Íslendingur


Íslendingur - 14.05.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 14.05.1947, Blaðsíða 4
 ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 14. maí 1947 ISLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaour: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýiingsr og »fjreið»l*: Svanberg Einarsson. Póithólí 118. PRENTSMIBJA BJÖKNS JONSSONAH H'F Frjáls samviQaahreyfíng. ^Þan(m6vot MeS stofnun kaupfélaganna var merkilegt spor stigið í efnahagsbar- áttu þjóðarinnar. Sú hugmynd, að hinir efnaminni þjóðfélagsborgarar mynduðu frjáls samtök um öflun nauðsynja handa sér við sem vœg- ustu verði, stefndi að því marki að gera einstaklingana efnahagslega sj álf stæða. Síðan kaupfélögin fyrst hófu starf- semi sína hér á landi, hafa þau innt af hendi merkilegt starf, einkum í þágu bændastéttarinnar. Þau hafa að verulegu leyti tekið í sínar hendúr afurðasölu bænda og stuðlað mjög að því að bæta íramleiðshi þeirra. Frá því að vera lítil innkaupafélög við erfið starfsskilyrði, eru samvmnu félögin eru voldugasti og fjár- sterkasti aðilinn í viðskiptalífi þjóð- arinnar. Ýms hinna umsvifameiri kaupfélaga eru nú tekin að stunda - margvíslegan atvinnurekstur, suman æði óskyldan hinum upphaflega til- gangi kaupfélaganna. Það ber á engan hátt að lasta það, ... þótt samvinnufélögin efli starfsemi sína pg geri hana sem fjölþættasta. Hinu er þó ekki að leyna, að mikil útþensla einstakra samvinnufélaga i hefir í för með sér nokkra hættu. Sú er ætlunin, að félagsmenn kaupfé- laganna séu hinir raunverulegu stjómendur þeirra, og er það í sam- ræmi við hinn upphaflega tilgang þeirra. Það er augljóst, að því um- svifameiri, sem félögin verða, því torveldara verður fyrir félagsmenn- ina að fylgjast með starfseminni og gagnrýna það, sem aflaga fer. Hætt- an er því sú, að allur þorri félags- mannanna verði algerlega óvirkir þátttakendur, og það verður því framkvæmdastjórn félagsins, sem öllu ræður. Þannig er það orðið með mörg kaupfélög landsins, að megin- hluti félaganna hefir misst alla yfir- sýn yfir' starfsemina og verður að taka góðar ög gildar tilllögur félags- stjórnanna um þessar eða hinar framkvæmdirnar, því að aðstaðan til rökstuddrar gagnrýni er ekki fyr> ir hendi. Það ber ekki að skilja þessi orð svo, að samvinnufélögin eigi að draga úr framkvæmdum sínum, en það verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að ýms hinna stærri kaupfélaga hafa raunverulega vaxið félögum sínum og eigendum yfir höfuð. Því verður heldur ekki Vorhreinsun. NÚ VORAR óðum, ug hýgrœSingurinn er farinn að skjóta upp kollinum hér í bæ/rum, þótt enn sé vetrarlegt um uð lil- ast í sveitunum í grennd. En það þarf margt að gera til þess að bærinn geli klæðst sumarskartinu og verði ekki eins og óþvegin og illa snyrt stúlka í fiigrum samkvæmiskfól. Alltof víða í bœnum sést allskonar rusl á almannafæri og kringum hús. Þetta þarf að hverfa. Nú er byrjað að hreinsa og lagfœra göturnar. Er það vel, þótt þar sé enn margt ógert. Bæjar- yfirvöld og bœjarbúar þurja nú að sam- einast um það að~ hreinsa bœinn og ryðja á brott bllu skrani og. rusli. Þrifnaður og hreinlœti er oftast gleggsti volturinn um menningu fólksins á hverjum stað. Hingað verður vœntanlega mikill straum- ur ferðafólks í sumar eins og- venjulega. Við skulum reyna að lála bœinn þá líla þannig út, að hann verði okkur til sóma. Brunarústir. AUÐA svæSiS sunnan viS Hótel NorSur- land þarf mikilla umbóta viS. Sérstaklega ber þó brýna nauSsyn til þess aS koma gem allra fyrst á brott brunaiústum þeim, Berfl þar eta í suSvesturhorninu. Er undar- k«t, aS ekki sknli fyrir löngu síSan vera neitað, ao stundum virðist himi ugþ- haflcgi megmtiigangur sarnvinnufé- laganna — öflun sem allra ódýrrasta nauðsynja — hafa orðið nokkuð ao gjalda þeirrar stefnu að koma á fót ýmisskonar nýrri starfsemi í sam- bandi viS kaupfélögin, sem þá hefir þurft að afla fjár til. Sannleikurinn er líka sá, að sum starfsemi hinna umfangsmeiri kaupfélaga veitir fé- lagsmönnum almennt vafasaman hagnað. Það er aftur á móti sam- eiginlegt hagsmunamál þeirra allra að fá sem ódýrastar vörur. Að þessu leyti hefðu hin voldugu kaupfélög- getað unnið mikilvægt starf á stríðs- árunum. Þau hefðu getað átt drjúg- an þátt í baráttunni gegn dýrtíðinni með því að halda vöruverðinu í lág- marki. Þannig hefðu þau reynzt hið árangursríkasta verðlagseftirlit og neytt kaupmenn tii þess að stilla á- lagningu sinni í hóf. Því miður völdu kaupfélögin ekki þessa stefnu, sem þó tvímælalaust hefði verið mest í þágu félagsmannanna. Það er ekki annað vitanlegt en þau hafi notað til hlýtar hina lögheimiluðu álagn- ingu, og þess voru jafnvel dæmi, að þau urðu brotleg við verðlagsákvæði. Þau greiddu að vísu nokkurn arð, en þó lítinn, ef borið er saman við ýms- ar staðhæfingar um þann óhemju gróða^ sem verið hafi af verzlun á þessum árum, og hversu álagningin hafi verið alltof há. Þótt ýras mistök hafi óneitanlega orðið í starfsemi samvinnufélaganna, haggar það á engan hátt þeirri stað- reynd, að þau eru í eðli sínu æski- leg. Hitt er óneitanlega nokkurt vandamál, hvemig á að búa svo um, að félagsmennirnir hafi sæmilega aðstöðu til þess að geta haft áhrif búið aS rífa þelta burt, því að þessi sviðni hjallur er va^gast sagt til engrar prýði. Sú hrelnsun má ekki dragast lengur. Oróinn í kvikmyndahúsunum. ILLA gengur að l'á unglingana til þess að þegja í kvikmyndahúsunum. Er það' þreytandi, þegar veriS er 'að sýna góðar myndir, að fá ekki að njóta þeirra fyrir sífelldum hávaða og óláttim í uhgl- ingum, sem ekkert skilja, hvað fram fer í myndinni. Þetta er erfitt úrlausnar, en full ástæða virSist til þess, að reynt væri í skólunum að brýna rækilega fyrir ungl- ingunum sómasamlega hegðun á opinber- um stöSum. Eg geri að vísu ráS fyrir, aS þetta sé gert aS einhverju leyti, en athug- andi væri fyrir skólana að' senda kennara öSru bverju á opinbera staSi, t. d. í kvik- myndabúsin til þess aS fylgjast með hátt- semi nemendanna. Rétt uppeldi á þessu sviSi er engu minna virSi en bóklegur lærdómur. BlaSinu hafa borizt nokkrar kvartanir um það, að ekki muni nægilega ríkt geng- ið eftir aldursskírleinum, þegar um sé aS ravSa myndir, sem bannaðar séu börnum. Hvort þetta er rétt, veit ég ekki, en aS Framh. á 7. síðu. FRA LIÐNUM DOGUM. Ur aldarfarsbó :i slarfsenn þeirra, l'h er það mjug vafasamur hagnaour fyrif atrhenn" ing, að kaupfélögin verði ein ráo- andi um alla verzlun í landinu og útiloki alla samkeppni. Þegar svo er komið, er ekki lengur uin frjáls sam- tök að ræða. heldur eru menn neydd- ir til þess að skipta við verzlanir kaupfélaganna, og enginn saman- burður fyrir hendi um verðlag. Ýmsir fórustumenn sanivinnufélag- anna hafa líka komið auga á þetta og talið æskilegast, að kaupmenn og kaupfélög störfuðu samhliða á jafn- réttisgrundvelli. Samvinnufélögin hafa hlotið við- urkenningu allrar þjóðarinnar, en því miður hefir ákveðinn stjórn- málaflokkur spillt mjög vinsældum þeirra með því að gera þau að póli- tísku vígi sínu og beita þeim oft og tíðum óvægilega til eflingar stefnu sinni. Þessi flokkur hefir reynt að telja fólki trú um það, að enginn gæti verið samvinnumaður, nema hann væri ,urn leið FramsóknarmaS- ur. Þessa reginfirru hafa þeir notaS sem rökseiíid fyrir því aS nota fé bænda og samvinnumanna úr öllum flokkum til stuSnings flokksblöSum sínum og gera kaupfélögin sjálf aS áróSursmiSstöSvum fyrir flokkinn. MeS þessu móti hefir Framsóknar- flokkurinn orSiS samvinnuhreyfing- unni fjötur umfót, og þau mistök, sem orðið hafa í starfsemi hennar, má fyrst og fremst rekja til flokks- sjónarmiða forustuliðsins. ÞaS cr mikil nauSsyn fyrir samvinnuhreyf- inguna, aS allir góðir samvinnumenn sameinist gegn þessari flokkslegu misnotkun á henni. Þá fyrst mun hún afla sér þess trausts, sem hún verðskuldar. / AJdarfarsbók Páls lögmatms Vídalín, ssem nœr yfir árin 1700— 1709, segir svo um undur, sem áttu að hafa sézt árið 1701: „8 Aprilis gerði áhlaupaveður og gerði víða í Húnaþingi fjártjón. Þá urðu og úti þar í héraðinu 9 eður fléiri fátækir meitn. I Þingeyjarsýslu norðan Vaðlaheiði féll fólk úr hungri. Var fallið í einum hrepp yfir 50 á Hallvarðsmessu. Á Suðurnesj- um var fiskileysi svo mikiS, að eng- inn þóttist slíkt muna né heyrt hafa, þó féll þar ekki fólk, því af steinbíti og smáþyrsklingi reittist til matur. Lögmaður Lauridtz átti þar sjómenn í veri, og ekki einn fisk eftir alla þá að vertíðarlokum. 25 Maij á hádegi sást á himni baugur í kringum sólu, fagur sem skærasti regnbogi, upp frá sól og niður, en yfir miSja sólina og gegnum þenna baug gekk baugur ahnar æriS stór, svo hami lá upp á loftiS, rétt yfir livirfli himins. Þar sem þessi stóri hringur gekk í gegn- um hinn minni, þann er var um j kring sólu, voru sólir tvær fyrir sól og eftir, en aðrar tvær óskærari voru gaghvarl þeim í þessum stóra hring, <Yn .i(i }»mr sýndiisl þoirn mifcla hríng næsla því i fjörðunga skipta, með', jiifim bili sín á millum. Þessi hring- ui' sást ei yfir eimr klukkiitíma, og meS honum hurfu sólirnar, én eftir varS rosabaugur um sólina. Þar eftir iim nónbil á sama degi sási enn aftur hinn sami stóri hringur um hvirfil himins, og gekk hann þá fyrir ofan þann rosabaug, er var um sólina, eo iiman í þeim hring hinum stóra var baugur annar aflangur sem egg, sá luktist í hinum stóra liring á 'báSum endum, svo aS lengd þess innra baugs var jöfn viS vídd hins stóra, en hyergi nær var sá innri svo víSur. Gekk um miSju þess innra hringsins þverbelti. ÞaS hafSi réttan regnboga- lit og sást litla stund, en hringarnir sjálfir voru fölhvítir. Á meSan voru fjórar sólir í rosabaug þeim, er um sólu girti. Sáust þessir hringar um ekki fullan klukkutíma. Sáust víSa um BorgarfjörS ský á lofti ýmislega lit, í landsuSri, suðurs og útsuðurs áttum, oftast um kvöld. Voru sum með bláum lit, sum með gulgrænum, sum meS rósrauSum og sum meS blóSrauSum lit, og blóS- rauSum oftast. Ekki vöruSu þau leingi í hvert sinn og hvurfu þau stundum snögglega, en stundum drógust þau af smásaman. Síðan jól sáust þau, og oftast ó Þorra og önd- verðri Góu og svo fram aS sumar- máíum. Svo sagði mér Halldór Ein- arsson, sern eflJr á var'ð sýslunjaður í Þingeyjai'sýslu, og vændist sögu föSurbróður síns síra Eiríks í Lum.li. Framh. á 7. aíðu. § aman og aivara. Fyrir nokkrum árum birtist éftir- farandi saga í islenzku límariti: New-York-maSur dvaldi í Kína í 14 ár og kom svo heim aftur. Hann segist varla getaS hugsaS sér ólíkari sta'Si. Segir hann af því margar skemmtilegar sögur. ViS þekkjum hvernig þaS gengur til, þegar maSur kemiir inn í banka til þess aS semja um lán, í Evrópu eða Ameríku. En í Kína gengur þaS þannig til: Herra Chang kerriur inn í banka sinn í Shanghai. Hann býSur kurteis- lega „góSan dag". ÞaS þykir engin skömm aS því aS heilsast í Kína. En ekki er nóg meS þaS, heldur verður að fara fram kynning. Bankastjóri spyr: „Má ég dirfast að sp)'rja um yðar hágöfuga nafn?" Chang svar- ar: „Mitt vesæla nafn er Chang. En óseigjanlegur heiður væri mér gerð- ur, ef ég fengi að vita yðar háttlof- aða nafn!" Bankastjórinn svarar: „Mitt allra undirgefnasta nafn er Ling." Þannig vill Chang helzt kynn- ast öllum, og /kiptast þeir á nafn- spjöldum. Ekkert liggur á. Enginn asi. Það er jafnvel ekki ósennilegt, að bankastjórinn bjóði Chang te. En svo þegar liðinn er hæfilegur tími, víkur Chang bankastjóranum afsíS- is og segir viS hann: „Eg á kost á aS kaupa Wangpoo-baSmullarverk- smiðjuna. En mig vantar tvær milj. króna til þess. Má ég biSja ySur, háttlofaSi herra Ling, aS eta meS mér kvöldver'ð annað kvöld, og þá verSa viS allir þeir, sern þessu máli eru venzlaðir." Bankastjórinn þegir og Chang kveðun Hann er ánægður. Því að ef neitun, væri í vændum, hefði banka- stjórinn vafalaust borið því við, að því miður væri aldarafmæli langafa síns á morgun, og hann færi því elcki aS heiman. Herra Chung myndi und- .ir eins hafa skiliS, aS þetta var neit- un, en þó án þess að þurfa að þola þá vanvirðu að fá hana framan í sig. # Bóndinn kemur heim þéttfulhtr: Heyrðu kona. Eg hefi týnt 100 krón- um gegnum gat á vasanum. Konan: 0, segðu mér nú ekkert um þetta. Ætli þú hafir ekki heldur týnt þeim gegnum gat á andlitinu á þér. # Prestur viS bónda, sem er nýbú- inn aS missa konúna: Já, Oli minn. Þetta hefir veriS erfilt. Oli: Erfitt! ÞaS var nú meira en erfitt, prestur minn. Eg var farinn að verSa hræddur um þaS um tíma, aS hún ætlaSi alls ekki aS deyja.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.