Íslendingur


Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 2. apríl 1947 13. tbl. Hekla vöknuð af aldarsvefni. Flogið að Heklueldum. STÓRKOSTLEGUR GOS- MÖKKUR TEYGÐI SIG TIL HIMINS. Síðastliðinn sunnudag flaug Dokota-flugvél Flugfélags íslands tvær ferðir frá Ak- ureyri suður tii Heklu. Fyrri ferðín varfarin laust fyrir hódegi og var á vegum Ferðafélags Akureyrar. — Ritstjórar Akureyrarblað- anna voru einnig með í þeirri ferð. Flugvélin vúr fullskip* uð í bæði skiptin, en hún tekur 21 farþega. Lagt var af stað af Melgerðismelum rétt fyrir hádegi. Glaðasólskin var og logn, en þó veðrið vœri fagurt, var það ekki ákjósani^gt til þessarar ferðar, eins og síðar kom í ljós. Flogið var beint suður úr Eyja- firði og stefnt á Heklu yíir Hofs- jökul, Sá næstum hvergi á dökkan díl á norðurhluta hálendisins, en þegar kom nokkuS suðtir fyrir Hofs- jökul, fór snjórinh mjög að minnka. Skyggni vár gott í allar áttir. Svo að segja strax, er komið var inn á hálendið, varð vart við dökk- gráa móðu, sem þéttist sífellt, eftir því, sem stmnar dró. Reyndist móða þessi stafa frá gosinu. Gosmökkurinn frá Heklu sást langt norður yfir land, en manni varð þó ekki fullljóst, hversu stór- kpstlegur hann var, fyrr en komið var að eldstöðvunum. Bólstraðist íriökkurinn eins í hringiðu allt upp í 14000 feta hæð, ljós að ofan, en dökknaði nokkuð, er neðar dró. Var sérh "bann væri samfelldur veggur, svó yél" greindist hann frá loftinu umhverfis, Flogið var tvisvar í hálf- hring um gösmökkinn, en lognið olli því, að -móðan frá eldunum lá svo þét't" umhverfis reykjarmökkinn, að hvergi sá í fjallið. Hinsvegar mátti í gegnum móðuna greina hraunflóð nprðveBtur úr fjallinu og var eld- bjarmi yfir því. Engum, sem á hinn stórkostlega gósmökk yfir Heklu, gat dulizt, að hér voru að verki ægileg náttúruöfl, sem vóru miklu kröftugri en nokkur sú prka, sem mennirnir enn hafa get- að, framleitt — jafnvel sterkustu kjarnorkusprengj.ur þeirra. Stórkostlegt eldgos hófst úr Heklu snemma síðastliðinn laugardagsmorgun. Hamfarirnar ægilegar í byrjun, en dregið hefir nokkuð úr gosinu. Klukkan um 6,40 á laugardagsmorgun kom snöggur jarðskjálftakippur í sveitum austanfjalls og skömmu síðan gaus mikill gosmökkur upp úr Heklu. Geisaði gos- ið með miklum ofsa ollan laugardaginn og úr flugvélum séð virtist efsti hluti fjallsins eitt logandi eldhaf. Feikistór björg þyrluðust hátt í loft upp og logandi hraunleðja vall niður hlíðarnor. Gosmökkurinn var í fyrstu allt að 12 kílómetr- ar ó hæð, Dunur og dynkir heyrðust víðu um land. Mikið öskufall varð í ýmsum sveitum Rangárvallasýslu og í Vestmannaeyjum og myrkur um hádaginn. Gosið hefir stoðið með fullum krafti í þrjá daga, en í gær hafði dregið ollmikið úr því. Fólk hefir farið í stórhópum með flugvélum ttl eldstöðvanna. Jarðfraððingar bú- ast við löngu gosi. Eftir 102 ára hvíld er Hekla nú aftur tekin að spú eldi og eimyrju yfir landið. Nákvæmar lýsingar hafa verið gefnár af gosinu á öllum stig- um þess, bæði í útvarpi og dagblöð- um og er því ástæðulaust að rekja þá sögu nákvæmlega. Gosið hófst með mikilli sprengingu og segja sjpnarvottar, að engu líkara hafi verið, en toppur fjallsins hafi rifnað af og þeyttst í loft upp, Smám sam- an mynduðust fleiri og fleiri gígir í fjallinu, og hraunleðjan vellur í allar áttir. Jarðskjálftar hafa oft valdið miklu tjóni í sambandi við Heklugos, en í þetta sinn urðn aðeina tveir aibnarpír kippir sunnuiilands, og mun ekkert tjón hafa orðið af þeim. Á laugardaginn varð allmikið öskufall á nokkru svæði í Rangár- vallasýslu og einnig í Vestmannaeyj- um. Var öskuhríðin svo þétt, að dimmt var um hádaginn og varð að láta ljós loga, og bifreiðar óku með Ijósum í Vestmannaeyj um. Síðan mun öskufall ekki hafa orðið telj - andi, og í öðrum iandshlutum hefir þess ekki orðið vart. Jarðfræðingar élíta, að aðalgosið gé í mikilli sprungu, sem nái frá há- tindi Heklu, norðaustur eftir fjalls- egginni og niður eftír hlíðum fjalls- ins að norðan og austan. Þar til í gær hefir gosmökkurinn þó verið svo mikiil, að ekki hefir verið hægt aðrannsaka þetta til hlýtar, en marg ir jarðfræðingar og náttúrufræðing- ar eru nú þar eystra við rannsókn gössins og má vafalaust vænta nán- ari frásagna þeirra. Gosin koma í hviðum. Þótt nú hafi dregið úr gosinu, eru litlar líkur til að það boði endir þess. Heklugos hafa venjulega komið í hviðum, enda gera jarðfræðingar ráð fyrir, að gosið geti orðið langvinnt. Þá telja jarðfræðingar ekki ýkja mikla hættu á jarðskjálftum, því að þeir eru aðallega í byrjun goss, þeg- ar eldurinn er að ryðja sér braut upp úr fjallinu. Komi hinsvegar gos- in í hviðum, getur það haft í för með sér nokkrar jarðhræringar. Fólk og búpeningur hefir verið flutt á brott af nokkrum bæjum í nánd við gosstaðinn, en ekki er þó talið, að bæjum standi hætta af hraunstraumnum. Aftur á móti hefir öskufallið eyðilagt drykkjarvatn og hulið allan gróður. Ýmiskonar eitur- efni eru oft í gosösku, en þó er aska úr Heklu venjulega ekki eitruð, og er því fólki eða búpeningi ekki talið hætt af þeim sökum. Mikið öskufall getur þó hæglega eyðilagt allah gróð- ur. Gomanið getur gránað. Síðustu daga hefir Heklugosið ver- ið á allra vörum og virðist jafnvel vera iitið á það sem skennntilega til- breytingu fremur en hættulegan at- burð. Allur flugfloti landsins hefir verið önnum kafinn og ekki haft und an að flytja fólk til eldstöðvanna, og ótal Ijósmyndir og kvikmyndir hafa verið teknar af gosinu. Því verður ekki neitað, að hér er um að ræða stórkostiegt náttúruund- ur, sem eðlilegt er, að sem flestir vilji sjá. Þótt íslendingar séu betur úridir það búnir að mæta erfiðleik- um í sambandi við eldgos nú enfyrr á tímum, verður ekki augunum lok- að fyrir því, að langvinnt og mikið gos getur haft geigvænlegar afleið- ingar. Öskufall ga»ti eyðilagt allan gróður í heilum héröðum og gert ókleift að hafast þar við með búpen- ing. Þa er jafnvel talið,að öskufall yfir miðin kringum landið gæti eyði- lagt veiði að miklu eða jafnvel öllu leyti. Hinsvegar er auðvitað enginn Ur^*.r í»R,~.^.^v4.. um véí aðeins að vona hið bezto. Áidorhvíld. Hekla sjálf hefir ekki gosið í 102 ár, og er þetta því óvenju langur hvíldartími. Vitað er um 23 gos úr Heklu, og hafa mörg þeirra verið langvinn og ægileg. Elztu heimildir skýra frá Heklugosi, ánnað hvort ár- ið 1104 eða 1106. Fréttir frá Svíþjóð herma, að vart hafi orðið við öskufall í Helsing- fors í Finnlandi. Er á- litið, að hér sé um að ræða ösku úr Heklu, DRUKKINN HERMAf)- UR RÆÐST A BRYNJ- ÓLF BJARNASON í kyöldfréttura útvarpsns í gaitr- kvöldi var þess getið, að drukkinn amerískur hermaður hefði ruðrt inn í bifreið Brynjólfs Bjarnasonar, fyrr- verandi ráðherra, er hann var að Ieggja af stað frá húsi nokkru í Reykjavík í fyrrinótt. Þrengdi her- moSurinn sér niður í aftursæti bif- reiSarinnar hjá konum, sem þar sátu, og þegar Brynjólfur skipaði honum að hafa sig út, réSist hermaSurinn á hann og barSi hann meS báSum hnefum mörg högg í höfuSiS. Kona Brynjólfs hljóp aftur inn í hwsiS og hringdi a lögregluna. Kpm lögreglan eftjr skarnma »tund og handtók her- mannjnn. UtanríkisráðuneytiS hefir tilkynnt, aS sendifulltrúi Bandaríkjanna hafi látið í ljó» hryggð sína yfir þe«sum atburði og sagt, aS hermanni þes*- um muni verSa refsaS þegar í staS. Jafnframt tilkynnti ráSuneytiS, aS samkomulag hefSi orSiS uro þaS vegna þessa atburðar, aS þeiro fáu amerísku hermönnúm, sera enn dvelj ast hér, verSi stranglega bannaS hér eftir að yfirgefa herbúðir sínar á Keflavíkurflugvellinum. Væntanlega verða allir þessir hermenn fluttir eem allra fyrst á brott. 1800 fjár skorið niður i Fljótshlíð í fyrradag hélt landbúnaðarráð- herra og búnaðarmálastjóri fund mdS bændum í FljótshlíS. Samþykkt var aS skera niSur allt fé á 9 bæjum innst í FljótshlíSinni, og mörgu fé aS slátra fiá 8 bæjum í viSbót. Bændur í Ve9tur-Eyjafjallahreppi komu sam- an til fundar í gær, og var ákveSið aS reyna aS koma fyrir annar* stað- ar fé af ýmsum bæjum þar. Samtals verSur elátraS þriSjungi alls sauSfjár í FljótshlíSinni, eSa um 1800 fjár. KJÖ TIÐ ENN LÆKKAÐ VerSlagsnefnd landbúnaðarafurSa hefir tilkynnt ennþá allmikla verS- lækkun á kjöti, samkvæmt ósk ríkii- stjórnarinnar. Kjötframleiðendum verSur endurgreidd þessi verðlækk- un úr ríkissjóði.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.