Íslendingur


Íslendingur - 12.03.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 12.03.1947, Blaðsíða 3
Mið'vikudaginn 12. marz 1947 ISLENDINGUR 3 Skammvinn gleði „VERKAMAÐURINN“ leggur sig jafnan rnjög fram um það að reyna að finna þess einhvers staðar vott í andslöðublöðum kommúnista, áð umrœður þeirra um vandamól þjóð- félagsins og úrbætur á þeim sé að einhverju leyti lík áróðursskrifum kommúnista. Sem vonlegt er, ber þessi leit sjaldan mikinn árangur, en vilji svo ólíklega til, að blaðið þykist hafa fundið nokkurn skyld- leika, sem sjaldan er þó annað en hugarburður ritstjórans, rekur hann upp mikið gleðióp. Hvílík undur! Þarna er þá loksins einhver á sama máli og við kommúnistar! Grein „íslendings“ um hið alvar- lega ástand í bankamálunum olli slíkri gleði hjá starfsbróður vorum" við ,,Verkamanninn“, að hann rit- aði myndarlega forsíðugrein, sem var að verulegu leyti samhljóða grein „íslendings“, ef undan eru skilin þau sígildu skammaryrði, sem jafnan einkenna öll skrif kommún- ista. Kemst ritstjórinn að þeirrí nið- urstöðu, að „íslendingur“ sé þarna alveg á línu kommúnista/ en bætir þó að sjálfsögðu við, að kommún- istum einum sé trúandi til þess að leysa þetta. vándamál. Þótt ritstjóra „Verkamannsins“ sé auðvitað ekki vanþörf á einhverri hressingu sér til uppörfunar, eftir að flokksbræður hans hafa verið svo klaufalegii' að kveða upp úr með fjandskap sinn gegn heilbrigðum umbótum og framförum í þjóðfélag- inu, verður samt ekki hjá því kom- izt að hrella hann með því, að skrif „íslendings“ eiga að engu leyti skylt við áróðursskrif kominúnista. „ís- lendingur“ vill efla Landsbankann og þannig gera hann færan um að sinna hlutverki sínu. Konnnúnistar vildu aflur á móti eyðiléggja bank- ann með þeirri furðulegU tillögu að taka af hónum 100 miljónir króna. Tillögur „íslendings“ og gagnrýni miða að því að byggja upp og end- urbæta, en tillögur kommúnista bein- ast að niðurrifi og upplausn í þjóð- félaginu í anda hinna kommúnist- isku forskrifta Marx og Lenins. —- „íslendingur“ gerir sér ljóst, að nauðsynlegt er, að þjóðbankinn sé sem öflugastur, en hann krefst víð- sýni og skilnings bankastjórnarinn- ar á fjárþörf atvinnuveganna og at- vinnulegum framkvæmdum í land- inu. Kommúnistar myndu hins veg- ar lítt kæra sig um þann skilning, því að þá gætu þeir ekki lengur not- að „Landsbankaklíkuna“ sem vopn gegn núverandi þjóðfélagsskipan. Það er því enginn andlegur skyld- leiki með gagnrýni „íslendings“ á ástandinu í bankamálunum og haturs fullum árásum kommúnista á Lands- bankann. Hins vegar er „íslendingi“ að sjálfsögðu þökk að því, að sem flestir taki undir ummæli blaðsins, ef það er gert á skynsamlegan liátt, en öfgar og ofstopi gera ekki annað en spilla fyrir lausn þessa mikla vandamáls. 9 Æ1 I 7 1 -X * 1 6 |B Ettir dr. phil. VÍntQrið á l S I ð. n U i ESn Forchhammer St-eingrímur Matthíosson, lasknir, sem Akureyringum er að góðu kunnur, og nú dvelur í Nexö í Danmörku, sendi „íslendingi" eftirfarandi grein fyrir nokkrum dög- um. Er hún eftir merkan danskan rithöfund, dr. phil. Egil Forchhammer, sem heimsótti ísland sl. haust. Segir Steingrímur, að sér hafi þótt greinin „svo rösklega og skynsamlega rituð", að hann hafi þýtt hana. Grein þessi birtist fyrir nokkru í danska blaðinu „Information". Er hún mjög hlýleg í garð íslendinga. ísland er í dag eitt af efnalega bezt stöddu löndum í veröldinni. Þetta er sannreynd, og hún kemur illa heim við þær áhyggjur, seni margir í Danmörku hafa úlaf fram- tíðarliag íslands, og hafa megna ó- trú á, að veslings landið muni nokk- urn tíma eftir sambandsslitin geta staðið á eigin fótum. En sannleikur- inn er sá, að ísland stendur sig prýði lega. Skipsfarmar af gjafabögglum með kaffi, te, kakaó og tóbaki, eða með alls konar ágætum vefnaðarvör- um, hafa verið talandi vottur um vel- megun landsins. Hvert einasta skip, og hver einasta flugvél, sem frá ís- landi hefir komið til Danmerkur, hafa flutt okkur í heimsókn unga, röska verzlunarmenn og handíðna- menn, með peningaveski úttroðin af dollara- og sterlingspundaseðlum, sem þeir svo hafa keypt sér fyrir hús búnað og landbúnaðarvörur, og ekki sizt vélar af öllu tagi. En því ber ekki að neita, að svo snögg auðlegð getur verið hættuleg. Hvernig ísland spjar . ar sig í framtíðinni er komið undir því, með hve- mikilli hágsýni farið verður með auðinn, og hvílíka mögu- leika landið geymir til sivaxandi framleiðslu. Á leiðinni yfir hafið mátti strax merk'ja miklar breytingar., sem orð- ið höfðu síðan fyrir stríð. Á fyrsta farrými sáust nær eingöngu efnaðir, vel klæddir og örlyndir íslendingar af báðum kynjum, en á þriðja far- rými og niðri í lestinni var aðeins töluð danska. Þar var sægur af dönsk um körlum og konuro, vinnukonum, matreiðslukonum, handíðnamönn- um og verzlunarmönnum, sem öll voru á leið til ævintýralandsins. Eft- ir þetta forspil.vakti. það enga furðu að sjá Reykjavík, með sínum 45.000 íbúum,' orðna að stórbæ af. Klondyke tagi. í einu blaðinu í Reykjavík stóð svohljóðandi auglýsing: „Kaupið ekki loftskip, án þess fyrst að tala við mig.“ Þótt þetta gæfi nokkuð ýktar hugmyndir um viðskiptalífið í borginni, mátti fljótt finna merki þess, að æðaslátturinn og blóðþrýst- ingurinn væri að verða henni helzt um megn. Stórir og litlir vörubílar, skrautlegir lúxusvagnar og skrölt- Því er ekki ruddur vegurinn að líkhúsinu? Blaðinu hafa borizt kvartanir um það, að mikil ófærð sé að líkhúsinu í bænum og hafi algerlega verið van- rækt að ryðja leiðina þangað. Er þetta mjög bagalegt, því að þessa leið þarf oft að fara. Er vonandi, að úr þessu verði bætt hið bráðasta og þessi leið rudd eins og aðrar aðal- götur í bænum. En svo eru einnig áðrar götur og götuspottar, sem al- veg óhætt væri fyrir vegaverkstj ór- ann að láta líka ryðja, því að íbúar þeirra gatna eiga heimtingu á því að það sé gert. andi jeppar þutu í stöðugum straumi eftir mjóum götunum. Það er bann- að að „flauta“, og að gefa merki um að sveigja til hliðar er lalið spaugi- lega viðvaningslegt. Ef ekki er pláss á götunni, sveigir maður í snatri upp á gangstéttina, sem reyndar er vant að nola sem bílastæði, þegar þarf. En veslingg vegfarendur verða allan daginn með eldingarflýti að forða lífi sínu. Þó að þolinmóðir lögreglu- þjónar með blístru og gjallarhorn reyni að koma dálitlu skipulagi á umferðina, skopast íslendingar frem ur að slíku én að það hafi nokkra minnstu þýðingu. Maður sér á öllu, að það er nú í fyrsta sinn í þúsund ára sögu landsins, sem þjóðin á veru lega annríkt, og hún hefir gaman af því. Að því undanteknu, að Reykjavík er vel í sveit komið, hefir hún aldrei verið fallegur bær. Nú er þar rykugt og sóðalegt umferðar og ósamræmi í ýmsu. Á öllum bersvæðum gína við rauðir hermannabraggar úr báyu- járni frá hernáinsárunum. Þeir eru notaðir til íbúðar fyrir húsnæðis- laust fólk. En hér og þar er verið að reisa nýbyggingar, sem hækka og stækka dag frá degi. Það eru skólar, kirkjur, iðnaðar- og verzlunarhús. Háskólinn og Sjómannaskólinn, sem nú eru fullgjörðir, sýna festu í stíln- um, sem lofar góðu framundan. í úthverfi bæjarins skýtur upp nýjum húsahverfum í hröðum vexti. Það eru mest smærri íbúðir, fyrir 2—3— 4 fjölskyldur hver. Milli húsanna eru garðar með runnum, blómabeð- um og grasbala, þar sem börn mega leika sér. Byggingum er flýtt sem framast má verða. Húsnæðisvand- ræði keyra úr hófi. Langt fram á nótt heyrast þrýstiborar í gangi og einlægar sprengingar, líkt og í Kaup mannahöfn á skærutímanum. Verzlunarbúðirnar í Reykjavík eru svo vel byrgar af vörum, að danskan mann sundlar. íslenzki verzlunarflotinn beið stórtjón í styrj öldinni, en það, sem eftir er af skip- um, siglir sífellt landa á milli og færa varninginn heim, góðar og gagnleg- ar vörur, hvaðanæva að. íslenzka eimskipafélagið á nú í smíðum tvö mikil vöruflutningaskip hjá Bur- meister & Wain, en til bráðabirgða hafa veriðTeigð skip í Danmörku og Bandaríkjunum. í útvarpinu er dag- legá sagt frá, hvar öll varnings- og farþegaskip, sem landinu viðkoma, eru stödd, og. hvenær þeirra sé að . vænta heim, og um leið sagt frá, hvað þau hafi að flytja af varningi. Ekki sízt er aðdáunarvert, hvað innlendri vefnaðarframleiðslu hefir farið fram. Nú er íslenzk ull unnin og ofin, bæði gróft og fínt, í marg- víslegri mynd til skjóls og skart- klæðnaðar í ýmsum litum fyrir sann- gjarnasta verð. Sívaxandi sauðfjár- rækt (sic!) gefur von um mikla ull- arframleiðslu, ullar.vinnslu og fata- gjörð, sem haldist í hendur við auk- inn útflutning til þess að fullnægja eflirspurn klæðlausra karla og kvenna víðsvegar erlendis. En það er ekki í höfuðborginni einni, sem nýi tíminn gerir vart við sig. Bóndabæirnir á víð og dreif um landið eru einnig vaknaðir af dvala aldanna. Túnið, sem gefur kúnum fóður allan veturinn, er nú sléttað og stækkað og ekki lengur slegið með orfum og ljáum, heldur rakstrarvél- um.Áður bundu menn töðuna í bagga og reiddu hana heim á hestum. Nú er öllu þurru heyi þjappað saman með rakstrarvélum og ýtum, og allt dregið í einum rykk heim í hlöðu með dráttarvélum. Túnræktin eykst hröðum fetuin með sléttum, eða plæingu og sáningu, og ekki er spar- aður áburður til að næra gróðurinm Kjötframleiðsla, smjörgerð og osta- gerð er í góðum vexti, svo að ekki þurfi í framtiðinni í önnur hús að venda, eða sem minnst. í augum danskra manna er ísland magurt land. í stað skóga og akra eru stór svæði af landinu þakin eilíf- um jöklum og snjó, en inn á milli eru endalausar eyðimerkur hrauns og sanda. Verðmæti landsins eru ekki aðallega gróður og frjóseini, heldur hinar feikivoldugu orkulind- ir þess. Slíkar og þvílíkar á ekkert land í heiminum nema ísland. Frá jöklunum streyma elfur, sem með fallhraða sínum og straumþunga geta framleitt fádæma raforku til ljóss og hita og reksturs ótal verksmiðj uvéla. Víðsvegar um landið sýður vatn í hverum og gosbrunnum og býður þess að verða hagnýtt af mönnum. Ilelmingur Reykjavíkurbúa notar rafmagn til suðu, og allir íbúarnir . njóta þeita vatnsins frá uppsprettum víðsvegar utan við bæinn til hitunar allra sinna herbergja, til matsuðu, þvotta o. s. frv. Reksturskpstnaður er lítilf j örlegur, og innflutningur kola hverfur bráðum úr sögunni. Sí- vaxandi fjöldi bændabýla á sín eigin orkuver við bæjarlækinn til ljósa og hitunar, og við alla meiri háttar hveri og laugar í landinu eru nú komnir gróðurskálar til ræktunar grænmetis, aldina og blóma. í uánd við hveri og laugar er jarðvegurin.n volgur, og sérlega frjósöm, sendin moldin býður beztu skilyrði til jarð- eplaræktunar. Þótt Island geti í framtíðinni orð- ið meir og meir fært um það sjálft að afla sér nauðsynja, verður það fyrst um sinn eins og áður að flytja inn kornmat, olíu og ýms hráefni til iðnaðar. En því meiri, sem fram- leiðslan verður í landinu sjálfu og þar með úlflutningur, því betri verð- ur afkoman. Sem stendur er verð- mætasti útflutningurinn síld og síld- arafurðir. Þess vegna er síldinni og síldveiðunum mesti gaumur gefinn af hverjum góðum íslending -— því að síldin er á við gull. Það er vara, sem alls staðar selst, og eins er síld- armjöl og síldarolía mjög eftirsóttar vörur. Framtíðarvelmegun landsins er mest undir síldinni komin. Síðustu árin hefir síldin brugðizt nokkuð, en slíkt skeður annars slagið. Ef til vill má í framtíðinni koma í veg fyr- ir það, Fiskiflotinn íslenzki beið all- mikið tjón á styrjaldarórunum, en úr því er nú verið að bæta í stórum stíl, í sumar hefir verið straumur nýrra vélbáta og riýtízku togara til íslands, sem smíðaðir hafa verið í Svíþjóð, Danmörku og Englandi. Allt framtak dregur margt með sér í súginn, sgeir máltækið, og það er dagsatt. Á íslandi fara margir peningar forgörðum, en það er ó- hætt að segja, að íslendingar eru farnir að þekkja sinn vitjunartíma. Þeir vita það vel, að velmegunin, sem nú stendur, getur þá og þegar brugðizt og hjaðnað, og nú búa menn sig undir að taka mannlega ó móti breytingunni. Á styrjaldarárunum borguðu íslendingar ríkisskuldir sínar eins og fjölda annarra skulda. Nú er keppt af alefli að því að skapa verðmæti, sem eru varanleg og hægt er að styðjast við, þegar vindurinn snýst. Nú eru íslendingar frjólsir og sjálfsábyrgir framar flestum þjóð uín, og allra norrænastir eru þeir á Norðurlöndum. Það éoru engin sof- andi dauðýfli, íslenzka þjóðin, þeg- ar hún fyrir rúmri öld losnaði úr læðingi einokunarverzlunarinnar, eftir inargra alda kúgun. Það var lítil en þrekmikil þjóð, með ein- beittan vilja til þess að ráða sér sjálf, og með andans vopnum hóf hún baróttuna hægt og seigt áfram fet fyrir fet til að ná fullveldi yfir öllum sinum einkamálum. Og nú er það fengið. Hvað snertir góð þjóðareinkenni og mikla framleiðslumöguleika, er bjart fram undan. En mesta vanda- mól framtíðarinnar er af öðru tagi. Það er spurningin um lægni og kænsku í alþjóðamálum, vandinn mikli, sem mætir öllum smáþjóðum í tafli hins komandi alþjóðaskipu- lags. Þar siglum við í sama bát marg- ir smælingjarnir. (St. M. þýddi).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.