Íslendingur


Íslendingur - 21.05.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 21.05.1947, Blaðsíða 7
Miövikudaginn 21. maí 1947 7 ÞANKÁBROT 0 Framhald aí 4. síðu. an hina ýrasu skatta? Það væri raun þægi- legra, bæSi fyrir skatlayfirvöldin og skatt- greiSendur, ef liægt væri aS samlaga skatt- ana ntcir en verið hefir. Umferðamálin. Og SVO eru það umferðamálin liérna í bænum. Nú eru skilyrði til þess að taka uS vinna af krafti við umbætur á götun- um. Umferðanefnd gerði í fyrra ítarlegar tillögur um nauðsynlegar lagfæringar víða í bænum vegna öryggis umferðarinnar, en hræddur er ég um, að æði margt af þeitn tillögum sé ekki enn komið i framkvæmd, og er þao illa farið. Götur eru t. d. ekki svo víðar hér, að fært sé að láta síma- og ljósas'aura standa úti á sjálfri götunni. Á mi' sta kosti einum gatnamólum niðri á Eyri er símastaur svo langt úti á götu við gatnamót, að bifreiðar keyra báðum megin við hann. Það verður annars að korna hið bráð- asta í jörð þeint aragrúa af leiðsluvírum, sem allir þessir vandræðastaurar eru nú lá! ir bera uppi. Er óviðunandi að fá ekki jarðlögn fy 'r símann. Bekkir á torgið. NÚ í veðurblíðunni er fólk farið að sakna bekkjanna, sem voru á torginu. Þeir munu hafa verið teknir burtu í haust og ber ekki að lasta þá fyrirhyggju, en i.ú mætli gjarnan flytja þá á sinn stað aftur. Fram h al dssagan. KONA skrifar blaðinu og þakkar fyrir framhaldssöguna, en finnst koma of lítið í hvert skipti. Þetta sjónarmið er mjög sktíjanlegt, og mun reynt að bæta úr því, eftir því sem kostur er á. Þakkar bla'ðið hið vinsamlega bréf og mörg önnur slík, sem blaðinu liafa borizt. Er því mjög kær- komið að fá frá lesendum sínum tillögur um fefnisval í blaðið. Alþingi 1855 Frarnli. af 4. síðu. ust um í bólinu, fóru íslendingar aó rumskast'líka, og lieimtuðu stjórnar- skipun. Konungur sendi eina undir eins, er greifi Trampe átti að leggja fyrir alþing, er kallað var sainan til að ræða þetta mál, en þingið las ekki einu sinni frumvarpið, sem stiptamt- maðurinn lagði fyrir þá, heldur iók það sjálft að búa sér til stjórnarskip- un. Greifinn' sagði, að það leyfðist ekki, þeir yrðu að hafa hið konung- lega frutnvarp fyrir undirstöðu, en hreytingar mættu þeir gjöra þær sem þeir vildu. Þegar þeir sátu við sinn keip, liótaði hann að slíta þinginu. Þingmenn mönuðu hann til þess og hann gjörði það — og álíta flestir, að það hafi ve.lð ástæðulaust, og því sé ekki bót r.iælandi. Óhljóðin sem urðu þegar þinginu var slitið hefðu mátt skjóta þeirn skelk í bringu, er ekki var eins einbeittur og greifinn. Eptir þetta varð nokkurs konar uppreist, svo að það varð að senda herlið til landsins til þess að koma friði á aptur. Þessi herflokkur var nú ekki stærri en 1 undirforingi og 36 menn, og undir eins og þeir komu og sýndu sig hættu óeirðirnar. Nú sem stendur liggur þessi mis- klíð öll í þagnargildi. Hvaða eina, sem stjórnin leggur fram íslandi til gagns mætir mótspyrnu. Og þegar stjórnin skiptir sér ekkert af lands- mönnum, þá gera þeir ekkert annað en kvarta um a'ð stjórnin vanræki þá “ Sjötugur varð fyrir skömmu síðan Magnús Magnússon, verkamaður. Ráðhús- stíg. Sextugur varð 12. þ. m. Tryggvi Jóna- lansson, verkamaður, Lækjargötu 6. ítóradagurinn. Einn dagttr á ári hverju er helg- aður mæðrunum, er jrað venjulega síðasti sunnudagur í maí. Tilgangur dagsins er fyrst og fremst sá, að gefa þeim, sem vilja, tækifæri á að sýna mæðrum sínum ást og virðingu á ýmsan hátt, .svo sem með því, að færa þeirn blóm eða gle'ðja þær ó annan hátt. Væri vel til fallið að börn og eiginmenn leysi þær frá störfum þennan eina dag ársins. Þá gætu þær notið hvíldar og fundið að .dagurinn væri þeirra dagur. I nágrannalöndunum er dagurinn sá dagur ársins, sem einna mest blómasala fer fram á, því flest heimili eru blórnum skrýdd móðurinni í húsinu til heiðurs. í Jretta sinn verð- ur Mæðradagurinn haldinn hátíðleg- ur hér á Akureyri á annan í hvíta- sunnu. Verður þá efnt lil fjársöfnun- ar til styrktar starfsemi Mæðrastyrks- nefndar Akureyrar, verða seld merki (Mæðrablóm) og fleira gert til fjár- öflunar. Er þess að vænta að bæjar- búar styðji starfsemi nefndarinnar og verði örir á fé, kaupi merki, sæki skemmtanir hennar o. s. frv. Undan- farin sumur, hafa konur með hörn notið hvíldar í tíu daga hver á veg- um nefndarinnar. Síðastliðið sumar voru það ]8 konur me'ð 18 börn. Einnig hefir nefndin skrifstofu opna tvo daga í viku, þar sem konur fá ýmsar leiðbeiningar og hjálp og fjórhagslega aðstoð, eftir getu nefnd arinnar. Fyrir jólin í vetur hafði nefndin fjársöfnun og úthlutaði föt- utn og peningum til þrjátíu og þriggja einstaklinga og fjölskyldna. Brugðust bæjarbúar þá vel við til- mælum nefndarinnar, treystum við því að svo verði einnig nú. Mœðrastyrhsnefnd Ahureyrar. Jarðarför móður minnar, Sólrúnar Oddsdóttur, sem andaðist 10. maí síðastliðinn, er ákveðin fimmtudaginn 22. maí og hefst með húskveðju að heimili hennar Skjaldarvík, kl. 1,30 e. h. Jarðað verður að Glæsibæ. Sætaferðir frá B. S. A. kl. 1. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Stefán Jónsson. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu samúð og hlut- tekningu við fráfall og jarðarför eiginmanns mfns, Guðmundar Guðmundssonar á Þúfnavöll um Votta og Kaupfélagi Eyfirðinga alúðar þakkir fyrir virðingu þá, er það sýndi minningu hins látna. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda Guðný Loftsdóttir. % i I I I I M 1 I i otsala Útsala hefst í dag ó gölluðum AMARO UNDIRKJÓLUM NÁTTKJÓLUM og BUXUM ÁMAROBÚÐIN (Áður verzl. B. Ryel). 41 | 1 i I | '//1 I 1 1 i 1 1 'óiÍm - Auglýsið f „íslendingi" - HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA tveir voru alltaf liðþjálfinn og svo auðvitað húsbóndi hans. Eg hefi aldrei kynnst eins fórnfúsum manni og Orme. Það var ekki nokkur leið að fá hann til að setj- ast á bak, þótt ekki væri nema hálfa klukkustund. Þegar ég gekk, reið því engin'n á öðrum úlfaldanum. En eftir að Higgs einu sinni var kominn á bak, lýsti liann því yfir, að þar myndi hann verða, enda þótt sárin yllu honum miklum þjáningum við núninginn. „Hér sit ég, og hér ætla ég að sitja“, endurtók liann hvað eftir annað, bæði á ensku, frönsku og ýmsum austurlandamálum. „Eg hefi nú reynt svo mikið á fæturna, að það ætti að vera nægilegt fyrir allan þann hluta æfinnar, sem ég á eftir ólifaðan.“ Við Higgs sáturn báðir í söðlunum er við allt í einu keyrðum liðþjálfann skipa úlföldunum að nema stað- ar. Eg spurði, hvað væri að. „Lítur út fyrir að vera Arabar, læknir,“ sagði hann og benti á reykský, sem nálgaðist. „Ef svo er,“ sagði ég, „er bezt að láta sem við sé- um alls ekki hræddir við þá og ríða bara áfram, þá hygg ég, að þeir geri okkur ekki neitt.“ Eftir að við höfðum þannig búið um vopn okkar, að við gætum fljótt gripið til þeirra, riðum við áfram, en Orme og liðþjálfinn gengu á milli úlfaldanna. Brátt mættum við úlfaldalestinni og sáum þá, okkur til undr- unar, að það var enginn annár en Shadrach, sem var í fararbroddi, ríðandi á úlfaldanum, sem vinkona mín í Mur hafði gefið inér. Við stóðum augliti til auglits og störðum hver á annan. „Við Arons skegg! Eru það þér, heriar mínir?“ .spurði hann. 71 „Við hár Móse! Já, það er svo,“ svaraði ég all- hörkulega. „Og ég sé, að þið eruð að laumast á brott með allar eignir okkar.“ Eg benti á úlfaldana, sem voru klyfjaðir farangri okkar. Svo komu útskýringar og lieill orðaflaumur af af- sökunum, sem þó liafði lítil áhrif á Iliggs. Og þar sem hann talar arabiskii og allar hennar mállýzkur eins og innfæddur, hellti hann yfir Shadrach og félaga hans slíkum straujni austurlenzkrá skammaryrða, að þcir ldjóta að hafa orðið forviða á málakunnáttu hans. Kvik liðþjálfi tók rækilega undir á ensku. Orme hlustaði á nokkra hríð, en sagði svo: „Láttu þetta nú nægja, gamli vinur. Ef þú heldur svona áfram, endar það með áflogum. Og þér Kvik gjörið svo vel að halda yður saman. Það er enginn skaði skeður, úr því að við höfum rekizt á þá. Og Shadra'ch, vinur, snúðu nú til baka með okkur til vinj- arinnar. Við höfuin í hyggju að hvílast í nokkra daga.“ Shadrach var allsúr á svipinn og tautaði eitthvað um það, að við gætum snúið við og fylgt þeim. En þá dró ég upp hring drottningarinnar af Saba, sem ég hafði fengið meðferðis sem jarteikn frá Mur. Eg hélt hringnum rétt fyrir framan augun á honuin og sagði: , Reyndu að óhlýðnast, og þú munt fá að standa reikn- ingsskap gerða þinna fyrir henni, sem sendi þig. Því að þótt þú kæmir okkur fjórum fyrir kattarnef „— og ég leit hvasst á hann —“ þá láttu þér ekki hugkvæm- ast, að þú getir leynt því. Hér eru of mörg vitni til þess.“ Án þess að segja eitt orð, hneigði hann sig fyrir hin- um helga hring, og við snérum allir aftur til Zeu. V. KAPITULI FARAO FER Á STÚFANA Sex vikur liðu, og umhverfið tók að fá á sig annan blæ. Að lokum komum við út úr hinni víðáttumiklu eyðimörk, sem eftir okkar útreikningi var mörg hundr- uð mílna breið. Við lentum þó ekki í neinum stórkost- legum ævintýruin, eftir hörmungar okkar við vinina. Férðin hafði í raun og sannleika verið hræðilega til- breytingarlaus, en þó með vissum töfrablæ, að minnsta kosti fyrir Higgs og Orme, sem aldrei höfðu séð neitt slíkt áður. Dag eftir dag ferðuðumst við í gegnum þetta sand- haf. svo einmanalegt og eyðilegt, að vikum saman hittum við ekki einn einasta mann, ekki einu sinni neinn af hirðingjum eyðimerkurinnar. Dag eftir dag sáum við sólina, stóra og rauða, rísa upp úr sandinum í austri og hníga til viðar í sandinn í vestri, eftir að hafa lokið dagsferð sinni. Nótt eftir nótt sáum við tunglið breyta öllum þessum sandi í silfurhaf — sama tunglið og miljónir augna í borgum heimsins horfðu á. Og í tjpru loftinu horfðum við á stjörnurnar, er við höfðum að leiðarvísi, þar sem þær runnu hátignarlega eftir brautum sínum gegnum himingeiminn. Og svo vitneskjan um það að þetta stórkostlega landrými, sem nú var svo ólýsanlega einmana og yfirgefið, hafði eitt

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.