Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1947, Qupperneq 8

Íslendingur - 05.03.1947, Qupperneq 8
NÝIR KAUPENDUR að „íslend- ingi" geto enn fengið ókeypis fjölbreytt jólablað og hina skemmtilegu framhaldssögu fró upphafi. Gerizt því kaupendur þegarí dag. fcA Miðvikudagur 5. marz 1947 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Vegna stóraukinnar sölu blaðs- ins borgar sig æ betur aS aug- ¥T lýsa í því. Munið að koma aug- lýsingum til afgreiðslu biaðsins fyrir hódegi ó þriðjudaga. Maðurinn minn og faðir okkar, BJARNI JÓNSSON, er andaðist 26. f. m. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. marz kl. 1 e. h. Svanfríður Hrólfsdóttir. Laufey Bjarnadóttir. Inga Bjarnadóttir. Gyða Bjarnadóttir. títför EGGERTS STEFÁNSSONAR, heildsala, er and- aðist að heimili sínu hinn 26. febrúar s. 1., fer fram frá Akur- eyrarkirkju n. k, laugardag 8. þ. m. og hefst kl. 14.00. Aðstandendur. HALLAMÁL, VINKLAR, SKRtJFJÁRN, SPORJÁRN, MEITLAR, SAGIR o. m. fl., o. m. fl. Byggingavöruverzl Akureyrar h.f. SKÍÐMÁL, KRUMMÁL, SKRUFUR, járn og kopar, allar teg. LAMIR, jám og kopar HENGILÁSAR, margar teg. HANDFÖNG, úti- og innidyra. BjgginBavörBverzlun Akureyrar h.f. Gjaldskrá fyrir vörubifreiðar Samkvæmt samningi Bílstjórafélags Akureyrar og Vinnuveitendafélags Akureyrar, skal gjald fyrir vörubifreiðar innanbæjar, tveggja tonna og þar yfir, með vélsturtum, vera sem hér segir: Dagvinna pr. klst............... kr. 22.50 Eftirvinna pr. klst............... — 27.00 Nætur- og helgidagavinna pr. klst. — 31.50 Fyrir akstur á kolum í bing, greiðist kr. 1.50 hærra pr. klst. Minnsta gjald kr. 6.00. BlLSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR. Enginn mjólkurskortur. I. 0. 0. F. — 128378% — 9 — III. Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 5 síðdegis. Séra Jóhann Hannesson, trúhoði frá Kína, prédikar. Mcssað í Glerárþorpi n. k. sunnudag kl. 1 síðdegis. Séra Pétur Sigurgeirsson pré- dikar. Fermingarbörn á Akureyri eru beðin að mæta til viðtals í kirkjukapellunni á mánu daga og föstudaga kl. 5.30, eins og áður liafði verið ákveðið. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigur- geirssyni, ungfrú Kiara Strand og Lýður Sigtryggsson, harmonikuleikari. Hjúskapu}. SI. laugardag voru gefin sam an í hjónaband af séra Pétri Sigurgeir6- syni, ungfrú Hólmfríður Ellertsdóttir og Kári Hermannsson, húsgagnasmiður. Guðspekistúkan „S-ystkinabandið" held- ur fund mánudaginn 10. þ. m. kl. 8.30 e. h. stundvíslega á venjulegum stað. Opinberar samkomur eru í Verzlunar- mannafélagshúsinu, Gránufélagsg. 9, niðri, á hverjum sunnudegi, kl. 8.30 e. h. og á hverju fimmtudagskvöldi, kl. 8.30.,Allir vel- komnir. — Fíladelfía. Barnastúkan Sakleysið heldur fnnd-. í Skjaldborg kl. 10 f. h. n. k. sunnudag. B- flokkur sér um skemmtiatriði. Dansleikur fyrir stúkufélaga verður kl. 1.30 á sama stað. — Fjölmennið á fundinn. Sérstök athygli skal vakin á auglýsingu héraðslæknis í blaðinu í dag um maðka, sem vart hefir orðið við í ferskjum, fíkjum og sveskjum. Sumt af vöru þessari mun þó vera óskemmt. Er ömurlegt að geta ekki fengið óskemmda ávexti, en innflytjendur skýra svo frá, að mjög torvelt sé að afla á- vaxta, enda hefir mest af þeim ávöxtum, er flutzt hafa til landsins að undanförnu, verið meira og minna skemmt. Stúkan ísafold-Fjallkonan heldur fund næstk. mánudag 10. marz, kl. 8.30 s. d. á venjulegum stað. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. — Inntaka nýrra félaga. — Utvarpsleikrit. — Upplestur o. fl. — Fé- lagar, komið með nýja innsækjendur! — Nýir félagar, gamlir sem ungir, alltaf vel- komnir. Barnaverndarnefnd Akureyrar hefir ný- lega ákveðið, að unglingar skuli bera ald- urs9kírteini til 18 ára aldurs, eins og aug- lýst er á öðrum stað í blaðinu. Byggist þetta á tvennu. í fyrsta lagi, að á 9kemmti- stöðum, þar sém dvalarieyfi er bundið við 16 ára aldur, koma skírteini því aðeins að notum að þau nái til 18 ára aldurs. Og í öðru lagi því, að undir vissum kringum- stæðum eru unglingar undir eftirliti nefnd- arinnar að 18 ára aldri. Framkvæmd barnaverndarlaganna í bæn- um byggist að verulegu leyti á því, að dyraverðir og umsjónarmenn skemmti- staða krefji unglinga um 9kírteini, þar sem vafi leikur á um aldur, og haldi settar reglur í jieseu efni. Á öskudag seldi Rauði krossinn hér á Akureyri merki fyrir 7002 kr. Er það meiri sala en nokkru sinni áður. í fyrra seldust merki fyrir 3.515.00. — Stjórn,Rauðakross- deildar Akttreyrar hefir beðið blaðið að færa bæjarbúum beztu þakkir fyrir hið myndarlega framlag þeirra til þeirra menn ingar- og mannúðarmála, sem Rauði kross- inn berst fyrir. Tímarit Rauða krossins er nýkomið út. Nýir áskrifendur geta snúið sér til Gylfa Pálssonar c/o Vöruhúsið, sem annast út- sölu ritsins. „Skálholt“ hefir verið synt nokkrum sinniim, og aðsókn yfirleitt verið góð. Tvær síðustu sýningar var húsið fullskipað. Snjókoma og ófærð liefir þó dregið tnjög úr aðsókn sveitafólks. Övíst er, liversu lengi sýningum verður haldið áfram, og ætti fólk því ekki að láta dragast að sjá leik- inn. Allir þeir, sem vilja sjá góðan og á- hrifamikinn leik, ættu að sjá „Skálholt". Frá starjinu í Zíon. Samkomur á hverju kvöldi þessa viku, kl. 8.30. Séra Jáhann Hannesson, kristniboði, talar og segir frá Kína. Ólajur Ólajsson, kristniboði, er vænt anlegur seinni hluta vikunnar. — Kristni- boðsfélagið. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands hefir í hyggju að halda námskeið í hannyrðum og rokkspuna hér á Akureyri. Hefjast nám- skeiðin innan skamms, og stendur hvort þeirra í 10 daga. Hannyrðaverzlun Ragn- heiðar O. Björnsson annast hannyrðakennsl una, en Guðný Björnsdóttir kennir spuna. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. Síðustu bœkur Máls og menningar fyrir árið 1946, Ljóð frá ýmsum löndum, úrval úr ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar, og 3. hefti Tímaritsins, eru komnar. — Félagsmenn vitji bókanna í Bókaverzlun Pálma H. Jónssonar, Hafnarstræti 105. Karlakór Akureyrar. Söngæfing og fundur í Verklýðshúsinu í kvöld (miðviku- dag), kl. 8.30. Minnið hver annan á. Kom- ið allir. Samvinnan, febrúarheftið, er nýkomin út, fjölbreytt að efni óg skreytl fjölda mynda. Forsíðumynd er „Á Gljúfrárjökli“ tekin af Edvard Sigurgeirssyni. Leiðrétting. Meinlegt ranghermi var í frásögn blaðsins síðast af bifreiðarslysi í Eyjafirði. Óljósar upplýsingar ollu því, að rangt var skýrt frá nöfnum manna þeirra, ✓ sem meiddust. Heita þeir Jún Sigurðsson, bóndi á Borgarhóli, og Einar J. Thorla- cius á Stokkahlöðum. Haltu þig, jótgöngumaður, á gangstétt- itnum, þegar þú getur. Aðalgötur bæjarins eru nógu þröngar, þó að gangandi fólk sé ekki á þeim að óþörfu. Sparið vatnið VATNSVEITA AKUREYRAR birtir í blaðinu í dag áskorun til bæjarbúa að fara sparlega með vatnið. Er þess að vænta, að al- menningur bregðist vel við og noti ekki meira vatn en brýn þörf krefur. t EGGERT STEFÁNSSON heildsali andaðisl að heimili 'sínu hér í bænum ffðf'aranótt miðvikudags fyrir viku síðan. Hann var símritari hér um margra ára skeið, en hefir síðan rekið umboðs- og heildverzlun. Hann var vinsæll, pnda tryggur vin- um sínum. Eggert heitinn verður jarðsunginn næstkomandi laugardag. SamDingnr milli Bílstjórajélags Akureyrar og Vinnuveitendajélags Akureyrar um kjör og kaupgreiðslu vörubílaeigenda á Akureyri. Gjald fyrir vörubifreiðar inn- anbæjar, tveggja tonna og þar yf- ir með vélsturtum, skal vera: Dagvinna pr. klst. . . kr. 22.50 Eftirvinna pr. klst. . . — 27.00 Nætur- og helgidagav. — 31.50 Fyrir akstur á kolum í bing greiðist kr. 1.50 hærra pr. klst. Minnsta gjald sé kr. 6.00. Skipting á dagvinnu, eflirvinnu, nætur- og helgidagavinnu-tílna sé hin sama og g'Idir hjá Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar á hverjum tíma. Sama gildir og um matar- og kaffitíma. Þó eru bifreiðar- stjórar skyldir að vinna í matar- og kaffi- tíma, ef þess er krafizt, enda raski það ekki ofanrituðum ákvæðum. Ef unnið er hjá sama atvinnurekanda og ekið er meira en 100 km. miðað við 8 klst. vinnu, skal greiða viðbótargjald kr. 1.00 fyrir livern hlaupandi km., sem er fram yfir 100 km. og hlutfallslega fyrir skemmri tíma. Gjald þetta skal reiknast daglega. Allur akstur miðast við staðgreiðslu. Þegar um stærri viðskipli er að ræða, geta þeir sem þess óska, fengið mánaðarvið- skipti, enda greiði þeir reikninga sína inn á stöðvarnar eða til viðkomandi aðilja fyrir 10. hvers mánaðar. Atvinnubílstjórar á Akureyri skulu hafa forgangsrétt til þeirrar vinnu, sem til fellst á Akureyri og framkvæmd er þaðan. Á- kvæði þetta skerðir þó ekki rétt vinnu- veitenda til að nota sínar bifreiðar í eigin þjónustu. Samningur þessi gildir frá 1. marz 1947 til 1. sept. sama ár og framlengist af sjálfu sér uni jafnlangan tíma, hafi honum ekki verið sagt upp með mánaðar fyrirvaia. F. h. Vinnuveitendafélags Akureyrar. (undirskrift). F. h. Bílstjórafélags Akureyrar. (undirskrift). TIL SÖLU: 2 kúlulegubukkar 1” 1 hjólsagarblað 10” og handlaug með tilheyrandi. Uppl. kl. 5—6 á miðvikudag. Ebenharð Jónsson, Laxagötu 3. Eins og frá er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, er ófærð nú orðin svo mikil, að allir vegir í nágrenni Ak- ureyrar eru ófærir bifreiðum. Blaðið átti í rnorgun tal við Mjólk- ursamlag KEA um mj ólkurflutninga til bæjarins. í gær kom engin injólk úr sveitunum fyrir utan Akureyri nema á sleðum og nokkrar fötur með ,,trukk“ frá Möðruvöllum. Úr inn- sveitunum var þá enn bílfært, en tal- in hætta á, að sú leið hafi einrtig lok- ast í nótt vegna mikillar fannkomu. Samlagið taldi ekki hættu á mjólk- urskorti í bænum, þótt bifreiðaflutn- ingar stöðvist, því að alhnikið muni verða flutt á sleðum úr nærsveitun- um, og frá Svalbarðseyri komi mjólk sjóleiðis. Séra Pétur Sigurgeirsson íkominn til Akureyrar. Séra Pétur Sigurgeirsson, sem mun gegna hér störfum sem aðstoðar- prestur séra Friðriks Rafnar fyrst um sinn, er nú kominn til bæjarins og tekinn til starfa. Messaði hann i fyrsta sinn sl. sunnudag. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, er séra Pétur sonur Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups. Lauk hann guðfræðiprófi vorið 1944, en fór skömmu seinna til Ame- í'íku og var þar við háskóla um skeið. Eftir að hann kom heim, starfaði hann við „Kirkjublaðið“. „íslendingur“ óskar séra Pétri til hamingju með hið nýja starf sitt og vonar, að hann uni sér vel hér á Ak- ureyri.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.