Íslendingur


Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 2. apríl 1947 ÍSLENDINGUR 3 MeO stjörnuskipi Ettir George S/ocombe Hugvitssamur ungur franskur vís- indamaður hefir tryggt sér alþjóð- legt einkaleyfi fyrir fyrsta flugvéla- mótorinn til notkunar við flug milli stjarna. Hann heitir Albert Ducrocq, 24 ára gamall, fyrrum nemandi hins frœga tœkniskóla í París. Hann er nú prófessor í eölisfræöi og stjörnu- fræði og aðstoðarmaöur eðlisfræð- ingsins, prins Louis de Broglie, sem er eino frægasti félagi franska vís- indaakademisins. Ducrocq er enginn draumóramað- ur, heldur raunsýnn vísindamaður, sem álítur, að innan 15, 10 eða jafn- vel 5 ára muni flugvél knúin þrýsti- lofti og kjarnorku ekki aðeins gera ferðalag til Mars og heim aftur mögu legt heldur telji menn blátt áfram ó- uínflýjanlegt að freista þess. Þessu stjörnuskipi hans mun ekki verða skotið á áfangastað sinn eins og fallbyssukúlu eða eldflugu eins og fyrstu Marsfararnir létu sig dreyma um. Duerocq hafnar öllum flugskeyt- um til mannflutninga, byggðum eftir svipuðum lögmálum og V-1 eða V-2 flugskeytin í heimsstyrjöldinni síð- ari, sem skotið var af sérstaklega út- búnúm undirstöðum, svipuðum þeim, er bandarnannaherirnir fundu í Norð ur-Frakklandi, Hollandi og Þýzka- landi. Þótt líkami mannsins geti lag- að sig eftir smávaxandi hraða, getur hann ekki staðizt hinn skyndilega hraða, sem eldflugan fær, er henni er skotíð af stað. Kjarnorkan breytir fyrri húgmyndum. Uppgötvun kjarnorkunnar og ' .ti þrýstiloftsútbúnaðarins hefir valdið gerbreytingu á öllum fyrri hugmynd- um um flug milli hnatta. Nú er ekki lengur nauðsynlegt að beina „stjörnu skipinu“ með farþega sína að ákveðn um bletti í geimnum. Stjórnendur stjörnuskipsins geta flogið í ein- hverja ákveðna átt upp frá jörðinni, en síðan breytt stefnu eftir vild — og jafnvel snúið til jarðarinnar aft- ur, án þess að lenda á nokkurri stj.örnu, því að hægt er að minnka og auka hraða skipsins eftir vild, og vegalengd sú, sem flugvél, knúin kjarnorku, getur farið, er næstum því takmarkalaus. Gamla hugmynd- in um það, að eina leiðin til þess að komast til annarrar stjörnu, væri að skjóta þangað einhvers konar flug- skeyti, sem ekki kæmist aftur til baka, er því orðin úrelt. Eftir hinum ríýju stjörnuflugs- kenningum, er hægt að hugsa sér flug milli stjarna sem nokkurs konar himnasiglingu, þar sem stjörnuflug- maðurinn siglir um höf háloftanna eins og sjómenn sigla um höf jarðar okkar. Þeir lenda hér og þar og snúa síðan aftur til heimahafnarinnar úr ferðalagi langt út frá jörðinni. Duc- roeq álítur, að loftþrýstivélin muni njóta sín bezt í lofttóminu, og þegar stjörnuskipið sé komið út úr gufu- hvolfi jarðarinnar, muni það ná há- markshraða sínum í rúminu milli gufuhvolfs hnattanna, þar sem það er óháð þyngdarlögmálinu. Stjörnuskip það, sem próf. Duc- rocq hefir gert uppdrátt að, líkist risavaxinni skopparakringlu og veg- ur ekki undir 3000 smálestum. Feiki- lega stór keilulaga bygging, svipuð stærsta stjornuturni heims og girt hringlaga palli, þar sem áhöfn vélar- innar getur gengið eftir, meðan skip- ið er á siglingu gegnum háloftin milli stjarnanna, er fest við þrjár risavaxn- ar málmsúlur, þar sem þrýstiloftið er, og þar sem forði stjörnuskipsins af graphite, uranium og plutonium er varðveittur í holum eins og í bý- kúpu. Hann útskýrir þannig starfsemi kjarnorkuvélanna þriggja: „Hver vél er í lögun eins og sívalningur, en endi hennar keilulaga, og þar er plutoniúmatominð sprengt. Hraðinn, sem fæst við sprenginguna, er geisi- legur — yfir 3000 mílur á sekúndu — 1000 sinnum meiri en hraði eld- flugunnar. Af þessu er augljós þörf- in á kælandi einangrunarefnum og magn þejrra veldur hinum feikimikla þunga stjörnuskipsins. Hver hinna þriggja véla vegur 400 smálestir, og áætlað er, að þær muni eyða rúmum þrernur smálestum af plútonium í ferðalag frá jörðinni til Mars. — Stjörnuskipið þarf því að hafa með- ferðis milli níu og tíu smálestir í ferðalag íil Mars. Lendingin á Mars. En hvað gerist þá, þegar fyrsta jarðbúanum heppnast að lenda á plánetunni Mars? Geta þeir lent hættulaust fyrir þá sjálfa og hið 3000 smálesta þunga stjörnuskip sitt? Og það sem mest er um vert, geta þeir komizt aftur heilir á húfi til jarðarinnar? Ducrocq segir: „Þegar stjörnuskipið nær til Mars, dregur flugmaðurinn úr hraða skips- ins með því að nota mót-þrýstiloft, sem er mjög óbrotið og óháð öllum áhrifum úr gufuhvolfinu. Með því að eyða svipuðu magni af plutonium og þegar stjörnuskipið hefur sig til flugs, getur það le'nt mjúklega á yfir- borði Mars og meira að segja sveim- að yfir stjörnunni í nokkurn tíma í leit að hæfilegum lendingarstað. Flugtak og endanleg lending á jörð- inni fer frain á svipaðan hátt og í ferðinni út, því að skipið mun hafa meðferðis nægilegt brennsluefni til heimferðarinnar.“ Þar sem stjörnuskip framtíðarinn- ar verða að hafa meðferðis mikið magn af plutonium, er örugg lend- ing mesta og erfiðasta vandamál þeirra. Hinn raunverulegi leyndar- dómur við atomsprengjuna eru ör- yggisráðstafanir, sem koma ,í veg fyr- tíl Éffl$ ir það, að sprengiefnið spryngi of snemma. Þar sem efnið í hverja sprengingu af plutonium er aðeins fáein pund, en áætlað er, að stjörnu- skipið verði að hafa meðferðis milli níu og tíu smálestir í ferðina til og frá Mars, verður öryggisútbúnaður- inn ekki aðeins ákaflega flókinn held ur einnig sérstaklega fyrirferðarmik- ill. Samt er þetta vandamál stjörnu- skipsins í meginatriðum engu erfið- ara en þegar um er að ræða flugvél, sem flytur nokkur þúsund lítra af benzíni, sein getur verið mjög eld- fimt og sprengihætt efni við vissar aðstæður. Hægt er að nota við alom- sprengingar í stjörnuskipinu örygg- isráðstafanir þær, sem gert hafa atomsprengjuna hættulitla í með- ferð. Geislarnir eru hættulegir. Mesta hættan fyrir flugmenn og vélamenn á stjörnuskipinu er út- streymi banvænna gammageisla frá hinu geislavirka uranium og pluton- ium, sem haft er meðferðis. Af þeim sökum verður að einangra vandlega verustað áhafnarinnar. Af sömu á- stæðu verður allur stýrisútbúnaður að véra sjálfvirkur. Flugmenn og leiðsögumenn verða því alla ferðina i að vera einangraðir frá öllu sam- bandi við orkugjafa stjörnuákipsins til þess þannig að útiloka hættuna. Mörg geislatraust skilrúm hólfa stjörnuskipið sundur, svipað og stjórnpallar á farþegaskipi. Stýris- útbúnaður flugmannsins verður á- kaflega einfaldur. Sérstök tæki, langt frá honum, stjórna vélum og hrað- anum, þegar lent er eða hafið sig til flugs, minnka eða auka loftþrýst- inginn inni í keilunni og stjórna hit- anum í loftinu og vélunum. Radar- tækin, sem íullkomnuð voru á stríðs- árunum, gera flugmanninum kleift að vita á hverjum tíma um fjarlægð- ina til jarðar eða annarra stjarna. Uppdráttur Ducrocqs aí fyrsta flugvélarmótornum til stjörnuflugs er mjög einfaldur. Vélin er í laginu eins og geisistór sívalningur, sem endar í keilu með víðu opi, þar sem þrýstigasinu er blásið út um. I stór- um dráttum mætti líkja sí\ralningn- um við geisimikið rómverskt kerti, sem stendur á mjórri endanum, og kertinu er að innan skipt niður í um það bil 20 ferhyrnt herbergi. Tvær neðstu herbergjaraðirnar inni í sí- valningnum eru fylltar blöndu af graphite og uranium. í næstu þrem- ur herbergjaröðum eru alls konar efni og tæki til kælingar á blöndunni og til þess að hindra neutrónurnar í að springa of snennna. Hvert þessara herbergja er loftþétt og geislaþétt. í sjöttu herbergjaröðinni, sem er við upphaf keilunnar, er safnað samon neutrónunum, sem myndast liafa við klofning plutonium atomsins inni í sívalningnum. Fremst í keilunni er svo að finna aðalmiðstöð þess kerfis, sem er aðaleldsneytið við lendingu og flugtak, og aúk þess er þar örygg- cKvikmyndir> SK J ALDBORG ARBÍ Ó: GLÖTUÐ HELGI Aðalhlutverk: RAY MILLAND og JANE WYMAN. Paramount. , Kvikmynd þessi er mjög eftirtekt- arverð og fjallar um baráttu drykkju- inannsins. Er myndin gerð eftir skáld sögu eftir Charles Jackson. Hefir myndin vakið feikna athygli og náð íniklum vinsældum. Hafa amerískir gagnrýnendur kjörið hana „beztu mynd ársins“. Síðastliðin 25 ár hefir engin mynd fengið jafn mörg atkv. sem bezta mynd ársins, að stórmynd- inni „Á hverfanda hveli“ einni und- antekinni. Glötuð helgi er glögg lýsing á því böli, sem drykkjuskapurinn hefir í för með sér. Don Birnham (Ray Mil- land) er ungur maður, en raunveru- lega forfallinn drykkjumaður. Bróð- ir hans Wick (Philip Terry) er aftur 4 móti reglusamur og vill reyna að bjarga bróður sínum. Fær hann Don til þess að fallast á að fara út í sveit sér til hressingar, en þá hafði hann verið dauðadi'ukkinn í 10 daga. Unn- usta Dons kemur í þessu og vill fá hann með sér á hljómleiku. en hann ber þvi við, að hann sé þreyttur og fær bróður sinn til að fara með henni. Eftir að þau eru farin fer hann undir eins út á knæpu og held- ur áfram að drekka. Unnustu hans, Helen (Jane Wy- man)', veit ekki, hversu forfallinn hann er, þegar hún kynnist honum, en er hún kemst að hinu sanna, áset- ur hún sér að bjarga honum. Hann reynir líka, það sem hann getur, til þess að losna undan áhrifum Bakk- ,usar, byrjar að skrifa skáldsögu, en allt fer út um þúfur, knæpan dregur hann alltaf að sér, og hann lendir að lokum ú drykkj umannahæli. isútbúnaður, svipaður karburator í bifreiðarvél, sem takmarkar orku- strauminn út í þrýstiloftsopið og í þriðja lagi útbúnaður til þess að sprengja plutonium. Þetta eru engar skýjaborgir. Allt kann þetta að hljónra eins og hreinustu fjarstæður. Það er þó víst, að franska vísindaakademíið, þar sem prins Broglie, prófessor Du- crocq og aðrir eðlisfræðingar hafa unnið nokkur undanfarin ár að svip- uðum viðfangsefnum, er engin skýjaborgarmiðslöð, heldur ákaflega athugul og raunsýn stofnun. Frönsku vísindamennirnir minnast frum- kvæðis Frakka við uppfinningu bif- reiðarinnar, ljósmyndanna, kvik- myndavélanna og uppgötvun X- geislanna og radium og hlutdeild Frakka undir leiðsögn prófessor Juli- ot Curie í atomrannsóknimum í upp- hafi^þeirra. Þeir vona og trúa því, að menn þeir, sem nú eru miðaldra fái að lifa þá stund, er Frakki flýgur í fyrsta sinn um'háloftin milli stjarn- anna, og liinn þríliti fáni Frann- lands dreginn að hún á Mars. Ilann kemst af hælinu, lendir aft- ur í drykkjuslarki og ætlar að lokum að fremja sjálfsmorð. Að lokum get- 'ur þó unnusta hans fengið hann iil þess að byrja aftur að skrifa — sína eigin ævisögu — sögu drykkj uinanns- ins. LUNDÚNABORG í LAMPALJÓSI ASalhlutverk: PHYLLIS CALVERT. Ensk mynd. Nafnið á þessari kvikmynd á ekk- ert skylt við efni hennar. En nöfn kvikmynda skipta vitanlega minnstu máli, ef eitthvað er í þær varið, að efni til og leik. Þetta er ensk kvik- mynd, gerð eftir skáldsögunni „Fanny by Gaslight“. Sagan fjallar um unga stúlku. laundóttur fræg* brezks stjórnmálamanns á tíinum Viktoríu drottningar. — Er sagt frá örlögum hennar. Kvikmyndin er vel gerð og vel tek- in, en leikurinn þó beztur. Enskar kvikmyndir eru að fá á sig gott orð, enda leggja Bretar á það inikla á- líerzlu að koma kvikmyndaiðn sinni í gott horf. Brezkir kvikmyndafram- leiðendur eru lausir við marga af stórgöllum Hollywood. Nöfn eins og James Mason verða án efa brátt eins kunn meðal kvikmyndahúsgesta og Clark Gable, Tyrone Power og hvað þeir nú heita. Það er ekki lögð œins mikil újierzla á það í enskupi kvik- myndum að hafa hetjumar „súkku- laðisæta“ eins og í Hollyvrood. — Aðalkvenhlutverkið leikur Phillis Calvert og gerir það vel. Þetta or góð kvikmynd. þó hún teljist ekki m*ð hinum svonefndu „»tórmyndum“. NÝJA BÍÓ: SIGUR ANDANS ASalhlutverk: JACK OAKIE og PEGGY RYAN. Univereal. Mynd þessi er amerísk söngva- mynd, setn látin er gerast skömmu fyrir aldamót í Bandaríkjmtum. Libby (June Vincent) er gjafvaxta stúlka, en á strangan föður, sem »kil- ur lítt æskuna. Libby býður honum samt byrginn og giftist flautuspilara nokkrum, sem nefnist Steve (Jack Oakie). Libby sér Steve fylgja ókunnri stúlku, en það er engill dauðans og skömmu seinna ferst hann í umferð- arslysi. Libby flytur aftur heirn til föður síns, en Steve líður illa í anda- heiininum yfir því að geta ekki gefið Libby skýringu á því, hver ókunna stúlkan hafi verið. Eftir 18 ár fær hann að fara til jarðarinnar, en lend- ir í, mestu vandræðuin að koma sér á framfœri, því að enginn sér hann nema\ Sheila (Peggy Ryan), dóttir hans. Allir heyra þó i töfraflautu hans og gerir hún meira að segja Jasper gamla að mesta æringja. Sheila lendir svo auðvitað í ástar- æyintýri, kynnist syni leikhússtjóra og fer að dansa. Jasper gamli vill Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.