Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1947, Síða 1

Íslendingur - 05.03.1947, Síða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 5. marz 1947 9_ tbl. ...11|| |||||||| lllHf IM— RlKISSTJÓRNIN UNDIR- BÝR ÝMS STÓRMÁL Þegar eftir að hin nýja rík- isstjórn tók við völdum, mun hún hafa hafið undirbúning ‘ að ýmiskonar lagasetningu til framkvæmdar á málefna- samningi stjórnarinnar. Hafa undanfarnar vikur ýmsir sér- fræðingar unnið með ríkis- stjórninni að samningu laga- frumvarpa um fjárhagsráð, eignakönnun, skipun landbún aðarmála og — að því er vænta má — einhverri úr- lausn á dýrtíðarmálunum. Má vafalaust á næstunni bú- ast við einhverjum tíðindum frá ríkisstjórninni. EYSTEINN FÆR HÚS- MÆÐRASKÓLANA Með forsetaúrskuröi frá 28. febrú- ar hefir sú breyting vepð gerð á starfaskiptingu ráðherra, að hús- mæðraskólar í sveitum, sem áður heyrðu undir Bjarna Ásgeirsson, heyra nú undir Eystein Jónsson. HVAÐ DVELUR DÝR- TÍÐA RNEFNDINA ? í lögunum um ábyrgð ríkissjóðs á verði fiskjar, er samþykkt voru á Alþingi fyrir jól, var m. a. svo ákveð- ið, að þingflokkarnir tilnefndu menn í nefnd til þess að gera tillögur um lausn dýrtíðarmálsins og stöðvun verðbólgunnar. Átti nefnd þessi að skila áliti fyrir 1. febr. Ekkert hefir enn heyrzt frá nefnd þessari, þótt komið sé fram í marzmánuð. STRA UMURINN TIL REYKJA VÍKUR HAGFRÆQINGUR Reykjavíkur- bæjar áætlar, að rúmlega 15 þús. manns hafi flutt til Reykjavíkur árin 1940—1945. Ekki hefir þó allur þessi fjöldi setzt þar að fyrir fullt og allt, því að bæjarbúum hefir fjölgað um tæp 10 þús. á þessu tímabili. Nemur ibúafjölgunin í Reykjavík um 90% af allri fólksfjölgun í landinti. Á árunum 1943—1945 hafa flutzt frá kaupstöðum til Reykjavíkur rúm lega 620 manns á ári til jafnaðar, en úr sveitum og kauptúnum rúm- lega 1700 manns að meðaltali ár- lega. Stilla verður gialdeyriseyðslunni í hdí Etnilegur píanóleikari. Einar Mnrkússon hélt píanóhljóm- leikn hér í Nýja Bíó, laugardags- kvöldið 1. marz. Viðfangsefni voru eftir Bach, Chopin, Gerzhwin, Sart- aro, Steimer, Rotoff, Mantandon og Alberniz-Nieman. Ekki skal hér rætt um hvert ein- stakt viðfangsefni. Þó skal þess get- ið, að mér virtist túlkun listamanns- ins á Fantasie eftir Bach heilsteypt- ust, óg voru rúörg blæbrigði þar prýðilega af hendi leyst. Annars virt- ist víða skorta nokkuð á heildarsvip, og nokkurs ungæðingsháttar gæta á köflum, enda er það algengt og eðli- legt, að mikil tækni freisti ungra listamanna til ýmislegra gönuskeiða, en það er jafnframt hættuleg freist- ing, sem getur jafnvel vaxið lista- manninum yfir höfuð sem ástríða, og þar eð tæknin á að notast ein- göngu sem möguleiki til listrænnar tjáningar, og því listrænni, sem hún er meiri, ber nauðsyn til að brýna þann sannleika fyrir ungum lista- mönnum, því að sá, sem getur gert sumt vel, getur gert allt vel, sem tækni hans leyfir, og er það, sem að fram- an greinir, einkum ætlað listamann- inum sjálfum til athugunar. En hitt verður að segjast, að hér er um óvenjulega efnilegan lista- mann að ræða, sem hefir náð furðu- legri tækni. Vil ég því til staðfestu benda á meðferð hans á Etude Sar- torio (fyrir vinstri hendi) og á ég J)ar ekki við hraðleikni sem þó var mikil, heldur hve laglínan var greini- leg og samræm undirleiknum, enda kom Jiað mjög víða í ljós, að fingra- stilling lians til tónmyndunar er mjög vel á veg komin. Þá voru og dvín- andi og vaxandi stigbreytingar víða tjáðar með ágæturn, þá gætti og all víða verulegra listrænna tilþrifa, ó- sjálfráðrar eða innblásinnar smekk- vísi, sem einungis Jreir „útvöldu“ í ríki listarinnar hafa til að bera. Það er því full ástæða til að vænta mikils af Jjessum upprennandi og efnilega listamanni. Hann hefir áreiðanlega mörg skilyrði til stórra hluta, ef líf og gifta leyfa. Konsertinn var sæmilega sóttur, þó betur hefði mátt, og listamanninum vel tekið. Varð liann að leika nokkur aukalög, og hylltur var hann með blómum. Akureyri, 3. marz 1947. fíjö rgvin G ti ö in ii ndsson. Fjölbreytt kvöldskemmtun hjá Ferðatélagi Akureyrar. Hreindýrakvikmyndin vakti mikla athydli Ferðafélag Akureyrar efndi 'til skemmtikvölds að Hótel Norðurland 27. febr. sl. Kvöldvökur Ferðafélags- ins hafa náð miklum vinsældum, enda var húsið fullskipað. Formaður félagsins, Sigurjón Rist, setti samkomuna og stjórnaði henni. Tvær stuttar kvikmyndir voru sýnd- ar, og Þorstéinn Þorsteinsson skýrði allítarlega frá leiðum úr byggðum Norðurlands inn til Öræfa. í sam- bandi við þetta erindi fór frarn at- kvæðagreiðsla meðal gesta um Ör- æfaleiðir, og hlutu Ilveravellir flest atkvæði, en Askja og Snæfell næst- flest. Þá sýndi Edvard Sigurgeirsson kvikmynd sína „Á hreindýraslóð- um“. Tók Edvard mynd })essa i leið- angri, sem gerður var út inn og aust- ur á öræfi til þess að atlmga hrein- dýrahj arðirnar J)ar eystra. Helgi Val- týsson stjórnaði leiðangri þessum, og flutti hann stutt ávarp á undan sýningu myndarinnar. Kvikmyndin er í litum, ágællega tekin og falleg. Er hún góð lýsing á lífi hreindýr- anna og sýnir auk þess fagurt og stór- brotið landslag. Er myndin bæði skemmtileg og fróðleg, en gjarnan mætti fella úr henni hlula af kaflan- um, er sýnir hreindýradrápið. Sting- Pjóðin getar ekki til lengdar eytt meiru en hún aflar sér íslenzlta þjóðin Iiefir nú um alllangt skeið lifað mjög um efni fram. Hin mikla kaupgeta fólksins hefir leitt af sér meiri eftirspurn eftir ýmsum erlendum varningi en unnt hefir verið að fullnægja, án þess að skerða stórkostlega þær imistæður, sem þjóðin hafði eign- azt erlendis. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að ekki er til langframa hægt að kaupa inn vörur fyrir tugi miljóna fram yfir andvirði útflutningsverðmætanna. Hagstæð sala íslenzkra af- urða getur að vísu jafnað haliaim að nokkru leyti, en meðan óvíst er um hana, verður að fara gætilega í sakirnar. ÖLEYFILEGUR BÍLAINNFLUT NIN GUR „TÍMINN“ skýrir svo frá, að innflutningsfirma í Reykja vík hafi nýlega fengið tugi lítilla fólksbifrei^a, sem ekk- ert innflutningsleyfi hafi ver- ið fyrir. Sé þetta rétt, verður Viðskiptaráð að taka málið föstum tökum og láta inn- flytjanda þennan flytja bif- reiðarnar út aftur. Væri ella skapað hættulegt fordæmi, ef menn gætu þannig með frekju haft að engu fyrirmæli innflutningsyfirvaldanna. Allir vsglr ófærir Karl Friðriksson, yfirverk- stjóri, skýrði blaðinu svo frá í morgun, að allir vegir til Akur- eyrar væru ófærir vegna snjó- þyngsla. Hugsanlegt væri, að vegurinn fram í Hrafnagils- hrepp sé enn fær stórum bifreið um (truks), en þó ósennilegt. Engin tök eru að ryðja vegina lengur með ýtum, því aðfönnin er orðin svo mikil, að þær geta ekki rutt frá sér. Hafa þvi jarð- ýtur vegagerðar rikisins allar verið settar í hús. Sem dæmi um snjóþyngslin gat Karl þess, að það myndi vera viku verk fyrir jarðýtu að hreinsa veginn frá Akureyri út á Moldhaugnaháls. ur það dálítið leiðinlega í atúf við þann fallega blæ, sem er yfir mynd- inni. Að lokinni kvikmyndasýningunni var stiginn dans til kl. 1. Var kvöld- vakan öll mjög ánægjuleg og Ferða- félaginu til sóma. Ágóðanum, á ann- að J)úsund krónum, verður varið til sæluhúsabygginga. Um margra mánaða skeið hefir verzlun íslendinga við útlönd verið mjög óhagstæð, og hefir ískyggilega mikið gengið á erlendar innistæður þjóðarinnar. Áttu bankarriir í árs- lok 1946 tæpar 217 milj. kr. í erlend- um gjyaldeyri. Hagfræðingarnir benda á J)að í hinu ítarlega áliti sínu, hvernig mik- il kaupgeta og hátt verðlag innan- lands, en jafnframt hlutfallslega há gengisskráning íslenzku krónunnar gagnvart flestri erlendri mynt, liafi sótt fast á gjaldeyriseign lands- manna. Er það enda kunnara en frá Jrurfi að segja, að menn hafa keppst um það — með öllum hugsanlegum ráðum — að komast yfir gjaldeyri til kaupa á erlendum varningi. Framsóknarmenn hafa notað gjald eyriseyðsluna mjög senr árásarefni á fráfarandi ríkisstjórn. Skal því ekki neitað, að meira hóf hefði þurft að vera á gjaldeyriseyðslunni, en við rannnan reip var að draga, því að allir vita, liversu háværar kröfur þjóðarinnar hafa verið um margvís- legan erlendan varning, og er ekki vitanlegt, að Framsóknarmenn hafi verið öðrmn hógværari í Jreim kröf- um. Bcnda 'hagfræðingarnir, sem Framsóknarmenn vitna svo mjög í, rækilegá á þá erfiðleika, sem við hef- ir verið að stríða í þessum málum. Það er þó augljóst, að hér verður að spyrna rækilega við fótum og finna einhver ráð til }>ess að minnka eftirspurnina eftir erlendum gjald- eyri. Þjóðin verður að takmarka kaup sín á erlendum varningi við þá upphæð, sem hún á hverjum tíma getur aflað sér með sölu afurða sinna, þótt hún verði með því að neita sér um ýms þægindi. Er þess að vænta, að hið fyrirhugaða fjárhags- ráð taki mál þetta til rækilegrar at- hugunar.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.