Íslendingur


Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 2. apríl 1947 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag Islendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. . Sími 354. Auglv»ingEr of «fgreið»l»: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. PRENTSMIBJA BJÖRNS JONSSONAR H"F Hvað er framundan? Þessi spurning mun vera ofarlega í huga flestra um þessar mundir, ekki aðeins hér á landi, heldur víSsvegar um heim. Margvislegir erfiðleikar á sviði fjármála, viðskiptamála og stjórnmála herja nú flestar þjóðir, ekki aðeins þær, sem um sárt eiga að binda af völdum styrjaldarinnar, heldur einnig hinar, sem eiga land sitt óskemmt. Framleiðsla margra þjóða er enn að verulegu leyti í rústum og er þann- ig háttað með margar þjóðir Evrópu, að þær geta alls ekki greitt fyrir nauð synjavörur sínar. Jafnvel er nú svo komið fyrir Bretum, hinni fyrrum stórauðugu þjóð, að ríkisstjórn þeirra hefir tjáð þjóðinni, að annað- hvort verði hún að strita eftir megni og spara allt, sem sparað verður. eða verða gjaldþrota. Bandaríkin ein gnœfa upp úr, ög margar þjóðir heims setja allt "sitt traust á hjálp þeirra. íslenzka þjóðin hefir undanfarin ár lifað við allsnægtir og safnað miklu fé. Ber að fagna því, hversu íslenzkri alþýðu hefir tekizt að bæta hag sinn á þessum árum og þjóðinni í heild að komast út úr fjárkröggum fyrirstríðsáranna. Hinsvegar hefir einnig velmegunin haft sín illu áhrif. Þjóðin hefir um of tamið sér þá venju ráðleysingjans að lifa fyrir líðandi stund og hirða lítt um fram- tíðina. Það liggur við, að vinnusemi og sparsemi megi teljast fornar dyggð ir, því að hjá flestum er sá hugsunar háttur orðinn geigvænlega ríkur að fá sem mest fé fyrir sem minnsta vinnu. Fórnfýsi í þágu heildarinnar er sorglega lítil. Eina forsjálnin, sem þjóðin hefir sýnt, er í rauninni sú mikilvæga ráð- stöfun fyrrverandi ríkisstjórnar að binda verulegan hluta af erlendum innstæðum þjóðarinnar til kaupa á framleiðslutækjum. Það er nú sífellt betur að koma í ljós, hversu mikil- væg sú ráðstöfun var. Hefði þetta ekki verið gert, eru allar líkur íil, að einnig þessum gjaldeyri hefði nú verið eytt til kaupa á allskonar eyðslu varningi. Gjaldeyriseyðslan hefir verið gegndarlaus. Misræmið milli gjald- getu almennings og verðlags erlendta vara hefir valdið því, að fólk hefir keypt allt, sem það hefir náð í. Er það augljóst mál, aS engin þjóð get- ur til lengdar eytt meiru en hún afl- ar sér og eðlilegast hefði verið aS miða á hverjum tíma innflutning iÞanfíaSrot Hekla vöknuð. OG ÞÁ er nú Hekla vöknuð af aldar- svefni. Margir voru farnir að vona, að hún rnyndi ekki láta til sín heyra aftur, en gos þetta kemur mönnum þó ekki á óvart, því að jarðfræðingar hafa undanfarið spáð því að Heklugos væri ekki langt undan landi. Hefir þeim líka orðið að þessari spá sinni. Við Heklu eru tengdar heldur ömurleg- ar minningar úr sögu íslenzku þjóðarinn- ar. A liðnum öldum hafa gos hennar jafn- an boðað ógn og skelfingar. Jarðskjálftar og jafnvel hraunflóð hafa lagt heilar sveit- ir í eyði, og öskufall hefir eitrað svo jarð- veginn, að búpeningur hefir fallið í stór- um stil. Það er því ekki að undra, þótt sú skoðun hafi fengið góðan hljómgrunn hjá þjóðinni, að helvíií væri undir Heklu. En þetta breytist eins ög annað. Hekla virðist nú haí» glatað valdi sinu yfir þjóð- inni. Fyrr á öldum hefðu menn sennilega gengið til kirkju og beðið um vernd skap- arans. Nú hefir allur okkar flugfloti ekki undan að flytja forvitna gesti að Heklu, sem horfa með undrun og jafnvel aðdáun á hamfarir hennar — en fæstum virðíst koma til hugar, að nokkur hætta sé é ferð- um. Er jafnvel gert ráð fyrir, að fólk muni koma frú framandi löndum til þess að sjá ¦þetta furðuverk. Sem betur fer, á þjóðin nú hægara með að þola slík náttúriuindur en áður var. Hins vegar er því ekki að leyna, að gam- aiiið getur giánað, og Hekla gamla getur hæglega enn orðið landi og þjóð skeinu- hæltuleg. Naumast mun hætta á því, að hraunflóð leggi byggðir í eyði, og jarð- skjálftar hafa ekki orðið teljandi. Aftur á móti getur öskufali hæglega gert hinn mesta usla, bæði á sjó og landi, eyðilagt gróður og jafnvel spillt veiði. Getur því gos þetta orðið næsta dýrkeypt skemmtun. Vonandi verður öskufall þó ekki svo mik- ið. Orð í tíma töluð. OFT hefir verið á það minnzt hér í blað- inu, hversu mikil plága það væri, þegar fólk kæmi i kvikmyndabús, að því er virt- ist í þeim eina tilgangi að ræða um daginn og veginn. Jafnframt verður oft ekki betur séð, en börn telji kvikmyndahúsin tilvalinn leikvöll, þar sem hafa megi í frammi alls konar ólæti. Nýja Bíó hefir nú tekið upp þá ánægju- legu nýbreytni að hasta á óróaseggina gegnum hljóðnemann. Jafnframt hafa ver- ið fest upp spjöld með áininningum til kvikmyndahússgestanna um að hafa gott hljóð í húsinu og forðast samtöl og aðra háreysti. Er vonandi, að þessar ráðstafanir beri tilætlaðan árangur. En það er þó eitt, sem vantar í áminningu þulsins. Hann á ekki aðeins að tilkynna, að sýning verði ekki hafin, fyrr en hljótt sé orðið í húsinu, heldur einnig bæta því við: — eSa fyrr en hvenfólkiS hefir tehiS af sér hattana. Þessi viðbætir myndi areiðanlega ekki verða síður vinsæll, því að kvenhattarnir eru oft hreinasta plága í kvikmyndahús- um. í erlendum kvikmyndahúsum mun það víða vera- venja að gefa kvenfólkinu slíkar áminningar, og virðist engu síður þörf á því hér. . - Því ekki sama verðf ÞAÐ virðist ætla að ganga erfiðlega að fá því til leiðar komið, að ríkisverzlanjrn- ar geri öllum landsmönnum jafn hátt und- ir höfði. Tökum til dæmis tóbakið. Það yerða menn utan Reykjavíkur. að kaupa 5fc. hærra verði en Reykvíkingar. Auðvit- að má segja, að menn eigi ekki að neyta tóbaks, en úr því að það er gert, og ríkis- valdið telur sér skylt að sjá landsmönnum fyrir nægilegu magni af þessari nautna- vöru, ætti það einnig að gera öllum jafn hátt undir höfði. Þótt tóbakseinkasölunni sé valinn staður í Reykjavík, er hún engu síður eign þeirra landsmanna, sem utan höfuðborgarinnar búa. Það á því að selja tóbakið sama verði, hvar sem er á land- Framh. á 7. síðu. FRA LiDNUM DOGUM. Páskar og sólardans annarra vara en framleiSslutækj a viS útflutninginn. An efa hefSi mátt taka gjaldeyrismálin sterkari tökum, en við raraman reip hefir verið að draga vegna hinnar feikilegu eftirspurnar eins og hagfræðingarnir réttilega benda á. Má geta þess, að Svíar, sem Framsóknarmenn hafa oft vitnað í sem sérstaklega forsjála þjóð í ádeil- um sínum á fráfarandi ríkisstjórn, eru nú að lenda í miklu öngþveiti með sín verzlunar- og gjaldeyrismál, því að á liðnu ári hafa þeir flutt inn allskonar eyðsluvörur fyrir um einn miljarð króna. Einnig eru þeir að missa tökin á verSlagsmálum sínum vegna kauphækkunarkrafa verklýðs- félaganna. Vér lslendingar verðum nú að reyna að mæta erfiðleikum eftirstríðs áranna með manndómi og festu. Vér geturn ekki leyft oss að lifa lengur í meiri munaSi en efnahagurinn leyfir. Þjóðin verSur á ný aS læra að vinna og sýna þegnskap. Það er engin á- stæða til þess að óttast frámtíðina. ef skynsamlega verður á málum haldið og þjóðin sýnir skilning á þeim ráðstöfunum, sem óumflýjan- legt er aS gera. ÞaS er tilgangslaust aS loka lengur augunum fyrir þeirri staSréynd, aS Islendingar verSa, j'afnt sem aðrar þjóðir aS sætta sig við samkeppnisverS fyrir afurSir sínar. -Það verður því ekki lengur hjá því komizt að ráðast með oddi og egg gegn dýrtíSinni í landinu til þess aS lækka framleiSslukostnað af- urSa vorra. Það er ekki hægt til lang frama að halda afram þeirri hringa- vifleysu að greiða uppbætur úr ríkis- sjóði á allar framleiðsluvörur þjóð- arinnar. Þjóðin verður öll að sýna fullan skilning á þessum staðreyndum. — Henni hafa af forsjálni verið tryggð framleiSsIutæki, sem gera hana aS því leyti samkeppnisfæra viS aSrar þjóSir. ÞaS er á hennar valdi, hvort hægt er að reka þessi tæki og skapa þannig öllum landsmönnum lífvænleg kjör. *Vonandi auðnast núverandi rík isstjóm aS gera nauðsynlegar ráS- stafanir þessu til tryggingar, en ef þegnskap og fórnfýsi skortir hjá þjóS inni, geta allar~" slíkar ráðstafanir reynzt gagnslausar. PáskahátíSin er nú aS ganga i garS. Eins og aSrar hátíSir ársins hefir hún breytzt allmikiS, og ýmsir páskasiSir á dnnan veg nú en áSur var. ÞjóStrúin um sólardansinn, sem tengd var viS páskana, mun nú horfin. Vm páskana og undanfara beirra er fróSleg og skemmtileg frásögn í „ÞfóSháttum" séra Jónasar frá Hrafnagili, og er eftirfarandi kafli tekinn úr peirri bók hans. ,,.... Með öskudeginum rann langafastan upp í raun og veru. Fyr- ir almenning var hún helgasti tími ársins. Engar skemmtanir mátti um hönd hafa, menn máttu ekki giftast og fátt annað gera en vinna og sækja kirkju. I kaþólskri tíS var hjónum bannaS að sænga saman, en ekki mun þaS hafa lengi elt eftir. Prestar prédikuSu ekki aSeins á sunnudög- um, heldur og á miSvikudögum út af píslarsögunni. Hélzt þaS fram á síS- ari hluta 19. aldar. Húslestrar voru þá og ræktaSir mjög vandlega, sums staSar lesið tvisvar á dag, bæSi kvöld og morgna, sálmur og bæn á morgna. Víða var börnum ^kkert refsað frá föstubyrj un til föstudagsins langa, þótt þau gerðu eitthvað fyrir sér, en minnt á, hvað biði þeirra þann dag. Það hvíldi einhver drungi og dapur- leiki yfir öllu fremur venju. Á skírdag var vant að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólkur- graut að morgninum, áður en menn fóru af stað til kirkjunnar. Þessi sið- ur hélzt fram yfir miðja 19. öld, að minnsta kosti víða. Hefir ein gömul kona sagt mér, að ekki hafi alténd þótt þefgott í kirkjunum þann dag— grauturinn þótti auka vind. Á föstudaginn langa var sums stað- ar siður að borða ekki fyrr en eftir miðaftan. Þóttust þá margir illa haldnir, því að messugerð var þá í lengra lagi, sunginn allur sálmurinn: „Adams barn, synd þín svo var stór", öll píningarsagan lesin og löng pré- dikun á eftir. Þá var siður að hýSa börnin fyrir allar syndir þeirra á föstunni og yfir höfuS, til þess aS láta þau taka eins konar þátt í písl Krists. Segir Jón Árnason frá því aS svo hafi sá siSur veriS ríkur, aS kerling ein vildi hýðá dóttur sína, er hún var orðin gift kona, og þótti ó- guðleikinn langt á leið kominn, er hún fékk því ekki ráðið fyrir mann- inum hennar. Eg hefi talað við konu í SkagafirSi, sem var hýdd barn og unglingur heima hjá foreldrum sín- um á föstudaginn langa á milli 1850 —60. Á páskadagsmorguninn var étinn páskagrautur, sem var eins og skír- dagsgrauturinn. Þann morgun dans- ár sólin nokkur augnablik mjög snemma morguns, á þeirri sömu stundu og frelsarinn reis upp frá dauSum. Sumir segja, að sólin dansi ekki á páskadaginn, nema þegar hann ber upp á sama dag og Jesús reis upp frá dauðum. Fúum mönnum hefir auðnazt að sjá sólardansinn, enda er hann flest- um mennskum augum ofviða fyrir birtu sakir og ljóma. Einn mahn hefi ég talað við, sem sá sóiardans- inn. Hann hét Olafur GuStnundsson og bjó lengi í Litluhlíð i Skagafirði, hreppstjóri, meðhjálpari og íorsöngv- ari um langt skeið i Goðdalakirkju. Framh. á 7. síðu. yaman og aivara. „ÞaS er eins og annað núna," mælti karl nokkur, „að allir góðir siðir eru af lagðir. Nú er aldrei rif- izt við kirkju. ÖSruvísi var þaS í ungdæmi mínu. Þá bar margur blátt auga og brotiS nef frá kirkju sinni." Eitt sinn þjónustaSi pre.stur kerl- ingu. En er því var lokið, biður hún hann að gefa sér. tóbak upp í sig. Prestur gjörði það. Kerlingu þótti vænt um og mælti: „Þetta var nú góður viðbætir, prestur minn." Veðurspár: I marzmánuði boða heiðríkjur og frost gott vor, en stormar boSa stóra. stormá síðar. Svo margir þokuhring- ar, sem verSa ímarz, svo mörg ofan- föll verSa á árinu, og svo margar hringdaggir, sem verSa í marz, svo margar verSa þær eftir páska meS lireggi. Ef votviSri er riddaradaginn (8. marz), vérSur gott sumar, en hart, ef frost er þann dag. Það, sem viðrar á boðunardag Maríu (25. marz), mun oftast nær standa 30 daga eftir eða 14 daga. Ef heiðríkt er og stjörnuljós fyrir sólaruppkomu þann dag, er von á góðri tíð. Sjald- an er sama veður á 5. sunnudag í föstu, pálmasunnudag og páskadag. Einmánuður byrjar 20. marz, og votur einmánuður boðar gott vor. Aprílmánuður átti að verða vot- viðrasamur, ef vel átti að vora, enda átti þá að verða gott grasár. Illviðri á pálmasunnudag boSar 24 daga umhleypinga. Ef þá er fag- urt veSur, boSar þaS lítinn gróSa árs. Ef dimmviðri er og drífa á föstu- daginn I'anga, verður gott grasár. Eftir föstudaginn langa bregður veðri allt-til kóngsbænadags, eða frá fjórða í páskum til uppstigningar- dags. Eftir honum fellur vorvertíð. Ef páskar eru snemma og skarpt er frost með sólskini, boðar það töðu brest það sumar. Góupáskar boða jafnan annaðhvort afarhart eða ein- muna gott vor.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.