Íslendingur


Íslendingur - 12.03.1947, Side 1

Íslendingur - 12.03.1947, Side 1
XXXIII. árg. Miðvikudaginn 12^ marz 1947 10. tölublað Gatnagerð ákveðin Bæjarráð hefir samþykkt að full- gera á þessu ári Hrafnagilsstræti, ca. 230 metra vestur frá Þórunnarstræti. Ennfremur að gera næstu götu vest- an við sænsku húsin frá Hrafnagils- stræti, ca. 200 metra til suðurs, og tvær hliðargötur vestur frá þeirri götu, ca. 100 metra af hvorri. Bridgekeppnin Leikar standa nú þannig í bridge- keppni Bridgefélags Akureyrar um Morgunblaðsbikarinn, að sveit Þórð ar Sveinssonar hefir 3% vinning, sveit Svavars Zóphóníassonar 3, sveit Þorsteins Stefánssonar 2%, sveit Halldórs Ásgeirssonar 2, sveit Jó- hanns Snorrasonar 1 og sveit Vil- hjálms Aðalsteinssonar engan vinn- ing. Síðasta umferð keppninnar verð- ur spiluð í gildaskála KEA n. k. sunnudag. Keppa þá saman: Svavar —Þórður, Halldór—Þorsteinn og J óhann—V ilhj álmur. Búnaðarþing komið saman Aðalbúnaðarþing kom saman í Reykjavík 27. f. m. og hefir setið að fundum að undaníörnu. Hefir þing- ið tekið ýms mikilvæg mál til með- ferðar, og mun nánar frá því skýrt síðar. Fulltrúar frá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar eru þeir Ólafur Jónsson, framla'æmdastjóri, og Hólm geir Þorsteinsson, bóndi á Hrafna- gili. Kommúnistar tapo Verk- lýðsféiagi Ólafsfjarðar FYRIR nokkru fór fram stjórnar- kosning í Verklýðsfélagi Ólafsfjarð- ar, og biðu kommúnistar ósigur fyr- ir lýðræðisflokkunum. í stjórn voru kosnir: Randver Sæmundsson, form., Sigurður Ingimundarson, gjaldk., Gunnar Steindórsson, ritari. Lögreglan biður um aðstoð Laust eftir kl. 18,30 s. 1. mið- vikudagskvöld var tekinn pen- ingakassi í afgreiðslu Þvotta- hússins á Oddeyri. Maður sást fara inn í húsið á þessum tíma og um svipað leyti fóru tveir unglingsdrengir frá húsinu vest- ur yfir næstu lóð. Lögreglan óskar að hafa tal af drengjum þessum svo og hverjum sem séð hefði mannaferðir þarna um þetta bil. Bæjarstjórn verður að hraða eftir megni fram- kvæmd i hafnarmálum. Ekkert unnið við „Kaldbak" Blaðið hefir átt tal við Guðmund Guðmundsson, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyrar, og spurt hann frétta af „Kaldbak“, hinum nýja togara félagsins. Skýrði hann svo frá, að undanfarið hefði ekkert verið unnið við skipið, vegna verk- smiðjustöðvana í Englandi. Myndi togarinn því ekki verða tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi í aprfl. Væri þetta þó bagalegt, því að sölur togaranna í Englandi væru nú mjög góðar, og afli einnig góður. Þak flugskýlisins brotnar Miðvikudagsnótt fyrir viku síðan brotnaði niður þak flugskýlis Flug- félagsins inni við Höepfnersbryggju. Hafði svo mikill snjór safnazt á þak- ið, að það sligaðist undir þyngslun- um. Bátur, sem Flugfélagið á, og all- margar bifreiðar voru geymdar í skýlinu. Skýrði framkvæmdastjóri Flugfélagsins hér, Kristinn Jónsson, blaðinu svo frá, að töluverðar skemmir hefðu orðið á munum þess- um, en þó minni en gera hefði mátt ráð fyrir. Pað er skönim fyrir bæjarté- lagið hvernig búið er að Amts- bókasafninu. Bæjarstjórn verður þegar að gera ráðstafanir til þess að útvega safninu viðunandi húsakynni. Það gegnir mikilli furðu, hvsrsu Amtsbókasafninu hef- ir verið lítill sómi sýndur. I safninu er fjöldi bóka, sem ómögulegt vær að afla safninu að nýju, ef þær eyðilegð- ust, en timburhjallur sá, sem safnið er nú í, myndi fuðra upp á svipstundu, ef í honum kviknaði. Þrengsli eru einnig svo mikil í safninu, að ómögulegt er að koma bók- um þess fyrir á viðunandi hátt. Þa& má með sanni segja, að fram- farirnar hafa ekki verið stórstígar í bókasafnsmálinu. Fyrir mörgum ár- um kom fram hugmynd um að ,reisa veglega bókhlöðu til minningar um Matthías Jochumsson, en fram- kvæmdir hafa ekki aðrar orðið en þær, að Stúdentafélagið mun hafa safnað nokkru fé, sem þó engan veg- inn nægir til þess að byrja á bygg- ingunni, hvað þá að ljúka við hana. Bæjaryfirvöldin virðast hins vegar hafa gefið þessu mikilvæga menning armáli lítinn gaum. Mikið hefir að vísu verið rætt og ritað um málið, en við það hefir setið. Bæjaryfirvöldin verða nú að setja rögg á sig og leysa vandræði bóka- safnsins á þann hátt, sem viðunandi er: Að koma Matthíasarbókhlöðu upp, og það þegar í sutnar. Það er á engan hátt sæmandi fyrir bæ, sem er í hlutfalli við íbúafjölda sennilega mesti skólabær landsins, að láta á- gætis bókasafn grotna niður í óhæf- um húsakynnum. Slíkt er skömm fyr- ir bæjarfélagið. Skýrsla bókavarðar. Helgi Valtýsson, sem annast um- sjón bókasafnsins í fjarveru bóka- varðar, Davíðs Stefánssonar, hefir eftir beiðni hans tekið saman grein- argerð um störf Amtsbókasafnsins á árinu 1946, og fer hún hér á eftir: Útlánsdeild safnsins var opin sem áður: þriðjud,, fimmtud. og laugar- daga, kl. 4—7 síðdegis, og lestrarsal- ur sömuleiðis frá hausti og fram lil áramóta. En síðan var lestrarsalur opinn alla virka daga, nema mánu- daga, fram til maíloka, á sama tíma dags. Yfir sumarmánuðina og fram til 1. október var safnið aðeins opið einn dag í viku, miðvikudaga, en að þessu sinni á sama tíma dags, frá kl. 4—7 síðd., áður venjul. aðeins tvær klukkustundir, frá 8—10 síðd. — Síðan fram til áramóta hefir safnið og lestrarsalur verið opið á sama hátt og fyrra haustið, og er svo enn. Bókaútlán og aðsókn að lestrar- sal hefir verið sem hér eegir: I. Erlendar bækur, fleetar danskar, allmargar ensk- ar og fáeinar þýzkar .... 685 Torfunesbryggjan orðin mjög ótraust. Hafnarmálin eru flestum málum mikilvægari fyrir bæ eins og Akureyri, sem að verulegu leyti á afkomu sína undir útgerð og verzlun. Án góðra hafna verður hvorug- ur þessi atvinnuvegur stundaður að nokkru gagni. Vænta má að minnsta kosti tveggja nýtízku togara til bæjarins og fleiri fiskiskipa, og vona bæjarbúar, að skip þessi muni færa þeim aukna hagsæld og velmegun. Sá er aðeins galli á gjöf Njarðar, að eins og sakir standa eru engin skilyrði til þess að afgreiða hina nýju togara á viðunandi hátt vegna vöntunar á bryggjum. Einá lausnin á þessu vandamáli er að hraða sem mest hafnarfram- kvæmdunum á Oddeyri. Takist ekki að koma þar upp einhverjum bryggj- um þegar á næsta sumri, er ekki sjá- Handknattleiksmót á Akureyri. Undanfarna þrjá daga hefir stað- ið yfir innanbæjarmót í handknatt- leik á Akureyri. Fjögur félög kepptu: íþróttafélag Menntaskólans, íþrótta- félag Gagnfræðaskólans, íþróttafé- lagið Þór og Knattspyrnufélag Akur- eyrar. Úrslit urðu þau, að í A-flokki karla og kvennaflokki sigraði Mennta skólinn, en Þór sigraði í B- og C- flokki karla. Nánar tiltekið urðu úrslit þessi: A-fl. karla: ÍGA — Þór 18 : 19, MA — KA 36 : 19, ÍGA — KA 25 : 21, MA — Þór 35 : 16, MA — ÍGA 31 : 13, Þór — KA 30 : 28. B-fl. karla: KA — MA 24 : 39, ÍGA — Þór 14 : 32, MA — Þór 29 : 31, ÍGA — KA 21 : 22, Þór — KA 33 : 18, MA — ÍGA 31 : 20. C-fl. karla: MA — Þór 14 : 36, ÍGA — MA 23 : 11, Þór — ÍGA 22 : 8. Kvennaflokkur: MA — Þór 31 : 23. II. íslenzkar bækur, allskonar 3195 III. Þýðingar úr erl. málum, mestmegnis skáldsögur . . 4175 LTtlán alls: 8055 Lánþegar alls: 550. — Aðsókn að lestrarsal: um 650 alls. Framh. á 8. síðu. anlegt, hvernig á að gera héðan út togara. Bryggjur þær, sem nú eru á tanganum, eru að mestu leyti þegar uppteknar eða ónothæfar, og er bryggja Sverris Ragnars í rauninni eini affermingarstaðurinn þar fyrir fiskiskip. Allar bryggjur hér inni á Pollinum eru oft fastar vegna vöru- afferminga, og öllum bæjarbúum jafnframt vitanlegt, að Pollurinn get- ur verið ísi lagður mánuðum sam- an. Ástandið í þessum málum er því algerlega óviðunandi. Áætlanir hafa verið gerðar um framkvæmdir á Oddeyri, en það er ekki nóg. Skipin eru að koma, og engar bryggjur til. Hér skal ekkert um það dæmt, hverj- um sé um að kenna þann seinagang, sem verið hefir á framkvæmd þessa mikilvæga máls, en það eitt er víst, að bæjarstjórnin verður að leggja allt kapp á að hraða nauðsynlegum framkvæmdum. En það er ekki aðeins á tanganum, sem þarf umbætur í hafnarmálunum. Aðalbryggja bæjarins, Torfunefs- bryggjan, er nú orðin slíkt hrofatild- ur, að hafnarnefnd segir, að hún „geti bilað stórkostlega, þegar minnst varir.“ Nauðsynlegt er einnig að lengja og breikka þessa bryggju verulega, og mun vera komin áætlun um kostnað við það verk frá vita- málastjóra. Hefir hafnarnefnd nú lagt til við bæjarstjórn, að bæjar- stjóra verði heimilað að taka 1.5 milj. kr. lán til hafnarframkvæmda. Bæjarstjóri verður nú að láta hendur standa fram úr ermum í hafn armálunum og reyna að koma hér upp myndarlegum hafnarmannvirkj- um, svo að hafnarskortur þurfi ekki að vera vaxandi útgerð Þrándur í Götu.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.