Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 05.03.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. marz 1947 ISLENDING UR Akureyri er ungur bær. Árið 1800 eru sagðir Jiér 6 menn íslenzkir, ári seinna eiu þeir 39 og meiri hluti al' þeim tlanskir, sem eru hér aðeins á sumrin, en fara utan á haustin. 72 árum seinna kem ég til Akur- eyrar, og er þá íbúatalan ekki kom- in hærra en í 175 manns, enda að- eins um innbæinn að ræða. Af þessu sésl, að fjölgunin hefir orðið mjög hægfara á þessu tímabili. Svo koma árin frá 1880—'90 hins verstu ár 19. aldarinnar, og drógu þau ár hug og kjark úr mönnum, ekki einasta í bænum, heldur á öllu Norðurlandi. Eftir 1890 fer aftur að batna í ári og vonir manna um betri tíma að glæðast aftur. Hið fyista framtak, sem bærinn gerði, var þcgar hann lét fylla upp vik það, er sjór gekk upp í frá Að- alstræti 28 að húsi Sigtryggs Jóns- sonar nr. 16.* Á þessari uppfylling standa nú 7 hús austan Aðalstrætis og 4 vestan vegarins, og aiú er ný- reist fallegt hús á stórri lóð af Gunn- ari Thorarensen. Öll eru þessi hús falleg með trjám og görðum í kring og innbænum til mikillar prýði. 1893 er annað átak gert að leggja veginn milli Akureyrar og Oddeyr- ar af Tryggva Gunnarssyni. Vegur- inn sýndi strax, hve mikilvægt þetta verk var, því að undir eins fóru að rísa upp hús vestan vegarins, og Oddeyrin tók óðum að byggjast. Þetta átak að leggja Hafnarstræti, markar straumhvörf í sögu þessa bæjar. Á næstu árum eftir þetta rísa upp innlendir kaupmenn og verkamanna- félög, og sameinast bæði íslenzkir borgarar og verkalýður bæjarins um það að koma dönsku selstöðuverzl- imimvi hér fyrir kattarnef, og tókst það áform mjög fljótlega. Þetta á- tak er ekki minnst, þegar að er gáð. Eitt af því, sem bærinn lét gjöra, vár hin mikla nýsköpun við höfnina. Öll Skipagata varð þá til og Hafnar- stra;ti að norðan, suSur aS nr. 96. ÖÍl þessi nýsköpun hefir orðið til mikillar prýði, og gefið bænum ör- uggar tekjur. Eg hygg því, að ný- sköpun með sjónum borgi sig bezt fyrir bæinn og gefi honum tryggar og varanlegar tekjur, og mun ég síðar víkja betur aS nýsköpunarmál- . um bæjarins. Síðastliðin 20—25 ár hefir ein- staklingsframtakið og KEA látið mest til sín taka. Hundruð húsa hafa veriS byggS, sem veitt hafa hundruSum manna atvinnu og veitt bænum um leiS miklar og öruggar tekjur. Þessi þróun er aS minu á- liti rétt þegar hún byggist á fram- taki einstaklingsins; þaS framtak verður alltaf aS vera og má ekki á nokkurn hátt úr því draga heldur örfa þaS til framkvæmda. Á þess- um 20—25 árum hefir öll ytri brekk an byggzt, og mjög mikið á Odd- eyri. Á þessu tímabili hefir KEA byggt mikið til fegurðar og prýði í þessum bæ, svo Sem Hótel KEA og hin fallegu verzlunarhús sín við Hafnarstræti, og er þó ótalin hin mikla breyting, sem gerS hefir veriS í hinu svonefnda Grófargili, sem var ljótt og leiSinlegt aS sjá. Þetta skýri ég betur í örnefnum Látus Thorarensen Akureyri ætti að geta orðtdf legursti bær lantísins og standa á öruggum fjarhagslegum grundvelli. Akureyrar, sem ég hefi lokiS við að" skrifa, svo aS ekki gleymist þau að fullu og öllu. ViS síSustu þingkosningu voru á kjörskrá 3833 menn. Mun því nú vera komið nokkuð á sjöunda þús- und allt í allt, og sést af þessu, aS mikil, og margbreytileg atvinna þarf að vera fyrir hendi, ef öllu á að verSa borgið. UtgerS þarf að aukasl mikið, frá því sem nú er. Iðnaður einnig að vaxa mikið. NiðursuðuverksmiSja til að vinna úr sjavarafurðum, og upplandi bæjarins meiri gaumur gefimi en verið hefir, og svo mætti lengi telja. Nýsköpun á landi meðfram sjón- um tel ég mestu varða fyrir þennan bæ, þar sem sýnilegt er, að meS vax- andi fólksfjölgun þurfa fleiri og meiri byggingarlóSir að vera til í bænum, svo að einstaklingsframtak- iS fái aS njóta sín, og vil ég nú hér á eftir sýna fram á, aS Akureyri er ekki illa stödd í því efni, síSur en svo. Eg hefi nú í þessari grein minni lýst aS nokkru fortíð og nútíS þessa baíjar og stiklaS þar á stærstu stein- um. Nú langar mig, lesendur góðir, aS lyfta örlítiS tjaldi framtíSarinn- ar, og vita, hvaS ég sé þar. AS vísu er framtíSin óskráð blað, en margt má sjá og segja fyrir um, ef vel er að gáð. I sumar kom grein í blaSinu „Is- lendingi" eftir Svein Bjarnason, fá- tækrafulltrúa, um uppfylling sunn- nn Stfandgötu á Oddeyri. Þeirri grein er ég samþykkur og mun því ekki ræða þaS frekar. En ég ætla að litast um inn Hafnar stræti og vita, hvaS þar ber fyrir augu mín. Nr. 105 í Hafnarstræti er yzta húsiS í götunni og má segja aS það sé í hjarta bæjarins. Þetta hús er gamalt og óprýðir því strætið og ætti að byggjast að nýju. Þá er húsið nr. 99 í sama stræti, sem að sjálfsögðu verð'ur að hverfa, en nýtt hús að rísa á grunni þess, enda veit ég að svo muni verSa inn- an skamms tíma. Næst kem ég að húsinu Karoline- Rest. Allan austurhluta þess ber að rífa hið bráðasta, breikka sundið að kirkjutröppunum og græða upp melinn að norSan. Með því móti myndi útsýnið til. kirkjunnar mjög mikið fríkka frá höfninni eða af bryggjunni að sjá. 1 Eg held inn Hafnarstræti og staS- næmist viS hús þaS, er Björn Hall- dórsson er að byggja. Fyrir sunnan þaS eru þrjú húsastæSi aS húsi Óla póstmeistara, en mér er sagt aS þar eigi ekki aS byggja, og er þaS til 6- prýSi, ef ekki verðúr byggt alla leið að nr. 79. Eg held nú sem leið liggur inn Hafnarstræti að 23. Þar blasir viS augum manna hinn fagri blómagarð- ur Margrethe Schiöth, sem sýnir um langan tíma hið óeigingjarna verk þessarar konu í þágu fegurðar og prýði í bænum. I sambandi við þessi fáu orð mín um Margrethe Schiöth, vil ég geta annarrar konu, frú Önnu Schiöth, sem gekkst fyrir stofnun Listigarðs- ins á Akureyri og sá um hann, þar til tengdadóttir hennar frú Mar- grethe Schiöth tók viS honum viS fráfall frú Önnu Schiöth. ListigarS- urinn er settur a stofn 1911 eftir teikningum frú Onnu sjálfrar, og vann hún öllum stundum að vexti hans og viðgangi. Frú Anna Schiöth hefir því verið fyrsta konan í þess- um bæ, sem brotiS hefir ísinn í þessu efni og má því nafn hennar ekki glatast heldur geymast á sögu- spjöldum Akureyrar. I fyrstu stjórn garðsins voru Anna Schiöth, Sigríð- ur Sæmundsen og Alma Thoraren- sen, Næst geng ég suður að 18. b, þar á að fylla upp úr eystra horni þess húss, alla leið aS lóð Gunnars Thor- arensen. ' Á þessu svæSi mætti byggja mörg hús meS görSum í kring. Nú sér maSur ekki annað á þessum bakka en hænsnahús, báta á hvolfi eða uppr- loft, rétt við veginn. AS sjálfsögSu þarf að leggja gangstétt austan veg- arins frá Gunnari Th. út fyrir nr. 18, og fylla veginn frá brúnni suður á móts viS nr. 11, sem oft er vondur yfirferSar á vetrum. Frá Hafnarstræti 11 suður að Hafnarstræti 3 er all eyðilegt um að litast, skúrar gamlir og ljótir; þarna væru þó fögur húsastæði, ef byggt væri á þeim. Þar ætti að'byggja gott verzlunarhús fyrir innbæinn, því að* verzlanir hafa þann töframátt, að fljótt byggist í kringum þær. Yrði nú þessu komið í framkvæmd á næstu árum, er Hafnarstræti út og inn orðin falleg gata. Eg er nú kominn að enda Hafnar- strætis og byrjar því Aðalstræti, eða hin svokallaða Fjara. Inn að Aðal- stræti 23 virðist allt vera í góðu lagi, en frá því húsi þarf að fylla upp alla leið suður að húsi SigurSar Flóventssonar nr. 63. Á öllum þeim parti mætti reisa mörg myndarleg hús, og færi þá innbærinn (Fjaran) aS fríkka, ég tala nú ekki um, ef tekst aS græða upp melana upp á bfúnir. Innbærinn og Fjaran hefir lengi legið óbætt hjá garði, og er því mál til komið, að bæta þaS upp, því aS i innbænum og Fjörunni stóS vagga þessa bæjar, enda fegurSin og veður sældin ennþá meiri en í útbænum eða á brekkunum. Eg get ekki skilið svo við fjöruna, að ég minnist ekki á hinn fyrst trjá- garð, er ræktaður var í bænum lausl fyrir síðustu aklamót af'Jóni Chr. Stephánssyni. dannebrogsmanni. — Mér, sem þelta rila, er fidl kunnugt um uppruna garðsins, því að ég vann í þrjár vikur að því, undir sljórn Jóns, að stinga upp, herfa og beða garSinn undir sáningu, Jón sáSi því himim fyrstu trjáplöntum, og lét sér mjög annt um þær, meSan hann stjómaSi garðinum. Þegar hahn hætti, tók SigurSur Sigurðsson, bún- aðarmálasjjóri, við garðinum og um- sjá hans. Síðar var garðurinn af- hentur Baldvin Ryel, kaupm., sem hefir hann enn og stjórnar honum. Eg get þessa garðs, þó aS þetta sé úr löngu HSiimi tíS, vegna þess, aS í Utvarpinu kom fyrir nt)kkru 75 ára minningarræða um SigurS búnaSarmálastjóra, og var hann þar sagSur, að mér heyrðist, hafa verið formaður garSsins frá byrjun, en Jóns Chr. ekki getiS meS einu orði. Þessa umsögn vil ég því leið'rétta fyrir eftirkomandi tíðir. Jóni ber sá heiSur og engum öSrum. En nú bregS ég mér yfir í HSinn tíma, því aS öll framtíS byggist í raun og veru á HSna tímanum, framtíð og liSin tíS falla hver í ann- ars faSm, og af liðinni tíð lærir fram tíðin mikiS, og hagar sér eftir því. Ennþá leita ég til liðna tímans. Eg geng að gamla kirkjugrunninum; hvað sé ég? Dálítinn grasgróinn blett. Þetta er helgur staSur fyrir mig, sem svo lengi hefi lifaS og starfað þar. Minningarnar streyma um huga minn óðfluga. Hér var það 1878, að ég kraup í fyrsta sinn fyrir altari Drottins og vann mitt femvmg arheit, þó öðruvísi væri það heit þá en nú, því að það hefir breytzt, sem betur fer. Nokkrum árum síðar varð ég svo lánsamur, að takast á hendur margþætt störf í þágu kirkjunnar í fleiri áralugi. Það starf gjörbreytti lífi mínu; þá fyrst fór ég aS hugsa á aSra leiS en áSur. Eg minnist hinna fögru, blíðu tóna frá altari Droltins, allra þeirra, sem ég hefi séð standa fyrir altari í Akureyrar- kirkju, þótt þar beri af öllum séra Geir Sæmundsson prófastur. Eg minnist hinna mjúku tóna orgelsins frá söngloftinu. Nú er dynjandi dimmraddaS hljóSfæri komið í stað inn í hinni nýju kirkju. Eg minnist söngsins í lágkirkj unni, sem orSinn var mikill, en nú eru alls staSar komnir kórar þaulæfðir, sem eru þess valdandi að lágkirkjan þegir, þorir ekki aS syngja drottni sínum lof og dýrS og hættir svo aS hafa með sér, smátt og smátt, sá.lmabækur í kirkjuna. Þelta tel ég illa farið, ef það dregur úr kirkjusókn víða um land. Eg sagSi aS þessi staður væri helgur staðiir, og ég veit hanri er það fjolmörgum mönnum hér í bæ. Því er það bending mín til bæjar- sljórnar Akureyrar, að hún verndi þennan grunn og Jáli ekki byggja á honum, fyrr en ný kirkja verður þar reist. Innbærinn mun á næstu árum taka miklum stakkaskiptum og fólk- inu fjölga mikið frá því sem nú er, enda líka fer ein kirkja í bænum ekki að na:gja í framtíðinni. Eg get nú búizt við, að einhverjir lesendur þcssarar greinar segi sem svo: Það þýðir ekki níikiS aS fylla upp í innbænum, fólkiS þykist vera of langt frá vinnustöSum. Þetta er lieifilegur misskilningur, því næg eru tækin til að flytja menn aS og fra vinnuslöðvum, auk þess má bú- ast viS, að í náinni framtíö, komi hér strætisvagnar. Bærinn er þaimig byggður, að full þörf fer að verða á þeim hér. Þá er ég nú búinn að litast um inn á fjöruenda. Innst í bænum sé ég aðeins fjögur hús falleg, hús Sigurðar Flóventssonar, húsið Kirkjuhvoll, hús Jóns Sveinssonar og svo hús Ingibjargar Hansdóttur. Eg hefi nú lýst innbænum og fjörunni, og því, sem mér finnst þurfa að gjöra í náinni íramtíS. Þá kem ég aS stærsta málinu, Leir- unum, leirugarðinum, beizlun árinn- ar, og stefnu hennar í framtíðinni. Hinn fyrsti maSur, sem kom fram meS tillögu um LeirugarSinn, var hinn mikli framkvæmda og hugsjóna maSur Magnús Kristjánsson, for- sljóri landsverzlunarinnar og siSar ráðherra og þingmaður. Hann fékk því til vegar komið, að grjóti var ekið á ís í garðinn, en því miður þurfti hann aS hverfa suSur til lang- dvalar, vegna embætta sinna. Áhug- inn fyrir þessum garSi hvarf því meS brottför hans, og nú er garSurinn aS mestu sokkinn í leirurnar. 1918 tekur svo Frímann B. And- ersen máliS upp að nýju í tímaritinu „Fylkir", læt ég hann nú sjálfan segja frá. Hann segir svo á blaSsíðu 110: „Leiran gerð að engi. Einar 400 til 500 þúsund krónur ættu að nægja til þess. að leggja góSan veg, rúma 2 km. á lengd, 6 m. á breidd og 2 til 3 m. á hæS, yfir Leiruna, ásamt svifbrúm yfir stærstu álana, og stíflugörSum ér gerSu nálega 4 ferkm. þ. e. um 1300 vallardagslátt- ur af bezta flæðiengi, auk þess að vegurmn myndi verja höfnina fyrir framburSi úr ánni. Af þessu flæði- engi mundi fást eftir 10—15 ár 400 kúa fóður, þ. e. 12000 hestar af töðugæfu heyi árlega, og það selt á 5—6 krónur hesturinn, gefur 60—72 þúsund krónur. ÞaS fyrirtæki ætti því aS geta borgað sig á 20—30 ár- um og gefa auk þjóðvegs yfir Leir- una 3 míljón króna virði af flæSi- engi, virtu á 250 krónur vallardag- sláttan." Þetta segir Frímann B. Anderson í grein sinni, en ég er langt frá því aS Framh. á 7. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.