Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 2
2 lSLENÐlNGUR MiSvikuHaginn 12. febrúar 1947 Sextugur: Jðnas Rafnar, yfirlæknlr Hver einasla manneskja, sem ég hefi heyrt segja frá sr. Jónasi á Hrafnagili og konu hans af eigin sjón og raun, her þeim sama vitnis- burð: Þau voru öndvegishjón. Þetta rifjast upp núna, þegar elzti sonur þessara ágætu hjóna fyllir sjötta áratuginn. Vinsældir hans eru miklar og almennar, eins og foreldra hans. Mannkostir hans og hæfileik- ar fara saman. Þar fer góður maður, sem hann er. Jafnframt gáfum og þeim samboðinn er lærdómur hans, sem hann hefir aflað sér, hæði fyrr og síðar, með óvenjulegri kostgæfni. Það var rektor Latínuskólans, sem sagði um J. R. og bekkjarbræður hans, þegar þeir útskrifuðust, að það væri í síðasta sinni, sem lærðir menn útskrifuðust úr þeim skóla, og J. R. var lærðastur inna lærðu. Hann var meira að segja præisti, síðasti præ- istinn úr gamla Latínuskólanum. Tók hann hæstu ágætiseinkunn bæði í grísku og latínu, en gríska og þre- föld latína voru síðast til stúdents- prófs vorið 1909, en þá varð Jónas Rafnar stúdent. Auðvitað hafði faðir hans húið hann framúrskarandi vel undir skóla, en námsgáfurnar voru líka miklar. Eftir það, að J. R. lauk ársprófi 2. bekkjar í LaLínuskólan- um, livarf hann um hríð frá námi þar, vegna heilskubrests, fór þá utan og dvaldist með Oddi hróður sín- um vetrarlangt að námi í Askov lýð- háskóla, en að því loknu settist hann í 3. bekk Latínuskólans og hélt þar áfram námi, sem fyrr segir. Eftir stúdentsprófið kemur svo vandinn, að velja lífsstarfið. J. R. var snemma ráðinn í því að vera læknir, og haustið 1909 gekk hann í Læknaskólanum gamla og lauk em- bættisprófi í Háskóla Islands vorið 1914, með hárri I. einkunn. Næsta ár var hann settur héraðslæknir í Síðuhéraði, en næstu árin, 1915— 1918, var hann við framhaldsnám i Danmörku og aðstoðarlæknir við heilsuhæli þar um hríð (Vejlefjord). Árið 1919 gerðist hann starfandi læknir á Akureyri og var þar sam- fleytt 8 ár. Mikinn part síðasta árs- ins, sem hann var búsettur á Akur- eyri, dvaldist hann erlendis til undir- búnings undir yfirlæknisstarf sitt. Kristneshæli var þá í undirbúningi, og enginn ágreiningur var um það, að Jónas Rafnar yrði þar yfirlæknir. Tók hann við því starfi, er hælið hóf göngu sína haustið 1927. Má óhætt segja, að hann hafi jafnan verið á- trúnaðargoð sjúklinganna. Þeir treysta honum og elska hann, eða svo hefir mér verið skýrt frá. Sérfróðir menn segja, að Jónas Rafnar sé mjög vel að sér í sinni mennt. Hann er vissulega réllur maSur á réttum stað. Það er gæfa fyrir hann og stofnun- ina. En J. R. er meira en læknir. Hann cr maður einkar fjölhæfur. Faðir hans var það líka, og J. R. er sagður utn margt líkur honurn. Séra Jónas var hæði skáld og fræðimaður. Það er nafni hans og sonur líka. Fyrsta saga J. R. held ég að hafi komið út í Skírni (Talað á milli hjóna) 1915. Kýmnigáfa er honum veilt í ríkum mæli. Það sýna margar sögur hans. Flestar þeirra liafa komið út í Nýj- um Kvöldvökum, er J. R. hefir stutt vel og rækilega með aðalritstjóra þeirra og útgefanda, Þorsteini M. Jónssyni. Þá hefir hann og gefið út ið merka þjóðsagnasafn „Grímu“ með Þ. M. J. og lagt til þess gott efni og mikið. — Það er koniinn tími til að fá gefnar út sögur Jónasar Rafn- ar í einni heild. Er erfitt að ná í þær, þar sem þær eru dreifðar víða, þó að flestar séu í N. Kv. Þættir J. R. um einstaka menn o. fl. sýna ótvíræða rithöfundar- og fræðimanns-hæfileika hans. Jónas Rafnar er kvæntur Ingi- björgu Bjarnadóttur prófasts í Stein- nesi Pálssonar, ágætri konu, og eiga þau þrjú uppkomin hörn á lífi, öll mannvænleg, Jónas cand. jur., Bjarna stud. med. og Þórunni stúdent. Er heimili þeirra hjóna fagurt, aðlað- andi og' gestum gott. Faðir Jónasar prófasts á Hrafna- gili var Jónas Jónsson frá Guðrúnar- stöðum og síðar á TJlfá í Eyjafirði. Var kona hans og móðir sr. Jónasar Guðríður Jónasdóttir bónda á Hall- dórsstöðum í Eyjafirði Guðmunds- sonar. Varð Jónas sá læknir ágætur og nafnkenndur víða, þó að ekki væri hann skólalærður. Fengu Skag- firðingar hann vestur fyrir lækni (bjó á Tunguhálsi) og Svínvetning- ar um hríð vestur að Geithömrum. Var hann þar vestra nær 20 vetra, en norður hingað fluttist hann 1890 að Hrafnagili, til sonar síns, þá sex- tugur að aldri, en það var fimm ár- um síðar, að haustlagi, að hann drukknaði í Djúpadalsá í Eyjafirði, og var þá í læknisferð. — Séra Jón- as fór með lækningar sem faðir hans, og þótti heppinn læknir sem ýmsir merkisklerkar fyrr á tíð, en fyrsti lærði læknirinn í karllegg þessum er yfirlæknirinn í Kristnesi. Móðir Jónasar yfirlæknis (kona sr. Jónasar) var Þórunn Stefánsdótt- ir í Hlöðutúni í Stafholtstungum, Péturssonar sýslumanns Mýramanna, Oddssonar nótaiíuss, Stefánssonar prests á Höskuldsstöðum Ólafssonar, en hálfbróðir Odds var Ólafur stift- amtmaður Stephensen, faðir Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum, föður Magnúss sýsluinanns Rangæinga, föður Magnúss landshöfðingja. En móðir frú Þórunnar var Anna Guð- mundsdóttir frá Hvítárvöllum Svein- björnssonar, bróðurdóttir Þórðar háyfirdómara Sveinbjörnssonar. Frú Þórunn missti föður sinn ung. Var hún þá tekin í fóstur af Helgu, móðursystur sinni, konu Kristófers Finnhogasonar á Stóra-Fjalli, en meðal barna þeirra var Pétur á Stóru borg og Þórunn, móðir Jóns pósts í Gallarholti. En suður í Reykjavík fluttist Þórunn Stefánsdóttir á ung- lingsárum, og dvaldist hún þá um hríð með móður sinni, en þar syðra kyntist hún Jónasi, er varð maður hennar síðan. Fékk sr. Jónas Hrafna- gil um haustið 1884. Fyrst voru þau á Espihóli, og þar fæddist Jónas son- ur þeirra 9. febr. 1887; svo voru þau um hríð á Stokkahlöðum, en lengst- um á Hrafnagili. Svo segir mér sr. Benjamín Krist- jánsson, að karllegg Jónasar yfir- læknis og þeirra bræðra megi rekja lil Ólafs Skagfirðings, er norður fluttist á 17 öld, en áður átti að hafa búið í Valadal vestra og á Keldu landi. Ein heimild segir Ólaf þann kominn af Grími lögmanni á Ökr- um vestra Jónssyni, en hvað sem því líður, er mikill ættbogi af Ólafi þess- um runninn í Eyjafirði. Jónasi yfirlækni Rafnar árnum vér allrar blessunar á sextugsafmæli hans. Allur líkur virðast benda til, að hann reynist einnig præisti við lífsprófið mikla, eins og fyrrum í gamla skólanum. B. T. Mjög gestkvæmt var á heimili Jónasar Rafnar á sunnudaginn. — Ideimsótti hann mikill fjöldi sveit- unga hans og Akureyringa og fluttu honum heillaóskir og gjafir. Einnig barst honum fjöldi heillaskeyta víðs- vegar að. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, færði yfirlækninum fagurlega inn- bundið skrautritað ávarp frá 60 Akureyringum, vinum hans. Báðu þeir hann þar að sitja fyrir hjá Ríkarði Jónssyni, myndhöggvara, á sumri komanda, svo að listamaður- inn gæti gert af honum hrjóstlíkan. Væri ætlun þeirra að afhenda hon- um brjóstmynd þessa til eignar í þakklætisskyni fyrir hans ágætu og þjóðnýtu störf. Jafnframt hygðust þeir láta steypa eirlíkan af myndinni, er afhent skyldi Kristneshæli til eign- ar. Þorsteinn M. Jónsson flutti síðan snjalla og mjög hlýlega ræðu fyrir minni yfirlæknisins. Gat hann þess, að Jónas Rafnar væri ekki aðeins ágætur læknir, sem nyti einstæðra vinsælda sjúklinga sinna og allra, er honum kynntust, heldur einnig vand- virkur og mikilhæfur fræðimaður og skáld, og hefði hann þegar hlotið al- þjóðar viðurkenningu á því sviði. Frá Eyfirðingum bárust ýmsar bókagjafir og vandað málverk, frá sjúklingum á Kristneshæli tveir for- kunnar fagrir ljósastjakar úr silfri, en frá starfsfólki hælisins útskorinn borðlampi, mjög vandaður. Margar aðrar gjafir bárust. Þessi merkisafmælisdagur Jónas- ar Rafnars sýndi glögglega þær ein- stöku vinsældir, sem hann hefir afl- að sér á liðnum árum. Mun enda leitun á drenglyndari og ástúðlegri manni. Óskar „íslendingur“ honum og fjölskyldu hans gæfu og farsæld- ar í framtíðinni og vonar, að íslenzka þjóðin fái enn um langt skeið að njóta starfskrafta Jónasar Rafnars. NÝJA-BÍÓ Miðvikudagskvöld kl. 9: HryllingsHúsið Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Ekki fyrir taugaveiklað' fólk. Fimmtudagskvöld kl. 9: Hryllingshúsið Föstudagskvöld kl. 9: Draugabúgarðurinn Bönnuð innan 14 ára. (í síðasta sinn). Laugardag kl. 6: Valsakóngurinn Laugardagskvöld kl. 9: í Víking Bönnuð innan 12 ára. Sunnudag kl. 3: Barnasýning (SMÁMYNDIR). Sunnudaginn kl. 5: Valsakóngurinn Sunnudagskvöld kl. 9: Hryllingshúsið í síðasta sinn. Skjaldborgarbíó Miðvikudagskvöld kl. 9: Ásfrarbréf (Jólamynd .Tjarnarbfós) Fimmtudagskvöld kl. 9: Eldibrandur Föstudagskvöld kl. 9: Reimleikar Laugardaginn kl. 5: Flóffinn í eyðimörkinni Laugardagskvöld kl. 9: Eldibrandur Sunnudaginn kl. 5: Reimleikar (í síðasta sinn). Sunnudagskvöld kl. 9: Ásfarbréf -----------.-----------^----------------------—------------- ÞAKKA KÆRLEGA öllum þeim fjær og nœr, sem votluðu mér vináttu og virðingu á sextugsajmœli mínu með heimsóhium, gjöj- um heillaóskum. JÓNAS RAFNAR Kristnesi. f<fi^f<fff>'*f>fff<f>'*f>f>f,f,fS>'r','>f,f,f,',',f,',fS,',',',',',',',',',',',','>f,f,f+f,f,<,f,','X Þ A K K I R Hugheilar þakkir mínar votta. ég öllum þeirril sem héldu mér samsœti, mér til ógleymanlegrar ánœgju á sjö- tugsafmœli mínu 7. þ. m. og með heillaóskum og á annan hátt sýndu mér vinarhug. Sérstaklega þakka ég einnig Alþýðuflokksfélagi Ak- ureyrar, stjórn Kaupfélags Verkamanna Akureyrar og fleir- um, sem gáfu mér rausnarlegar gjafir á þessum afmœlisdegi mínum. Akureyri, 10. febrúar 1947. ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. TÓNLEIKAR TIL ÁGÓÐA FYRIR SJÚKRAHÚ SIÐ SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudagskvöld efndu karlakórar Akureyrar, Gösta Myrgart, söngkennari, og Theo An- dersen, fiðluleikari, til hljómleika í Akureyrarkirkju til ágóða fyrir sjúkrahúsið nýja á Akureyri. Var kirkjan fullskipuð og hljómleikarn- ir mjög ánægjulegir. Geysir og Karlakór Akureyrar sungu sín þrjú lögin hvor og að end- ingu „Island ögrum skorið“ sameig- inlega. Gösta Myrgart lék einleik á orgel og Thoe Andersen einleik á fiðlu. Auk þess söng Gösta Myrgart tvö lög. Guðmundur Karl Pétursson, sjúkrahússlæknir þakkaði kórunum og hinum erlendu listamönnum fyr- ir ágætan og fagran skerf til stuðn- j ings því mikla mannúðar- og menn- | ingarmáli að koma fjórðungssjúkra- | húsinu á Akureyri sem fyrst upp. STÚLKA óskast nú þegar í Samkomuhús bæj- arins vegna veikindaforfalla. Nánari upplýsingar gefur Sara Benedikfsdóftir Samkomuhúsinu. SendisveiQ vantar á símastöðina nú þegar. Gott kaup. Aðaifundar Akureyrardeildar í Sögufé- lagi Skagfirðinga verður haldinn í bæjarsljórn- arsalnum á Akureyri sunnu- daginn 16. febr. kl. 2. Venju- leg aðalfundarstörf, og rælt um breytingu á starfstilhögun deildarinnar. STJÓRNIN.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.