Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikutþtgian 12. febrúar 1947 ^ÞanítaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Nafnarnir i Fagurey ÍSLENDINGUR •Ritstjóri og ábyrg'ðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag Islendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýsingar og afgroiðtla: Svanberg Einarsson. Fósthólf 118. Stjörnarstefn- an. Stjórnarmyndunin hefir létt þungu fari af þjóðinni. Fjögurra mánaða stjórnmálaöngþveiti hafði stórum -sljófgað þá bjartsýni og stórhug, er gagntók þjóðina, er stjórnin var mynduð haustið 1944 um þær stór- felldustu framkvæmdir, sem nokkru sinni hefir verið um rætt í landi voru. Undanfarandi óvissa um stjórnarstefnuna í framtíðinni hefir leitt til þess, að mjög hefir dregið úr öllum framkvæmdtlm einstaklinga, sem margir hafa óttast, að umbóta- stefna sú, sem fylgt var af fyrrver- andi stjórn, undir forustu Sjálfstæð- isflokksins, yrði að víkja fyrir of- sóknarstefnu rauðrar ríkisstjórnar á hendur öllum frjálsum atvinnurekstri í landinu. Trú þjóðarinnar á happasæla úr- lausn allra vandamála er nú aftur að glæðast. Þjóðin fagnar því, að stjórnarstefnan hefir ekki breytzt, þótt einn flokkur hafi horfið úr ríkisstjórn og annar komið í stað- inn. Stefnuskrá hinnar nýju stjórn- ar, sem birt er hér í blaðinu í dag, leggur megináherzlu á það að halda verði áfram með fullum krafti þeirri nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar, sem fráfarandi ríkisstjórn hóf, en auðnaðist ekki að leiða í örugga höfn vegna svika kommúnista. Lögð er rík áherzla á nauðsyn þess að skapa öllum landsins börnum líf- vænleg kjör og koma í veg fyrir at- vinnuleysi. Trygging sjálfstæðisins er efst á stefnuskrá þessarar stjórn- ar sem hinnar fráfarandi. Þá er bent á hina óumflýjanlegu nauðsyn þess að lækka verðbólgu og dýrtíð til þess að tryggja örugga starfrækslu hinna nýju atvinnutækja. Það er ekki þörf á að rekja hér nánar hina fjölþættu stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Það er heldur ekki aðalatriðið, að mörgu sé lof- að, heldur hitt, hvernig tekst til um framkvæmdir. Ollum þjóðhollum íslendingum er það þó fagnaðar- efni, að stefnuskrá hinnar nýju rík- isstjórnar er mótað af fullkominni viðurkenningu á meginhugsjónum hins vestræna lýðræðis, andlegu og athafnalegu frelsi einstaklinganna. Ríkisafskiptin eru að vísu æði mikil, en þau miða þó að því að beina at- orku og framtaki einstaklinga inn á þær brautir, sem í hvert sinn er þjóð inni farsælast að gengnar séu. í því Skemmdarfýsn unglinga LOGREGLAN kvartar mjög undan því, að allmikið beri á skemmdaræði unglinga og jafnvel fullorðinna manna. Það er líka sjón sögu ríkari. Töluverður hluti hand- riðsins á tröppunum upp að kirkjunni, sem er til mikils hægðarauka, einkum fyr- ir gamalt fólk í snjó og hálku, hefir verið rifið burtu á allstórum hluta trappanna. Þá hafa menn einnig þurft að sýna krafta sína á stöngum þefm, sem bera leiðarvísa við götur í bænum, og fleiri dæmi mætti nefna. Það gegnir nokkurri furðu, hversu mikla ánægju sumir unglingar — og jafnvel full- orðnir — hafa af því að skemma hluti eða eyðileggja þá. Eru þessi skemmdarverk hér á Akureyri ekki einsdæmi. Flestum mun í fersku minni skemmdaræði ungl- inga á Sauðárkróki og Skagaströnd og víðar á gamlárskvöld. Er hér um að ræða hættulegan sálrænan sjúkdóm, sem heim- ili og skólar verða að leggja sig fram um að vinna gegn. Drykkjuskapurinn er þó sennilega helzti aflgjafi þessara skemmdar sambandi má það vera þjóðinni sér- stakt fagnaðarefni, að nú eru það eingöngu lýðræðissinnuð öfl, sem um stjórnvölinn halda, flokkar, sem eiga það sameiginlegt að vilja vernda og efla ríkjandi lýðræðisskipulag í landi voru. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn halda áfram þeirri stefnu, sem tekin var við myndun nýsköp- unarstjórnarinnar haustið 1944. — Kommúnistar gáfust upp á miðri leið, enda mun þeim hafa verið orð- ið ljóst, að allir draumar þeirra um Soviet-ísland væru að engu orðnir, ef auðið yrði að tryggja öllum lands mönnum góð kjör með framkvæmd nýsköpunarstefnunnar. Ummæli þeirra um þessa ríkisstjórn eru með slíkum endemum, að líkast er sem hitasótt með óráði hafi gagntekið ritstjóra kommúnistablaðanna. Eru þau skrif ljótur blettur á þjóð, sem vill teljast með fremstu menningar- þjóðum heimsins. Það er fagnaðarefni öllum þjóð- hollum íslendingum, að hin frjáls- lyndari og umbótasinnaðri öfl hafa gengið með sigur af hólmi í Fram sóknarfl. og gengið undir merki nýsköpunarstefnunnar. Kosningaúr- slitin í vor hafa verið honum holl á- minning. Hinsvegar verður því ekki neitað, að skrif Framsóknarblað- anna um stjórnarskiptin eru lítt til þess fallin að sanna heilindi hans í samstarfinu. Jafnframt því að kynna hina nýju ríkisstjórn, hrúga þau saman fjarstæðukenndum óhróðri um starf og stefnu fráfarandi stjórn- ar, og þá einkum fráfarandi forsætis- ráðherra Ólaf Thors. Árásir þessar gera að vísu hvorki Sjálfstæðisflokkn um né Ólafi Thors mein, því að ná- kvæmur samanburður á stefnuskrá núverandi og fráfarandi stjórnar sannar, að Framsóknarflokkurinn hefir nú einmitt samþykkt þá stjórn- arstefnu, sem hann lætur blöð sín níða niður. Hann er sjálfur kominn í „nýju fötin keisarans“, eins og for- verkamanna, því að mörgum finnst þeir þurfa að vinna einhver afreksverk Bakk- usi til dýrðar, og beinast þessi afreksverk oftast að því að eyðileggja einhverja nyt- samlega liluti. Heilbrigðir unglingar þurfa auðvitað að fá útrás fyrir orku sína, en þá útrás eiga þeir að fá í þjóðhollu starfi, íþrúttum og leikum. Takið ykkur til eftirbreytni hin tíu boðorð skátareglunnar, ungu skemmd- arverkamenn, og reynið að beina orku ykkar að uppbyggingu í stað niðurrifs. Skemmtileg nýung ÞAÐ er oft kvartað yfir því, að skemmt- analíf hér í bæ sé fremur fáskrúðugt. Það er að vísu enginn skortur á almennum dansleikum, fremur en víðast hvar ann- ars staðar, en dansleikir þessir eru því miður sjaldnast með þeim brag, að þeir séu eftirsóknarverðir og því síður hollir ungu fólki. Af þeslum sökum er það oft- ast vel þegið, ef einhver reynir að skapa meiri fjölbreyttni í skemmtanalífi bæjar- Framh. á 7. síðu. maður Framsóknarflokksins á sínum tíma kallaði nýsköpunarstefnuna. Hinsvegar hlýtur þessi ósmekklega afstaða Framsóknarblaðanna að spilla þeirri einingu stjórnarflokk- anna, sem er óhjákvæmilegt skilýrði þess, að viðunandi lausn fáist á þeim vandamálum, sem stjórnin þarf að leysa. Bæði blöð Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins eru nú tekin að karpa um það, hvor flokkurinn eigi meira í stefnuskrá hinnar nýju ríkis- .stjórnar. Framsóknarblöðin ganga jafnvel svo langt að telja Framsókn hafa 'sett mark sitt á stefnu hinnar nýju stjórnar! Hugsanlegt væri, að einhver, sem aldrei hefði lesið Fram- sóknarblöðin undanfarin ár, tryði þessu, en naumast aðrir. „íslendingur" ætlar sér ekki að eiga hlutdeild í þessu barnalega þrefi. Stjórnarsamstarf ólíkra flokka getjur ekki orðið til á annan hátt en þann, að hin mismunandi sjónarmið séu samræmd eftir föngum, og hver flokk ur vægi að einhverju leyti. Spáir það sjaldan góðu um langt og ein- lægt samstarf, ef orku samstarfs- flokkanna er eytt í innbyrðis deilur um það, hver hafi borið beztan hlut frá borði í samningunum. Sjálfstæðisflokkurinn getur vel un- að stefnu hinnar nýju stjórnar. Hann hefir ekki hvikað frá þeirri stefnu, sem hann myndaði ríkisstjórn um haustið 1944, og hann mun ekki hvika frá því meginsjónarmiði sínu, að nýsköpun atvinnuveganna sé und- irstaða efnalegs sjálfstæðis þjóðar- innar. Hann hefir góða samvizku um það að hafa gert allt, sem i hans valdi stóð, til þess að skapa sem mesta þjóðareiningu um fram- kvæmd þessarar stefnu. Sigur þess- arar stefnu er því bæði sigur þjóðar- innar og Sjálfstæðisflokksins, og að því leyti, sem núverandi ríkisstjórn vinnur að framkvæmd hennar, á hún víst öruggt fylgi Sjálfstæðisflokks- ins. í þá og hélt fyrir þeim vöku, ásamt niði i röstinni og gný af jakaburði. Þegar leið að degi, festu þeir svefn litla stund. En er birta tók, risu þeir á fætur og tóku til að hlaupa um eyna fram og aftur sér til hita. Það sáu þeir, að eigi mundi skip- gengt milli lands og eyjar þann dag, en það var aðfangadagur jóla. Glöggt sér úr Fagurey til bæjanna í Fagradal, og þaðan hugðust þeir félagar að vera vart við sig, þegar er færi gæfist. En með því að skugg- sýnt var vegna skammdegis og jörð óhrein, sáu þeir illa til mannaferða, nema við snjó bæri. Sáu þeir skömmu eftir fótaferðatíma, hvar tveir menn gengu yfir skafl skammt frá fjárhús- unum í Ytri-Fagradal og ráku á und- an sér fjárhóp. Tóku þeir þá að hóa sem ákafast, og sáu jafnskjótt að mennirnir námu staðar, svo að þeir hleruðu, en ekki var hóað í móti. Þeir félagar gerðu hlé litla stund og tóku þá til að hóa aftur. Fór þá á sömu leið, að fjármennirnir stöldr- uðu við, en gáfu ekkert hljóð frá sér. En hundgá heyrðu þeir nafnar á landi og þóttust vita, að vera mundi hjá fjármönnum þessum og að hund- arnir hefðu heyrt hóið. Furðaði þá því fremur, er þeir fengu eigi frek- ara svar. Ekki er þess getið, að þeir sæju meiri mannaferð þann dag. Notuðu þeir daginn, meða nbjart var, til þess að ganga allt umhverfis eyna og leita að þangi, til þess að gera sér úr ból, en náðu engu, og því næst til að ditta að kofanum, fella í smugur o. s. frv. Konan: Að þú skulir geta horft framan í mig? Maðurinn: O, menn venjast öllum fjandanum. ★ Skuldheimtumaður við stúdent: Klæðskerinn hefir falið mér að inn- heimta þessa skuld. Stúdentinn: Þá má ég óska yður til hamingju með að þér hafið feng- ið fasta stöðu. ★ Maður kom til Árna biskups Helgasonar í Görðum og bað hann um lán eða nokkra hjálp, en gat þess, um leið, að það væri nú eins fyrir sér og öðrum fátæklingum, að hann byggist nú ekki við að geta borgað það, og úrræði sitt yrði því, að biðja guð að launa honum það. Árni biskup svaraði: Ekki er nú í kot vísað. Þú munt eiga hjá hon- um! ★ Læknir: — Húsbónda þínum líð- ur nú miklu betur, en hann er nokk- uð stygglyndur, svo að það er bezt Er rökkvað var um kvöldið og þeir vissu, að heimilisönnum væri lokið á bænum, en jólahelgin byrj- uð, tóku þeir til að hóa aftur, með því þeir gerðu sér vonir um, að þá mundi heyrast betur í næturkyrrð- inni. En það fór á sömu leið. Enn var steinhljóð. Þeir sáu, að kveikt var í gestastofu á báðurn1 bæjunum í Fagradal, en það var eigi vani nema á hátíðum og tyllidögum eða ef fagna skyldi gestum. Leið svo jólanóttin, og varð eigi tíðenda. Að morgni á jóladag tóku þeir að hóa enn af nýju, og sáu þá menn fara til kirkju frá báðum Fagradals- bæjunum, í tvær áttir, út að Búðar- dal (þar er nú kirkja lögð niður) og inn í Saurbæ, að Staðarhóli, því bæ- irnir eru sinn í hvorri sókn. En ekki urðu þeir þess varir, að neitt heyrð- ist til þeirra þá. Nú fór hungrið að sverfa að þeim. Þeir vissu að hvönn óx á eyjunni, og kom til hugar, að leita fyrir sér, hvort eigi næðist í rætur hennar ein- hversstaðar, til þess að stilla hungur sitt. Þeim tókst það eftir mikla leit og fyrirhöfn, grófu fyrir og pjökk- uðu upp hvannaræturnar með brodd stöfum sínum. En bæði var það, að litlu fengu þeir náð með þeim hætti enda næring sáralítil í þeirri fæðu og henni freðinni. Voru þeir svo sem engu nær fyrir þá björg. Tók þeim nú að veiklast von og bjuggust helzt við, að þeir ættu þarna beinin að bera. En viðfeldn- ara þótti þeim, ef þau yrðu forlög Framh. að varast að láta nokkuð á móti hon- um. Þjónn: — Hann var að tala um það áðan, að sig langaði til að snúa mig úr hálsliðnum. Læknir: — Jæja, en það er sama, látið hann bara ráða. ★ Leigjandinn: — Eg ætla'að láta yður vita, að kjallarinn hjá mér er fullur af vatni. Húseigandinn: — Nú, hvað um það. Þér getið þó líklega ekki búizt við að fá kjallarann fullan af brenni- víni fyrir skitnar 50 krónur á mán- uði. ★ Maður nokkur, ekki dáindisfríð- ur, kom til Ijósmyndara og vildi láta taka mynd af sér. Var hann sann- færður um það, að hann gæti feng- ið laglegustu mynd, ef hún væri að- eins tekin á réttan hátt. — En hvern- ig ætti nú að taka svoleiðis mynd? Ljósmyndarinn virti hann fyrir sér góða stund og mælti síðan: — Eg myndi ráða yður til þess að standa á bak við símastaur á meðan, yaman og alvara

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.