Íslendingur


Íslendingur - 09.04.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 09.04.1947, Blaðsíða 4
 Fréttatilkynningar frá Ríkisstjórninni. Samkvæmt upplýsingum fró sendi- ráð'i ígknds í Kaupmannahöfn er Sameinaða Gufuskipafélagið í Kaup rnannahöfn byrjað að veita viðtöku pöntunum á farrými til íslands á komandi sumri. Pantaðir farmiðar verða að greiðast í síðasta lagi ein- um mánuði áður en skipið á að leggja af stað samkvæmt áætlun. Eftir þann tíma er ekki hægt að skila far- miðum eða fó þá endurgreidda. Utanríkisráðuneytið vill benda al- menningi ó, að sendiráðið í Kaup- mannahöfn getúr af þessum ástæðum ékki tekið: að sér að ábyrgjast greiðslu á fargjöldum frá Kaup- m^nnahöfn. Er mönnum■ því ráðlagt að-snáa sér til umboðsmanna gufu- skipafélagsins í Reykjavík. . Utanríkisróðuneytið, Reykjavík. 27. marz 1947 í tilefni af árás, sem: hr., alþingis- maður Brynjólfur Bjarnason . varð fyjrir af amerískum hermanni aðfara- nótt 1. apríl s. 1., er alþingismaðurinn sat í bifreið »inni fyrir utan Þing- holtistræti 18 í Reykjavík, hefir sendifulltrúi Bandaríkjanna látið uppi við -útanríkisráðherra- einlæga •hryggð -yfir atburði þessurn og lýst yfir.því, að sökudólgurinit hafi þeg- ar verið handtekinn og verið látinn læta ábyrgð gerða sinna svo sem lög standa til. Þá hefir einnig orðið sam komulag um, að þann stutta tíma, sem hermenn eiga enn eftir að dvelja hér vegna gæzlu Keflavíkurflugvall- arins verði þeim bannað að yfirgefa herbúðirnar þar. Reykjavík, 1, apríl 1947. ★ Sendifulltrúi Bandaríkjanna hefir með bréfi til utanríkisróðherra dags. 1. apríl tilkynnt utanríkisráðherra, að vegna þess að herflutningaskipi hlekktist ó í hafi og af öðrum ófyrir- sjáanlegum atvikum hafi reynst ó- framkvæmanlegt að ljúka brottflutn- ingi Bandaríkjahersins héðan frá landinú fyrir 5. apríl, svo sem um hafi verið samið, þar sem ekki sé öruggt, að herflutningaskip það, sem kernur í stað þess, er á hlekktist, komi hingað til lands fyrr en þann 8, apríl. Ríkisstjórn íalands.hefir tekið gild ar ástæður þær, sem færðar hafa ver- ið fyrir drættinum, en þó tilskilið, að brottflutningur hersins hefjist strax við komu.skipsins, enda sé þá ráðgert að það verði ekki síðar en 8 apríl. Ennfremur-hefir orðið sam- komulag um, að hermennirnir fari eigi út fyrir takmörk Kefiavíkurflug- vallarins þar til þeir verða fluttir á brott, svo sem áður hefir verið til- kynnt. \ Uianríkisráðuneytið, 2. apríl 1947. Síðastliðið ár samþykkti þing Bandaríkjanna fjórveitingu til heim- flutnings látinna hermanna og greftr- unar þeirra í Bandaríkj unum. Undan farin ár hafa verið grafnir hér á landi á annað hundrað amerí^kir hermenn og sjómenn. Nú hafa hlutaðeigandi íslenzk stjórnarvöld sarnkv. tilmæl- um Bandaríkjastjórnar leyft fyrir sitt leyti brottflutning hinna lótnu og eru nýkomnir hingað til lands tuttugu amerískir hermenn til að undirbúa og sjá um brottflutninginn, Þar sem allmargir hinna látnu hafa veríð grafnir utan Reykjavíkur er gert ráð fyrir að eigi verði hægt að ljúka brottflutningnum á skemmri tíma en þremur mánuðum. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 27. marz 1947 ★ Hingað er komin sendinefnd frá Noregi til að ræða við íslenzku rík- isstjórnina um viðskipti milli íslands og Noregs. « í dag hafa þéssir menn verið skip- aðir í nefnd til að ræða við norsku sendinefndina: Finnur Jónsson, alþingismaður, og er hann formaður. Eggert Kristjáns- son, stórkaupmaður, Einar Sigurðs- son, forstjóri, Jón Árnasoit, banka- stjóri, Kjartan Thors, framkvæmda- stjóri. Ráðunaular nefndarinnar eru þess- ir: Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur. Ritari nefndarinnar er Þórhallur Drengjaskór og Oúmmístígvél á börn. VERZL, BALDURSHAGI Sími 234. HLt Karlmannanærföt Mikið úrval. iinnig sérsiakar B U X U R H.f. VALDABÚÐ tiúsnæði Undirritaður óskar eftir að fá leigt til eins árs 2—3 herbergi og eldhús eða hæð í húsi 14. maí n. k. Fyrirfram greiðsla. Tilboð sendist fyrir 15. þ. m, til afgreiðslu blaðsin3, merkt: „Húsnæði". Ólafur Stefánsson skipstjóri, Eyrarveg 16. Skemmtiklúbburinn Allir Eift heldur dansskemmtun á laugardagskv. 12. apríl n. k. kl. 9,30 að Hótel KEA. Ásgeirsson fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu. (Fréttatilkynning jrá ríkisstjórn- inni 26. mari 1947). Svefnherbergishúsgögn til sölu í Fjólugötu 10, neðri hæð. Karlmannaföt verða telcin upp í dag. BRAUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON. HRINGUR dróttningarinnar af saba vissi, að það voru. miljónir miljóna af sandkomum, sem nérust saman. Við skyggndumst um til þess að sjá, hvaðan þetta kæmi, og sáum langt í burtu risavaxið, þétt ský með mörg svipuð ský í eftirdragi, og stefndu þau á okkur með feiknahraða. ... Allt í einu. fylltist loftið undarlegum, suðandi hljómi, sem ekki er unnt að lýsa. Af gamalli reynslu vissi ég, að það var þessi aragrúi sandkorna, sem nudduðust hvort við annað. Við snerum okkur við til að sjá, hvaðan hann kæmi, og sáum langt burtu afar stór, þétt ský, og á eftir því röð líkra skýja, sem komu þjótandi að okkur með ógnarhraða. - ,;Sandbylur,“ sagði Higgins, um leið og rjótt and- lit hans bliknaði ofurlítið. „Það var óheppilegt; en þarna fáum við að bragða afleiðingarnar af því að stíga röngum fæti út úr rúminu fyrst, eins og ég gerði í morgun. Nei, það er þér að kenna, Adams; því að þú gafst mér salt í gærkvöldi, þó að ég mótmælti því.“ Prófessorinn er nokkuð hjátrúarfullur hvað snertir slíka smámuni, og er það talsvert skfýtið um svo lærð- an mann. „Jæja,:hvað eigum við að gera?“ hélt hann áfram; „eigum við að leiita í skjól við hólinn þarna, þangað til styttir upp?“ - - „ímyndaðu þér ekki, að upp stytti, eins og þú segir- Eg get ekkí séð, að við gerum annað þarfara en að leggjast á bæn,“ sagðí Orme dapur í bragði, Eg héf aldrei þekkt eins stilltan.:mann í blíðu og stríðu og Oyme; Það væri helzt Kvik liðþjálfi, sem er ,svo gamall, að hann gæti- \§rjð faðií hans. ?,Syo virðist sem l^kurinn sé bráðum á endaT“ bætti Orme við. „Jæja, þú hefir drepið tvö ljón, Higgs, og það er skárra en ekki.“ „Hvaða bull! Lognastu út af Orme, ef þú vilt; heim- urinn saknar þín ekkert. En hugsaðu þér, ef eitthvað skyldi verða að mér! Mér er ekkert um að láta sandbyl feykja mér; öðru nær; ég ætla að lifa og rita bók um Mur.“ Og Higgs kreppti hnefann móti þessum ógnandi skýjum með ægilegum svip. Hann minnti mig á Ajax, 'sem bauð eldingunni birginn. Eg hafði íhugað ástæðurnar. „Heyrið þið, einu líkindin til bjargar eru þau, að vera hér kyrrir. Ef við höldum áfram, verðum við áreiðanlega grafnir lifandi. Hér er þó fastur grund- völlur til að liggja á,“ — og ég benti á ás af hörnuðum sandi, sem stormarnir höfðu sléttað að ofan. „Leggist níður, og flýtið ykkur!“ hélt ég áfram. „Og svo breiðum við ljónsfeldinn yfir höfuð okkar; hann ætti að varna því, að rykið kæfði okkur. Áfram, piltar, nú kemur hann!“ Og hann skall yfir með snöggum, hvínandi gný. Jafn- * skjótt sem við vorum lagztir niður ,og snerum bökum gegn storminum, en grófum munn oæg nef á sama hátt og úlfaldar gera, þegar svona stendur á, brast bylurinn á okkur og sveipaði allt niðamyrkri. Við höfðum breitt ljónsfeldinn yfir höfuð okkar og hálfan búkinn, og skæklana höfðum við sett undir okkur, svo að feldin- um feykti ekki ofan af okkur. Svona lágum við stund- um saman, sáum ekki neitt og gátum ekkert talazt við fyrir stormhvininum. Öðru hvoru lyftum við okkur ofurlítið, til þess að hrista sandinn ofan af okkur, því að annars hefðu öil þau kynstur, sem ofan á okkur skefldi, grafið okkur lifandi. Okkur leið hræðilega. Hitinn undir daunillum Ijóns- feldinum var hræðilegur, og rykmökkurinn, sem stöð- ugt var að því kominn að kæfa okkur, var hræðilegur. Þorstinn var hræðilegur, því að við gátum ekki náð í þessa vatnsglætu, sem við höfðum með okkur. En verst- ur af öllu var sá óþolandi sársauki, sem hvínandi og lemjandi sandurinn olli okkur. Hann þaut og buldi á okkur, og þó að ólíklegt þyki, sleit hann smátt og smátt göt á þunn fötin og reif skinnið á olckur inn í kviku. „Það er engin furða, þó að fagur gljái sé á egipzku minnismerkjunum,“ heyrði ég Higgs tauta upp aftur o gaftur. Hann var víst farinn að tala óráð. „Ekki gott, nei, alls ekki gott. Sköflungarnir á mér verða bráðum vel fallnir til að fága með reiðstígvélin hans Kviks. Æ, bölvuð ljónin! — Hvers vegna gafstu mér salt, gamli bjáni? Hvers vegna gerðirðu það, segi ég? Það er það, sem mig svíður af í bakið!“ Svo bullaði hann tóma vitleysu og kveinaði öðru hvoru, Verið getur þó, að-þjáningarnar hafi orðið okkur til hjargar. Að öðrum kosti hefði líklega þreyta, þorsti og ryk sljóvgað skilningarvit okkar, svo að við hefðum sofnað og aldrei vaknað aftur. En þá megnuðum við ekki að vera þakklátir, því að þjáningarnar. urðu að lokum óþolandi. Orme sagði mér síðar, að það síðasta, sem hann gat munað úr þessu ástandi, var öfgafullt uppátæki til að græða stórfé. Hann var sem sé að hugsa um að selja Kínverjum einkaleyfi á pyntingaraðferð,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.