Íslendingur


Íslendingur - 24.04.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.04.1947, Blaðsíða 1
r XXXIII. árg. Fimmtudaginn 24. apríl 1947 16. tbl. Bæjarstjórn býður út skuldabréfalán til Krossanes- verksmiðjunnar. Mjfig gö8 vaxtakjör og stuttur la'nstími. Stjórn KrossanessverksmiSjunnar kvaddi í fyrradag ritstjóra bæjar- blaSanna og bæjarráð á sinn fund. SkýrSi formaður stjórnarinnar, Guð- mundur Guðlaugsson, frá fram- kvæmdum í Krossanesi og kynnti hinn nýja verksmiSjustjóra, Hall- grím Björnsson, verkfræðing. Vantar fé. Guðmundur skýrSi frá því, að unn- ið væri nú að margvíslegum umbót- um á verksmiSjunni, en fjárskortur hamlaði því, að hægt væri að gera allar þær umbætur, sem þörf væri á. Einnig væri erfitt að fá ýms tæki. Þá stæðu nú sakir þannig, að bærinn yrði að grciða í haust 600 þús. kr. bráðabirgðalán, sem fengizt hafði til- kaupanna. Hcfði því bæjarstjórn á- kveðið að bjóða út skuídabréfalán til fjáröflunar. 5% vextir. Kaup skuldabréfa þessara gefa mönnum bæSi hagstætt tækifæri til þess aS ávaxta fé sitt og stuðla um leiS aS framkvæmdum, sem geta orS- iS mikil lyftistöng fyrir bæjarfélag- iS. LániS er til 12 ára, en eftir tvö ár verSur byrjaS aS innleysa sum bréfin. Vextir verSa 5%, og er þaS óvenjulega há vaxtagreiSsla. Byrjað verður á sölu bréfanna alveg á næst- unni. Miklar umbætur. VerksmiSjustjóri skýrði frá því, áð unnið væri að bryggjugerð og uppsetningu nýtízku löndunartsekja og ýmsum öðrum umbótum. VonaS- ist hann til, að þetta yrði allt tilbúið fyrir síldarvertíð. GerSi hann ráS fyrir, að verksmiSjan gæti unniS úr allt aS 3000 málum á sólarhring í sumat, ef allt gengi aS óskum. Styfljið gott máleflii! 1 DAG er sumardagurinn fyrsti. Eins og aS undanförnu gengs't Kvenfélagið Hlíf fyrirfjaTsöfnun í þágu barnanna hér í bænum. Hefir þaS um langt skcið veriS hugsjón félagskvenna aS koma upp dagheimili fyrir börn. Nú erbaráttan fyrir því hafin fyrir aivöru og ætlunin aS hefjast handa um byggingu sumardaghcimilis í nágrenni bæjarins sem fyrst — helzt þegar á þessu sumri. Allir bæjarbúar vita, hversu brýn nauSsyn er á því, aS slík hug- mynd komist í framkvæmd hcr. Reykvíkingar hafa þegar fyrir löngu reist stofnanir af þessu tæi og leggja nú áherzlu á að fjölga þeim. Bær vor er rrú einnig orSinnþaS stór, aS meginþörf er á því aS koma börnunum burt úr rykinu og þrengslunum út í guðsgræna náttúruna. Þarf ekki heldur aS lýsa því, hvílíkur léttir það ætti að verða mæðr- unum,.,að geta kpmiS börnum sínum fyrir^þar sem vel fer um þau og þau njóta góSrar aShlynningar. Göturnar eru engan veginn ákjósan- legur'leiky.angur fyrir börriin, hvort 'sem litið er á þaSfra sjónarmiSi uppeldis eSa öryggis. Hin raunalegu dæmi þess eru fyrir löngu orSin of mörg. í dag gefst ySur, bæjarbúar, kostur á aS Ijá þessu þjóSþrifamáli stuSning yðar með ýmsu móti. KvenfélagiS Hlíf efnir til merkjasölu, bazars, kaffisölu og kvöldskemmtunar, og rennur ágóSinn allur til hins vœntanlega dagheimilis. Ættu menn nú ekki aS láta sitt eftir liggja og launa konunum ósérplægni og dugnaSinn, meS því aS láta starfsemi dagsins bera ríkulegan ávöxt. Mér er kunnugt um það, aS þegar hefir verið stórhöfSinglega af stað farið. Eitt fyrirtæki hér í bænum, Klœðagerðin Amaro h.f., hefir nýlega gefið 10 þúsund krónur til dagheimilisins. Þetta er fræki- legt fordæmi og ætti að örva menn til átaka um þetta mál, Baéjarbúar! Látið nú ósannast, og styðjið drengi- lega fjáröflun Kvenfélagsins Hlífar í dag! Stfórn Le/kfélag-s Akureyrar Guðmundur Gunnarsson. Björn Sigmundsson. Hólmgeir Pálmason. Miflleg afmælissýning Leiktélap Götuheiti ákveðin. Bæjarstjórn hefír ákveðiS heiti gatna þeirra. sem koma vestan Aust- urbyggSar (þar sem sænsku húsin standa). Gatan vestan Austurbyggð- ar og samhliSa henni á aS heita ByggSavegur, nyrSri þvergatan SeljabyggS og sySri þvergatan StöS- ulbyggð. í sambandi við þessi nýju gatna- heiti er rétt aS vekja athygli réttra aSiIa á því, áS skilti tneS gatnaheit- um cru á allt of fáum stöðum viS gatnamót í bsenum. Landhelgisbrot SíSastliSinn laugardag barst stjórn landhelgisgæzlunnar umkvörtun um ólöglega landhelgisveiði togbáta á Húnaflóa. Var flugbátur sendur á vettvang, og kom hann aS níu tog- bátum aS veiSum við Vatnsnes. Hafa allir þessir bátar verið ákærðir fyrir landhelgisbrot. Bátarnir voru: And- ey og Eldey frá Hrísey, Njörður og Súlan frá Akureyri. Hannes Hafstein, Dalvík, Njáll, Olafsfirði, Gestur, Geir og Sigurður frá Siglufirði. Mál þessara báta munu verða fekin til dóms á varnarþingum þeirra. Er blaðinu ekki kunnugt um úrslit þeirr- ar rannsóknar, nema í máli Hannes- ar Hafsteins, sem tekið var til dóms hér á Akureyri í gær. Hlaut hann 6.000.00 kr. hlerasekt,. en fékk að halda afla og veiðarfærum, því að hann var ekki farinn að veiða, en hafði veiSarfæri ólöglega útbúin. Landhelgisbrot þessi eru mjög leiðinleg fyrir hina norSlenzku tog- báta og koma vonandi ekki aftur fyrir. Jafnframt er hér fengin góS réynzla aS landhelgisgæzlu meS flug- vélum. Akureyrar. Bælarstjóra liaiðrar félayiS og Hailgrím Vaidimarsson. Leikfélag Akureyrar minntist 30 ára afmælis síns meS sérstakri af- mælissýningu síSastliSiS laugardags- kvöld. Var húsiS þétt skipaS boðs- gestum. Á undan sýningunni flutti formað- ur félagsins, Guðmundur Gunnars- íon, ávarp og rakti í stórum dráttum starfsemi Leikfólagsins frá upphafi. FærSi hann jafnframt þakkir öllum þcim, er á einhvern hátt hefðu stutt félagið. Sýndir voru kaflar íir þremur leik- ritum, sem félagið hefir áður sýnt og náðu þá miklum vinsældum: Skugga- Sveini, Nýársnóttinni og Ævintýri á gönguför. Komu þar fram bæði yngri og eldri leikarar félagsins, og voru sýningar þessar mjög ánægjulegar. Geystl' hyllir Lciktélagið. Eftir fyrstu sýningu flutti formað- ur Karlakórsins „Geysir", Tómas Steingrímsson, félaginu kveðju með þökk fyrir ágæta samvinnu á undan- förnum árum. Kórinn söng síðan tvö lög undir stjórn Ingimundar Árna- sonar, en - formaður Leikfélagsins þakkaSi kórnum fyrir árnaSaróskir hans og alla samvinnu. Kveðja frá bæjarstjórn. AS sýningu lokinni kvaddi forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn M. Jónsson, scr hljóðs. Þakkaði hann Leikfélag- inu fyrir það ómetanlega menningar- starf, sem það hefði unnið fyrir b«- inn. Jafnframt afhenti hann félaginu 15 þús. kr. sem viSurkenningarvott frá basnum- Þá færði forseti bæjarstjórnar Hall grími Valdemarssyni 5 þús. kr. sem þakklætisvott frá bænum fyrir merki- legt brautryðjandastarf í þágu leik- listarinnar í bænum, en hann var fyrsti formaður félagsins og hefir allra manna mest urmiS aS eflingu þets. Formaður Leikfélagtins færði Hallgrími einnig sérstakar þakkir fé- lagsins. Nýr heiðursfélagi. Formaður félagsins skýrði frá því, að samþykkt hefði veriS aS gera Ingi mar Eydal aS heiSursfélaga, en aSr- ir heiSursfélagar eru þau Svava Jóns- dóttir og Hallgrímur Valdemarseon. Páll heitinn Árdal var eiwiig heið- ursfélagi. Heiðursfélagar og leikendur voru að lokum hylltir og barst fjöld! blómvanda. Þá bárust félaginu mörg skeyti víðsvegar að. Kristján X. láiinn Kristján X. Danakonungur and aSist eftir þunga legu síSastliSiS sunnudagskvöld, 76 ára aS aldri. Hann var konungur íslendinga um 32 ára skeiS og bar mikla um- hyggju fyrir landi og þjóð. Á valdatíma hans hlaut íslenzka þjóS in fullveldi 1918 og algert sjálf- stæSi 1944. Hann var einnig ást- sæll mjög hjá þjóS sinni, enda er dauSa hans minnst meS þriggja daga þjóSarsorg í Danmörku. —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.