Íslendingur


Íslendingur - 12.03.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 12.03.1947, Blaðsíða 8
„íslendingur" kemur út ó hverj- uwi miðvikudagi, 8 síður, on kostar aðeins 15 krónur órgang- urinn. „íslendingur" er því hlut- falislega langódýrasta blaðið ó Norðurlandi. Miðvikudaginn 12. marz 1947 ---------------------------------- ' ' J - - - u' -J-— - - ■ i — . ■ ,,j • AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Vegna stóraukinnar sölu blaðs- ins borgar sig æ betur að aug- lýsa í því. Munið að koma aug- lýsingum til afgreiðslu blaðsins fyrir hódegi ó þriðjudaga. □ Rún: 59473127 — Frl. Messað verður á Akureyri n. k. sunnu- dag kl. 2 síðdegis. Jón Baldvinsson fyrrv. skipstjóri, Munka- þverárstræti 17 verður sjötugur 14. þ. m. Jakob Ó. Pétursson, framkvstj., verSur fertugur á morgun. Hann var um margra ára skeiS ritstjóri „íslendings" og hefir auk þess gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri. Leiðrétting. í greininni „Æfintýrið á Í8landi“ á 3. síðu í blaðsins stendur „sleg- ið með rakstrarvélum", en á auðvitað að vera „sláttuvélum". Áheit á Strandarkirkju frá Þ. A, kr. 80,00. — Móttekið á afgr. blaðsins. Bazarnejnd Kvenjélags Akureyrarkirkju þakkar bæjarbúum góðan stuðning og bið ur þess getið að út var dregið happdrætt- isnúmer: 162. — Vinningsins má vitja til frú Guðrúnar Ragúels. Munið eftir fuglunum. Þeir flögra nú um hungraðir, því að þeir ná ekki í neitt æti í jörðinni vegna snjóanna. Líknið þessum litlu málleysingjum og kastið til þeirra brauðmolum. Frá starjinu í Zíon. Óiafur Ólafsson, kristniboði starfar hér um tíma og verður samkomum hagað sem hér segir: 1. Almennar samkomur á miðvikudög- um, föstudögum og sunnudögum kl. 8,30 síðdegis. 2. Á laugardagskvöldum kl. 8,30 verða sýndar kvikmyndir frá Indlandi og Kína. Allir velkomnir. 3. Sunnudagaskóli kl. 10,30 árdegis. Barnasýningar á laugardögum kl. 5,30 síð- degis. Öll börn velkomin. Sr. Jóhann Hannesson tekur þátt í sam- komunum fyrst um sinn. Kvenfélagið „Hlíj“ hefir vinnufund að Hótel Norðurland á fimmtudagskvöld kl. 9 e. h. Munið dansleik hjónaklúbbsins að Hótel KEA n. k. laugardagskvöld kl. 9,30. Opinberar samkomur eru í Verzlunar- mannaféiagshúsinu, Gránufélagsgötu 9, á hverjum sunnudagi kl. 8,30 e. h. og á hverju fimmtudagskvöldi kl. 8,30. Allir velkomnir. — Fíladelfía. Varizt ísstöngiana, sem hanga niður frá husaþökunum. Leiðrétting. Sú villa hefir slæðst inn í grein Guðbrandar Hlíðar, dýralæknis, í síðasta blaði, að í 4. dálki 22. línu að ofan stendur nvoð, en á að verd mat. Eru iesendur vinsamlegast beðnir að athuga þetta. Píano (ra/íns) mjög vandað og vel með faið er til sölu vegna brottflutnings eigandans. Upplýsingar gefur TÓMAS STEINGRÍMSSON Sími 333 og 351 heima. Síða S. U. S. Að réttu lagi hefði síða S. U. S. átt að birtast í þessu blaði, en vegna þrengsla var það ekki hœgt. Eins og lesendur sambandssíðunnar vafa- laust muna, var ritstjóra œskulýðssíðu „Verkamannsins“ boðið rúm á Sambandssíðunni fyrir tvœr tveggja dálka greinar um lýðrœðið í Rúss- landi, vegna lcvartana hans um það, að hann hejði ekki rúm fyrir þœr útskýringar í „Verkamanninum“. Síðu S. U. S. hefir nú borizt nœr fjög- urra dálka grein frá ritstjóra œskulýðssíðunnar. Uppfyllir sú grein al- gerlega þau skilyrði, sem höfundi voru sett um efnisval, en þar sem hún þarf að birtast í heilu lagi, og tekur því ásamt svargyein allmiklu meira en eina síðu, verður Sambandssíðan að bíða næsta blaðs. Mun grein Þorsteins Jónatanssonar þá verða birt á síðunni. Utan úr heimi Robeson gegn svertingjahatri. Hinn heimskunni söngvari, svert- inginn Paul Robeson, lýsti því ný- lega yfir, að hann hefði í hyggju að yfirgefa leiksviðið í tvö ár til þess að berjast gegn svertingjahatrinu í Bandaríkjunum. „Einhverjir verða að kveða upp úr og skýrskota íil fólksins að virða almenn mannrétt- indi.“ — Robeson, sem nú er 49 ára gamall, hefir ætíð ötullega barizt fyrir málstað svertingja með aðstoð konu sinnar. Hann hóf laganám, en vegna andstöðu hvítra manna á mál- flutningsskrifstofu, þar sem hann fékk atvinnu, varð hann að hætta þar. Hún sat á peningunum sínum. Kona nokkur í Englandi1 sat í sam- fleytt tvö ár í hægindastól sínum. Dag nokkurn kviknaði í húsi hennar, og þegar brunaliðið kom á vettvang, fann það hana dána í stól sínum. Þegar brunaliðsmennirnir lyftu henni upp úr stólnum, þyrluðust peningaseðlar út um allt gólf. Kom í ljós, að hún hafði setið á 2700 sterlingspundum (um 70 þúsund kr.) í seðlum. Kjólarnir síkka. Tízkuhöfundarnir í París hafa á- kveðið, að kvenfólkið skuli ekki sýna eins mikið af fótleggjum sínum á þessu ári og það hefir gert undan- farið. Hafa þeir orðið sammála um að síkka kjólana, en greinir nokkuð á um það, hve mikið þeir skuli síkka. Tízkusýningar, sem haldnar voru fyr- ir nokkru, sýndu aukna sídd frá tveimur og allt að fimm þumlungum. Barnsfœðingar og kuldinn. Kuldinn í Bretlandi virðist hafa haft örfandi áhrif á barnsfæðingar í landinu, því að fyrstu fimm vikur Vigjús Þ. Eimrsson, bókhaldari, varð fertugur 10. þ. m. Vísitala framfærslukostnaðar í marz- mánuði reyndist vera 310 eða 6 stigum lægri en í febrúarmánuði. ársins fæddust í stórborgum Eng- lands 3000 börnum fleira á viku en á sama tíma síðast liðið ár. Fataþjófar í Vínarborg. Það er ekki glæsilegt að vera mik- ið á ferli um götur Vínarborgar í sæmilegum klæðum. Fara vopnaðir óaldarflokkar um göturnar, ekki í leit að peningum — heldur mat og fötum. Hefir það oft komið fyrir, að ráðist hefir verið á fólk á götunum og það afklætt — þegar bezt lætur, fær það að halda undirfötunum, en oft er það skilið eftir allsnakið. Lög- reglan fær ekki við neitt ráðið, en í ýmsum hverfum borgarinnar hafa í- búarnir útvegað sér bjöllur og hringja til þess að aðvara nágrann- ana, ef þeir verða varið við óaldar- flokka á næstu grösum. Y F I R L I T yfir fjársöfnun Kvenfélagsins „Fram- tíðin“ til hins nýja sjúkrahúss á Ak- ureyri, árið 1946: Tekjur: 1. Innstæða f. f. ári kr. 152.773.21 2. Safnað á árinu — 15.781.37 3. Innkomið á jóns- messuhátíð — 33.284.76 4. Vextir á árinu — 2.045.30 Samtals kr. 203.884.64 Gjöld: 1. Afhent spítalanefnd kr. 50.000.00 2. Ýms útgjöld á árinu — 1.134.97 3. Innst. í bönkum —152.749.67 Samtals kr. 203.884.64 Skemmtistaðaeigendur Eftirfarandi „automat-spil“ seljast af lager í Danmörku: 50 stk. amerísk ávaxta- „automöt" (Mills Bell-Fruit), 50 stk. Dup- lex-kúluspil, 25 stk. spiral-billiard, 25 stk. fyrsta flokks kúluspil, 25 stk. Bergmanns- rafmagnssprengjur fyrir jafnstraum eða víxlstraum, 25 stk. ýmis konar rafmagns- sprengjur fyrir jafnstraum eða víxlstraum, 20 stk. knattspyrnu- eða hokky „automöt". Allar hafa vélar þessar verið notaðar, en hafa verið gerðar upp og eru sem nýjar. Verða þær útbúnar fyrir þær peningastærð- ir, sem óskað er eftir. Fyrirspurnir sendist A. CHRISTIANSEN & CO„ Kildevej 7, Holte, Danmark. Símnefni „Transitfisk". Bókasafnið Framh. af 1. síðu. Bókavörður lætur þess getið, að meðferð bóka sé mjög ábótavant hjá allt of miklum hluta lánþega, og virð ist þeir algerléga kærulausir um bæk ur safnsins. All-títt sé að fá aftur jafnvel nýjar bækur stórskemmdar, sérstaklega útkrassaðar af stálpuð- um börnum og óvitum, bæði með litkrít og blýöntum, rifnar til óbóta og blöðunum týnt, o. s. frv. Á lestrarsal skortir því miður margt af því, sem nauðsynlegt mætti teljast: m. a. allflestar fræðibækur og handbækur á Norðurlandamálum, sem útkomnar eru eftir aldamót o. fl. af því tagi. Af utanbæjarblöðum er þar aðeins dagblaðið „Vísir“, en Akureyrarblöð eru þar öll nema „Alþýðumaðurinn“ .... Bruna- hœtta sajnsins er stöðugt yfirvofandi, og kvikni þar í, verður engu bjarg- að! — „fs/\atthíasar-bókhlaða“ virð- ist orðin að þjóðsögu, og lóðin senni lega týnd, þegar til á að taka. — En meðal annarra orða: Eflir hverju er beðið? T I L 5 Ö L U ef um semur: Lesbók Morgun- blaðsins 20 árg., Blanda 7 bindi, Annálar 14—18 hundruð. A. v. á. Kjólaperlur Kjólanaglar, margar teg. Barnasportsokkar Barnaútiföt Dömuvettlingar. Verzlun Drífa h.f. Tvær dnglegar og handlægnar stúikur geta fengið atvinnu nú þegar. Uppl. á skrifstofu Vigfúsar Þ. Jónssonar. J. K. Havstaen & Co. h. f. Verzlunarmannafélagið á Akureyri heldur fund í húsi félagsins mánudaginn 17. þ. m. DAGSKRÁ: 1. Rætt um frumvarp Gylfa Þ. Gíslasonar. 2. Skipun afmælisnefndar. 3. Önnur mál. Stjórnin. NÝKOMIÐ: Kartöflumjöl Maizenamjöl Hrísmjöl Flórmjöl Haframjöl Rúsínur o. m. fl. Vðruhúsið h. f. Dömusokkar Passio, Voile o. fl. teg. Herrasokkar afarmikið úrval Nserföt fyrata flokks Peysur Rennilúsar Treflar nýkomnir Barnanærföt alls konar. ÁSBYRGI h.f. KERAMIK mikið úrval GRAMMOFÓNPLÖTUR tœkijœrisverð. ÁSBYRGI h.f. VERKSMIÐJA BÝÐUR BORÐ, FLÍSABORÐ, TÓBAKSSKAPA, SÓFABORÐ o. «. frv. Aðeins selt til verzlana. Dansk Guldlistefabrik, Kigkurren 1 — Islanda Brygge, Köbenhavn S.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.