Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1947, Síða 5

Íslendingur - 05.03.1947, Síða 5
Miðvikudagur 5. marz 1947 ÍSLENDINGUR 5 Akureyri er ungur bær. Árið 1800 eru sagðir Jiér 6 menn íslenzkir, ári seinna eru þeir 39 og meiri hluti al þeim danskir, sem eru hér aðeins á sumrin, en fara utan á haustin. 72 árum seinna kem ég til Akur- eyrar, og er þá íbúatalan ekki kom- in hærra en í 175 manns, enda að- eins um innhæinn að ræða. Af þessu sésl, að fjölgunin hefir orðið mjög hægfara á þessu tímabili. Svo koma árin frá 1880—'90 hins verstu ár 19. aldarinnar, og drógu þau ár hug og kjark úr mönnum, ekki einasta í bænum, heldur á öllu Norðurlandi. Eftir 1890 fer aftur að batna í ári og vonir manna um betri tíma að glæðast aftur. Ilið fyrsta framtak, sem bærinn gerði, var þegar hann lét fylla upp vik það, er sjór gekk upp í frá Að- alstræti 28 að húsi Sigtryggs Jóns- sonar nr. 16* Á þessari uppfylling standa nú 7 hús austan Aðalstrætis og 4 vestan vegarins, og arú er ný- reist fallegt hús á stórri lóð af Gunn- ari Tliorarensen. Öll eru þessi hús falleg með trjám og görðum í kring og innbænum til mikillar prýði. 1893 er annað átak gert að leggja veginn milli Akureyrar og Oddeyr- ar af Tryggva Gunnarssyni. Vegur- inn sýndi strax. hve mikilvægt þetta verk var, því að undir eins fóru að rísa upp hús vestan vegarins, og Oddeyrin tók óðum að byggjast. J'etta átak að leggja Hafnarstræti, markar straumlivörf í sögu þessa bæjar. Á næstu árum eftir þetta rísa upp innlendir kaupmenn og verkamanna- félög, og sameinast bæði íslenzkir borgarar og verkalýður bæjarins um það að koma dönsku selstöðuverzl- uninni hér fyrir kattarnef, og tók9t það áform mjög fljótlega. Þetta á- tak er ekki minnst, þegar að er gáð. Eitt af því, sem bærinn lét gjöra, var liin mikla nýsköpun við höfnina. Öll Skipagata varð þá til og Hafnar- stræti að norðan, suður að nr. 96. Öíl þessi nýsköpun hefir orðið til mikillar prýði, og gefið bænum ör- uggar tekjur. Eg hygg því, að ný- sköpun með sjónum borgi sig bezt fyrir bæinn og gefi honum tryggar og varanlegar tekjur, og mun ég síðar víkja betur að nýsköpunarmál- um bæjarins. Síðastliðin 20—25 ár hefir ein- staklingsframtakið og KEA látið mest til sín taka. Hundruð húsa hafa verið byggð, sem veitt hafa hundruðum manna atvinnu og veitt bænum um leið miklar og öruggar tekjur. Þessi þróun er að mínu á- liti rétt þegar hún byggist á fram- taki einstaklingsins; það framtak verður alltaf að vera og má ekki á nokkurn hált úr því draga heldur örfa það til framkvæmda, Á þess- um 20—25 árum hefir öll ytri brekk an byggzt, og injög mikið á Odd- eyri. Á þessu tímabili hefir KEA byggt miklð til fegurðar og prýði í þessum bæ, svo sem Hótel KEA og hin fallegu verzlunarhús sín við Hafnarstræti, og er þó ótalin hin mikla breyting, sem gerð hefir verið í hinu svonefnda Grófargili, sem var ljótt og leiðinlegt að sjá. Þetta skýri ég betur í örnefnum Látus Thorarensen Akureyri ætti að yeta orðiö tegursti bær landsins og standa á Oruggum fjarhagslegum grundvelli. Akureyrar, sem ég hefi lokið við að skrifa, svo að ekki gleymist þau að fullu og öllu. Við síðustu þingkosningu voru á kjörskrá 3833 menn. Mun því nú vera komið nokkuð á sjöunda þús- und allt í allt, og sést af þessu, að mikil, og margbreytileg atvinna þarf að vera fyrir hendi, ef öllu á að verða borgið. Útgerð þarf að aukasl mikið, frá því sem nú er. Iðnaður einnig að vaxa mikið. Niðursuðuverksmiðja til að vinna úr sjávarafurðum, og upplandi bæjarins meiri gaunmr gefinn en verið hefir, og svo inætti lengi telja. Nýsköpun á landi meðfram sjón- um tel ég mestu varða fyrir þennan ’ bæ, þar sem sýnilegt er, að með vax- andi fólksfjölgun þurfa fleiri og meiri byggingarlóðir að vera til í bænum, svo að einstaklingsframtak- ið fái að njóta sín, og vil ég nú hér á eftir sýna fram á, að Akureyri er ekki illa stödd í því efni, síður en svo. Eg hefi nú í þessari grein minni lýst að nokkru fortíð og nútíð þessa bæjar og stiklað þar á stærstu stein- um. Nú langar mig, lesendur góðir, að lyfta örlítið tjaldi framtíðarinn- ar, og vita, hvað ég 9é þar. Að vísu er framtíðin óskráð blað, en margt má sjá og segja fyrir um, ef vel er að gáð. í stimar kom grein í blaðinu „ís- lendingi" eftir Svéin Bjarnason, fá- tækrafulltrúa, um uppfylling sunn- an Strandgötu á Oddeyri. Þeirri grein er ég samþykkur og mun því ekki ræða það frekar. En ég ætla að litast um inn Hafnar straiti og vita, hvað þar ber fyrir augu mín. Nr. 105 í Hafnarstræti er yzta húsið í götunni og má segja að það sé í hjarta bæjarins. Þetta hús er gamalt og óprýðir því strætið og ætti að byggjast að nýju. Þá er húsið nr. 99 í sama stræti, sem að sjálfsögðu verður að hverfa, en nýtt liús að rísa á giunni þess, enda veit ég að svo muni verða inn- an skamms tíma. Næst kem ég að húsinu Karoline- Rest. Allan austurhluta þess ber að rífa hið bráðasta, breikka sundið að kirkjutröppunum og græða upp melinn að norðan. Með því móti myndi útsýnið til kirkjunnar mjög mikið fríkka frá höfninni eða af bryggjunni að sjá. Eg held inn Hafnarstræti og stað- næmist við hús það, er Björn Ilall- dórsson er að byggja. Fyrir sunnan það eru þrjú húsastæði að húsi Óla póstmeistara, en mér er sagt að þar eigi ekki að byggja, og er það til ó- prýði, ef ekki verður byggt alla leið að nr. 79. Eg held nú sem leið liggur inn Ilafnarstræti að 23. Þar blasir við augum manna hinn fagri blóniagarð- ur Margrethe Schiöth, sem sýnir um langan tíma hið óeigingjarna verk þessarar konu í þágu fegurðar og prýði í bænum. í sambandi við þessi fáu orð mín um Margrethe Schiöth, vil ég geta annarrar konu, frú Onnu Schiöth, sem gekkst fyrir stofnun Listigarðs- ins á Akureyri og sá um hann, þar til lengdadóttir hennar frú Mar- grethe Sehiöth tók við honum við fráfall frú Onnu Schiöth. Listigarð- urinn er settur á stofn 1911 eftir teikningum frú Önnu sjálfrar, og vann hún öllum stundum að vexti hans og viðgangi. Frú Anna Schiöth hefir því verið fyrsta konan í þess- um bæ, sem brotið hefir ísinn í þessu efni og iná því nafn hennar ekki glatast heldur geymast á sögu- spjöldum Akureyrar. í fyrstu stjórn garðsins voru Anna Schiöth, Sigríð- ur Sæmundsen og Alrna Thoraren- sen, Næst geng ég suður að 18. b, þar á að fylla upp úr eystra horni þess liúss, alla leið að lóð Gunnars Thor- arensen. A þessu svæði mætti byggja nrörg liús með görðum í kring. Nú sér maður ekki annað á þessum bakka en hænsnahús, báta á hvolfi eða uppi- loft, rétt við veginn. Að sjálfsögðu þarf að leggja gangstétt austan veg- arins frá Gunnari Th. út fyiir nr. 18, og fylla veginn frá brúnni suður á móts við nr. 11, sem oft er vondur yfirferðar á vetrum. Frá Hafnarstræti 11 suður að Hafnarstræti 3 er all eyðilegt um að litast, skúrar gamlir og ljótir; þarna væru þó fögur húsastæði, ef byggt væri á þeim. Þar ætti að'byggja gott verzlunarhús fyrir innbæinn, því að verzlanir hafa þann töframátt, að fljótt byggist í kringum þær. Yrði nú þessu komið í framkvænrd á næstu árunr, er Ilafnaistræti út og inn orðin falleg gata. Eg er nú kominn að enda Hafnar- strætis og byrjar því Aðalslræti, eða hin svokallaða Fjara. Inn að Aðal- stræti 23 virðist allt vera í góðu lagi, en frá því húsi þarf að fylla upp alla leið suður að húsi Sigurðar Flóventssonar nr. 63. Á öllum þeim parti mætti reisa mörg nryndarleg luis, og færi þá innbærinn (Fjaran) að fríkka, ég tala nú ekki unr, ef tekst að græða upp nrelana upp á brúnir. Innbærinn og Fjaran hefir lengi legið óbætt lrjá garði, og er því mál til konrið, að bæta það upp, því að í innbænum og Fjörunni stóð vagga I þessa bæjar, enda fegurðin og veður sældin ennþá nreiri en í útbænum eða á brekkunum. Eg get ekki skilið svo við fjöruna, að ég minnisl ekki á hinn fyrst trjá- garð, er ræktaður var í bænunr lanst fyrir síðustu aldanrót af jóni Chr. Stephánssyni,' dannebrogsmanni. — Mér, senr þeltá rila, er fnll kunnugt unr uppruna garðsins, því að ég vann í þrjár vikur að því, undir stjórn Jóns, að stinga upp, lrerfa og beða garðinn undir sáningu. Jón sáði því hinunr fyrstu trjáplöntum, og lét sér nrjög annt unr þær, nreðan hann stjórnaði garðinunr. Þegar hann lrætti, tók Sigurður Sigurðsson, bún- aðarmálagtjóri, við garðinum og unr- sjá hans. Síðar var garðurinn af- hentur Baldvin Ryel, kaupnr., sem hefir liann enn og stjórnar honunr. Eg get þessa garðs, þó að þetta sé úr löngu liðinni tíð, vegna þess, að í Útvarpinu kom fyrir nokkru 75 ára minningarræða um Sigurð búnaðarnrálastjóra, og var hann þar sagður, að mér heyrðist, lrafa verið formaður garðsins frá byrjun, en Jóns Chr. ekki getið nreð einu orði. Þessa umsögn vil ég því leiðrétta fyrir eftirkomandi tíðir. Jóni ber sá heiður og enguni öðrum. En nú bregð ég nrér yfir í liðinn tínra, því að öll framtíð byggist r raun og veru á liðna tínranum, franrtíð og liðiir tíð falla lrver í ann- ars faðnr, og af liðinni tíð lærir franr tíðin mikið, og hagar sér eftir því. Ennþá leita ég til liðna tímans. Eg geng að gamla kirkj ugrunninunr; hvað' sé ég? Dálítinn grasgróinn blett. Þetta er helgur staður fyrir mig, senr svo lengi lrefi lifað og starfað þar. Minningarnar streyma uni huga minn óðfluga. Hér var það 1878, að ég lcraup í fyrsta sinn fyrir altari Drottins og vann nritt ferming arheit, þó öðruvísi væri það lreit þá en nú, því að það hefir breytzt, senr betur fer. Nokkrum árunr síðar varð ég svo lánsamur, að takast á lrendur nrargþætt störf í þágu kirkjunnar í fleiri áratugi. Það starf gjörbreytti lífi nrínu; þá fyrst fór ég að hugsa á aðra leið en áður. Eg minnist liinna fögru, blíðu tóna frá altari Drottins, allra þéirra, sem ég hefi séð standa fyrir altari í Akureyrar- kirkju, þótt þar beri af öllurn séra Geir Sæmundsson prófastur. Eg nrinnist hinna mjúku tóna orgelsins frá söngloftinu. Nú er dynjandi dimmraddað hljóðfæri koniið í stað inn í hinni nýju kirkju. Eg minnist söngsins í lágkirkjunni, senr orðinn var mikill, en nú eru alls staðar konrnir kórar þaulæfðir, sem eru þess valdandi að lágkirkjan þegir, þorir ekki að syngja drottni sínum lof og dýrð og hættir svo að hafa með sér, smátl og smátt, sájmabækur í kirkjuna. Þetta tel ég illa farið, ef það dregur úr kirkjusókn víða unr land. Eg sagði að þessi slaður væri helgur staður, og ég veil hanjr er það fjölnrörgum nrönnunr hér r bæ. Því er það Jrending nrín til bæjar- stjórnar Akureyrar, að hún verndi þennan grunn og Játi ekki byggja á honum, fyrr en ný kirkja vefður ]rar reist. Innbærinn mun á næstu árunr taka miklum stakkaskiptunr og fólk- inu fjölga mikið frá þvr senr nú er, enda líka fer ein kirkja r bænunr ekki að nægja í framtíðinni. Eg get nú Jrúizt við, að einhverjir lesendur þessarar greinar segi senr svo: Það þýðir ekki nrikið að fylla upp í innbænum, fólkið þykist vera of langt frá vinnustöðum. Þetta er lierfilegur misskilningur, því næg eru tækin til að flytja menn að og frá vinnuslöðvum, auk ]ress nrá bú- ast við, að i náinni framtíð, konri hér strætisvagnar. Bærinn er þannig byggður, að full þörf fer að verða á þeim hér. Þá er ég nú búinn að litast unr inn á fjöruenda. Innst í lrænunr sé ég aðeins fjögur hús falleg, hús Sigurðar Flóventssonar, húsið Kirkjuhvoll, lrús Jóns Sveinssonar og svo hús lngibjargar Hansdóttur. Eg liefi nú lýst innbænum og fjörunni, og því, eenr nrér finnst þurfa að gjöra í náinni framtíð. Þá kem ég að stærsta málinu, Leir- ununr, leirugarðinum, beizlun árinn- ar, og stefnu hennar í framtíðinni. Ilinn fyrsti nraður, sem konr fram með tillögu um Leirugarðinn, var hinn nrikli framkvænrda og hugsjóna maður Magnús Kristjánsson, for- stjóri landsverzlunarinnar og síðar ráðherra og þingnraður. Hann fékk þvr til vegar komið, að grjóti var ekið á ís í garðinn, en því miður þurfti hann að hverfa suður til lang- dvalar, vegna enrbætta sinna. Álrug- inn fyrir þessurn garði hvarf því nreð brottför hans, og nú er garðurinn að nie9tu sokkinn í leirurnar. 1918 tekur svo Frímann B. And- ersen nrálið upp að nýju r tínraritinu „Fylkir“, læt ég lrann nú sjálfan segja frá. Hann segir svo á blaðsíðu 110: „Leiran gerð að engi. Einar 400 til 500 þúsund krónur ættu að nægja til þess. að leggja góðan veg, rúma 2 km. á lengd. 6 nr. á breidd og 2 til 3 m. á hæð, yfir Leiruna, ásamt svifbrúm yfir stærstu álana, og stíflugörðunr er ge'rðu nálega 4 ferkm. þ. e. unr 1300 vallardagslátt- ur af bezta flæðiengi, auk þess að vegurinn nryndi verja höfnina fyrir framburði úr ánni. Af þessu flæði- engi nrundi fást eftir 10—15 ár 400 kúa fóður, þ. e. 12000 hestar af toðugæfu heyi áilega, og það selt á 5—6 krónur hesturinn, gefur 60—72 þúsund krónur. Það fyrirtæki ætti því að geta borgað sig á 20—30 ár- um og gefa auk þjóðvegs yfir Leir- una 3 ntiljón króna virði af flæði- engi, virtu á 250 krónur vallardag- sláttan.“ Þetta segir Frímann B. Anderson í grein sinni, en ég er langt frá því að Framh. á 7. síðu.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.