Íslendingur


Íslendingur - 12.03.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 12.03.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. raarz 1947 ISLENDINGUR 1 Skagafjörfiar Framh. af 5. síðu. samb. láni vélar til vegagerðar, svo sem ástæður þess framast leyfa, eins og gert hefir verið í Lýtingsstaða- hreppi. Til þess að greiða fyrir þessu, hefir sýslan og Búnaðarsamb. keypt í félagi tengivagn, er ber þungar vél- ar, s. s.'skurðgröfur, mokstursvél og beltisdráttarvél með jarðítu. Léttir þetta mjög fyrir vegagerðinni og jarðvinnslunni, þar eð auðvelt er með þessum hætti að flytja þessar vélar á stuttum tíma og fyrirhafnar- lílið milli vinnustaða. Loks hefir sýsl an tryggt sér nýja mokstursvél, sem vegamálastjóri lætur reyna næstu daga, og sem verður keypt fyrir fé sýsluvegasjóðs, gegn helmings fram- lagi úr ríkissjóði. Verður vél þessi notuð við malburð sýsluveganna. Mér virðist tæplega geta hjá því farið, að árangurinn af því, sem hér hefir verið talið, verði mjög auknar endurbætur á vegakerfinu í sýslunni, og að þeim býlum hljóti að fjölga mjög á næstu órum, er eiga greiðan aðgang að góðum akfærum vegum. 3. Endurbygging íbúðar- og pen- ingshúsa, er eitt þeirra verkefna, sem mest kalla að í Skagafirði. Eins og kunnugt er, hafa hinir fornu torf- bæir varðveizt þar betur, einkum í innsvéitum héraðsins, en víðast hvar annars staðar á landinu. Veldur þar miklu um gott byggingarefni og þurr viðrasöm veðrátta. Bændur í þessum sveitum létu því önnur verkefni sitja í fyrirrúmi fyrir endurbyggingum. Svo kom stríðið, sem skaut að mestu loku fyrir allar byggingar í sveitum. Nú er svo komið, að víða er ekki unt að fresta þessum framkvæmdum lengur, þótt dýrt sé. Á næstu órum verður því að byggja meira í Skaga- fjrði hlutfallslega en í öðrum héruð- um. Til þess að greiða fyrir þeim bænd um, er nauðsynlega þurfa að byggja en skortir til þess mannafla og aðr- ar nauðsynjar, hafði stjórn Búnað- arsamb. Skagfirðinga forgöngu um, að Skagfirðingar settu sér fyrstir manna húsagerðarsamþykkt snemma á sl. ári. Stjórn Búnaðarsamb. hefir nú ókveðið að hefja þessa bygging- arstarfsemi ó næstkomandi vori, og tryggt sér í því skyni nýjustu tæki, þar á meðal stálveggjamót, þannig gerð, að auðvelt er fyrir fáa menn að koma þeim fyrir á stuttum tíma, en flokkur byggingamanna sem til þess verður ráðinn vinnur að bygg- ingunum og fer með þessi tæki milli vinnustaðanna. Af öðrum ráðstöf- unum til fyrirgreiðslu byggingum í sveitum má ennfremur nefna lög, er síðasta Alþing setti um nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, sem greiða stórlega fyrir þeim bændum, er þurfa á lánsfé að halda til endur- byggingar íbúðarhúsa eða til stofn- unar nýbýla. Ennfremur hefir Alþingi nú til meðferðar breytingar á Ræktunar- sjóðslögunum, sem telja má víst að verði samþykktar, og gjöra sjóðnum fært að veita hagkvæmari lón til bygg ingar peningshúsa o. fl. en fáanleg hafa verið. Loks samþykkti Alþingi 1945 lög, er heimila sýslunefndum að koma á hjó sér leiðbeiningum í húsagerð og eftirliti með nýbyggingum úr varan- legu efni í sveitunum. Lögin skylda jafnframt lánstofnanir landbúnaðar- ins til að leggja fram 2^ af launum þessa byggingarfulltrúa. Allar þessar ráðstafanir félagssam- taka bænda og Alþingis, miða að því að greiða götu þeirra bænda, sem eru' að byggja eða verða að byggja upp á jörðum sínum og hljóta að stuðla að því, ásamt gömlu byggingunum, sem konmar eru að falli, að byggt verður meira á næstu árum og á fleiri jörðum í Skagafirði en nokkru sinni áður ó sama tíma, ef allt verð- ur með felldu, og þrátt fyrir þá örð- ugleika, sem bændur verða að yfir- stíga í því sambandi. 4. Sveitasímar. Því miður er nú svo komið, að á mörgum sveitabeim- ilum eru aðeins hjónin, ög ef til vill eitthvað af ungum börnum. Veikist annað hvort hjónanna eða verði fyr- ir slysi og eitthvað er að veðri, er tvísýnt, ef sími er ekki ó heiinilinu, að hægt sé að ná í hjálp í tæka tíð. Af fámenninu leiðir, að víða eru fá- ir til sendiferða, og að oft gefst lítið tóm til ferðalaga vegna heimilis- starfa. Breyttir verzlunarhættir, t. d. dagleg injólkursala, auka einnig símaþörf sveitaheimilanna. Sveita- síminn veitir heimilunum öryggi, ef eitthvað óvænt ber að höndum og sparar ferðalög, fyrirhöfn og tafir frá nauðsynjastörfuin. í símamálum héraðsins verður að keppa að því, að öll byggð býli í sýslunni, er þess óska, komist í talsímasamband. Hér skal engu um það spóð, hvenær því marki verður náð, þar veltur fyrst og fremst á fjárveitingum Alþingis til sveitasíma. Drepa mó þó á fleiri atriði, er nokkru móli skipta í því sambandi. Notkun jarðstrengs, þar sem honum verður viðkomið, og aukin tækni greiða væntanlega mjög fyrir þessum framkvæmdum á næstu árum. Sveitasímar eru nú komnir all víða í héraðinu, og bættist talsvert við þá á sl. óri. Loks skiptir miklu, hve sýslan er yfirleitt þéttbýl og byggðin skipuleg, en af því leiðir, að aania fjárupphæð til símalagn- inga notast hér betur en víða annars staðar og stuðlar að því að unt verði að nó settu marki fyrr en ella. 5. Rajmagnsveitur í sveitum. Eg ' hefi talið þetta mál síðast af ásetlu ráði, ekki af því, að ég telji raf- magnsveitur minna virði fyrir sveit- irnar en t. d. símann, þörf sveita- heimilanna fyrir rafmagn jafnt inn- anbæjar sem utan er svo alkunn og viðurkennd af öllum, að um hana þarf ekki að ræða, heldur af því, að raforkumálin eru skemmra á veg komin en þau mál, er ég hefi gert hér að umtalsefni. Eins og nú standa sakir, er Siglu- fjarðarbær búinn að virkja Skeið- foss í Fljótum, sem hefir verið Lal- inn einna álitlegastur virkjunarstað- ur í Skagafjarðarsýslu. Árið 1934 voru Fljótahreppunum tryggð 400 hestöfl fyrir kostnaðarverð, þ. e. með þeim skilyrðum, að hrepparnir tækju þótt í virkjuninni, sem þessu svaraði, og tækju að sér hlutfallslegan hluta sameiginlegs kostnaðar. En þar sem kostnaðurinn við þessa virkjun fór langt fram úr öllum áætlunum, mun Fljótamönnum ekki hafa þótt fýsi- legt að gjörast hluthafar í fyrirtæk- inu. Þeir hafa því enn sem komið er engin not virkjunarinnar. Sauðárkrókshreppur hófst lianda á sl. ári um virkjun Gönguskarðsór, vegna brýnnar nauðsynjar kauptúns- ins. Talið er, að með þessari virkjun fáist 1500—1800 hestöfl, og að virkj unarskilyrði séu mjög ólitleg. Hrepps nefndir nágrannahreppanna og Sauð árkróks vinna nú að því að rafmagns veitur verði lagðar frá orkuverinu, er þar að kemur um sveitirnar fram í Varmahlíð og Löngumýri samkv. ákvæðum raforkulaganna um héraðs rafurmagnsveitur rikisins. Virkjun Gönguskarðsár er bráðabirgðaúr- lausn, meðan verið er að rannsaka leiðir til að fullnægja rafurmagns- þörf héraðsins og ljúka framkvæmd- um, er tryggja héraðinu næga raf- orku, en jafnframt er þessari rafur- magnsveitu ætlað að verða liður í heildar rafurmagnsveitukerfi sýslunn ar. Fræðimenn á sviði raforkumála telja lítil skilyrði fyrir stórvirkjanir í Skagafirði, þegar frá er talinn Skeiðsfoss í Fljótum. Þeir gjöra því ráð fyrir að sækja verði raforku í önnur héruð, þar sem skilyrðin eru hagstæðari. Ennþá er þetta þó órann sakað, kunnugir menn hafa t. d. bent á, að skilyrði til stærri virkjunar séu að líkindum i Jökulsá vestari, þar sem hún brýzt fram úr gljúfrun- um fyrir framan Goðdali. Að sjálf- sögðu þurfa sérfræðingar að athuga þenna og aðra virkjunarstaði, er lík- legastir þykja innanhéraðs. Áður en þessum athugunum og ef til vill ítar- legum rannsóknum er lokið, verður ekki unt að ákveða, hvernig bezt verði séð fyrir rafurmagnsþörf hér- aðsins, eða hver leið verði valin til að fullnægja henni. Verkefnið, sem fyrir liggur fyrst um sinn, er rann- sóknir og þar næst undirbúningur undir framkvæmdirnar, að þeim loknum. Það mun því en.n eiga nokk- uð í land, að þorri sveitaheimila í Skagafirði eigi kost á raforku frá sameiginlegri aflstöð og háspennu- línu, en einnið það kemur, þótt síðar verði en margur mundi kjósa. Að lokum vil ég'segja þetta. Verk- efnin, sem bíða okkar Skagfirðinga næstu árin eru mörg og mikil og fæst hér talin. Samanlögð eru þau Grettistak. Eg hefi þá trú, að við lyftum þessu Grettistaki, ef við sam- stillum hug og liönd til sameiginlegra átaka. Mætti ég velja vopn í þessum ótökum mundi ég kjósa okkur tryggð við liéraðið og arf jeðra ohkar, sam- hug, starfið og gleðina. Ef við not- uin þessi vöpn og beitum þeim vel, þá mun okkur vel farnast. HliINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA Hann var auðþekkjanlegur af þremur samhliða örutn í andlitinu. Sagði hann mér, að ör þessi væru eftir ljónsklær. Nú vildi svo til, að ljón voru verstu óvinir íbúanna í Zeu. r A vissum tíma árs, sennilega, er þau hafa átt eríið- ast með að ná í mat, komu þau niður úr klettabeltun- um, sem náðu yfir um það bil fimmtíu enskra mílna svæði frá vestri til austurs í norðurhluta vinjarinnar. Þau komu þá yfir eyðimörkina, sem lá þar á milli og drápu fjölda af búpeningi vinjarbúa — oft einnig fólk, ef þau náðu til þess. Þar. sem hinir fátæku íbúar Zeu áttu engin skotvopn, voru þeir í rauninni varnar- lausir gegn ljónunum. Ljónin urðu líka sífellt djarf- ari, svo að ekki var um annað að ræða fyrir þá en loka dýrin innan steinveggja á næturna og bafast sjálf- ir við í kofum sínum. Enda þótt ljónatíminn stæði nú yfir, sáum við ekk- ert af þessum geigvænlegu dýrum fyrstu fjóra, fimm dagana, sem við vorum í Zeu. Við heyrðum aðeins öskur þeirra í fjarlægð, þegar dimmt var orðið. En sjöttu nóttina hrukkum við upp við mikla kveinstafi frá þorpinu í grend við okkur. Við mættum ömurlegri fylkingu, er við í dögun fórum til þess að aðgæta, hvað væri á seiði. í fararbroddi gékk gamli gráhærði höfðinginn og á eftir honum kom hópur af konum, sem í æsingu sinni, eða ef til vill í því skyni að sýna sorg sína, höfðu ekki átt við neina snyrtingu. Þarna voru einnig fjórir karlmenn, sem báru eitthvað skelíi- legt á hurð úr seffléttum. Við fengum fljótlega vit- neskju um,.hvað gerzt hafði. Alitið var, að tvö hungr- uð ljón hefðu brotizt í gegnum páhnablaðaþakið á kofa 41 nokkrum, þar sem ein af konum höfðingjans hjó. Og það voru leifarnar af líkama hennar, sem lágu hér á hurðinni. Ljónin höfðu, auk þess að drepa hana, haft á brott með sér son hennar. Kom höfðinginn nú til þess að grátbiðja okkur, livítu mennina, sem höfðum rifíla, að hefna harma hans á ljónunum. Annars myndu þau koma aftur og drepa marga fleiri, eftir að þau einu sinni höfðu bragðað á mannakjöti. Við urðum að nota túlk, því að ekki einu sinni Higgs skyldi Zeu-mállýzkuna. Hann var mjög æstur og útskýrði fyrir okkur með sundurlausuin orðum, að dýrin væru nú inni á milli sandhólanna skammt þar frá. Væri þar lítil uppspretta, sem grænt sefgresi yxi í kringum. Spurði hann, hvort við vildum ekki fara þangað og drepa ljónin og fá að launum blessun Zeu- fólksins. Eg svaraði þessu engu. Eg stefndi að svo miklu mikilvægara takmarki, að ég hafði ekki nokkra löngun til þess, að neinn okkar hætti sér í þessa veiðiferð, þótt ég annars væri hrifinn af íþróttum. Það er ekki alltaf tími til að fara á veiðar, og méí fannst, að á þessu ferðalagi ættum við ekki að fara á veiðar, nema þegar við þörfnuðumst matar. En Orme hoppaði blátt áfram af gleði við hugsunina um ljónaveiðar, eins og ég hafði búizt við. Sama gerði Higgs, en hann hafði undanfarið stundað skotæfingar, og ímyndaði sér nú, að hann væri orðinn mikill veiðimaður. Hann lýsti hátt og skýrt yfir, að ekkert væri sér meiri ánægja, ekki sízt, þar sem hann var sannfærður uro það, að ljón væru raunverulega mestu raggeitur og langtum ofmetin. 42 Á þessari stundu fékk ég hugboð um það, að eitt- hvert óhapp myndi koma fyrir. Samt lofaði ég einnig að fara með. Annars vegar gerði ég þetta, af því að ég hafði ekki skotið l'jón langa hríð, en þurfti að gera upp gamlan reikning við þessi óargadýr, sem næstum höfðu gengið af mér dauðum í fjöllunum við Mur. Hins vegar þekkti ég bæði eyðimörkina og Zeu-fólkið betur en hæði prófessorinn og Orme, svo að ég hugsaði, að ef til vill gæti ég orðið þeim að góðu liði. Við sóttum nú riffla okkar og skotfæri, tókum tvær stórar vatnsflöskur með okkur og borðuðum góðan morgunverð. Um það bil 'sem við vorum tilbúnir að leggja af stað, kom Shadrach, foringi úlfaldarekanna frá Abati, sá með örótta andlitið og viðurnefnið „kött- urimT, til okkar. Hann vék sér að mér og spurði, hvert við værum að fara. Er ég hafði skýr honurn frá því, sagði hann: „Því eruð þið, hvítu menn, að skipta ykkur af þess- um villimönnum og raunum þeirra? Það skiptir ekki miklu, þótt nokkrir þeirra séu drepnir. En eins og þú veizt, ó, læknir, er nóg af ljónúm í landi því, sem þið eruð á leið til, ef ýkkur skyldi fýsa að fara á ljónaveiðar. Ljónið er sem sé heilagt dýr hjá Fungun- um og er því aldrei drepið. En eyðimörkin umhverfis Zeu er hættuleg, og það gæti komið eitthvað illt fyrir ykkur þar.“ „Komdu þá með okkur,“ sagði prófessorinn, „því að auðvitað værum við öruggir, ef við hefðum þig með,“ „Nei, nei,“ svaraði hann. „Eg mun hvíla mig ásamt mönnum mínum. Það er ekki nema brjálað fólk, sem

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.