Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 26. marz 1947 12. tbl. Kvenfélag Akureyrar- kirkju kaupir sýning- arvéL Kvenfélag Akureyrarkirkju hélt aðalfund sinn sl. fimmtudag. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: frú Asdís Rafnar, formaður, frú María Thorarensen, gjaldkeri, og frú Þórhildur Steingrímsdóttir, rit- ari, ennfremur frú Jónheiður Egg- erz, frú Rannveig Þórarinsdóttir, frú Elízabet Friðriksdóttir og frú Alfheiður Einarsdóttir. Fundurinn samþykkti að kaupa sýningarvél fyrir talmyndir handa kirkjunni til notkunar við kristin- dómsfræðslu. Er vél þessi væntanleg a næstunni. Þá hefir félagið einnig fyrir alllöngu síðan gert ráðstafanir til þess að fá teppi, sem eiga að ná yfir atían kór kirkjunnar fram að bekkjum og yfir alla gangana. Séra Pétur. Sigurgeirsson sýndi kvikmyndir á fundinum. Stjórn vinnumiðlunarskrif- stofunnar Stj órn Vinnumiðlunarskrifstofunn ar var nýlega kosin. Stjórnina skipa nú: Halldór Ásgeirsson og Björn Jónsson, kosnir af bæjarstjórn, Jón Ingimarsson, kosinn af fulltrúaráði verklýSsfélaganna, Sveinn Bjarna- son, kosinn af Vinnuveitendafélagi Akureyrar, og Erlingur FriSjónsson, tilnefndur af félagsmálaráðherra. Er hann formaður stjórnarinnar. Verkamannafélagið leggur fé í húsbyggingarsjóð „Félagsmál", blað Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar skýrir svo frá, að á síðasta fundi félagsins hafi verið ákveðið, að 25% af félags- gjöldum þessa árs skuli renna til stofnunar húsbyggingarsjóðs innan félagsins. Verður sjóði þessum varið til fyrirhugaðrar alþýSuhússbygg- ingar. Hefir Sjómannafélagið einnig ákveðið hliðstæSa sjóðmyndun. Fyrirhuguð stofnun Alþýðu- sambands Norðurlands. ÁformaS er, aS yerklýðsfélögin á Norðurlandi stofni með sér sérstakt samband innan Alþýðusambands ís- lands. A sambandssvæðið að ná frá Langanesi til Stranda. Stofnfundur sambaridsins mun verða á Akureyri um miðján aprílmánuð n. k,...... Bjðrgvm Júníusson svigmeistari. Skíðamót íslands hófst sl. föstudag við Kolviðarhól, hið myndarlega skíðaheimili í. R. Mjög miklir erfið- leikar hafa verið við alla framkvæmd mótsins, fyrst vegna snjóleysis, en síðan vegna fannkynngi og II1— viðris. Hefir mótið af þessum sökum ekki getað fylgt áætlun. Fréttir í útvarpi hafa því miður verið af skorn- um skammti, og erfitt að fó þær eftir öðrum leiðum. Er því ekki hægt að sinni að birta fullkomnar fréttir aí mótinu, en þar sem þess má vænta, að fólk hér nyrðra hafi áhuga á móti þessu, birtir blaðið hér þær fréttir, er þoð hefir náð í um úrslit í einstökum greinum. Akureyringar hafa verið sérstak- lega óheppnir á þessu landsmóti. Guðmundur Guðmundsson, skíða- kóngur, meiddist í fæti í byrjun móts og hefir því ekki getað keppt, og Magnús Brynjólfsson, svigmeistari íslands, hefir einnig legið rúmfast- ur. Horfði því ekki vænlega fyrir Akureyringum í svigkeppni A-fl., sem fór fram sl. mánudag, þegar báða þessa ágætu svigmenn vantaði, og Hreinn Ólafsson gat heldur ekki mætt. Björgvin Júníusson tryggði þó Akureyringum áfram svigmeist- aranafnbótina. Var hann þo svo ó- heppinn aS.fá rásnúmer 1. Fimm góð ir svigmenn voru auk hans héSan í A-flokki, en þeir voru í misjafnn æf- ingu. Úrslit urSu annars þessi í einstöS- um greinum: Svig. Svigmeistari íslands varð Björgvin Júníusson A. Tími hans var 1 mín. 20.9 sek. Röðin í einmenningskeppni A-fl. var að öðru leyti þessi: 2. Jónas Ásgeirsson S 1.28.4 mín. 3. Helgi Óskarss'on R 1.32.9 — 4. Gísli Kristjánsson R 1.35.7 — 5. Júl. B. Jóhanness. A 1.37.8 — 6. Ásgr. Stefánsson S 1.40.9 — 7. Jón Sæmundsson S 1.49.9 — 8. Júl. B. Magnúss. A 1.50.6 — 9. Alfreð Jónsson S 1.51.3 — 10. Eggert Steinsen A 1.56.4 •— 11. Stefán Stefánsson R 1.58.0 — 12. Eyjólfur Einarsson R 1.60.8 — 13. Sig. Þórðarson A 1.60.8 — 14. Vignir Guðm.ss. A 1.73.6 — / sveitarkeppni í^ svigi sigraði sveit Akureyringa. Tími hennar var 409.3 sek. Sveitina skipuðu þeir Björgvin Júníusson, Júlíus B. Jó- hannesson og Júlíus B. Magnússon. 2. varð sveit frá S á 419.2 sek. 3. varð sveit frá R á 425.9 sek. 4. varð sveit frá A á 490.8 sek. Svig og brun kvenna. Islandsmeistari bœði í svigi. og bruni kvenna varð' Aðalheiður Rögn- valdsdóttir S. Þrjár stúlkur kepptu fyrir Akur- eyri á móti þessu. Helga R. Júníus- dóttir í svigi og bruni A-fl., hlaut 2. verðlaun, Björg Finnbogadóttir, svigi og bruni B-fl., hlaut 1. verðlaun, og Lovísa Jónsdóttir, hlaut 3. verðlaun í bruni. Álfheiðúr Jónsdóttir, sem varð meistari í bruni kvenna í fyrra, gat ekki sótt þetta mót. Svig karla B-fl. í svigi karla í B-fl. höfSu Reyk- víkingar algerlega yfirhöndina og áttu 7 fyrstu menn. Gat útvarpið þess f imm sinnum sama - kvöldið og því óþarfi að geta þess nánar hér. Arangur Akureyringa í þessum flokki var 9. Jón Kr. Vilhjálmsson 10. Sigurður Samúelsson 13. Hreinn Óskarsson. Ganga A-flokkur. íslandsmeistari varð Jóhann Jónsson úr Strandasýslu. Tími hans var 62 tnín. 51 sek. Tími næstu 8 manna var þessi: 2. Valtýr Jónasson S 66.06 mín. 3. Gísli Kristjánsson R 67:23 — 4. Steinn Símonarson S 68.29 — 5. Jón Þorsteinsson S 68.54 — 6. Helgi Óskarsson R 69.49 — 7. Jónas Ásgeirsson S 70.15 — 8. Ásgr. Stefánsson S 70.39 — 9. Erlendur Stefánss. S'70.42 — Auk Guðmundar Guðmundssonar hefir Jón Jónsson frá Einarsstöðum sennilega verið forfalíaður vegna veikinda og e. t. v. fleiri. Ganga B-flokkur. 1. Þorst. Sveinsson R 70.13 mín. 2. Sigurður Stefánss. S 71.55 — 3. Helgi Árnason R 72.16 — 4. Hjalti Sigurbj.s. R 72.20 — 5. Kristinn Jónsson Þ 74.37 — Siglfirðingar unnu sveitarkeppni í A-fl. göngu. Þá sveit skipuðu Valtýr Jónasson, Steinn Símonarson og Jón Þorsteinsson. Stökk. Stökkkeppni fór fram í gær. Voru úrslit hennar reiknuð út í gærkvöldi. Þess ber að gæta í sambandi við stökkin, að einnig er gefið fyrir „stíl", svo að ekki er öruggt, að sé, sem lengst stekkur, fái flest stig. Þessir keppendur voru efstir í stökkkeppninni: A-flokkur: 1. Þón Þorsteinsson S 222.2 stig, stökk 43 og 45 m. 2. Ásgr. Stefánsson S 220 stig, stökk 46 og 46 m. 3. Jónas Ásgeirsson S 219 stig, stökk 45,5 og 44,5 m. 4. Sigurður Þórðarson A 214 stig, stökk 40,5 og 41.5 m. B-flokkur: 1. Haraldur Pálsson S 213 stig, stökk 41 og 43,5 m. 2. Hákon Oddgeirss. A 209.8 stig, stökk 39 og 42 m. 3. Björn Halldórsson A 210,9 stig, stökk 38 .©g 38,5 m. 4. Helgi Óskarsson R 199.7 stig, stökk 39 og 41,5 m. Yngri flokkur: 1. Guðm. Árnason S 223.2 stig, stökk 40,5 og 43 m. 2. Hafst. Sæmundss. S 203,0 stig, stökk 37 og 37,5 m. 3. Baldv. Haraldss. A 182,8 stig, stökk 31 og 31 m. Skíðakóngur íslands varð Jón Þor- steinsson frá Siglufirði, hlaut 420,2 stig í samanlagðri göngu og stökki. Næstur var Jónas Ásgeirsson S með 409,5 stig og þriðji ÁsgrímUr Stef1 ánsson S með 407,5 stig. Keppni í bruni karla hefir enn ekki farið fram. Skemmtanir skólabarna. Skólabörn á Akureyri héldu hina venjulegu ársskemmtun sína um síð- astliðna helgi. Börnin sjálf Önnuð. ust öll skemmtiatriði og fórst þaS vel úr hendi. Skemmtunin var þrisv- ar endurtekin. „Listin vegna flokksins". Þtta er kjbrorðið, sem listamenn og rithófundar í hinu marglofaða lýðrœðisríki kommúnista verða að tileinka sér, ef list þeirra á að telj- asl þess virði að mega birtast opin- berlega. Einn af þeim mönnum, sem koinm. únistar hafa lönguni dáð, er franski rithöfundurinn André Gide. Hann var mikill kommúnisti, en ferðaðist síðan til Rússlánds og kynntist „arid- lega frelsinu" þar af eigin reynd (sennilega betur en ritstjóri œsku- lýðssíðu „Verkamannsins"). Sagði hann m. a., er hann kom,heim: „Ef rithöfundurinn (í Rússlandi) hagar ekki störfum sínum í samrœmi við flokkslínuna, getur engin snilli- gáfa bjarðað honum-------------Með sigri byltingarinnar er fögrum tistum stefnt í hættu — nálega jafnmikla hættu og með fascistiskri kúgun. — Þessi hœtta er rétttrúnaður og kreddu festa. List, sem er keyrð í fjötra bók- stafsins, er dauðadœmd, jafnvel þótt bókstafurinn eigi rétt á sér. Sigur byltingarinnar á því fyrst og fremst að fœra Hstamanninum fullkomið frelsi. An'frelsis missir listin tilgang sinn og gildi." En trúaðir kommúnistar á íslandi eru samt ekki í neinum efa um það, að í Rússlandi ríki meirxa andlegt frelsi en á tslandi. Hvílík trú! Aðalfundur Rouðo kross deildarinnar Aðalfundur RauSa kross deildar Akureyrar var haldinn 24. marz s. I. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn deildarinnar: FormaSur Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, varafor- maður Jón Sigurgeirsson, kennari, ritari Snorri Sigfússon, skólastjóri, gjaldkeri Páll Sigurgeirsson, kaup- maður, og meðstjórnendur Jakob Frímannsson, framkvstj., Balduin Ryel, kaupm., og Stefán Árnason, forstjóri. - Tekjur deildarinnar árið 1946 urðu samtals kr. 42.845.52, en gjöld kr. 30.482.40. Tekjuafgangur varð því kr. 12.363.12. Skuldlaus eign deildarinnar um s. 1. áramót var kr. 64.161.71. Félagar Rauða kross deildar Akur- eyrar eru nú samtals 534. NÝLEGA hefir verið samið um sölu á 2000 smálestum af hraðfryst- um fiski til Frakklands.. Fiskurinn verður greiddur í dollurum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.