Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 26. marz 1947 ISLENDINGUR 5 Stórauknar tivalveiðar á pessu ári Sex þjóðir munu gera út skip til hvalveiða. Mesta hvalveiðitímabil síðan fyrir stríð er nú að hefjast, enda eru hval- veiðar nú vœnlegri atvinnuvegur fyr- ir margar þjóðir en nokkru sinni áð- ur. Skipafloti sex þj óða er nú að veið- um í suðurhöfum, og er þetta í fyrsta sinn um langan aldur, sem sumar þessar þjóðir gera út skip til hval- veiða. Horfur eru á því, að veiði verði nú miklu meiri en síðast liðið ár, en þó ekki nægileg til þess að full- nægja þörfum heimsins fyrir hval- lýsi. Hvalveiðarnar liafa aukizt svo mjög síðan stríði lauk, að komið hef ir til tals að setja takmörk fyrir því. hversu marga hvali hver þjóð megi drepa. Engar ráðstafanir hafa þó verið gerðar í því efni þetta ár, óg eru hinar ýmsu hvalveiðiþjóðir á- fjáðar í að veiða sem mest''áður en þessi takmörk verða sett. Hvalveiðar eru eftirsóknar- verðar. Agóðavonin í sambandi við hval- veiðarnar er nú svo mikil af ýmsum ástæðum, að atvinnugrein þessi er orðin eftirsóknarverð fyrir þjóðir, sem ekki hafa sinnt henni að undan- förnu. Mikill skortur er nú á hvallýsi, og verðið er um 50% hærra en fyrir stríð. Hvalveiðiþjóðirnar hafa því tryggingu fyrir öruggan og hagstæð- an markað. Þá gerir matarskorturinn hval- veiðarnar einnig gróðavænlegar. Tekið er nú að nota hvalakjöt í ýmsa rétti matar í Bretlandi, og Japanar hafa mikla þörf fyrir hvalkj öt til þess að bæta upp hinn fátæklega matarskammt sinn. Gott hvalveiðiár gæti því mjög stuðlað að því að draga úr skorti feitmetis til matar. Þetta hvalveiðitímabil er heildar- veiðin takmörkuð við 16.000 hvali og 1.600.000 föt af olíu með alþjóða hvalveiðisamþykktinni. Heildartölur þessar eru fyrir neðan hámarkið fyr- ir stríð, en olíumagnið er þó næst- um tvöfalt meira en leyft var síðast- liðið ár. Margar þjóðir hyggja gott til glóðarinnar. Norðmenn eiga sjö fljótandi verk- smiðjur og 63 hvalveiðiskip, og geng ur veiðin vel hjá þeim. Á einni viku í janúar fengu þeir 104.993 tunnur af lýsi. Höfðu þeir í byrjun febrúar fengið samtals 247.360 tunnur lýsis, og var þó mestur hluti veiðitímans þá eftir. Þetta er miklu betri árangur en í fyrra, enda hrepptu þeir þá slæmt veður og höfðu auk þess slæm tæki. Japanar, sem stunda hvalveiðar með leyfi Mac-Arthurs, yfirhershöfð ingja, gegn mótmælum ýmissa þjóða, liöfðu þann 16. jan. drepið 458 hvali. Þetta er minna en búizt hafði verið við, en japanski hvalveiðiflot- inn er illa búinn. Fyrir stríð áttu þeir sex hvalbræðsluskip, en þair voru öll eyðilögð í stríðinu, og hafa þeir nú breytt tveimur olíuskipum í hvalbræðslustöðvar. Áætlað er, að japanski flotinn muni koma heim með 15 þús. tunnur lýsis, og verður það selt á vegum al- þjóða matvælaráðsins. Ágóðinn mun verða færður til jafnaðar á hernáms- kostnaðinn. Auk þess er takmark þeirra 13 þús. smálestir af hvalkjöti. sem úthlutað verður meðal lands- manna í því skyni að létta þá byrði Bandaríkjanna að þurfa að fæða þjóðina. fíretar hafa sent til veiðanna fjór- ar fljótandi verksmiðjur og 48 veiði- skip. Hvalolía ér aðalhráefnið í brezku smjörlíki og er einnig mikil- vægt til sápuframleiðslu. Frosið hvalkjöt er þegar tekið að berast til Bretlands, og yfir 1500 smálestir hafa verið sendar til brezka hernámssvæðisins í Þýzkalandi. Hollendinga skortir rnjög tilfinn- anlega feitmeti og olíur, og stunda þeir nú hvalveiðar í fyrsta sinn síð- an 1870. Þeir nota fljótandi verk- smiðju, sem þeir fengu frá Þjóðverj- um sem stríðsskaðabætur. Rússar liafa nú tilkynnt, að þeir séu að koma sér upp fyrsta hval- veiðiflota sínum. Eina bræðsluskipið, sem þeir eiga, tóku þeir af Þjóðverj- um, og Norðmenn hafa lánað þeim 40 sérfræðinga til þess að þjálfa sjó- menn til hvalveiða. Astralíumenn vonast til að geta tekið þátt í hvalveiðum næsta hval- veiðitímabil. Þeir heimta nú nokkuð af hvalveiðiflota Japana sem stríðs- skaðabætur. Nágrannar þeirra, Ný- Sjálendingar, hafa einnig áhuga á að fá eitthvað • af hvalveiðiskipum Japana. Bandaríkjamenn liafa ekki enn á- kveðið, livort þeir hefji á ný þátt- löku í hvalveiðum. Það er næstum því öruggt, að verð á hvalafurðum verður hátt í ár og næsta ár. Þetta getur valdið því, að fleiri þjóðir hefji hvalveiðar, eða þjóðir þær, sem nú stunda veiðar þessar, auki veiðiflota sína. Þar sem hvölum er liins vegar að fækka, eru litlar líkur til þess, að hvalstofninn þoli jafnmikla veiði og var fyrir stríð. Sennilegasta lausnin er því sú, að veiðimagn hverrar þjóðar verði ákveðið með alþjóðlegum samning- um. Kapp það, sem livalveiðiþj óð- irnar hafa lagt á að hefja stórfelldar hvalveiðar þegar á þessu ári, gefur þeim sterka aðstöðu gagnvart öðrum þjóðum lil þéss að heimta í sinn hlut stóran skerf af því heildarmagni, sem heimilað verður að veiða í framtíð- inni. . Norðurlandsbátarnir komnir norður til veiða NARFI KOM MEÐ SALTFISK- FARM AÐ SUNNAN M.s. Narfi kom fyrir nokkrum dögum til Akureyrar með um 130 skippund af saltfiski. Fiskaði hann við Vestmannaeyjar og lagði flat- fiskinn þar í land og lýsi í Reykja- vík. Er hann nú farinn aftur suður. Trollbátarnir frá Akureyri, sem undanfarið hafa stundað veiðar fyr- ir sunnan, eru nú flestir komnir norður og veiða fyrir Norðurlandi. Var orðið mjög erfilt svðra um los- un fiskjar í ís, því að íshúsin voru orðin full. Hér fyrir norðan er einn- ig allerfilt að koma fiski í ís, og eru því sumir bátarnir farnir að veiða í salt. Bátar héðan eru Andey, Eldey, Ragnar, Súlan, Atli og Njörður. Sígarettan sem gjaldmiðill Ameriskar sigarettur eru nú að verða þýðingarmeiri gjaldmiðill í Þýzkalandi en dollarinn. Sigarettur eru nú mun meira virði en þæiVvoru á styrjaldarárunum. Sömu söguna er að segja í öðrum löndum. Sigarettan ryður sér alls staðar til rúms sem gjaldmiðill, og’það mun vera óhætt að gera ráð fyrir því, að hver siga- retta fari í gegnum 10 milliliði, áður en hún verður reykt. Fyrir sigarettur er unnt að fá hvers. kyns lífsnauðsynjar, allar þær munaðarvörur, sem til eru á svarta- markaðinum. Kaupmáttur sigarett- unnar er misjafn eftir því í hvaða landi viðskiptin gerast. í Þýzkalandi er pakkinn seldur fyrir 100—120 mörk, en dollarinn er innan lands skráður á 10 mörk. Á svörtum mark- aði fást 180 mörk fyrir dollarinn. í Finnlandi er liægt að fá allt að helm- ingi meira fyrir einn pakka af siga- settum en fyrir einn dollar. í París er hægt að fá jafn mikið fyrir 30 sigarettur og fyrir dollarinn. í Berlín er til dæmis hægt að fá brauðhleif fyrir 100 sigaretturstubba. Góðan lampa fyrir éinn pakka, út- varpstæki fyrir 5 pakka, myndavél fyrir 20 pakka, fimm pund af sméri fyrir eitt karton og bíl fyrir 50 kar- ton. Á ALÞJÓÐAVETT ----V AN GI-- Barátta Bandarikjanna Ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist hafa skorið upp herör gegn konnnún- ismanum og vera staðráðin í því að hefta útbreiðslu hans og koma í veg fyrir útþensluáform Rússa i Balkan- löndum. Ræða sú, sem Truman, forseti Bandaríkjanna, flutti fyrir nokkru hefir vakið feikilega athygli um all- an heim og verið helzta umræðuefni heimsblaðanna síðan. Var hann þar mjög opinskár, lýsti því ófrelsi og kúgun, sem minni hluta sljórnir hefðu innleitt í ýmsum löndum Aust- ur-Evrópu, og kvað brýna nauðsyn bera til þess, að Bandaríkin veittu stjórnum Grikklands og Tyrklands, sem enn berðust gegn yfirgangi konnnúnista, stórfelld lán, því að fjárhagur þessara landa væri mjög bágborinn. og fjárhagslegt öngþveiti gæti hæglega orðið til þess, að póli- tískir óaldarflokkar gætu steypt lög- legum stjórnum þessara landa. Auk þess væri Tyrkjum ógnað af erlendu ríki, sem forsetinn þó ekki nefndi. Ræðu forsetans hefir verið mis- •jafnlega tekið. Kommúnistar um all- an lieim og ýms rússnesk blöð hafa kallað hana stríðsæsingaræðu, en í Bandaríkjunum hafa helztu leiðtog- ar beggja flokka lýst stuðningi sín- um við stefnu forsetans. Einnig hef- ir ræðunni yfirleitt verið vel tekið í Bretlandi. Eru meðmælendur forset- ans þeirrar skoðunar, að ekki verði lengur hjá því komizt að spyrna gegn útþenslustefnu Rússa, sem með dyggri aðstoð konnnúnistiskra skó- sveina sinna geri nú hvert landið eft- ir annað raunverulega að leppríkj- um sínum. Síðari atburðir hafa leitt í ljós, að þessi ræða forsetans hefir veiið upp- haf að víðtækri baráttu gegn ein- ræðisáformum konnnúnista. Skönnnu eftir að ræðan var flutt, gerðu demo- kratar í New York republikönum til- boð um sameiginlega yfirlýsingu þessara flokka til stuðnings stefnu forsetans í baráttunni gegn konnn- únismanum. Fyrir nokkrum dögum flutti svo aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðu, sem í rauninni var enn ákveðnari en ræða forsetans. Kvað hann öryggi Bandaríkjanna stefnt í luettu, ef konnnúnistar næðu völdunr í Grikklandi og Tyrklandi. Jafnframt taldi hann nauðsynlegt að hefjast handa unr víðtæka baráttu gegn kommúnistum í Bandaríkjun- um. Nú urn síðustu helgi gaf svo Tru- man, forseti, út fyrirskipun um það, að öllum þeim mönnum, sem hættu- legir gætu talizt öryggi Bandaríkj- anna, slcyldi vikið úr öllum opinber- um embættum. Tiltók forsetinn sér- staklega fazista, kommúnista og stjórnleysingja. Benti hann á það, að njósnir þessara manna fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum sönnuðu, hversu hættulegir þeir væru* öryggi geyn koitinnínismanuni. þjóðarinnar. Hefði komið í Ijós, að ýmsir þeirra settu hagsmuni etlends ríkis ofar hagsmunum ættjarðarinn- ar. Úr austurvcgi. Samhliða þessum tíðindum berast svo fregnir unt það, að Rússar séu enn að færa ,,járntjaldið“ lcngra veslur á bóginn. Nú er það ungverska þjóðin, sem á að fá að njóta aust- ræna „lýðræðisins“. Við hinar al- mennu þingkosningar, sem frarn fóru þar í landi í fyrra, fékk ltinn lýí- ræðissinnaði smábændaflokkur hrein an meiri hluta atkvæða, og þóttu þær kosningar mikill ósigur fyrir komrn- únista þar í landi. Eftir þær kosning- ar var samsteypustjórn mynduð í landinu, og fengu kommúnistar yfir- stjórn lögreglumálanna, eins og þeir jafnan hafa lagt mikla áherzlu á, þar sem þeir hafa gengið til stjórnar- samstarfs við aðra flokka. Þar sem Rússar höfðu fjölmennt setulið í landinu, var aðstaða komm- únista góð, þótt þeir væru í miklum minni hluta. Heimtuðu þeir af siná- bændaflokknum, að hann ræki ýmsa leiðtoga sína úr flokknum fyrir „naz- istiskt“ hugarfar. Fyrir nokkrum dögum lét síðan hinn kommúnistiski innanríkisráðherra handtaka for- mann smábændaflokksins undir því yfirskini, að hann hefði haft í hyggju að steypa löglegri stjórn landsins, þar sem flokkur hans þó hafði flesta fulltrúa. Er ahnennt álitið, að minni hluta flokkur kommúnista ætli sér með þessum ofbeldisverkum að tryggja sér völdin í landinu, áður en Rússar fara á brott með setulið sitt. Marga hefir undrað, að Truman skuli hafa kveðið upp úr með af- stöðu sína til útbreiðslu kommún- isrnans í þann mund, er fundur utan- ríkisráðherranna er að hefjast í Moskva. Flestir telja þó, að þetta sé ekki nein tilviljun, heldur hafi for- setinn talið rétt að gera Rússum ljósl, að Bandaríkin myndu ekki þola frek- ari útþensluáform þeirra. r r Afengisneyzla Islend- inga eykst stórkostlega Áfengisneyzla islenzku þjóðarinn- ar hefir aukizt geigvænlega mikið á síðastliðnu ári, eða samtals uin 20%, miðað við árið 1945. Árið 1945 var áfengisneyzlan 1.68 lítrar á hvert mannsbarn í landinu, miðað við 100% alkóhól, en árið 1946 komsí hún upp í 2 lítra á hvert mannsbarn. Áfengissalun jókst á árinu um 7 miljónir króna og var samtals 47.2 milj. kr., en árið 1945 var salan 40.2 milj; kr. Er hér um að ræða neyzlu- aukningu, því að verðhækkun mun ekki hafa orðið á árinu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.