Íslendingur


Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 30.04.1947, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 30. apríl 1947 7 Utan nr beimi aP Verð/aunakrossgáta Rússland: Rússneska stjórnin hefir sagt upp 600 þúsund starfsmönnum við sam- yrkjubúgarðana. Var allur þessi fjöldi skrifstofufólk. Hugmyndin meS þessari ráðstöfun er sú, aS bamdurnir muni leggja meira aS eér viS framleiSsluna, ef þeir geta orSiS vissir urn þaS, aS aSeins þeir, sem sjálfir starfa aS framleiSslunni fái íilutdeild í hinum sameiginlega á- góSa. Bretland: Dý^tíSin vex stöSugt í Bretlandi, og verS ýmissa vörutegunda er eí- •hækkandi. Ein ástæSan er hin mikla áherzla, sem lögS er á útflutning og hefir í för meS sér mikinn skort neyzlugæSa heima fyrir. Hin mikla eftirspurn veldur svo verShækkun á þeim fáu vörum, sem til eru. Svíþjóð: Innflutningshöft þau, sern sett hafa veriS í SvíþjóS, ná til amerískra kvjkmynda. Svíar hafa nú stöSvaS kaup á ýmsum munaSarvarningi er- lendis til þess aS reyna þannig aS spyrna gegn dýrtíSinni í landinu, sem aS sumu leyti hefir skapazt vegna mikilla vörulána Svía til annarra þjóSa, og hefir í för meS sér skort á Bandaríkj adollurum. Svíar verSa hins vegar aS flytja inn hráfilmur til kvikmyndaiSnaSar síns, og ame- rísk blöS benda á þaS, aS útflytjend- ur þar muni verSa tregir til aS eelja Svíum hráfilmur, meSan þeir banna innflutning fullgerSra kvikmynda írá Bandaríkjunum. Noregur: Bandarikin munu lána Noregi 325 miljónir króna til vörukaupa i Banda ríkjunum næstu 14 mánuSi. NorS- menn hafa í hyggju aS nota 240 milj. kr. af þessari upphæS til kaupa á járn- og stálvörum, verksmiSju- vélum, landbúnaðarvélum. vefnaSar- vörum, kolum, olíu, kopar, efnavör- um og öSrum hráefnum. NorSmenn munu greiSa 75 milj. kr. fyrir skipa- við’gerSir, farmflutninga og trygg- ingar í Bandaríkj unum. Rússland: Fregnir hafa borizt um þaS, aS rússneskir hermenn í Balkanlöndum gerist liShlaupar hundruSum eam- an, augsýnilega í mótmælaskyni gegn fyrirmælum um aS senda þá heim til Rússlands. Fyrir skömmu voru gefin fyrirmæli um allmikla fækkun setu- liSs í hernumdu löndunum, en þau höfSu í för meS sér stórfelld liS- hlaup, sums staSar slruku jufnvel herflokkar. Svíþjóð: Vörukaup Rússa í SvíþjóS eru enn mjög lítil, enda þótt margir mánuSir séu liSnir síSan þjóðir þessar gerSu ineS sér víðtæka viSskiptasamninga. AstæSan er sú, aS rússneskir erind- rekar eru að reyna að fá Svía til þess að breyta ákveðnum íegundum vélaframleiðslu sinnar eftir rússnesk- um uppdráttum. Þetta eru Svíar treg- ir til að gera. Auglýsið í Islendingi Skjaldborgarbíó ASalmynd vikunnar: ÖRLÖG RÁÐA Stórhostleg scensk mynd ejtir skáldsögu F. Thorén. VIVECA UNDFORS STIG JÁRREE o. fl. Nýr vDrubíll (Chevrolet) er til sölu. Skipti á góðum fólks- bíl gætu komið til greina. A v ó íbúð |í timburhúsi á góSum stað á Odd- leyri til sölu og laus til ibúðar 14. ‘mai. BJÖRN HALLDÓRSSON, héraSsdómslögmaður. Sími 312. Stofa til leigu fró 14. maí. Upplýsingar í síma 484 HERBERGI til leigu. A. v. ó. Fyrir rétta ráðningu þessarar krossgátu 'heitir blaðið 25 kr. verS- launum. Berist fleiri en ein rétt ráðn- ing, verður dregiS um verðlaunin. Ráðningar þurfa að vera komnar til blað'sins fyrir 15. maí. Lárétt skýring: 1. skánir 5. efna 8. lögg 9. víð 10. lasleiki 12. tveir eins 13. völlur 15. skyggna9t 16. fylgjn 17. hlaða (bh.) 18. heimreið 21. fimmtarþrautarmet- liafi 23. landnámsmaður 25. erfiðiS 28. leikir 30. skórnir 32. klettur 34. Svefnherbergissott ódýrt, úr góðu efni, er nú til sölu vegna húsnæSis- vandræða. A. v. á. svei! 35. tveir eins 37. mær! 38. frumefni 39. hrúgu 41. taug 43. nið 44. væri undir 45. dundar. Lóðrétt skýring: 1. undaulát (halli) 2. títt 3. reiði 4. k.k.ending 5. flókin ull (rugling- ur) 6. umdæmis 7. vandkvæði 9. tófunef 11. hlé 12. ræktar 14. ekki heima 16. stéttina 19. slá 20. fari 22. jaðar 24. hæng (skort) 26. fisk 27. frumefni 29. heiður 31. þef 33. blástur 36. fjær 39. gæmu 40. þaS að bóla á 42. tveir eins 43. óðal. Sdlríkt herbergi í nýju húsi til leigu frá 1. maí Upplýsingar .í síma 508, HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA Okkur sýndust þau vera rétt hjá okkur, en í rauninni voru þau ennþá langt í burtu. Við drógumst áfram, sífellt máttfarnari, án þess að hitta nokkurn mann eða finna vatnsdropa. Við rákumst aðeins öðru hverju á runna og sugum þá áfergjulega lyktarsterk blöð þeirra. í þeim var örlítill raki, en okkur logsveið af þeim bæði í munn og háls. Higgs, sem var veikbyggðastur okkar, gafst fyrst upp. Hann þraukaði hetjulega eins lengi og hann gat, meira að segja eftir að hann hafði orðið að fleygja rifflinum, sem hann megnaði ekki lengur að bera. Því höfðum við þó ekki tekið eftir. En þegar hann ekki lengur gat gengið óstuddur, tókum við Orme sinn undir hvorn handlegg hans og studdum hann þannig, á svipaðan hátt og ég hefi séð tvo fíla hjálpa særðum félaga .sínum. Eftir hálfa klukkustund voru kraftar mínir einnig þrotnir. Eg var seigur, þótt ég væri tekinn að eldast, og vanur eyðimerkurlífi og alls kyns harðræði. Hver myndi líka ekki verða það, eftir að hafa verið þræll kalífanna. En nú gat ég ekki meira. Eg nam staðar og bað hina að halda áfram og hirða ekki um mig. Orme rétti mér þegjandi vinstri handlegg sinn. Eg tók í hann, því að lífið er okkur öllum dýrmætt, einkum þegar maður hefir eitthvað til þess að lifa fyrir, og á eins og ég ósk, sem von er til að rætist. En ef satt skal segja, hgfði ég þó gleymt því um stund. Þannig gengum við áfram. Það var einna líkast því sem alsgáður maður leiddi tvo ölvaða félaga sína á brott frá ströngum lögreglumanni — í þetta sinn dauð- anum. 62 Líkamsþróttur Orme virtist vera óþrjótandi. Eða þá, að það var sálarþróttur hans og innileg meðaumk- un með okkur, sem vorum svo hjálparvana, er veitti honum þenna yfirnáttúrlega þrótt. Skyndilega hné hann niður eins og hann hefði verið skotinn og lá meðvitundarlaus. En nú virtist prófessor- inn rakna lítið eitt við, þótt hann sýnilega væri all- ringlaður. Hann þvældi eitthvað um það, hversu brjál- æðislegt það hefði verið að fara í slíkan leiðangur, að- eins til þe9s að eltast við tvö ljón. Eg ansaði honum ekki, en var hjartanlega sammála. Svo virtist liann á- líta, að ég væri prestur, því að hann kraup niður í sandinn og þuldi mílnalangar viðurkenningar um syndir sínar. Enda þótt ég hefði nóg með mínar eigin syndir og gæfi lítinn gaum að málæði hans, skildist mér þó, að syndir hans væru einkum í því fólgnar, að hann hefði ólöglega komizt yfir einhverja forngripi'og hefði auk þess yfirboðið aðra við kaup forngripa. Þar eð ég óttaðist, að hann kynni algerlega að missa vitið, varð ég að reyna að róa hann og gaf honum því nokkurs konar syndaaflausn. Eftir það lagðist aum- ingja Higgs við hliðina á Orme og bærði ekki á sér. Þarna lá þá vinur minn dáinn, eða alveg við að gefa upp andann. Og mér hafði þótt svo vænt um þenna vin minn, þótt hann hefði marga galla. Og við hlið hans lá hinn hrausti ungi maður í sama ástandi. Sjálfur var ég að dauða kominn. Hvað gat ég gert? Mér datt í hug að kveikja bál. Það gat ef til vill hrætt ljón og önnur villidýr á brott, svo að þau ekki rifu okkur í sig fyrr en við hefðum gefið upp andann. Það væri ægilegt að liggja hér 63 hjálparvana og finna þó, er þau læstu klónum í okkur. En nrig skorti orku til þess að safna nokkru brenni. Eg átti ennþá nokkur skot eftir í byssunni — þrjú voru þau nákvæmlega, hinum hafði ég fleygt til þess að losna við að bera þau. Eg ákvað nú að skjóta þessum skotum, þar sem þau ekki lengur gátu komið mér að nokkru haldi, hvorki til matfanga né varnar. Það kom þó síðar í ljós, að ég hefði haft not fyrir þau. En það var hugsanlcgt, jafnvel í þessari óendanlegu eyðimörk, að einhver heyrði skotin. Og ef ekki — þá, góða nótt! Eg reis því upp, skaut fyrsta skotinu og með sljóum liuga reyndi ég að hlusta eftir, livar kúlan félli niður. Síðan lagðist ég til svefns. Ylfur í hýenu vakti mig brátt, og ég sá skær augu hennar rétt hjá mér. Eg skaut á hana og heyrði hræðsluöskur. Þessi hýena þarf að minnsta kosti ekki meiri mat, hugsaði ég. Kyrrð eyðimerkurinnar lamaði mig alveg. . Mér fannst hún svo ógnþrungin, að það lá við, að ég óskaði eftir hýenunni aftur, svo að ég væri ekki einn. Eg tók riffilinn, miðaði upp í loftið og skaut síðasta skotinu. Eg fann hendina á Higgs og tók um hana. Ifún var þó að minnsta kosti tengiliður — sá síðasti milli mín og mannanna og umheimsins. Eg lagðist svo til hvílu við hlið dauðans, sem mér fannst leggja yfir mig hinn svarta hjúp sinn. Eg vaknaði og fann, að einhver var að hella vatni upp í mig. Eg er kominn til himnaríkis, hugsaaði ég, því að þá stundina Yar vatn og himnaríki eitt og hið

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.