Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 12.02.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLKNDINGUJI MiSvikudaginn 12. febrúar 1947 NÝKOMIÐ: Bi. Ávaxtasulta Rifsberjasaft Burstavörur Penslar Kústasköft Matarkex Mariekex Waterkex Tekex Grænsúpa 5 kg. ks. Þvottaduft Gerduft í boxum og i. vigt Gúmmíbönd Límbönd og stativ Stór kerti Bl. Grænmeti útl. Caco í boxum og I. vigt Maccaronni. HEILDVERZL VALG- STEFÁNSSONAR Akureyri —Sími 332. Raímagns-kamínurnar eru komnar — seldar í dag. Byggingavömverzlun Akureyrar h.f. Gardínustengur - patent með öllu tilheyrandi. Byggmgavöruverzlun Akureyrar h.f. HÚS til sölu Húseignin Hríseyjargata 1 hér í bæ er til sölu, ef viðunandi boð fæst. — í húsinu eru 3 íbúðir, munu 2 þeirra lausar 14. maí n. k. — Tilboðum í húsið sé skilað til Guðmundar Jóhannessonar fyrir 11. marz n. k. — Allar upplýsingar varðandi söluna gefur undirritaður milli kl. 5—7 e. h. daglega. — Vanalegur réttur áskilinn. Guðmundur Jóhannesson, Hríseyjargötu .1. Aspargus Libbys Blandað grænmeti Síld í tómat Síld í olíu NÝI SÖLUTURNINN Herranærföt Herrahattar Skinnhanzkar Ullartreflar. ÍH.f. YALDABÚÐ Hagtrædingarnir og Framsókn. Framh. af 5. síðu. ræðum sínmti hefir Framsóknar- flokkurinn tekið dýrtíðarmálið upp á arma sína, og þótzt einn allra flokka vilja lausn þess máls. Jafnhliða þess- um fullyrðingum hafa svo blöð flokksins prentað upp ummæli Ólafs Thors um bölvun dýrtíðarinnar. — Þannig stangast hvað á annað hjá þessum góðu mönnum. Þegar Fram- sókn fyrir mistök Hermanns varð utanveltu haustið 1944, fundu ein- hverjir hugvitssamir Framsóknar- menn upp þá skýringu, að það hefði verið vegna ágreinings um dýrtíðar- málið, sem Framsókn hefði viljað leysa, en hinir flokkarnir ekki. Hvorki fyrr né síðar hafa þó Fram- sóknarmenn komið með nokkrar raunhæfar tillögur til lausnar á dýr- tíðarvandamálinu. Það er ekki fyrr en nú, eftir að þeir hafa lesið álit hagfræðinganna um dýrtíðarmálið, að þeir hafa fundið leiðir til úrbóta, sem þeir auðvitað þykjast alltaf hafa verið að benda á. En það er eitt meginatriði í áliti hagfræðinganefndarinnar, sem Fram sóknarblöðin forðast einkennilega mikið að minnast á, þegar þau eru að burðast við að reyna að telja fólki trú um, að álit hagfræðinganna sé samhljóða stefnu Framsóknar- flokksins. Þau halda því ekki á lofti, að hagfrœðingarnir telja það meg- inskilyrðið fyrir efnahagslegri far- sœld íslenzku þjóðarinnar í framtíð- inni, að NÝSKÖPUN AJVINNU- VEGANNA verði haldið áfram af fullum krafti. Finnst Framsóknarblöðunum þetta vera í samræmi við stefnu Fram- sóknarflokksins? Hafa þau gleymt því, að Hermann Jónasson kallaði nýsköpunina „nýju fötin keisarans?“ Hvað væri orðið af gjaldeyri þjóð- arinnar, ef Framsóknarmenn hefðu mátt ráða? Þá hefðu engin fram- leiðslutæki verið keypt, hvorki handa bændum né sjómönnum, því að öll slík kaup áttu að bíða, þar til verð- lag lækkaði. Nei, Framsóknarmenn ættu sann- arlega ekki að vekja óþarflega mikla eftirtekt á- stefnu sinni undanfarin ár, því að hún er þeim til einskis sóma. Fráfarandi ríkisstjórn hefir vafalaust gert ýms glappaskot eins og allar aðrar ríkisstj órnir, en reynsl an hefir sannað ágæti þeirrar megin- stefnu, sem hún barðist fyrir. Erfið- leikar þeir, sem núverandi ríkisstjórn þarf að yfirstíga eru afleiðingar þró- unar, sem hófst löngu fyrir daga frá- farandi ríkisstj órnar, og Framsókn- armenn eru engu hreinni í þeim sök- um en aðrir flokkar. í stað þess að vera að grobba af stefnu, sem þeir aldrei hafa haft, ættu þeir að sjá sóma sinn í því að leggja nú loks eitthvað raunhæft af mörkum til þeirrar nýsköpunar atvinnuveganna, sem hagfræðingarnir telja þjóðinni lífsnauðsynlega, en Framsóknar- menn eftir beztu getu hafa reynt að níða niðui á undanförnum árum, meðan Sjálfstæðismenn unnu þar að af heilum hug. Eftir að þeir hafa Hafrúmjöl Jarðaberjarsulta í lausri vigt. Verzl. Baldnrshagl Sími 234 GÚMMÍSTÍGVÉL barna og unglinga. Verzl. Baldnrsbagl Sími 234 Æskan og áfengið • Framhald af 3. síðu. I ar var samþykkt áskorun til Alþing- is um þjóðaratkvæðagreiðslu um al- gert áfengisbann. Ekki hefi ég heyrt að því máli hafi enn verið hreyft, en þó er ekki öll nótt úti. En ef þessi áskorun verður hundsuð, verður það enn eitt dæmið um svefn þess- arar háu stofnunar. Þessu máli þarf því að fylgja með mikilli athygli. Eg leyfi mér jafnvel að fullyrða, að á þessu ríði að verulegu leyti heill íslenzku þjóðarinnar. Góðtemplara- reglan hefir staðið vel á verði um þessi mál. En meira þarf, ef duga skal. Þótt Reglan sé sterkur félags- skapur, verður þó þjóðin sjálf að rétta henni hönd, eða styðja mál- efnið á annan hátt. Þá fer svo að lokum að ekki verður hægt að dauf- heyrast við þeim röddum, sem betri vitund þjóðarinnar stendur að. — Þá fer svo að lokum, að þjóðin sjálf verður látin skera úr málinu með almennri atkvæðagreiðslu. Vonandi sýnir þjóðin þá, að hún eigi það skilið að kallast menningar þjóð. Það ætti að vera metnaður allra æskulýðsfélaga að veita þessu máli lið og bera það fram til sigurs. Þetta hafa og mörg félög gert eins og t. d. ungmennafélögin. En hér ættu að koma fleiri, eins og t. d. íþróttafélög- in og jafnvel stj órnmálafélög æsku- lýðsins. Starfsemi stj órnmálaflokk- anna virðist eiga að miða að fram- förum þjóðarinnar, þótt oftar virðist hún miða að eflingu eigin hagsmuna. Ef þeir tækju áfengismálin á arma sína, myndu þeir sýna, að þeir hefðu almenningsheill fyrir augum. Það myndi einnig gleðja alla bindindis- menn, ef fulltrúar þjóðarinnar á Al- þingi yrðu jafnsammála á þessu sviði og þeir virðast vera sammála um það að koma sér ekki saman um neitt. Þá hefði lýðveldið ísland losn- að við versta óvin sinn. K. unnið sér eitthvað til ágætis á sviði raunhæfra aðgerða í vandamálum þjóðarinnar, hafa þeir rétt til þess að varpa hnjóðsyrðum að öðrum fyrir störf þeirra, en fyrr ekki. Húsmæðnr! nú getið þið sparað sykur- inn, tímann og rafmagnið með því að kaupa hinar Ijúf- fengu smókökur, 4 mismunandi tegundir, E I N NIG NÝKOMIÐ : Jarðaberjasulta Hindberjasulta Eplasulta Blönduð sulta Danskt ískex Danskt Mariekex Matarkex Ræstisúpa Þvottasúpa Þvottaduft Mjólkurfötur ' Kleinujórn Hnífaparakassar og margt fleira. VerzL JONS EGILS Túngata-1. — Sími 475. Sælgæti mikið úrval. HAFNARBÚÐIN Skipagötu 4 — Sími 94 Páll A. Pálsson. Hjónaklúbburinn ALLIR EITT heldur dansleik að Hótel KEA laug- ardaginn 15. febr. n. k. kl. 9.30. STJÓRNIN. Nú ern jielr komnir karlmannasokkarnir í miklu úrvali, vetrarsokkar, sportsokkar, sumarsokkar. Karlmannapeysur og vesti. Nærföt, fyrsta flokks, — o. m. fl. ÁSBYRGI h.f. Reglulegur gæsadúnn og hálfdúnn ennþá fyrirliggjandi. Sendum í póstkröfu. ÁSBYRGI h.f. SJcipagötu 2 Söluturmnn við Hamarstíg

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.