Íslendingur


Íslendingur - 16.04.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 16.04.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 16. apríl 1947 ÞanítaSrot ENN JJM SORPIÐ. NAllMAST er hægt aö álíta annart en lieilbrigðisyfirvöld bæjarins telji sorpið úr bænum sérstaklega skrautlegt og heilnæmt. V'irðast þessir ágætu menn að minnsta kosti vilja láta sem alíra flesta njóta þessa augnayndis, því að um langa hríð hefir því verið ekið að fjölförnustu vegamótum í nánd við bæinn Er líka alveg örugt, að allir þeir, sem með flugvélum koma eða fara, fá tækifæri til að dást að þessari sorpsýningu, sem mun vera nokkuð ein- stæð. í alvöru talað er lítt skiljanlegt, hvernig nokkrum manni hefir dottið í hug að aka sorpinu á þenna stað. Það getur vel verið, að erfitt sé að finna stað fyrir það, en .óheppilegri stað en þenna var naumast hægt að finna. Blöðin hafa hvað eftir ann að átalið þessa ómenningu, en án árang- urs. Vonandi verður þó búið að lolca sorp- sýningu þessari áður en ferðamannastraum urinn hefst í 9umar, því að hún verður bænum áreiðanlega til einskis sóma, FRAMSÓKN OG NÝSKÖPUN DAGUR er sífellt að reyna að sannfæra lesendur sína um það, að Framsóknar- flokkurinn sé gætinn umbótaflokkur. — Hugmyndina um fjárhagsrúð eignar blað- ið Framsóknarflokknum. Um það atriði er engin ástæða að karpa, enda naumast van- þörf á því fyrir Framsóknarmenn að hafa eitthvað til að ekreyta eig með.Hitt er öllu furðulegra, þegar blaðið hefir hugrekki til þess að staðhæfa, að „hefði ráðum þeirra (þ. e. Framsóknarmanna) verið fylgt, liefði nýeköpunfn gengið á annan og betrí* veg hingað til, en raun gefur vitni." Það er sífellt betur að koma í ljós, FRA LIÐNUM DOGUM. hversu farsælt það var fyrir þjóðina að fylgja eltki ráðum Framsóknarmanna. — ,,Dagur‘- þarf ekki að ímyr.da sér, að þjóð in hafi gleymt „nýsköpunarhugmyndum'' Framsóknarmanna. Meginsjónarmið þeirra var það, að engín framleiðslutæki ætti að kaupa fvrr er. verðið lækkaði. Þeir vildu ekki iáta kaupa nein skip, og formaður flokksins hæddist að nýsköpuninni og kali aði hana „nýju fötin keisarans", Nú eru hinir glæsilegu togarar að koma til lands- ins, og engum dylst nú lengur, hversu skynsamleg þau kaup voru. Brezkir útgerð armenn stórsjá nú eftir því að hafa ekki verið eiris forsjálir og íslendingar, og vér gætum nú selt togarana fyrir hærra verð en þeir eru keyptir. Ef „ráðuni" Framsóknarmanna hefði verið fylgt, ætti þjóðin nú engin ný fram- ieiðslutæki — og jafnvel miklar líkur til, að enginn gjaldeyrir hefði verið til að kaupa þau. Hin þröngsýnu og afturhalds- sömu sjónarmið Framsóknarmanna í ný- sköpunarmálunum gefa þeim sannarlega ek’ki rétt til þess að setja sig á háan hest og þykjast þess umkomnir að ásaka aðra um gáleysi. ER DÝRTÍÐIN GLEYMD ÞAÐ hefir vakið nokkra eftirtekt, að hin sígilda dýrtíðargrein er ekki finnanleg á annarri síðu „Dags“ í síðasta blaði. Hins vegar er þar lögð áherzla á nauðsyn þess að tryggja framgang nýsköpunarinnar. Ekki er vitanlegt af hverju þelta stafar, en ýmsir hafa getið sér þess til, að blað- inu þætti ekki skynsamlegt að ræða í bili mikið um hin „snjöilu*' úrræði Fram- EÓknarflokksins í dýrtíðarmálunum, með- Framh. á 7. síðu. Eyðing Guðrúnarstaða yaman og alvara. i ! tSLEN DINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útge/undi: Útgá/u/élag íslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðtla: Svanberg Einarsson. Póathólf 118. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H' F Fjárhagsáætl- unin. Þá heíir fjárhagsáætlun Akureyr- arbæjar fyrir árið 1947 loksins ver- ið afgreidd, Virðist hafa gengið erf- iðlega að ganga frá henni, enda er útkoman engan veginn glæsileg. — Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir, að útgjöld bæjarins á þessu ári verðl nær 5%milj. kr., og til þess að standa straum af þessum feikilegu útgjöldum hefir bæjarstjórnin talið nauðsynlegt að jafna niður á bæjar- Lúa næstum 4% milj, kr.. og hækkar því útsvarsupphæðin um tæplega 50% frá því í fyrra. Mun þó flestum hafa þótt boginn nægilega spenntur þá. Eins og oft hefir áður verið drepið á hér í blaðinu, er það að verða mik- ið alvörumál, hversu ríki og bæjar- félög leggja sífellt þyngri byrðar á borgarana, Nú er svo komið, að fólk verður að greiða í opinber gjöld svo s<ð segja allt, sem það vinnur sér inn, fram vfir allra brýnustu' lífsnauð- -ynjar, og gott ef það nægir. Allan ársins hring er fólk að greiða ein- hver opinber gjöld. Geti það ekki haft einhver undanbrögð, má næst- um segja, að það sé rúið inn að skyrtunni, Afleiðingin verður sú, að skattgreiðendur eru á sífelldum flótta með fjármuni sína undan hinni gengdarlausu ágengni hins opinbera valds. Endalokin hafa svo jafnan orð ið þau, að launastéttirnar, sem ekki hafa tök á að fela fé sitt, hafa orðið harðast úti, enda þótt þeim veiti naumast af meginhluta tekna sinna til þess að geta lifað sómasamlegu lífi. Það hlýtur að vera meginatriðið í fjárhagsmálum hverrar þjóðar, að einstaklingarnir hafi nægilegt fé til sérþarfa sinna, svo að þeir geti verið fjárhagslega sjálfstæðir, Sameigin- Iegu þarfirnar eru margar, ekki sízt hjá þjóð. sem ver jafn miklu fé til félagslegra umbóta og menningar- mála og vér íslendingar. Aldrei má þó taka meira fé af þjóðfélagsborg- urunum til þessara sameiginlegu þarfa en svo, að sérþörfunum sé full- nægt. Sé farið yfir þetta mark, er undirstöðunum kippt undan þjóðar- búskapnum- Þetta sj ónurmið verður að sjálf- íögðu eirmig að hafa í huga varð- andi úigjöid eins bæjarfélags. Bæj- arbúar verða fyrst og fremst að hafa íé tii þess að sjá sér og sínum sæmi- lega farborða. Með þeirri útsvars- álagningu. sem nú hefir verið ákveð- in, mun Akureyri án efa komast í hóp þeirra bæjarfélaga, sern lengst seilast ofan í pyngju borgara sinna. Óeðlilega há útsvör á einum stað hafa jafnframt í för með sér þá hættu, að fjármagnið leiti þaðan á brott til þeirra staða, þar sem álög- urnar eru minni. Eru hin hau útsvör því af þeirri sök hættuleg fyrir bæj- arfélagið. Það mun vafalaust óhætt að fulí- yrða, að flestum Akureyringurn hrjósi hugur við hinum feikiháu út- .svörum, og er það að vonum. Hins ber þó jafnframt að gæta, að ekki er einhlýtt að ásaka bæjarstjórn. Sá hugsunarháttur, sem nú er orðinn svo ríkur hjá flestum, að heimta alls konar aðstoð og framkvæmdir af hálfu hins opinbera, veldur þvf, að útgjöld ríkis, bæja og sveita fara sí- hækkandi. Nú þykir sjálfsagt, að menn fái styrki til allra hluta, og er óspart alið á kröfustefnunni af þeim flokkum, sem telja sjálfsbjargarvið- leitni einstaklinga úrelta dyggð og sjálfsagt; að allir liggi í opinberri öskustó og taki í stað kjörorðsins „hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar guð þér“, upp kjörorðið „legðu sem minnst á þig og iáttu ríkið sjá fyrir þér“. Þessi krofusjónarmið hafa feng ið svo góðan byr, að það þykir bera vott um hið svívirðilegasla afturhald, ef einhver bæjarfulltrúi eða alþingis- maður vill draga úr útgjöldum hins opinbera. Hins vegar atliugar fólk ekki eins vel, að opinberir sjóðir eru engin ótæmandi gullnáma, og fé í þá fæst ekki nema frá fól’kinu sjálfu. Allar framkvæmdir kosta fé, og ekki er nema um tvennt að velja, annað- hvort vera án þeirra eða taka á sig kostnaðinn af þeim. Einstakir liðir fjárhagsáætlunar- innar verða ekki teknir hér til með- ferðar. Þótt engurn géti dulizt, í hvert óefni er stefnt með hinum óhóflegu álögum á bæjarbúa, er lækkun engan vegirin auðveld. Margskonar löggjöf frá Alþingi leggur þungar byrðar á bæjarféiagið og margvísleg útgjöld til þarfa bæjnrfélagsins eru ólijá- kvæmileg, Án efa hefði þó verið hægt að spara meira en gert hefir verið. „Alþýðumaðurinn“ er með dylgjur í garð Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og vill kenna þeim um hin miklu útgjöld. Eru þetta sannar- lega nýstárlegar upplýsingar, eftir að þetta virðulegn málgagn embættis- mannaflokksins hefir ár eftir ár hald- ið því frarn, að Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn vildu engar framkvæmd- ir. Sjálfstæðismenn eru ékki á móti opinberum framkvæmdum, en þeir vilja setja þeirn skynsamleg takmörk og ekki sýna einstaklingunum óhæfi- lega ágengni. Frásögn sú, sem hér fer á eftir, um eyðileggingu GuSrúnarstaða i Eyjafirði 1797, er gerð af prestmum síra Jóni Jónssym í Núpufelli og birtist i Minnisverðum tíðindum 1797—98. Það eftirminnilega skriðufaíl, sem á næstiiðnu hausti 1797 eyðiiagði bæinn Guðrúnarstaði í Eyjafirði, skeði með þessum atburðum: Hinar dæmafáu snjóleysur hins fyrra vetrar hér í Eyjafirði og þar af leiðandi þurrkar eftirkomandi sumars, höfðu gert jarðveginn alls staðar mjög íausan í sér og opinn, hvar fyrir þær áfergilegu stórrign- ingar, sem einkurn byrjuðu hér til fjarðar fram með 13. sept, sama sumars, er spilitu og eyddu mi’klu heyi fyrir mörgum manni, fengu þess greiðari rás niður í þann gisna og opna jarðveg, svo jörðin varð fyrir gíjúp og vatnssósa, jafnvel á stöðum þeim, livar harðlendi var fyrir, og það svo mjög, að í þurrum móum og harðveili varð jörð sumstaðar svo skjálfandi undir fótum manns, sem mýrarkviksyndi væri. Þetta oili því, að hvar graslendi lá í bröttum fjalla- hlíðum, þoldi það ekki sinn eigin og vatnsagans þunga og sprakk því fram í ýmsum stöðum með geysileg- um jarðföllum. Merki þess sýndu sig einna helzt austan fram í Eyja- firði, því þeim megin gekk regnið enn ákafar og einkum í þeirri fjalls- Eftif fall Frakklands gekk einkenni leg saga mann frá manni um allt landið, og er hún gott dæmi um trú fólksins á endanlegan sigur. Sagan segir, að í júlí 1940, þegar Bretar stóðu einir uppi, hafi Hitler boðið Churchill til leynilegrar ráð- stefnu í Paris. Kom hann með flug- vél og biðu þeir Hitler og Mussolini hans við teborð, sem stóð við hina frægu karfatjörn í Fontainebieau. Leiðtoginn eyddi ekki tímanum í óþarfa mas. „Heyrið nú, það sem ég segi yður. Churchiil. England er búið að vera, Skrifið undir þessa yfirlýsingu urn það, að Stóra-Bretland hafi tapað stríðinu. Þá verffur friður í Evrópu á morgun.“ „Mér þykir það leitt,“ en þetta get ég ekki skrifað undir,“ sagði Churc- hill hógvær. „Eg álít, að við liöfum ekki tapað stríðinu." „Hlægiiegt“, öskraði Hitler og barði í borðið, „Athugið þér aðeins, hvernig það hefir gengið hingað til.“ Churchill dreypti á teinu, „í Eng- landi höfum við aðra aðferð til þess að útkljá smávegis ágreining. Hvað segið þér um dálítið veðmáL Sá sem tapar, viðurkennir, að hann hafi tap- að stríðinu,“ „Hvað eigum við að veðja um?“ sagði Hitler tortryggnislega. hlíð, undir hvörri liggur mesti part- Ur Möðruvallasóknar. Því á ekki lengri ieið en svarar hér um bil einrii mílu vegar, féllu urn 10 þess háttar jarðföll, eður skrið- ur, sumar meiri, sumar minni, ei tóku af mikið. grasland hér og þar, bæði af bithaga og engi. Meðal þess- ara var ein stórskriða, sú er dundi yfir Guðrúnarstaði, Möðruvalla- (nl. í Eyjafirði) kirkjujörð, fyrrum kosna og af yfirvöldunum heimilaða iil prestseturs í þeirri sókn. Skeði at- burður þessi þann 18, dag septem- brismánaðar, á mánudag, þá hálf fimmta vika lifði sumars. Frá því á sunnudag9kvöldið fyrir og aila mánudagsnóttina til þess um dagmái, gekk yfir það allra geysilegasta stór- regn, hvers dæmi fáir muna þóttust, einkum að austanverðu í sveitinni svo öll hús streymdu svo freklega, að ekkert varð varið fyrir skemmd- um og lekaflóði, hey drupu og í nokkrum stöðuin til stórs skaða. Þenna sama mánudag ætluðu marg ir bændur í framfirðinum áð ferð- ast til kaupstaðar með sauði sína, hvað þeir og gerðu, þá regninu eftir dagmálaskeið tók nokkuð af að létta. En um hádegisbil — og um það leyti var það, sem umgetin stórsk{iða brast frant — voru flestir af stað komnir, sern til kaupstaðar ætiuðu, svo færri urðu sjónarvotíar að til- Framhald, , „Við skulum veðja um það, að sá okkar, sem fyrstur verður til þess að ná í einn af stóru körfunum þarna niðri í tjörninni, án þess að nota venjuleg veiðarfæri, sé sigurvegar- inn.“ „Ágætt“, hvæsti Hitler, dró upp skammbyssu sína og skaut ölíum skotunum úr henni á næsta karfann, En hann athugaði ekki ljósbrotið í vatninu og hitti því ekki. „Nú er kornið að þér, Mússi," eagði Hitler. „Það er sagt, að þú sért svo góður sundmaður. Niðrí með þig!“ II Duce fór úr fötunum og stökk út í tjörnina, en hvernig sem hann reyndi, tókst honum ekki að ná í neinn kafarann, og að lokum skreið hann máttvana og tómhentur upp úr. „Nú er komið að yður, Churchil),“ urraði Hitler. „Látið okkur nú sjá, hvað þér getið.“ Churchili dýfði rólega tðökeið sinni í tjörnina og skvetti vatninu aftur fyrir sig, og þannig hélt hann áfram. Hitler starði undrandi á hann. „Hvað í ósköpunum eruð þér að gera?“ spurði hann óþolinmóður. „Það mun taka langan tíma,“ Bvar- aði Churchill og hélt áfram að ausa með teskeiðinni. „En það verðum við, sem vinnum stríðið.“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.