöðva hækkun dýrtíðarinnar og framleiðslu koslnaðar, og athuga möguleika á lækkun hennar. í því skyni verði leitað til samtaka launastéttanna og samtaka framleiðenda lil sjávar og sveita til þess að gera ráðstafanir gegn frekari vexti dýrtíðarinnar og um leiðir til lækkunar. Það er samkomulag milli stjórnar- flokkanna að greiða niður fyrst um sinn vöruverð af ríkisfé, svo mikið að vísitala hækki ekki frá því sem nú er. Verðlagseftirlitið verði skerpt og tækja, sem hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur. Landbúnaðarmál Afuroasölulög landhúnaðarins verði endurskoðuð á þessu þingi og þeim hreytt á þann hátt, að stétta- samtök bænda fái í sínar hendur framkvæmd afurðasölunnar. Verð- ákvörðun landbúnaSarafurða verði gerðar með það fyrir augum, að íekj- ur þeirra manna, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu Gamræmi við tekjur annarra vinnandi síélta. Þeirri skipan verði komið á, að verðlag landhúnaðarafui 3a verði á- kveðið með samkomulagi milli íull- trúa, senr tilnefndir eru annars veg- ar af stéttasamtökum hænda og hins vegar af félagssamtökum 1167161103. Ef samkomulag verður með öllum þessum fulltrúum, er það bindandi. Á meðan greitt er niður með ríkisíé verð landbúnaðarafurða eða útflutn- ingsuppbætur greiddar á þær, gildir eftirfarandi skipan: Rísi ágreiningur af hendi eins eða fleiri fulltrúa við samkomulagstilraunir, þá sker úr nefnd, skipuð þrem mönnum, einum af stéttarsamtökum bænda, einum af neytendasamtökunum og hagstofu- stjóra sem oddamanni. Samþykkt verði á þessu þingi frum varp til laga um ræktunarsjóð, í meginatriðum samhljóða frumvarpi því, er nú liggur fyrir neðri deild. Lögin um jarðræktarstyrk verði end- urskoðuð með það fyrir augum, að jarðræktarstyrkurinn verði hækkað- ur hlutfallslega og samræmdur nú- gildandi vinnulaunum og breyttum j arðvinnsluaðf erðum. Yms mál Það er stefna ríkisstjórnarinnar að afgreiða að minnsta kosti rekstrar hallalaus fjárlög, og í því skyni taki hún strax til athugunar fjáröflunar- leiðir, ef þörf þykir fyrir hendi vegna afgreiðslu fjárlaga. Sett verði löggjöf, er tryggi bæjum og atvinnustöðvum hagkvæm afnot af lendum og lóðum í nánd við þær. Undirbúin verði og sett löggjöf um stjórn og rekstur flugvalla. Athygli SjálfstœSisfólks á Akureyri skal vakin á því, að ársliátíð Sjálfstæ'ðisfélag- anna verður ltaldin að llótel Norðurland um aðra helgi. Verður þar fjölbreytt dag- skrá, sem nánar verður auglýst í næsta blaði. Blaðið vill hvetja Sjálfstæðisfólk til þess að sækja þessa árshátíð. •

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.