Íslendingur


Íslendingur - 09.04.1947, Qupperneq 1

Íslendingur - 09.04.1947, Qupperneq 1
Arni Jónsson frá Múla, fyrrv. alþingisinaöur, lézt að heimili sínu í Reykjavík 2. apríl s. 1. Bana- mein hans var heilablóðfall. Arni var 55 ára að aldri. KofflmúnismiBD dpar segir J. Edgar Hoover, yfirmaður rannsóknarlög- reglu Bandaríkjanna í ræðu. sem Hoover. yfirmað- ur rannsóknarlögreglu Bandaríkj - anna, flutti fyrir skömmu, komst hann svo að orði, að það væru tvær liættur, sem Bandaríkin þyrftu aðnllega uð horfast í augu við nú. Annars vegar væri hinn ^eigvænlegi afhvotafaraldur og hins vegar konnnúnisminn, sem væri stórhætra fyrir öryggi þjóð- arinnar, Hann komst svo að orði: „Síðustú fimrn árin hafa komm únistar í Bandaríkj unum náð að festa rætut'.í þjóðlífi voru. Komm úriistar hafa fundið „Achille«ar“ hæl vorn í umburðarlyndi voru við alla menn. Þeir hafa komið óróðri 9tnum, Setn er rekinn af mikilli »nilld, inn á 8VO að segja sérhvert svið þjóð- líf* vórs. Sú staðreynd, að kommúnista- flokkurinn í Bandaríkjunum telur ekki nema um 100 þúsund félaga, hefir gert marga Bandaríkjamenn umburðarlynda við þá og and- varalausa. Eg myndi ekki hafa Ueinar áhyggjur, ef aðeins væri að iást við 100 þúsund kommún- ista. Hins vegar gorta kommún- istar af því sjólfir, að hverjum tneðlimi flokksins fylgi 10 aðrir, sem reiðubúnir séu til þess að vinna í þágu flokksins. .... Þessi kynslóð liefir orðið að lmrfast í augu við tvær hætt- ur, sem ógnað hafa Bandaríkjun- Um — facismann og kommúnism- unn. Báðar eru efnishyggjustefn- Ur, og báðar eru einræðisstefnur. Bóðar vinna gegn kristinni trú, °g bóðar eru þær siðspillandi og omannúðlegar......Báðar eru í ulgerri mótsögn við írú Banda- ríkjaþjóðarinnar á sjálfstæði og frelsi.“ Stjórnarfrumvörp á Alþingi. FramleiðsluráO, fiugráO og innkaupa- stofnun. Ríkisstjórnin heiir t nýlega borið fram nokkur ný frumvörp á Alþingi. Verður þeirra hér lítillega minnst: Afurðasölumál landbúnaðarins. — Samkvæmt þessu frumvarpi stjórnar- innar, »em fjallar um „framleiðslu- róð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu ó landbúnaðar- vörum o. fl.“ tekur nú 9 manna fram leiðsluróð við yfirstjórn framleiðsiu mála landbúnaðarins. Framleiðslu- ráð skal þannig skipað: 5 menn skulu kjörnir á aðalfundi Stéttarsamhands bænda og 4 menn skipaðir samkvæmt tilnefningu eftirgreindra aðilja, einn frá hverjum: Samb, íal. samvimiufé- laga, Mjólkursamsölunni í Reykja- vík, Slóturfélagi Suðurlands og mjólk . urbúununi utan sölusvæðis Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. í 2. kafla frumvarpsins eru ákvæði um verðskróningu landbúnaðarvara ó innlendum markaði. Hagstofa' ís- lands skal árlega afla undirstöðu- gagna og á grundvelli þeirra gagna ekal reikna út verðvfsitölu landbún- aðarvara. Verðvísitalan skal í fyrsta sinn á- kveðin af 6 manna nefnd, þrem kjörn um af Stéttarfélagi bænda og þrem af eftirtöldum aðiljum: Alþýðusam- bandi íslands, Landssambandi Iðn- aðarmanna og Sjómannafélagi Reykjavíkur. Nefndinni til aðstoðar eru hagstofustjóri og formaður bú- reikningastofu landbúnaðarins. Ef nefndin yerður sammála eru ákvarð- anir hennar bindandi. Ef hins vegar verður ágreiningur um einstök atriði, skal þeim vísað til sérstakrar yfir- nefndar, sem skipuð skal þrem mönn um: Einutn tilnefndum af fulltrúum Stéttarsambands bænda, öðrum af fulltrúum neytenda og hagstofustjóra sern oddamanni. í frumvarpi þessu eru færð saman í einn bólk ákvæði í gildandi lögum nm afurðasölumálin. Sljórn flugmála. Samkvæmt fruin- varpinu er lagt til, að yfirstjórn flug- málanna verði falin 5 manna flug- róði, sem ráðherra skipi til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar flugmálastj óra og flugvallastjóra að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri annast þessi störf: Nýbyggingu flugvalla, loftferðaeftir- lit, öryggisþjónustu og önnur störf, er flugið varða og ekki snertir rekst- ur flugvalla. Flugvallastj óri sér um rekstur og viðhald flugvalla ríkisins. Báðir þessir aðalstarfsmenn flugmál- anna eru undir yfirstjórn flugróðs og ráðherra. í greinargerð frumvarpsins segir, að stjórn flugmólanna og rekstur flugvallanna sé orðinn svo umfangs- mikill og kostnaðarsamur, að nauð- synlegt sé að koma á fastari skipan á. þessi mál. Innkaupastofnun ríkisins. I frum- varpinu segir, að ríkisstjórnin skuli setja á stofn innkaupastofnun, sem hafi það hlutverk, að annast innkaup vegna ríkisstofnana og sérstakra framkvæmda ríkisins. Ríkisstjórnin ræður forstöðumann stoínunarinnar og sér henni fyrir rekstrarfé. í 5. gr. frumvarpsins segir: Skylt er öllum ríkisstofnunum, sem reknar eru fyrir reikning ríkisstjóð9, svo og þeim, sem hafa með höndum stjórn sérstakra framkvæmda, sem kostaðar eru af ríkiesjóði, að fela innkaupa- stofnuninni innkaup þeirra nauð- synja, sem falla undir starfssvið henn ar, nema ráðherra heimili annað. Ákvæði þessi taka ekki til þeirra innkaupa, sem einkasölur ríkisins eru falin, samkvæmt lögum þar um. Mikil laakkurt á yfirfærslum vinnulauna Viðskiptaráð hefir nú gefið út til- kynningu, sem felur' í sér verulega lækkun á yfirfærslum vegna vinnu- launa. Tilkynningin er svohljóðandi: Við skiptaráð hefir ákveðið, að veita framvegis þeim erlendum mönnum, sem hér dvelja og fengið hafa at- rinnuleyfi hér á landj, leyfi til yfir- færslna á vinnulaunum sem samsvar- ar 15 af hundraði af sannanlegum tekjum umsækjenda, þó aldrei hœrri upphæð en 300 kr. íslenkar á .mán- uði. Til þessa hafa útlendingar, sem hér stunda vinnu, fengið allt að 800 kr. mánaðarlega yfirfærðar. Þessi ráð- stöfun viðskiptaráðs mun ón efa mæl ast vel fyrir. Erlendis munu varla vera dæmi til þsss, að verkalaun fá- Verzlunin í janúar í nýkomnum Hagtíðindum er yfir- lit um viðskipti íslands við önnur lönd í janúarmánuði. Innflutningur vár rúmlega 41 milj. kr., eða 10 nrilj. kr. hærri en í janú- ar 1946. Útflutningur var tæpar 9,5 milj. kr„ eða um 3,9 milj. kr. lægri en í janúar x fyrra. Mest var flutt frá Bretlandi, um 16,5 milj. kr„ Banda- ríkjunum, um 8,7 milj. kr„ og Dan- mörku, um 3,4 milj. kr. Mest var flutt út til Bretlands, um 2.6 milj. kr„ og Italíu, um 2,4 milj. kr. Aðalútflutningsvaran var ísfiskur og freðfiskur fyrir um 4,5 milj. kr. Síld og lýsi var flutt út fyrir um 1,4 milj. kr. og aaltaðar gœrur fyrir tæp- ar 0,9 milj. kr. Stærstu liðir innflutningsins voru vagnar og flugtæki fyrir 4,3 milj. kr„ vélar og áhöld fyrir 3,8 milj. kr„ feiti og oíía fyrir 3,2 milj. kr„ trjáviður og trjávörur fyrir 2.7 milj. ki „ álnavara fyrir 2,5 rnilj. kr. _og kornvörxrr 2.4 milj. kr. ist flutt úr landi í svo stórum stíl sem hér hefir tíðkast. 5 . HEKLUGOSIÐ . ..; ^ ■ ■ .V i . Myndin er tekin úr lofti og sýnir reykjarmökkinn, sem leggur upp af fjallinu. — Gosið heldur enn áfram, en vísindamenn hafa komið með ýmsar tilgátur um það, hve lengi það kunni að standa. Sumir telja, að gosið muni standa í allt að tvö ár.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.