Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 05.03.1947, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 5. marz 194" 18LENDIHGUR I AKUREYRI Framh. af 5. síðu. vera þessu samþykkur, og skal ég nú skýra frá skoðun minni á þessu máli. J fyrsta lagi er það sýnilegt, að F. B. A. á hér viS allar Leirurnar austur að landi, en ekki viS lóSartak- mörk bæjarins á Leirunum, og mun þaS vera einn þriðji þeirra, sem heyra undir Vargjá og Eyrarland. Fækka því vallardagslátturnar um einn þriðja eða úr 330 í 210. í öðru lagi talar hann um þjóS- veg yfir Leirurnar, sem ég get ekki séS, að þörf sé á að svo stöddu. Aft- ur á móti segir hann lítið um það, sem mestu máli skiptir, og það er áin. Það er hún, sem fyrst verður að hefta. Það er hún, sem er orðin svo nærgöngul viS Akureyrarhöfn, aS ef ekki á hér illa aS fara, verSur mann- vitiS og mannshöndin aS taka í taum ana og breyta algjörlega stefnu henn- ar frá höfninni, og fiimst mér vel hægt aS gjöra það. Sterkur og öruggur stíflugarSur ætti að koma í ána viö Stekkjar- hólma, í suðvesturhorn hins svo- nefnda Stórhólma. Þá rennur áin austur með StaSareyju, og hverfur þá vestasta kvíslin, sem mestan skaSa gjörir Akureyrarhöfn meS öllum sín- um framburði. En ekki er samt búiS aS koma ánni á Jóðartakmörk bæjar- ins, því aS milli Stórhólmans og Naustahólmans er dálítil kvísl, sem líka þarf að setja vegg í, þessi kvísl er mikið minni en hin, væri þetta gjört, þá myndi áin renna til sjávar rétt fyrir austan Naustahólma á lóð- artakmorkum bæjarins. Þá fyrst er hægt að tala um Leirugarð og Leir- ur, og hvað með þær eigi að gjöra í framtíSinni. Leir,ugarSurinn þarf aS vera svo hár og sterkur aS sjór gangi ekki yf- ir hann, og ná á lóSartakmörk bæj- arins. Úr aSalgarSinum verður svo aS leggja þvergarS suSur í yzta horn Naustahólmans, og eru þá Leirurn- ar þurrar, og' má þá hafa þeirra not, h'v.ort heldur til grasræktar eSa fylla þær upp, leggja vegi, byggja hús og mynda þar bœ. Eg býst viS, aS svo muni fara í framtíðinni að þar rísi upp fegursta bæjarhverfið á Akur- eyri. Allt, sem ég hefi skrifað hér á undan, er hægt að gjöra með þeirri tækni og þeirri þekkingu, sem nútíð- in hefir yfir aS ráSa. Eitt vil ég taka fram í sambandi viS þetta mál, aS girSa þarf aS vest- anverðu fram' á Stekkjarhólma með hliði fyrir brúnni svo að skepnur gengi ekki í hólmana eða á Leir- urnar. Þá hefi ég skrifað um margt, sem máli skiptir, aSeins vil ég ávarpa samborgara mína nokkrum orðum. Akureyrarbúar, yfirmenn og und- irgefnir, sem eruð hér, verðið eða munuð ver'Sa í framtíSinni. LeggiS allir hug og hönd aS því að prýða og fegra þennan bæ, gjöra hann aS fegursta kaupstaS þessa lands, minn- ist þess, að um leið og þig skapið og fegriS í kringum ykkur, eruS þiS að skapa, göfga og fegra ykkar innri mann, þaS innsta í ykkur sjálfum, guSseðlið, sem með ykkur býr. TakmarkiS er: Akureyri á að verSa fegursti bærinn á landinu. Lát- iS þetta rætast í náinni framtíS. Eg veit, aS þetta rætist. Eg hefi séS þetta allt í anda fyrir löngu síðan, og hverf því ánægður af þessu tilverusviði, þegar almættinu þóknast að kalla mig héðan. Lárus Thorarensen. ubanítaGrot Þannig er farið með fé bœncla. OFT hefir „íslendingur" og önnur blöS SjálfstæSisflokksins vítt þaS, hversu Fram- sóknarmenn beittu kaupfélögunum póli- tiskt í þágu flokks síns, þar sem þeir hefðu aðstöðu til, og misnotuðu fé bænda í því skyni. Hafa Framsóknarmenn jafnan brugð izt hinir verstu \'ið þessmn ásökunum og talið þær rógl)urð. Er þess skamms að minnast, hversu hinn hógværi þingmaSur, BeruharS Stefánsson, hneyksla'ðist i sum- ar á ummælum „Islendings" um óþolandi misnotkun Framsóknarmanna á fé sam- vinnumanna úr ó'Ilum flokkum til fra.m- dráttar hinuni lílt þokkaSa flokki sínum. Halldór nokkur frá Kirkjubóli, sem er aðstoðarritstjóri „Tímans" hefir nú gert Framsóknarmönnum þann slæma grikk að' staðfesta rækilega allar þessar ákærur á bendur Framsóknarflokknum. Hefir hann undanfarið lítt gætt tungu sinnar í ofsa- reiði vegna háðulegra ummæla Jónasar Jónssonar, fyrrverandi formanns Fram- sóknarflokksins, um Ijóð, sem Halldór orti í jólablað „Tímans" (er gefið var út fyrir fé bænda), og tínir nú rækilega fram, hversu fé bænda hafi verið ausið í þenna fyrrverandi dýrling lians og annarra Fram- sóknarmanna. Mun hann naumast hafa at- luigað, hversu alvarlega hann löðrungar alla flokksforustu Framsóknarflokksins um leið og hann lýsir Jónasi. I 38. tbl. „Tímans" segir Halldór: „Ein- kennilegur er sá maður innanbrjósts, sem skrifað hefir allra manna mest um lúxus- villur, en. býr nú einn með konu sinni í einhverju vandaðasta stórhýsi bæjarins." Veit Halldór ekki, að það er fé islenzkra samvinunmanna, sem Framsóknarvaldið í SÍS hefir ráðstafaS á þennan hátt? Nokkru áður segir „Tíminn" svo um fjárausturSÍS til J. J.: „SÍS hefir búið vel að honum, sem maklegt var, vegna fyrri starfa. Hann býr í stóru húsi og hef- ir auk þess sumarbústað austanfjalls. Hann hefir full skólastjóralaun bjá Sambandinu, þótt annar hafi lengi orðið aS vinna skóla- sljórastörfin." Og enn segir svo um fjár- austur SlS: „.... og þegar hann kvaddi „lúxusvillur" sínar um stundarsakir í sumar, og fór. í erindislaust „lúxusflakk" lil útlanda, hafSi hann „lúxusbílinn" sinn, sem SÍS hefir lengi borgaS allan rekstur á, með sér utan." Þannig hefir þá tugþúsundum af fé samvinnumanna verið varið', og þetta vítir hiS umhyggjusama „bændamálgagn" ' — Tíminn — íyrst, þegar Jónas er orSinn utanveltu í Framsóknarflokknum. Nú vanlar aðeins upplýsingar írá Halldóri á Kirkjubóli um það, hversu mörgum tug- um og hundriiSum þúsunda af fé íslenzkra bænda hefir verið variS beinl og óbeint til útgáfu „Tímans" og annars áróðurs fyrir Framsóknarflokkinn. Þá gæti þaS veriS mjög fróSlegt fyrir samvinnumenn í EyjafirSi, ef „Dagur" vildi bæta viS upplýsingum um þann stuSning, sem KEA veitir honum. Málœði kostar ekkert. HÁLFBRÆÐURNIR „VerkamaSurinn" og „AlþýSumaSurinn" virðast hafa efnt til samkeppni um það, hvor þeirra gæti meir skammaS bæjarstjórnina. Nú er þaS auðvitað rétt, aS bæjarstjórn hefir sína galla, sem nauðsynlegt er að benda á, en þessi ágætu blöð ættu einnig aS hafa það í huga, að hægara er að tala en fram- kvæma. „íslendingur" er ekkert sérstakt málgagn bæjarstjórnarinnar, en það er ó- maklegt, aS hún sé ákærð um aðgerða- leysi, sem ekki er hennar sök. AlþýSu- flokksfélagið ávítar bæjarstjórn með all- miklu yfírlæti fyrir seinagang við hafnar- gerðina á Oddeyri. Upplýsl hefir verið, að" aðgerSarleysiS í þeim málum er að kenna vilamálastjórninni, sem tekið hefir að sér umsjón með þessu verki. Yfirmaö- ur þeirra mála hcfir verið Emil Jónsson. Bæ'ði „Verkamaðurinn" og „AlþýðumaS- urinn" ávíta bæjarstjór'n fyrir aðgerðar- leysi í húsnæSismálunum. Málflutningur þeirra þar sannar aS þaS er hvorki sann- girni né ábyrgSartilfinning, sem ráðiS hefir þeim skrifum, heldur óviSfeldin til- raun til þess aS afla sér fylgis á kostna'S sannleikans. Þessi blöS vita mætavel, aS lán bafa ekki veriS fáanleg til. þessara framkvæmda, og liafa þó hvaS eftir annaS verið gérðar lilraunir í þá átt. Eða er það svo, að þessi blöð vilji enn láta stór- haíkka lítsvörin til þess að reyna að* fá fé til þessara framkvæmda á þann hátl? ÞáS efast enginn urri nau'ðsyn þess a'ö bæta úr húsnæSisvandræSunum í bæmim, en það verSur ekki gert með ósanngjiirn- um skammargreinum. Þá ver'Sur fólk einn- í ig a'ð atbuga það, að það er ekki hægt aS ávíta bæjarstjórnina annars vegar íyrir litlar framkvæmdir en hins vegar fyrir há útsvör, því aS fæstar framkvæmdir vei'Sa gerSar án fjárútláta, þótt oss hætti oft til a'ð gleyma því. Þáltur af Solveigu Eiríksdóttur (Lúsa- Solveigu) er nýlega kominn út hér á Ak- ureyri. Utgefendur: Fimmmenningarnir. Er þetta lítiS kver, en snoturt a'ð frágangi, prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. Solveig þessi var uppi í Eyjafirði á fyrri hlula 19. aldar. Var hún förukona mestan hluta ævi sinnar og ýmsar skrýtn- ar sagnir sagð'ar af henni. Þáttur þessi er skemmtilegur aflestrar, enda færSur í let- ur meS hinni alkunnu frásagnarsnilld Jón- asar Rafnar, yfirlæknis í Kristnesi. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA 38 39 „Jæja, skorinort var svarið," sagSi Higgs, þegar Orme var farinn. „Og fyrir mitt leyti gleSst ég yfir því, þar eS ég veit, að hann mun verSa okkur að miklu gagni meSal Fung- anna. Svo er einnig þaS, að ef hann fer, þa fer liðþjálfinn líka, og mér þætti gaman að vita, hvernig við ættum að bjarga okkur, án Kvik."~ ^q Seinna ræVldi^ég málið við Kvik, og endurtók fyrir hon- um skoðun mína^ H^lýddi hann á mig með þeirri lotningu, sem hann ætíð sýndi mér. „Eg bið afsökunar," sagði hann, „en ég hygg, að þið haf- ið báðir bæði rétt og rangt fyrir ykkur. Sérhvert mál hefir tvær hliðar, ekki rétt? Þér álítiS það vera slæmt fyrir höfuðs- manninn, ef hann yrSi nú drepinn, er hann á svo marga peninga til aS lifa fyrir, þar eS þér teljiS lífið álíka hvers- dagslegt og rykið á götunni, en peningana dýrmæta, sjald- gæfna og torfengna. ÞaS eru ekki konungarnir, sem viS dáumst að, heldur kórónur þeirra. Við dáum ekki miljóna- mæringana, heldur miljónir þeirra. Það fer líka svo, að mil- jónamæringarnir taka ekki miljónir sínar með sér, því að náttúran vill ekki láta neitt fara forgörðum. og forsjónin veit, að ef þeir fengjn að hafa gull sitt með sér, myndi það bráðna í hinum mikla hita, þar sem þeir verða. Þess vegna er það, að „eins dauði er annars brauð" eins og það er kall- að — í þessu tilfelli ætti ég ef til vill að segja hveitibrauS? Þegar alls þessa er gáS, hafiS þér rétt fyrir ySur í því, aS þaS sé hiS niesta óráS aS eyðileggja hamingju sína. En nú kemur hin hliS málsins. Eg þekki stúlku þá, sem höfuSsmaS- urinn var trúlofaSur, en þaS hefSi hann aldrei gert, ef hann hefSi fylgt mínum ráSum. „Því aS í hópi allra þeirra smástúlkna meS slöngueðlið og kalt blóð í æðum, sem ég hefi rekist á, er þessi sú versta og kaldlyndasta, sem ég hefi nokkru sinni komizt í kynni við. En falleg er hún, það verð ég að játa. Salómon sagði einu sinni — ef til vill lítt hugsað — að hann hefðr aldrei þekkt heiSarlega konu. En hefSi hann hitt þessa ungfrú — ég þarf ekki að nefna nafniS — gæti hann meS góSri samvizku hafa sagt þelta og myndi hafa haldiS áfram aS segja þaS, dag og nótt. Nú er það skoðun mín, að maður eigi aldrei aS taka aftur þjón, sem hefir fariS úr vistinni, en segist síðar iSrast þess, því aS ef einhver gerir þaS, kemur þaS niSur á öSrum. Og enn síSur ætti ífokkur maður að taka aftur á móti unnuslu 'sinni, sem hlaupizt hefir á brott. Þá væri sannarlega betra fyrir hann hð drekkja sér. Eg reyndi þetta einu sinni og veit því, hvaS þaS er. Það er kórónan á allri vitleysunni. „En," hélt hann áfram, „það eru líka uggar á þessu máli eins og bannsettum álnum, sem ég veiddi í Níl. Einn þessara „ugga" er sá, að höfuðsmaSurinn hefir lofaS og svariS aS vera meS'í þessum leiðangri. Og ef maSur á að deyja, er bezt aS gera þaS heiðarlega og án þess að hafa sVikið lof- orS sín. ög annar „ugginn" er sá, sem ég sagSi ySur frá í London, er ég undirritaSi samninginn, að" enginn maður deyr mínútu áSur en hann á að deyja, og þaS kemur aldrei neitt fyrir hann, sem ekki er fyrirfram ákveSið. Og því segf ég þaS, aS tilgangslaust er að sitja og velta Jyrir sér nokkru máli. Og á þessu sviði standa Auslurlöndin vestrinu framar, skal ég segja yður. Og nú ætla ég aS Jara aS líta eftir úlföldunum og þessum GySingakynblendingum, sem þiS kalliS Abatiera, en ég ógeSsleg skriðkvikindi. Því að ef þeir stinga aftur þjófs- fingrum sínum ofan í krukkurnar með sprengiefnunum í þeirri ímyndun, að það sé hunang, eins og ég sá þá reyna í dag, þa mun eitthvað gerast hér í Egyptalandi. Eg hugsa, að gömlu faraóarnir muni þá snúa sér við í gröfum sínum, og „plágumar tíu" verða ekki að neinu í samanburði við þau ósköp." Eftir að Kvik hafði lokið þessum fyrirlestri, gekk hann hurtu. A tilsettum tíma héldum við svo áfram för okkar til Múr. Tveir mánuðir a£ þeim fjórum, sem við höfðum áætlað að verða á leiðinni, voru liðnir, þegar annar atburður gerðist, sem ef til vill er þess virði, að frá honum sé skýrt. Eftir margra vikna erfiða ferð um eyðimörkina — ef ég man rétt, var það nákvæmlega fjórtán dögum eftir að Orme hafSi náS í hundinn „Faraó", er síSar mun koma alhnikið viS sögu — komum viS aS vin (oasa), er nefnist Zeu. Þar hafSi ég áS á leiS minni til Egyptalands. í þessari vin, sem ekki er víSáttumikil, eru lindir meS ágætu vatni og lundar . af döðlutrjám. Hér var mjög ástúðlega tekið á móti okkur, því aS er ég var þar á ferS síSast, hafSi ég veriS svo heppinn aS geta læknaS augnveiki höfSingjans og ýmsa sjúkdóma, sem fólk hans þjáSist af. Allt hafSi þetta boriS ágætan á- rangur. Og enda þótt ég þrái mjög aS komast áfram, félst ég á þá ráðleggingu foringja úlfaldalestar okkar, að hyggi- legt mundi vera að hvíla okkur hér í eina eSa tvær vikur. Lestarforingi þessi, Abatieri, Shadrach að nafni, var dug- legur maður og aldrei ráðþrota, en eftir minni hyggju ó- mögulegt að treysta honum. Hann áleit, að viS ættum að reisa tjöld okkar í Zeu, bæði til þess að hvíla okkur og fita úlfaldana, sem vóru næstum því orðnir að engu, eftir að hafa nærst aðeins á hinu lélega grasi, sem á einstaká stað fannst í eyðimörkinni. Eg verð aS bæta því hér viS, að Shadrach þessi hafSi af einhverri óþekktri ástæðu hlotið viSurnefnið „Kötturinn"

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.