Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR MiÖvikudagur 30. apríl 1947 ISLENDINGUR Rititjórí og íbyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgejandi: Útgájujélag Íslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýiingar og afgreiðtU: Svtnberg Einarsson, Pó.thólf 11«. PHENTSMIÐJA ÐJÖRNS JÓNSSONAR H 'F Merkur þjóðhöfðingí. t : ------ í DAG fylgir danska þjóðin tinum ástsælasta konungi sínum til grafar. Öll danska þjóðin syrgir merkan þjóðarleiðtoga og víða um heirn munu menn minnast Kristjáns tíunda með virðingu og harma fráfall hans. Vér íslendingar höfum sérstaka á- stæðu til þess að heiðra minningu iiins látna konungs og samhryggjast dönsku þjóðinni. Um 32 ára skeið var Kristján tíundi einnig konungur Islands og fyrsti og síðasti konung- ur hins fullvalda íslenzka konungs- rikis. Hann virti ætíð til hlýtar rétt íslenzku þjóðarinnar og bar mikla umhyggju fyrir velferð hennar. Kpm konungur fjórum sinnum hingað til lands, og í tvö skipti kom hann til Akureyrar. Þess varð aldrei vart, að Kristján konungur setti danska hags- muni ofar íslenzkum, meðan hann var konungur beggja landanna, enda mun íslenzka þjóðin almennt, allt frá 1918 hafa litið á hann sem íslenzkan konung, svo hjartfólginn varð hann henni. í sögu íslands mun Kristjóns tí- unda sérstaklega verða minnst í aam- bandi við tvo hinna merkustu atburða í sögu þjóðarinnar, fullveldisviður- kenningarinnar. 1918 og lýðveldi*- stofnunarinnar 1944. í bæði skiptin sýndi konungur mikla réttlætistil- finningu og drengskap, sem þjóðinni mun verða minnisstæður. Enginri danskur maður hefir meir en hann unnið að því að efla samúð og vin- áttu milli Dana og íalendinga. En þótt íslenzka þjóðin eigi aðeins góðar minningar um konungdóm Kristjóns tíunda yfir íslandi og minn- ist hans því með virðingu og þakk- læti, hefir þó danska þjóðin enn rík- ari ástæðu til þess að trega fráfall hans. Meðan danska þjóðin bjó við erlenda kúgun á stríðsárunum, fann hún gleggst, hversu mikilhæfan leið- toga hún átti. Með einlægri tryggð sinni við lýðræðishugsjónir þjóðar sinnar pg einarðlegri andstöðu sinni gegn sérhverri tilraun til þess að ganga ó rétt hennar, vann hann sér jafnvel virðingu kúgaranna, er aldrei þorðu að beita hann ofbeldi. Þessi karlmennska konungs gerði hann að átrúnaðargoði dönsku þjóðarinnar, og iiún setti allt sitt traust á hann. Trúnaður Kristjáns tíunda við hug- sjónir lýðræðis og mannréttinda skip ar honum sess við hlið hins merka iýðræðis- og mannvinar, Roosevelts Bandaríkj aforseta. Lýðræðisunnend- iÞanfcaSvot FRÁ LiÐNUM DÖGUM. Eyðing Gnðrúnarstaða 7. maí. Á MORGUN er hátíöisdagur verkalýðs- ins víða um heim. Á þeim degi minnist hann liðinnar baráttu og reynir jafnframt að gera sér grein fyrir. þeim verkefnum, sem framundan eru. Vprklýð'ssamtökin eru nú orðin svo sterk, að á þeim hvílir mikil ábyrgð um að beita valdi sínu með gætni og fyllstu liilitssemi við hagsmuni annarra stétta og þjóðarheildarinnar. Því miður hafa hátíðahöldin 1. maí ofl- ast um of mótast af viðleitni ákveðinna flokka til þess að gera daginn að pólitísk- um áróðursdegi. Síðan kommúnistar náðu völdum í verklýðshreyfiúgunni á íslandi, hafa þeir eftir megni reynt að selja komm- únistiskan blæ á hátíðahöldin, og hefir því þátttaka í hátíðahöldum dagsins ekki verið eins almenn og ella liefði orðið. ■ Þetta þarf að lagast. Verklýðssamtökin eiga að vera almenn hagsmunasamtök verkamanna úr öllum flokkum, en ekki pólitískt vígi ákveðins flokks. Allir verkar menn eiga að geta lekið þáll í hátíða- höldunum I. maí með tilfinningu um stétt- arlega einingu á þjóðlegum grundvelli. Forustumenn verklýðssamtakanna , verða að gera sér ljóst, að með því að setja pólitískan blæ á daginn eru þeir að spilla einingu verkalýðsins. Merkileg starfsemi. * ÆSKULÝÐSFUNDUR sá, setn haldinn var á vegum kirkjunnar og templara hér á Akureyri fyrra sunnudag, er eftirtektar- ■ a- verð og merkileg nýung. Fundur þessi var með' sérstökum blæ. Séra Pétur Sigur- geirsson stjórnaði samkomunni og fiutti stutt kristilegt ávarp. Þá var einnig ein- söngur, tvíleikur á píanó og kvikmynda- sýning, eins og áformað hafði verið. Auk þess var mikifl almennur söngur. Þessi fyrsti æskulýðsfundur tókst ágæt- lega og var Skjaldborgarsalurinn íullskip- aður ungu fólki alveg fram í anddyri. Á- kveðið er að halda annan svipaðan fund á næstunni, og raun starfsemi þessari verða haldið áfram, ef undirtektir verða jafn góðar fratnvegis. Æskulýðssamkomur sem þessar með kristilegum blæ eru hollar og nauðsynlegar í þeirri andlegu og siðferði- legu upplausn og glundroða, sem styrjölcþ* in hefir skapað. Þessi upplausn er auðvit- að hættulegust ungu kynslóðinni, og því er mikils um vert, að eftir megni sé sporn- að á móti henrii. Vonandi verður æskulýðssamkoma þessi vísir að enn víðtækari starfsemi í þágu æskunnar ltér á Akureyri. Hafa teinplarar nú í undirbúningi að koma hér upp mynd- arlegu æskulýðsheimili, þar sem unga fólkið gcti notið bæði fræðslu og hollra ur um víða veröld munu harma frá- fall þessa einlæga talsmanns lýðræð- isins. í dag fylgir íslenzka þjóðin í hug- anum dönsku þjóðinni að gröf hins ástsæla konungs. Jafnframt óskar hún hinuin nýja konungi, Friðriki níunda, allrar blessunar í hans mikil- væga starfi og vonast til, að á næst- unni takist til hlýtar að eyða þeirri tortryggni, sem því miður gætir nokkuð enn milli þessara tveggja frændþjóða. skemmtana. Ætti æskulýður bæjarins eftir megni að stuðla að því, að þessi merki- lega hugmynd komist sem fyrst í fram- kvæmd. Landkynning Kiljans. ÞAD er ekki nýtt, að kommúnistar eigi einkennileg viðtöl við blöð flokksbræðra sinna erlendis og hirða þá ekki ætíð um að þræða sannleikann nákvæmlega. Viðtal Halldórs Kiljan við danska kommúnista- • blaðið „Land og Folk“ slær þó sennilega ÖII met. Hefir viðtal þetta verið þýtt og birt bæði í Morgunblaðinu og ísafold og verður því ekki rakið liér nánar. en það gegnir furðu, hversu menntaður Islending- ur getur hrúgað þannig saman fjarstæðúm og rangfærslum um land sitt og þjóð á er- lendum vettvangi. Hið sígilda níð Kiljans um íslenzkan landbúnað gleymist að sjálf- sögðu ekki sem vænla mátti, og ýms um- mæli hans um áslandið á Islandi nú eru venjulegum lslendingum óskiljanleg. En þetla verður vafalaust í túlkun kommún- ista hér heima enn eitt dæmi utn snilldar- lega skáldskapargáfu Kiljans, sem Islend- ingum beri að dá hann og verðlauna fyrir. Vafasaml er. þó, livort þjóðinni almennt þykir landkynning þessi þakkarverð. Að minnsta kosti er ólíklegt, að hún verði til þess að auka hróður KiJjíns. T Fyrir nokkru síöan hélt söngvar- inn alkunni, Eggert Stefánsson, sína „kveðjutónleika til söngsins“ í Reykjavík. Húsið var þétt skipað á- heyrendum, er fögnuðu söngvaran- um ákaft og hylltu hann með fögr- um ákaft og hylltu hann með fögru blómaregni, svo að segja eftir hvert lag. Það var auðheyrt og séð, að Eggert átti hug og hjörtu allra, er viðstaddir voru, og að þeir sökn- uðu þess, er hann nú var að kveðja sönggyðjuna að fullu. Hann ætlar síðan að helga rilstörfunum hina margkunnu listahæfiléika sina, það sem eftir er ævinnar. Eggert hefir sungið víða í stór- borgum erlendis og svo hér heima um allt land síðastliðin 36 ár. Hann hefir aflað sér fjölda vina og aðdá- enda, livar sem hann hefir farið, og þá ekki sízt fyrir einlæga, trygga og eldheita ást og trú á landinu kæra, íslandi. I Nú æílar .Eggert Stefánsson, söngv- arinn og rithöfundurinn, að koma hingað innan skamms og gefa vin- um og aðdáendum hér á Akureyri tækifæri til að hlýða á kveðju sina til sönglislargyðjunnar og jafnvel lesa upp úr verkum sínum. Þarf ekki að efa, að hverl sæti verður skipað í húsinu, og Akureyr- ingar þakka Eggerl sönglistina, rit- inennslcuna og ættjarðarástina þann- ig á viðeigandi hátt. /. N. Þeir, sem á skriðuna horfðu, með- an hún brauzt og ruddist áfram, segja frá hinu ógnarlegasta sjónar- spili: Því jafnvel þótt upptök henn- ar sýndust ei svo geysilega stór i öndverðu, og ei stærri en annara, sem þar í grennd utan og sunnan fall ið höfðu, svo líklegt þykja mátti hún staðnæmdist fyrr en reynslan sýndi, ruddist hún þó áfram með þvílíkum ofsa og ofurefli, að þeir, sem áttu á hlið lil að sjá, þóltust glögglega hafá séð hana lyfta sér frá fjallinu, nær hún í fyrstu tók sig upp, hvar fyrir liún umrótaði ölluni jarðveginum, reif upp með sér í því vatnsósa bratt- lendi svo ógnarþykkva jarðhnausa, svo föðmum skipti, og hleypti af stað miklum og hreiðum graslands- flaka. allt ofan undir fjallsrætur. En nær hún kom á flatlendið þar fyrir neðan, breiddi hún sig því meir og ógharlega út, sem það allra ákaf- asta kast á lienni stilllist þar nokkuð. En meðan hún veltisl svo fram á fjallsins undirlendi, en ofsavatnsflóð dundi á eftir, þótli þeim, sem fyrir neðan voru hjá bænum, sem allt ætl- aði um koll að keyra af dunuin og jarðartitringi. Nú sem hún kom fram á brekkuna, utan og ofan við bæinn, reisti hún sig svo hátt i loft upp með ógurlegasta biksorta undir að sjá, að öldungis skyggði á það háa fjall, sem bærinn stóð undir. (Eftir af- stöðu bæjárbrekkunnar og fjallsins, samt tiltölu hæðar brekkunnar og fjallsins frá bænum að sjá, hlýtur skriðan að hafa reist sig hér um 12 Lengi hefir ríkt ýmiskonar þjóð- trú um það, hvernig hœgt vœri rneð brögðum að vinna ást karls eða konu. Eftirfarandi frásögn um þetta efni er tekin úr „Þjóðháttum“ séra Jónasar frá Hrafnagili: „Þegar piltur og slúlka voru orð- in fulltíða, tóku þau að gefa hvort öðru auga, og var þá margt að at- huga. Þegar ástir lifnuðu milli pilts og stúlku, var að vísu ekki rnikið um það að segja. Það gekk þá vanalega eins og í sögu, eins og það gerir enn í dag. En ef einhverjir erfiðleikar voru á því, að stúlkan vildi líta við manninum eða pilturinn stúlkunni, sem þau höfðu fengið hug á hvort um sig, þá vandaðist málið. Þó var fólkið ekki alveg ráðalaust, því að víða spretta brönugrösin eða hjóna- rótin. Ræturnar eru kröftugastar til þeirra hluta. Undir hverju grasi eru tvær rætur, önnur hvöt, en hin blauð. Má þekkja þær sundur á því að ef þeim er varpað i vatn, flýtur hin hvata rótin, en hin blauða sekkur. Ræturnar skal grafa vandlega úr jörðu og gæta þess, að enginn angi slitni af, því að ef svo fer, missa þær krafl sinn. Til þess að ná ástum ein- livers skal leggja aðra rótina undir liöfuð (kodda) þess, sem maður vill ná ástum af, án þess að hann viti af, faðma á brekkubrúninni, skuli hún liafa getað hulið fjallið, en vera má, að hræðsluofsjónir áhorfenda hafi og svo fyrir glapið). Steyptist hún síðan niður af brekkunni fram yfir hús það, sem næst undir henni stóð, en skildi helming þess eftir óbrotinn; en fjósinu öllu með löðuheyi sópaði hún burt og gróf undir margra álna djúpri leirdyngju; og í sömu svipan ruddist hún yfir bæinn sjálfan, sem stóð þó vel svo 30 faðma langt frá íjósinu. brauL. og fyllti eitt og sér- hvert hús með öllum fjármunum, smáum og stórum, sem þar inni voru, og varp svo geysilegan leir- og aurdyngj uhaug að öllu sainan. Þar eftir breiddi hún sig út um allt mið- bik túnsins og veltist svo áfrain ofan að Eyjafjarðará, yfir um hana þvera og staðnæmdist loksins við vestara bakka hénnar. Setti því leirstíflu í ána um hríð. svo hún fékk ei fram runnið, allt þur til húh braut sér rás gegnum stífluna. Meðan þessi voðalegu undur á gengu, nam fólkið, af dauðans skeli- ingu frá sér numið, staðar, suður og fram á niel þeim, sem liggur fyrir neðan túnið, hvar kona Stefáns, sér ei til alllítils hugfróa mitt í þessum sviplegu sorgakjörum, fann barn silt, hvörs hún saknaði í öndverðu, hjá íólkinu, þar eldri stúlka af bóndans börnum hafði í skyndi gripið það með sér og í skyndi flúið undan öðr- um með það burt úr þessum heljar- kverlpm. en hina skal leggja undir sinn kodda. Er það sagt nær óbrigðult, ef rétt er að farið. Sumir segja, að leggja skuli hvötu rótina undir höfuð kvenna, og svo aftur á móti, ef duga skal. Sagt er og, að piltar eigi að vekja sér blóð og koma því einhvern veginn ofan í stúlku, sem þeir vilja ná ástum af, og það án þess að hún viti, og dugi það vel. Annað ráð höfðu og stúlkur til að fá karlmenn til að girnast sig og eíska; það var að koma einhvern veginn ofan í þá tíða- blóði sínu, annað livort í mat eða öðru. Sagt er, að ein stúlka hafi hnoðað því upp í brauðdeig og bak- að úr því köku og gefið manni þeim, er hún vildi ná á sitt vald. En maður- inn gaf hundi brauðið, svo að hún sá ekki, en eftir það tolldi hundurinn hvergi nema hjá stúlkunni (alm. sögn). Það er haft fyrir satt, að ef hundar sleikja tíðablóð kvenna, geti þeir aldrei yfirgefið þær framar. — Þá er og gott að taka svartan agat, skrifa nafn silt á hann, skafa nafnið ofan í messuvín og gefa stúlku þeirri. er maður girnist, mun hann þá ná ástum hennar. Yms önnur ráð voru til þess að ná ástum en þessi, en ásta- drykkir af útlendum rótum runnir, munu ekki hafa tíðkazt hér ó landi.“ ★ yaman og aLvara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.