Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikudaginn 26. marz 1947 ISLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag Islendings * Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýungar og afgreiðsla: Svtmberg Einarsson. Pó.thólf 118. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H * F Fjárhagsráð Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjárhagsráð hefir verið til umræðu í þinginu undanfarna daga. Enn hefir frumvarpið ekki verið endanlega af- greitt, en umræðurnar gefa til kynna, að það muni verða samþykkt með litlum eða engum breytingum. Stofnun þessa nýja ráðs virðist að verulegu leyti vera byggð á tillögum hagfræðinganefndarinnar. Er ætlun- in að leggja undir fjárhagsráð öll þau mál, sem áður hafa heyrt undir við.kiptaráð og nýbyggingarráð, en fjárhagsráði er þó ætlað að hafa enn meira vald, því að fyrirhugað er, að leyfi þess þurfi til allra meiri háttar framkvæmda í landinu. Hvað sem segja má um öll hin víðtæku afskipti ríkisvaldsins af at- höfnum og framkvæmdum einstakl- inganna, er það þó augljóst> að sam- ræming hins opinbera eftirlits og skipulagningar er spor í rétta átt. Æskilegt er, að öll stjórn innflutn- ingsmála og ráðstöfun gjaldeyris sé ^i^ainni hendi, því að annars er hætt við glundroða. Er það auk þess til inikils hægðarauka að geta snúið sér til eins aðila. Ástæða er til að fagna mörgum þeim ákvæðum frumvarpsins, sem sérstaklega snerta verzlun og inn- flutning. Er augsýnilega ætlunin að hagnýta eftir megni hagsýni kaup- sýslumanna og kosti samkeppninnar í verzluninni. í stað þess að veita ákveðnum fyrirtækjum forréttinda- aðstöðu er mælt svo fyrir, að fyrir- tæki, sem selja vörur sínar ódýrast, skuli sitja fyrir innflutningsleyfum. Væntanlega verður álagningarregl- unum einnig breytt í viðunandi horf. Eftir frumvarpinu á fjárhagsráð raunverulega að hafa eftirlit með ráðstöfun alls fjármagns í landinu og sjá um, að fjárfesting verði ekki óeðlilega mikil. Mega því hvorki opinberir aðilar, félög né einstakl- ingar ráðast í neinar framkvæmdir, nema með leyfi fjárhagsráðs. Án efa mun mörgum þykja þessi nýju af- skipti ríkisvaldsins æði mikil skerð- ing á athafnafrelsi einstaklinganna, og er það að vissu leyti rétt. Hitt virðist aftur á móti ljóst, að í bili verði naumast komizt hjá þessum af- skiptum. Fjárfesting undanfarandi ára hefir verið allt of mikil að dómi hagfræðinganefndarinnar. Reyndin hefir því orðið sú, að lánsfé bank- anna hefir þrotið. Meginhluti þeirra framkvæmda, sem unnið hefir verið að, er án efa nauðsynlegt, en það er óumflýjanlegt að takmarka á hverj- um tíma framkvæmdirnar við það fjármagn, sem fyrir hendi er. Áður (jÞaníiaSrot FRA LIÐNUM DOGUM. Elztu leikrit á Islandi. FJÁRLÖGIN OG ÞÁ er nú loks farinn að komast skriður á afgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1947. Mátti það nanmast seinna vera, því að vafasöm aðferð er það að greiða eftir bráðabirgðaheimild marga mánuði ársins. Enn er ekki ljóst, hverjar niðurstöðu- tölur fjárlaganna verða, en eins og sakir standa eru horfurnar ekki glæsilegar. — Virðist lítt gerlegt fyrir fjármálaráðherra að taka við fjárlögum með tugmiljóna króna greiðsluhalla. Er ekki annað sýnna en komið sé á yztu nöf með útgjöld ríkis- ins, því að þau aukast stórlega með ári hverju og'allt útlit fyrir, að þau verði nú hærri en nokkru sinni fyrr. Er auðvitað æskilegt að hægt sé að verja sem mestu fé til allskonar þjóðfélagsumbóta, en var- ast verður þó að spenna bogann svo hátt að hann bresti. Eins og áður hefir verið drepið á hér í blaðinu, er algerle'ga óyiðunandi, hvernig afgreiðslu fjárlaga er háttað, Oftast nær umturnar Alþingi fjárlagafrumvarpi fjár- málaráðherra svo, að það hækkar í með- ferð þingsins, jafnvel um marga tugi miljóna. Allir keppast um að gera kröfur hefir verið rækilega á það bent hér í blaðinu, hversu fjárskortur bank- anna gæti hæglega stöðvað ný- sköpunarframkvæmdir. Augljóst er, að framkvæmdir þær, sem miða að því að efla atvinnuvegi þjóðarinnar, verða að sitja fyrir öllum öðrum framkvæmdum. Þetta hefir ríkis- stjórnin gert sér ljóst, og því íelur hún nauðsynlegt að tryggja það, að fjármagn þjóðarinnar verði fyrst og fremst hagnýtt til framkvæmdar þeirrar meginstefnu hennar að halda áfram þeirri eflingu atvinnuveganna, sem fyrrverandi ríkisstjórn hóf, og tryggja þannig efnahagslegt öryggi þj óðarinnar. Ýmsir hafa talið að fylgi' Sjálfstæð- isflokksins við þessi nýju afskipti ríkisvaldsins, væri fráhvarf frá stefnu hans um athafnafrelsi einstakling- anna. Þetta er ekki rétt, nema að litlu leyti. Sjálfstæðisflokkurinn lít- ur að vísu svo á, að ríkisvaldið eigi ekki að leggja nema sem minnst höft á framtak einstaklinganna. Hins veg- ar hefir flokkurinn aldrei verið því andvígur, að ríkisvaldið beindi á hverjum tíma framtaki einstakling- anna að þeim verkefnum, sem brýn- ust nauðsyn hefir verið til að láta sitja í fyrirrúmi. Með nýsköpunar- stefnunni tók hið opinbera sér í hendur ákvörðunarvald um það, hvaða tæki nauðsynlegast væri að fá til landsins, en einstaklingar voru síðan hvattir til þess að kaupa þessi tæki og starfrækja þau. Einkafram- takið var því fyllilega viðurkennt og svo er enn. Ekki aðeins einstakling- ar, heldur einnig opinberir aðilar, sveitir og bæjarfélög, þurfa að fá leyfi fjárhagsráðs til fjárfestingar. Einstaklingar og félög eiga engu síð- ur en opinberir aðilar að fá leyfi ráðsins til nytsamlegra framkvæmda. Eftírlit ráðsins á fyrst og fremst að beinast að því, að takmarka svo fjár- festinguna, að framkværodir ein- fyrir sín kjördæmi, og endirinn verður sá, að fjármálaráðherru neyðist til að bera fram ótal skattafrumvörp til þess að jafna greiðsluhallann. Þótt fjármálaráðherra sé þannig algerlega varnarlaus fyrir fjárkröf- um þingsins, er samt ætíð venjan að skamma hann, ef tekjuhalli verður. Þetta verður að breytast. Gera verður ráð fyrir, að fjármálaráðherrann njóti á hverjum tíma stuðnings meiri hluta þings- ins. Hann hefir jafnframt bezta aðstöðu til þess að gera sér grein fyrir fjárhags- getu ríkissjóðs og hagar auðvitað útgjalda tillögum sínum eftir því. Hann á ekki að þurfa að þola það, að þingið’ eyðileggi fjármálastefnu hans með takmarkalausri hækkun á fjárlagafrumvarpi hans. Það virðist því engan veginn óeðlilegt að banna þingihu með stjórnarskrárákvæði að hækka fjárlagafrumvarp fjármálaráð- herra. Þingið á að vera bundið við nið- urstöðutölur fjárlagafrumvarpsins, en geta ráðstafað fénu á ýmsan hátt. innan þess ramma. Þetta myndi áreiðanlega skapa aukið öiyggi í fjármálum landsins, og þá mætti með réttu skamma fjármálaráð- Framh. á 7. síðu. staklinga og hins opinbera ekki stöðvist vegna fjárskorts, eins og all- ar líkur voru til, ef ekki hefði verið tekið í taumana. Þessi bráðabirgða takmörk á athafnafrelsinu eiga því að geta orðið til tryggingar heil- brigðu framtaki einstaklinganna og komið í veg fyrir það, að allt lendi í ógöngum vegna fjárskorts til ein- stakra framkvæmda, því að auðvitað er fjármagnið takmarkað, en sú hlið málsins ekki ætíð athuguð, þegar lagl er út í framkvæmdir. Það er þó höfuðatriði málsins, hvernig fjárhagsráð hagar störfum sínum. Sú er ætíð hættan, að hinum opinberu afskiptum fylgi alls konar hlutdrægni og spilling, og því miður höfum vér íslendingar ekki farið var- hluta af því. Skipulagning er óhjá- kvæmileg innan vissra takmarka og getur aukið afköst þjóðarinnar og bætt hag hennar, en skipulagningin og ríkisafskiptin geta orðið svo mik- il, að þjóðarbúskapurinn lamist af of mikilli skriffinnsku og höftum á atorkusama einstaklinga, svo að á- hugi þeirra á sköpun þjóðfélags- verðmæta slokkni. Þetta er atriði, sem er tímabært fyrir oss íslendinga að íhuga, því að ef hinn sterki þátt- ur sjálfsbjargarviðleitninnar í þjóð- areðlinu er slitinn, er þjóðin illa stödd. Fyrir fólkið úti á landsbyggðinni eru þessar nýj u takmarkanir að því leyti kvíðvænlegar, að nú þarf það að sækja um leyfi ráðs í Reykjavík til enn fleiri athafna en áður. Er von- andi, að hið væntanlega fjárhagsráð greiði meira fyrir leyfisbeiðnum fólks utan af landi en ýms hin fyrri ráð og nefndir hafa gert til þessa, svo að menn þurfi ekki að sitja í Reykjavík í langan tíma eða bíða heima mánuðum saman eftir svari við beiðnum sínum og fyrirspurn- um. I Arbók Landsbókasafnsins 1945, sem nýkomin er út, birtist skrá yfir öll íslenzk leikrit, þýdd og frumsam- in. Er skrá þessi samin af Lárusi Sigurbjörnssyni, og fylgir henni stutt greinargerð. Er þar ýmislegt fróð- legt að finna, og tekur „íslendingur“ sér það bessaleyfi að birta hér nokk- ur atriði úr greinargerð þessari. „Þar sem ég hef tekið mér svo stórt í rnunn, að nefna skrána íslenzk leik- rit 1645—1946, þykir mér hlýða að gera nokkra grein fyrir elztu leikrit- unum. Elzt er í skránni Belialsþáttur eftir Jacobus Palladinus de Thermao, þýddur að ég hygg um 1645. Ekki er þessi tímasetning örugg, en af biblíutilvitnunum, sem í leiknum eru, má ráða, að Þorláksbiblía (1637) hefir verið komin út, því að nokkrar tilvitnanir eru teknar orðrétt éftir henni, en langflestir ritningarstaðir virðast vera tilfærðir eftir minni með orðalagi Guðbrands biski/ps (1584). Aðaluppskrift leiksins, sem er í Landsbókasafni, er miklu yngri, gerð af Þorsteini Halldórssyni í Skarfanesi á aðeins 4 dögum eins og frá er greint í uppskriftinni. Leikrit- ið er svo langt, að uppskriftartíminn er ótrúlega stuttur, nema Þorsteinn hafi setið við að skrifa leikritið upp svo að segja í einni lotu, og er þá ó- sennilegt, að hann hafi haft frumrit- ið undir höndum heima í Skarfa- nesi, heldur hafi hann komizt yfir það einhvers staðar, þar sem hann var gestkomandi og þurft að hafa hraðann á. í námunda við Skarfanes Aldrei er friður. Ólafur hét mað- ur, ungur og ókvæntur. Hann þótti þungur til vinnu og svifaseinn. Eitt sinn, er hann vár við kirkju við em- bættisgjörð, leiddist honum, hversu oft hann þurfti að standa upp og setj - ast niður. En er að því leið, að prest- urinn blessaði yfir söfnuðinn, mælti hann: „Aldrei er friður, nú á að fara að blessa“. * Meinlegur skralti. Guðmundur hét maður norður í Fnjóskadal. Hann missti konu sína, er Guðrún hét skömmu eítir Jónsmessu. Þó segir bóndi: „Oft hefir hún Guðrún verið mér hvumleið, en aldrei hefir hún tekið upp á þeim skratta, sem hún gerði núna, áð deyja þegar verst stóð á, rétt fyrir sláttinn“. # Karl einn, er gengið hafði til skrifta með öðru fólki, hvarf úr kirkju undan útdeilingu, og er henni var lokið, vantaði karlinn. Meðhjálp- arinn gengur út að leita hans og finn- ur hann inni í eldhúsi á bænum og er hann við skófnapott. Meðhjálparinn segir honum hvar komið sé í kirkj- unni og skipar honum að koma þeg- ar með sér. Þá segir karlinn: „Skárri á Landi voru handrit helzt að finna í Skólholti og ef til vill á Keldum. Þorsteinn dvaldi þar tíðurn við skriftir og eins í Skálholti, en þar brann full kista hans af uppskriftum hans og bókum, sem hann hafði komið þangað til geymslu. Trúlegast hefir frumrit Belialsþáttar verið í Skálholti. Vegna tímasetningar gæti þýðingin verið eftir Björn Snæbjörns son, skólameistara í Skálholti 1636— 1647. Hann hafði verið lengi (12 ár) við nám í Kaupmannahöfn, „var meir haldinn marglesinn maður en fljótskarpur, hafði helzt áunnið sinn lærdóm með langsamlegri ástundan, frómur maður, en í sumum hlutum mjög tortryggur,41 eins og Jón pró- fastur Halldórsson segir í Skóla- meistarasögum. .... Næsta leikrit að aldri til er fró því um 1700. Það er samtal stall- systranna Barböru og Agötu, þýtt úr dönsku, að því er segir í einni upp- skriftinni. Árni Magnússon fékk að láni eintak af þessari þýðingu frá nafngreindum manni í ágústmánuði 1711, og er ekki farið að skila hand- ritinu ehn til Landsbókasafnsins, hvað sem síðar verður, en meðan það er ekki gert, er seint um vik að bera saman uppskriftirnar. .... Næst á eftir þýðingunum tveimui- kemur nú fram frumsaminn leikur eftir síra Einar Hálfdánarson i Kirkjubæjarklaustri. Leikurinn íieitir: Gestur og garðbúi og er til í tveimur uppskriftum. Leikurinn get- Framh. á 7. síðu. eru það nú fjandans lætin. Ekki ligg- ur lífið við, má ég ekki skafa pott- inn áður?“ # Feigðarmerki. Kona ein í Bjarnar- eyjum á Breiðafirði missti mann sinn í sjóinn, og er hún vissi, að svo hafði að borið, mælti hún: „Það var auðvitað, að feigð kallaði að honum í morgun, því að skrattinn minnti hann á að taka þann eina nýja skinn- stakk, er hann átti, og fara til fjand- ans með hann“. # Konan hefir áhyggjur vegna fram- tíðarinnar þangað til hún nær sér í eiginmann, en karlmaðurinn hefir engar áhyggjur vegna framtíðarinn- ar fyrr en hann kvænist. # Karlmaðurinn er aldrei jafn veik- burða eins og meðan konan er að tala um, hvað hann sé sterkur. * Þegar karlmaðurinn gerir ein- hverja klaufalega skyssu, segja aðr- ir karlmenn: „En hvað þessi maður er mikill bjáni.“ Þegar konu verður skyssa á, segja karlmennirnir: „En hvað konur eru miklir bjánar.“ Qaman og alvava.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.