Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 30. apríl 1947 17. tbl. Merkur tónlistarviðburður líislji loHðií 1 veröur íarðseítur í day. FORSETI ÍSLANDS VERÐUR VIÐSTADDUR Útfor ICrisíjéns tsunde Danakonungs fer fram í dag. VerSur athöfnin mjög hátíðieg og meS sama sniði og venja hefir verið um útfarir Donakonunga. Mikill fjöldi stórmenna víðsvegar að mun verða viðstoddur útför konungs, heirra á meðai forseti íslands. Undanfarna daga hefir glöggt komið í ljós, hversu hjartfólginn Kristján tíundi hefir verið þjóð sinni. Margir tugir þúsunda manna hafa gengið fram hjá kistu hans, þar sem henni var komið fyrir í hallar- kirkjunni, og er hún var flutt frá Amalienborg til Hallarkirkjunnar söfnuðust um 200 þúsund manns saman við götur þær, sem kistan var flutt eftir. Jarðsettur í Roskilde. Konungur verður jarðsettur í Roskilde (Hróarskeldu), .er þar er legstaður Danakonunga% Búizt er við að mikill fjöldi fólks verði jjið- statt athöfnina jafn.vel um 100 þús. manns. Þá verður þar bróðir kon- _ ungs, Hákon Noregskonungur, 01- afur krónprins og Marta krónprins- essa, Gústaf Adolf krónprins .Svía, Georg Grikkjaprins og margt fleira stórmenna. Forseti íslands yið útförina. Forseti íslands, Sveinn Björnsson, verður viðstaddur útför konungs. Fór hann loftleiðis ásamt skrifstofu- stj. utanríkisráðuneytisins, Agnari Kl. Jónssyni. Tók öll ísl. sendisveit- in í Kaupmannahöfn og utanríkis- ráðherra Dana á móti forsetanum á Kastrupflugvellinum. Forsetinn var mikill vinur konungs. Sendiherra Dana á íslándi, C. A. C. Brun, fór til Danmerkur s.l. föstu- dag til þess að vera viðstaddur, með- an forseti Islands dvelur í Dan- mörku. Forsetinn býr f konungshöllinni. Samúð íslendingo. Við fráfall konungs voru fánar dregnir í hálfa stöng víðsvegar á íslandi, enda hefir þjóðin marga góðs að minnast í samskiptum sínum við Kristján konung tíunda. Mun íslendingum almennt vera það gleði- efni, að forseti landsins hefir séð sér fært að vérá við i'itför konungs. Ríkisstjórnin hefir óskað þess, að skrifstofum og verzlunum verði almennt lokað frá' kl. 12-4 í dag, og kennsla íalli niður í öllum skólum „Strengleikar" oraíorio eítir BjörQvin Ouðmundsson flutt í næsíu viku „Strengleikar" em elzta alíslenzka söngdrápan Næsta briSjudagskvöid áformar Kantötukór Ákur- eyror, með aðstoS Karlakórs Akureyrar, að flytjo „Strengleika", oratorio eftir Björgvin Guðmundsson, tónskáld. Ér þetta fyrsta oratorio hans og um leið fyrsta oratorio, sem ísiendingur hefir sornið. Er því hér um að ræða mjög eftirtektarverðan tónlistarviðburð, sem bæj- orbúar veita væntanlega verðskuldaða athygli. Bæjarstj óm vill fá nýja brú á Glerá „Bæjarstjóm Akureyrar skorar á hæstvirta ríkisstjórn að' hlutast til um, að ný brú verði gerð á Glerá á Gleráreyrum, þar sem nú er göngu- brú, og þjóðveginum til Akureyrar verði breytt í samrsemi við það." í lilefni þessa, átti ritstjóri „ís- lendiíigs" viðtal við tónskáldið og spurðist fyrir um þelta tónverk hans. Björgvin kvað söngdrápu þessa vera samda við ljóðaflokkinn „Streng leikar", eftir Guðmund Guðmunds- son. Væri þetta nánast sagt ástar- harmleikur. Ungur námsmaður hafði trúlofazt uppeldissystur sinni, en hún dó sama daginn og hann kom heim frá námi. Sýnir ljóðið hugrenningar hans við það tækifæri og er því eins konar mansöngur. Um tildrögin að tónverki þessu komst Björgvin svo að órði: „Þegar ég var úti í Ameríku árin fyrir fyrfi heimsstyrjöld kyríntist ég ungu ís- lenzku tónskáldi þar. Ræddum við oft um sameiginleg áhugamál okkar á sviði tónlistarinnar. Eitt sinn færði hann það í tal við mig, að gaman væri að semja oratorio við „Streng- leika" Guðmundar, og ætti ég nú að reyna að gera það. Þetta varð til þess, að ég sökkti mér niður í þetta ljóð og niðurstaðan varð söngdrápa sú, sem Kantötukórinn ætlar nú að " flytja með aðsttið Karlakórs Akur- eyrar. Verkið var að meslu fullgeri veturinn 1915—1916, og hefi ég uð- eins gert smávægilegar breytingar á því síðan." 80 söngvaror flytja tónverkið. „Strengleikar" eru mjög efnismik- ið tónverk. Er litlu sleppt úr ljóða- flokknum, og taldi Björgvin, að taka myndi um 3 klukkustundir að flytja það allt. 1 þetta sinn verður sleppt um það bil þriðjungi verksins, en það er í þremur meginþáttum. Kantötukórinn nýtur aðstoðar Karlakórs Akureyrar við flutning „Strengleika", ella hefði Kantötu- kórnum naumast verið kleift að flytja það. Hefir samstarf kóranna við und- irbúning og æfingar verið með ágæt- um. Æfingar hófust ekki fyrr en eft- ir nýár, og hefir því mátt halda vel áfram. Samtals munu um 80 söngvarar flytja þétta mikla Oratorio Björg- vins Guðmundssonar. Einsöngvarar verða: Helga Jónsdóttir, Björg Bald- vinsdóttir, Sigríður Schiöth, Mar- grét Oddgeirsdóttir, Hreinn Pálsson, Jóhann Konráðsson, Hermann Stef- ánsson og Guðmundur Gunnarsson. Glæsilegt framlag til íslenzkrar tónlistar. Með þessu mikla tónverki sínu leggur Björgvin Guðmundsson enn einu sinni fram ómetanlegt framlag til íslenzkrar tónlistar. „Strengleik- ar" eru fyrsta söngdrápan, sem íe- lenzkt tónskáld hefir samið. Tvö önn- ur oratorio hefir Björgvin Guðmunds so.n eumig samið: „Friður á jörðu", og „Örlagágátan", sem bæði hafa verið áður flutt og vakið miklfl at- hygli, en eru bæði síðar samin én „Strengleikar". Onnur stórverk Björgvins eru „Alþingishátíðarkan- tatan" og hátíðakantatan „Adveniat regnum tuum" (Til komi þitt ríki). Bjöígvin Guðmundsson hefir með þessum lónverkuni sínum skapað sér virðingarsess meðal íslenzkra lón- skálda, eiida hefir hann unnið merki- legt brautryðjandastarf. Vonandi kann bær hans og þjóð að meta það starf að' verðleikúm.' ORÐSENDING til nemenda Menntaskólans á Akur- eyri, Gagnfrœðaskóla Akureyrar og Húsmœðraskólanna á Akureyri og' Laugalandi. SKJALDBORGARBÍÓ hefir á- kveðið að bjóða kennurum og nem- endum fyrrtaldra skóla að sjá hina merku mynd: GlötuS helgi þeim aS kostnaSarlausu. Sýningar verSa þannig: Fyrir Menntaskólann í dag ki, 5 (miSviku- „KALDBAKUR" fór reynsluför á laugar- daginn Framkvæmdastj óri Útgerðarfé- lags Akureyrar skýrir blaðinu svo frá, að hinn nýi togari þess, „Kaldbakur" hafi farið reynslu- ferð sína sl. laugardag. Reyndist hraði hans þá 13.1 míla á klst. „Kaldbakur" er væntanlegur til Reykjavíkur um aðra ijelgi. Þar verða sett í hann lýsisbræðslu tæki, og er gert ráð fyrir, áð hann þurfi að staðnæmast þar í 3 eða 4 daga, en síðan mun hann koma beina leið hingað til Akureyrar. Guðmundur Jónsson söngvari er kominn til bæjarins og syngur hér á vegum Tónlistarfélags Akur- tr eyrar. Fyrsta söngskemmtunin, sem er eingöngu fyrir styrktarfélaga og gesti þeirra, verður í Nýja Bíó í kvöld kl. 7, og aSgöngumiSar þeir, sem sendir voru út fyrir viku síSan, gilda aS þessu söngkvöldi, en ef allir styrktarfélagar hafa ekki fengið að- göngumiSa, má vitja þeirra við inn- ganginn um leið og söngskrár verSa á boSstólum. Önnur söngskemmtun GuSmundar verSur á fimmtudagskvöld, (1. maí) í Nýja Bíó kl. 9 og hefst sala að- göngumiSa kl. 8 á sama stað. Óvíst er hvort GuSrrrundur syngur hér oft- ar að þessu sinni, en margir munu bíða með eftirvæntingu söngs hans og hins prýðilega undirleiks Fritz Weisshappel. Gjof til Sjúkrahússins Á- síðasta fundi byggingarnefndar nýja sjúkrahússins skýrði ráðsmað- ur sjúkrahússins fra því, að hann hefði tekið við 15 þús. króna gjöf til sjúkrahússins í ríkistryggðum raf- veitubréfum. Gefandinn villekki láta nafns síns getið. • - ¦ dag'l og á morgun 1. maj kl. 1 e. h.- Aðgongumiða sé vitjað í dag til Árna Friðriðge.irssonar í Mennta^ skólanum,. kj. 1:—2. . Sýning fyrir GagnfræSaskólann . verður kl. 3, íimmtudaginn 1. maí 'og geta kennarar og nemendur vitjað miða í Skjaldborg næsta klukkutíma áður en sýning hefst, meðan húsrúm leyfir. Húsmæðraskólunum er boðiS é sýningu laugard. 3. maí kl. 3 e. h. Er þess sérstaklega óskaS aS þeir, sem ekki hafa séS myndina áSur, uoti sér boð þetta.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.