Íslendingur


Íslendingur - 26.02.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.02.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 26. febrúar 1947 1 S L E N D 1 N G U R Pankabrot namhald af 4. síðti. Scrhverl lækifæri hefir veriS notað til þe»s afi koraa kommúnistum í kennara- stöður i>g skólanefndir og fréttaflutningi útvarps'ns hagað í samræmi við kommún- istisk sjónarmið, eflir því, sem hægt hefir verið, 1 lofir útvarps9tjóri reynzt kommún- istum auðsveipur fylgismaður og jafnvel brotið reglur útvarpsins til þess að þókn- ast hinum kommúnistisku húsbændum sín- um. Vonaidi lætur hinn nýi menntamálaráS- lierra lætta mál rækilega til sín taka •g bindiir enda á þann kommúnistiska áróðiir, sem stöðugt er rekinn í fréttum útvarpsins. LýSræðisflokkarnir verða að skilja það, að uppeldis- og menningartæki þjóðarianar eru hættulegustu vopn ofstæk- iífullra niðurrifstnanna. Með þessum á- hrifaríl u tækjum hafa kommúnistar reynt 4ið sýkja þjóðina og grafa undan trú bennv á lýðræði og einstaklingsfrelsi. — Það er því mikil nauðsyn að losa þessar stofnanir undan öllum kommúnistiskum áhrifuni. Mál og menning '• - KOMMÚNISTAR eru flestum flokkum anjallari í éróðri, p'g kemur það þeim að góSu lialdi, því að þeim hefir reynzt lítt vænlegt til sigurs að ganga hreint tíl verks, ifeldur reyna að læð'a hínum kommúhist- iska á'róðri inn í fólkíð, án þess að það " yr'ði kans vaft. Þeim várð því fljótt ljóst, að hjá eihs ' mikilli bókmenntaþjóð og íslendingum, var mikils vert að geta 'kom- iS kommúnistiskurn éróSri sem víðast inn í bókniehntir þjóSarínnar. Hafa þeír jafn- ári lagt' mikíS kapp á "að ná skáldum' og rithöfundum í sinn hóþ, og jafnframt hafa þau skáld, sem ekki liafa viljað ganga á málahjá kommúnistúm, verið svívirt á allar lundir, og skáldsjcapur þeiria t-álinn einskh' virSi. Fyrir ftll-lijngu síðan d.att svo kommúnistum það þjóðráð í hug að stofna ------.-----------------------------__-------p bókmcnntafélag. Aiti það auðvitað að vera ópólitískt á yfirborð'inti." Fengu komm- únistar nafn Sigurðar Nordal sein hlut- leysisstimpil á þctta fyrirlæki silt og hófu mikla aiiglýsingastarfsemi. Hömpuðu þeir mjög ýnisum merkum ritum, er þeir aítl- uðu að gefa út, en auglýstu minna komm- únistisku áróðursiitin, scm áttu að fylgja með. Gerðust fjölda margir félagar í þessu nýja bókmenntafélagi, einkum vcgna íyrirhugaðrar útgáfu Sigurðar Nor- dal á sögtf lslands. Allt frá stofndegi þessa bókmenntafé- lags, hafa kommúnistar beitt því skefja- laust til kommúnistisks áróðurs. Þeir hafa géfiS út ýms merk rit til þess tíS halda í íólkið, en kommúnÍ9taáróðurinn hefir jafn- an verið aSalatriSið. Áhuginn á útgáfu íslandssögunnar virðist hafa minnkað, eftir því sem áhuginn á að túlka fyrir fólki sæluna í Rússlandi befir vaxið. Af „Arfi Islendinga" hefir ekki komið nema eilt bindi fyrir mörgum árum og bólar ekkert á. framhaldi. Munu þó all-margir hafa greilt til félagsins nokkuð af andvirði annars heftis fyrirfram. Væri vel, cf hinn nýi forstjóri þessa kommúnistiska útgáfu- félags, sem er mikill fræðimað'ur, gæti fengið því áorkað að færa útgáfustarf- semi þess nokkuð meir í samræmi við hið glæ-silega nafn fyrirtækisius en veriff hefir - síðustu árin. Skálholt Framh. af 5. síðu. leikinn af Jóhanni Ogmundssyhi og fórst hpnum eiðtakan vel úr hendi. Sigmundur Björnsaon lék séra Arna Halldórsson, bróður Daða. Fór hann yú með hlutverk. sittj en er heldur unglegur í það, því að Árni var allmiklu eldri en Daði. Frú Sigurjóna Jak.obsdóttir lék V'olu hreingerningárkonu skemmti- lega og vel. Jónína Þorsteinsdóttir fór einnig smekklega með hlutverk Þóru Jasparsdóttur. Sama er að segja uin Jentiý Jónsdóttur. sem lék Slein- unni FinnsdóHur._ Anna Tryggva lék Elínu Hýkonar- dóttur, dóttur Helgu í Bræðrntungu. Er það lítið hlulverk, en vel leikið. Jón Retnharðsson lék klukkuþjón- inn skemintilega og fxörlega. Eiðvottana séra Jósep Lojtsson, séra Erasmus Pálsson, séra Jón Gísla son, séra Jón Snorrason og séra Þórð Þorleifsson léku Mikael Jónsson (í forföllum Þóris Guðjónssonar), Björn Sigmundsson, Ingólfur Krist- insson, Jón Ingimarsson og Stefán Halldórsson. Er gerfi þeirra mjög sæmilegt. Búningar allir eru lánaðir af Leik- félagi Reykjavíkur. Eru þeir mjög glæsilegir, einkum kvenbútSingarnir. Leiksviðin eru yfirleitt vel úthúin, en nokkuð fátæklegt virðist þó vera í stofunni í Bræðratungu. Leiktjöld eru öll máluð af Hauk Stefanssyni og eru þau bæði falleg og smekkleg. Jóhann Haraldsson annast söng- stjórn og Oddur Kristjánsson leik- »viðsstjórn. Leiktjaldasmiðir eru þeir Oddur Kristjánsson og Kolbeinn Ög- mundsson. Ljósanreistari er Ingvi Hjörleifsson. Hárgreiðslu annast Snyrtistofan „Fjóla". Leikurinn stendur yfir rúma'fjóra tíma. Sýningin gengur fljótt, þótt oft þurfi að skipta um búninga og leik- svið. Það var sérstaklega ánægjulegt, hversu gott hljóð var í húsinu, að undanteknu marrinu í bekkjunum, sem gjarnan mættu nú fara að rýma fyrir þægilegri sætum. Börn voru engin á sýningunni, enda eiga þau lítið erindi á svona leiksýningu. Hlýtt var í húsinu. þessu léikrili Kainbans er'hið mesta þrekvirki, sem vert er að þakka. Hljóté leikendur og leikstjóri að hafa lagt á sig feikilega vinnu við æfing- arnar. Þótt lítilla fjárhagslegra launa sé að vaiita fyrir allt þetta erfiði, geta þó leikéndur og leikstjóri glaðst yfir því, að þrátl fyrir eðlilega og smávægilega annmarka, er leiksýn- ingin í heild þeim til hins mesta sóma og munu flestir leikendanna vaxa í áliti við þenna leik sinn. Árshátíð Sjálfstaeðisfélaganna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri héldu árshátíð að Hótel Norð- urland síðastiiðinn laugardag. Árni - Sigurðsson, kaupmaður, setti samkomuna og stjórnaði henni. Ávörp og ræður. fluttu: Cand. juris Jónas G. Rafnar, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi, formaður Sjálfstæðisfélags Akureyr- ar, Helgi Pálsson, forstjóri, formað- ur Sjálfstæðiskvennafél. „Vörn", frú Jónheiður Eggerz, og form. „Varð- ar", félags ungra Sjálfstæðismanna, cand. juris Magnús Jónsson, ritstjóri. Stuttur gamanþáttur var fluttur, og Edvard Sigurgeirsson sýndi kvik- mynd. Þá sóng Jóhann Ögmundsson nokkur lög. Að lokum var dansað. Var hátíðin í alla staði mjög ánægju- leg. Sýning Leikfélags Ákureyrar á Aktireyri gefur S. í. B. S. 10 þúsund krónur. AKUREYRARBÆR hefir nýlega gefið vinnuheimilisijóði Sambands íslenzkra berklasjúklinga tíu þúsund I krónur. Víða mokaíií - en menn vantar Víða er nú mikill fiskafli, en þess munu allmörg dæmi, að skip komizt ekki á veiðar vegna mannaskorts. Vinnumiðlunarskrifstofan auglýsir hér í blaðinu í dag eftir mönnum til ýmissa starfa við fiskibáta í verstöðv- ar á Suðurlandi. Er það mikið alvöru mál, ef fólk fæst ekki til nauðsyn- legra framleiðslustarfa. Ættu þeir menn, sem nú eru atvinnulausir hér í bæ -að athuga þetta, ef þeir hafa nauðsynlega kunnáttu til fiskvinnu, því að leggja verður kapp á að fram- leiðslan ekki stöðvist, og verður efl- ir megni að beina vinnuaflinu þang- að. Verkamannafélagið ritar bæjarstjórn um atvinnu- leysi Stjórn Verkamannafélage Akur- eyrarkaupstaðar hefir nýlega ritað bæjarstjórn bréf, þar sem skorað er á bæjarstjórnina að láta nú þegar hefja vinnu við ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir í bænum, svo að minnsta kosti 50 verkamenn fái þar atvinnu, en atvinnuleysi er nú nokk- uð í bænum vegna þess, að ýmsar framkvæmdir hafa stöðvast sökum snjóa. Þótt nokkurt atvinnuleysi á þess- um tíma árs sé engan veginn óeðli- legtfyrirbrigði, er samt nauðsynlegt, að bæjarstjórn reyni eftir-megni að veita sern flestum atvinnulausum verkamönnum vinnu, því að fjöl- skyldumönnum, að minnsta kosti, veitir ekki af að hafa stöðuga vinnu, ef þeir eiga að geta lifað sæmilegu lífi í þeirri miklu dýrtíð, sem nú er. IIUlNGtlR DROTTNINGARINNAR AF SABA 35 36 Hvað myhdi þessi ungi maður hugsa, ef ha2in nokkru sinni lifði þá sund að fá að sjá hið yndisfagra ög íöfr- andi andlit hennar? Mi';r yirtist Kvik líðþjálfi ekki vera eins heimskur og húsbóndi haris sýndist álíta hann. Orme höfuðs- maður var án efa rétti maðurinn til þass að verða með í leiðangri okkar. En ég hefði samt gjarnankosið, að hann hefði verið nókkru eldri, eða þá að stúlka sú, sem hann nýlega var trúlofaður, hefði ekki einmjtt nú r'tftað trúlofun þeirra. Þegar maður þarf að fást við ilókin og hættuleg mál, er það reynsla mín, að farsadást sé 'að eiga aldrei á hættu nein ástarævintýri. Einkum í Austurlöndum. . ..•. c.- ... III. KAFU Prófessorinn fer á veiðar Lesandanum er ekki þörf á að fá að vita um, nema nokkur atriði af því,,_ sem fyrir okkur kom á hinu ægiléga ferðalagi gegnum eyðimörkina og þar til við komum inn í skóginn og slétturnar umhverfis Mur. Þegar við kömum til Assouan, lágu þar bréf og nokkur símskeyti til Orme höfuðsmanns. Hann sýndi mér þessi gögn, því að við vorum nú orðnir einkaviuir. Var honum þar tjáð, að barnið, sem frændi hans hafði í ieynd látið eftir sig, hefði skyndilega veikst og dáið úr einhverri barnaveiki. Hann vár því aftur orðinn erfingi að þeim miklu auðæfum, sem hann hélt sig hafa tapað, því áð ekkjuririi"vár aðeins tryggður líf- eyrir. Eg óakaði honum til hamingju óg sagði, að seimi- lega myhdi þetta hafa þær afleiðingar, að við yi-ðum af þeirri ánægju að fá hann með okkur til Mur. „Hvers vegna það," spurði hann. „Eg sagðist vilja vera með,'óg ég ætla mér líka að vera það. Eg hefi líka, eins og við vitum, undirskrifað samning okkar um þetta." „Að vísu," svaraði ég, „en aðstæðurnar geta breytt því. Það er vel bægt að hugsa sér, að fyrirtæki, sem var gott fyrir kjarkmikinn og framtakssaman niann af góðri ætt, en snauðan að fé, hæfi ekki lengur þeim, sem þannig hefii' dottið í lukkupottinn. Hugsaðu þér, hvers virði það er fyrir mann með þitt ættgöfgi, gáfur og hæfiieika að eignast einnig mikinn auð meðan hann er enn ungur. Með alla þessa yfirburði, standa blátt áfram allar dyr Englands þér opnar. Þú getur komizt inn í þingið og stjórnað landi og þjóð. Ef þú kærir þig um, gétur þú orðið lávarður. Þú getur kvænzt hvaða stúlku, senf þú vilt, að prinsessum með konunga- blóði eiuum undanskildum. I fám orðum sagt, getur þii náð til hins mesta írama með mjög lítilli fyrirhöfn. Varpaðu ekki burtu svo gullvægu tækifæri til þess ef ef til vill í staðinn að deyja úr þorsta í eyðimörkinni eða í bardögum við villimennina." „0, ég veit það ekki," svaraði hann. „Eg hefi aldrei tekið mikið mark á gullvægum tækifærum, seni þú svo kallar. Eg grét ekki, þegar ég missti fjármuni mína. Eg syng heldur ekki nú, er ég hefi endurheimt þá. Og hvað sem öðru líður, þá fer ég með þér. Þú getur ekki 'talið mig frá því að uppfylla samninginn. 'En úr því að ég hefi nú eigriazt svo mikla fjármuni, er víst bezt, að ég semji erfðaskrá og sendi hana heim með póstinum. Reyndar þykir mér leiðinlegt að þurfa að fást við það." Rétt í þessu kom prófessorinn inn og með honum þorparlegur arabiskur kaupmangari, sent hann var að reyna að fá til þess að selja sér nokkra forngripi. Eftir að Arabanum hafði verið vísað á dyr, sögðum við Higgs hvað fyrir hafði komið. Og hvað sem um hann má segja, þegar um minniháttar hluti er að ræða, þá er hann laus við alla eigingirni, þegar mikið er í húfi og kvaðst því strax vera á sömu skoðun og ég. Áleit hann, að Orme ætti sín vegna að yfirgefa okkur og fara heim aftur, úr þvi að málin hefðu skipazt þannig. „Þú getur sparað þér ákafann, kæri vinur, þótt ekki væri nema af þessari ástæðu éinni saman," sagði höf- uðsmaðurinn og kastaði bréfi yfir borðið til hans. Eg fékk síðan að líta á bréf þetta. Það var frá ungu stúlkutai, sem hann hafði verið trúlofaður, og hafði svikið hann, er hann missti arfinn. Nú virðist hún hafa skipt um skoðun. Og enda þótt hún ekki minnist á það, er það ef til vill ekki svo mjög ósanngjarnt að ímynda sér, að dauði litla barnsins hafi átt sinn þátt í að breyta aftur tilfinningum hennar. Hefir þú svarað þessu?" spurði Higgs. „Nei", svaraði Orme hörkulega. „Og ég ætla mér heldur ekki að svara því, hvorki skriflega né munn- lega. En á morgun ætla ég að halda áfram til Mur og ferðast eins langt og örlögin leyfa mér að komast. Og nú fer ég að athuga fjallamyndanirnar niðri við fljót- ið."

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.