Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1947, Qupperneq 3

Íslendingur - 05.03.1947, Qupperneq 3
Miðvikudagur 5. marz 1947 ISLENDINGUR 3 MEÐFERÐ HÚSDÝRA LEIÐBEININGAR TIL BÆNDA Eftir Guðbrand Hlíðar, dýralæknir. Kalk- og fosfórskortur. Kalkskortur mun mjög algengur hjá húsdýrum vorum og virðist fara í vöxt á seinni árum, einkum hjá nautpeningi. Þetta er ef til vill ekki undarlegt, þegar litið er á þetta mál frá öllum hliðum. Á seinni árum hefir nautgripum fjölgað mjög ört í mörgum héruðum landsins (t.d. hér í Eyjafirði), eg freistast til að segja of ört. Á nýræktir er mjög borinn útlend- ur áburður og oft einhliða. Kemur það sumpart til af því, að ekki eru alltaf fáanlegar fjölbreyttar tegundir útlends áburðar og sumpart af því, að bændur geta ómögulega vitað, hvaða áburðartegundir (og magn tegundanna) þeir eiga að nota, þeg- ar ekki eru kunn efnasambönd og ástand jarðvegs þess, sem þeir vinna. Þessar miklu nýræktir eru heldur ekki undirbúnar sem skyldi, til þess gkörtir oft áhöld, nægan húsdýra áburð í flögin, hæfilega framræslu og jafnvel tíma. Það er vert að gefa þessum atrið- um nægan gaum, því að án þess fæst vart góð taða af nýræktinni. Ur sér sprottin nýræktartaða, ræktuð með mjög einhliða útlendum áburði, er hið lélegasta fóður og ætti ekki að notast nema sem fyllifóður. Það hefir þó verið svo hér á landi alla tíð, að aðal undirstöðufóður kýrinnar hefir verið taðan, og því ber að leggja sérstaka alúð við rækt- un hennar. Eg geri mér miklar vonir um úr- bætur ó þessu, þegar súgþurrkun verður algeng hér á landi. Við súgþurrkuin varðveitast öll hin meltanlegu efni töðunnar betur, auk þess sem erfitt og óstöðugt tíðar- far nær ekki að spilla henni til muna Þá mun og allur heyskapur ganga mun röskar, þrátt fyrir aukið ræktað 4nd og fólksekluna í sveitum og minni hætta á, að grasið þurfi að spretta úr sér. : Hér á landi hefir matargjöf farið mjög í vöxt síðasta mannsaldur, og það vill svo til, þótt undarlegt megi virðast, að matur sá inniheldur sára- lítið af hinurn svo mjög þýðingar- niiklu næringarefnum, sem við nefn- um kalk og fosfór (steinefni). Tök- uin til dæmis rúgmjöl og mais, sem eru mest notuðu korntegundirnar, þær eru kalk- og fosfórsnauðar. Aukin matargjöf með rúgmjöli, mais og síldarmjöli, eykur mjólkur- nytina til verulegra muna. Mjólkin tekur alltaf ákveðið magn af kalki úr líkamanum, og þeim mun nythærri, se'm kýrin er, því hættara er henni við kalkskortssjúkdómum. Beinagrind líkamans er að mestu leýti byggð úr kalki og fosfór og skortur þess’ara salttegunda í fóðrinu veldur því, að það eyðast birgðir þeirra í beinunum, og útkoman verður sú, að fram koma sjúkdóms- einkenni. Beinkröm nefnist þegar bein ung- viða vaxa án þess, að í þau setjist eðlilega mikið kalk; beinin verða þá kröm, sveigjanleg, burðarþolslítil og stökk. Ilin eiginlega beinkröm (Rhakitis) hjá ungviðum er þó í rauninni fosfór- skortur og réttara væri að kalla kalk- skort í beinum ungviða beinsýki (osteoporose), en því nafni. nefnist kalkskortur í beinum fullvaxinna dýra (osteomalasi). Fyrstu einkenni beinkramar geta dulizt nokkuð lengi,( 2-3 mánuði), en úr því koma sj úkdómseinkennin venjulega í ljós og þá á mismunandi hótt, t.d. sem óeðlileg lyst og sleikj- ur. Sleikjur eru aðallega álitnar af völdum fosfórskorts. Onnur og ótví- ræðari sjúkdómseinkenni eru stífur fótatilburður, erfiði við að standa upp, og oft er það svo áberandi, að ung dýr geta ekki staðið nema stutta stund í einu og leggjast jafnvel, eftir að hafa étið aðeins hálft heyfóðrið. Það er eigi sjaldgæft, að lítil eða engin sjúkdómseinkenni sjáist um vorið, áður en ungviðunu'm er sleppt út, en strax og þau koma út, sést ein- kennilega stiklandi göngulag, líkt og hver hreyfing sé miklum sársauka bundin, oft sést skyndileg helta, án þess að slys hafi borið að höndum, og veldur því annaðhvort, að bein- himnan springur eða sinar og liða- bönd rifna frá beinum (einkum um kjúkulið). Bi-jóskið á beinendum fletzt stundum út,og liðamót verða þá stundum mikil umfangs (tvöföld liðamót). Oft sjást beinhnúðar á ■ takmörkum beins og brjósks rif- beina (Rosenkrans), og ójöfnur á beinasamskeytum í grindinni verða stundum svo umfangsmikil, að grindin þrengist stórlega og veldur slíkt í verstu tilfellum burðarörðug- leikum. Stundum sést hryggskekkja. Svipuð sjúkdómseinkenni og þessi sjást við kalkskort fullvaxinna dýra, en þar skortir þó’ þau sjúkdómsein- kenni, sem hindra eðlilegan þroska hinnar vaxandi beinagrindar (t.d. grindarþrengsli, hryggskekkja o.fl.). Þótt kalk og fosfór finnist mest- megnis í beinagrind líkamans (99% af kalkinu og um 80% af fosfór), þá finnast þessi sölt annars staðar í lík- amanum í þýðingarmiklum sam- böndum, og vil ég þar sérstaklega minnast á þýðingu þeirra í blóðinu. Hjá kólfum er fosfórmagnið í blóðinu 6,8-9,5mg% (þ.e.6,8-9,5 mg fosfór í 100 cm8 blóðvökva) en af kalki finnst ll,0-12,8mg%. Hjá fullvaxinni kú er fosfórmagnið í blóðinu um 5mg% og kalkið um 9,0-1 lmg%. Þessar tölur sýna, að meðan lík- aminn er í vexti, berst meira af þess- um byggingarefnum eftir blóðæðun- um, en hjá fullvöxnum líkama eiga tölurnar að vera nokkuð fastskorð- aðar. Vissir kirtlar (gl. parathyr- eoida) gefa frá sér hormón (collip- hormón), seni leitast við að halda kalkmagninu í blóðinu stöðugu, þrátt fyrir of lítið meltanlegt kalk í fóðrinu. Þá er tekið kalk úr forðabúri lík- amans (beinunum) . Ef svo gengur lengi, mun þó forðabúrið tæmast og þá hrapar kalk- og fosfórinnihaldið í hlóðinu. Þegar kalkinnihald blóðsins hefir hrapað um hclming (niður í 5mg%) tökum við eftir sj úkdómseinkennum, sem margir kannast við, t. d. sér- stök tilfinninganæmi húðar, deyfð og lystarleysi, doði eða krampar. Kalk er talið nauðsynlegt í blóðinu til þess að hjartavöðvarnir starfi eðlilega. Ef kalkið í blóðinu hrapar niður í 3mg%, stöðvast hjartað skyndilega (slag). Við langvarandi fosfórskort sjóst oft einkenni vanþrifa með þurru og úfnu háralagi. Þá sjást oft sleikjur og alls konar ósiðir t. d. ullarót hjó kindurn, svín éta eyrum hvort af öðru, hænur éta egg sín o. fl. Af framanskráðu hlýtur öllum að vera lj ó|st, hversu, þýðíngarmikil þessi steinefni (kalk og fosfór) eru lífi og heilsu húsdýranna. Þá munuð þið spyrja: „Hvernig getum við þá hindrað skort þess- arra efna?“ Á sumrum, þegar kýrnar ganga úti, má gera ráð fyrir, að úr grasinu fáist fyllilega nóg kalk, en oft of lítið fosfór. Mest og bezt er það í ungu grasi og ef sumarið er votviðrasamt. Fosfórskortinn á sumrin má bæta upp með því að gefa ábætir af fosfór t. d. í hinu svokallaða „sekundært Calciumfosfat“ eða „sekundært Natri umfosfat“ eða með góðu beinamjöli. Með beinamjöli á ég ekki við fiski- mjöl (sem er mjög misjafnt að gæð- um), heldur brennd og mulin hús- dýrabein. Gott beinamjöl á að innihalda um 28 % af kalki, og um 16% af fosfór (danskar tölur) í efnasamböndum, sem kýrin auðveldlega getur melt. „Sekundært Calciumfosfat“, sem að nokkru leyti svarar til beinamjöls ins, er í pöntun hjá KEA og fæst hér vonandi á næstunni til reynslu. Kalk- skortsins er einkum vart á vetrum og eykst á útmánuðum. Kalkskortinn má hindra og bæta með áðurnefndu beinamjöli og „sektmdært Calcium- fosfat“, sömuleiðis nokkuð með mul- inni krít. Krít innihe'ldur 40% af kalki og er talið þægilegt að gefa af henni um 50—100 grömm daglega (3—6 matskeiðar). Atriði, sem ber að athuga vel er. að rétt hlutföll verða að vera á milli kalks og fosfór í fóðrinu, og þau verða að finnast í meltanlegum efnasamböndum. Óhemjulegt magn af öðru hvoru mun framkalla beinsýki (hyper-Cal- cicose, hyperfosforose) þó nægilegt magn sé af hinu efninu. Bezta hlut- fall milli kalks og fosfór er álilið að vera kalk 1,8 fosfor 1 eða því sem næst helmingi meira af kalki en fosfor. Eg mun hér benda á steinefna- blöndur, sem Danir hafa góða reynslu fyrir. Prófessor Bendiren álítur, að bezta hlutfall milli kalks og fosfor fáist við að gefa að jöfnu gott beinamjöl og „sekundært Natriumfosfat“, sem blandist í fóðurblönduna með 3%. Önnur saltblanda, sem róðlögð er, og sem bændur geta sett saman sjálf- ir er: 60% mulin krít 20% „sekundært Calciumfosfat" 20%) gróft matarsalt. Af þessari blöndn gefist 70—100 grönnn daglega í moð. Þriðja blandan er: 2,5 hlutar mulin krít 2,5 hlular beinamjöl 1 hluti gróft matarsalt. Gefið sama magn daglega og af fyrri blöndunni. Nokkuð magn af beinamjöli mætti fá við að safna öllum úrgangsbein- um úr sláturhúsum, pylsugerð o. fl. saman og vinna úr þeim. í sambandi við kalkskortsjúkdóma vil ég minn- ast á gildi þorskalýsis. í þorskalýsi finnst mikið af D- bætiefni. Bætiefni þetta hefir það gildi í líkamanuin, að það eykur mjög nýtni kalks og fosfors úr fóðr- inu, og það er í sjálfu sér mjög þýð- ingarmikið til þess að verjast skorti þessara efna, auk þess, sem það reyn- ist mjög gott til þess að lækna bein- sýkina, og má þá gefa sérstakar lýs- isblöndur, t. d. vítamínlýsi og fosfor- lýsi. Bændur, sem gefa mikið súrhey (A. J. V.-verkað fóður), verða að gæta þess, að mikil sýrumyndun í heyinu hefir í för með sér afkölkun (beinsýki), þar eð líkaminn eyðir sýrunum með kalki. Mjög eggjahvíturíkt fóður (t. d-. síldarmjöl) minnkar nýtni kalksins úr fóðrinu. Tilraunir gerðar í Nor- egi með tómt síldarmjöl, sem matar- gjöf handa mjólkurkúm, hafði þær afleiðingar, að margar kýr drápust skyndilega úr krömpum. Mjög feitt fóður (kolvetnaríkt) verkar á sama hótt, þar eð kalkið myndar með fituefnunum óuppleys- anlegar kalksápur. Mjög gróft heyfóður (t. d. úr sér sprottin nýræktartaða) myndar í lík- amanuin mikið af svokölluðu „Hipp- ursýrum“. Líkt fer þá og með sýrur súrheysins, að kalk úr líkamanum fer í að eyða þeim. Þessi síðustu atriði, sem ég drap á, ber að athuga vel, því að í hinni einhliða auknu matargjöf með grófu heyfóðri leynist eflaust mikið af sann leikanum um hin sívaxandi vanhöld í nautgriparæktinni. Að lokum vil ég minnast á, að þar sem bændur ráða nú varla yfir nokkru magni af undanrennu, sem er ágæt kalklind, þá gefa þeir ung- viðunum mat t. d. síldarmjöl, sem einu upphót á heyinu, en sá matur er í flestum tilfellum kalkfátækt fóð- ur og framkallar beinsýki (osteopo- rose). Hámjólka kýr nýta kalkið úr fóðr- inu illa, þær eru því nær allt mjólk- urárið í kalkþurrð, og hana geta þær aðejns unnið upp síðast á mjólkur- árinu og í geldstöðunni. Geldstaðan er nauðsynleg öllum mjólkurkiim, ef þær eiga að endast eitthvað, og ég tel að geldstaðan (algjör hvíld júgurs) eigi að vera 6 vikur, þær síðustu fyrir burð. Þeir, sem hrósa því sem góðum eiginleika, að kýr leggi saman nytj- ar, fara villur vegar. Það er hægt að gelda allar kýr þegar maður vill, með því að hætta að mjólka þær (undanteknar þó kýr með júgurbólgur). Eg ráðlegg bændum mjög ein- dregið að gera róðstafanir til þess að tryggja sér hráefni þau, sem ég hefi drepið ó að franian og gefa nautgripunum daglega nægilegt magn þeirra, auk þess ber að liafa matargjöfina sem fjölbreyttasta. Ef í það horf er leitað, er ég ókvíðnari um franttíð nautgriparæktarinnar en ég er nú. Guðbr. E. Hlíðar, dýralæknir. DTSALA í Kaupvangsstræti 3 (áður Hatta,búð), er nú útsala á vörum frá verzl. Hof, og þar eð verzlunin hættir störfum eftir skamman tíma verða allar vörur verzl unarinnar seldar með miklum afslætti, meðal annars: Bamaútiföt með hettu kr. 75.00 Kuldahúfur frá — 7.00 Kvenkápur frá — 183.00 Myndarammar frá — 2.00 Kjólar — 85.00 Hanzkar, karla og kvenna Nærfatnaður, karla og kvenna Prjónahettur og margt fleira. Allt á að seljast, komið því meðan úr nógu er að veija Verzlunin HOF

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.