Íslendingur


Íslendingur - 21.05.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 21.05.1947, Blaðsíða 8
EFST Á BAUGI: Eignakönnunin. „Kaldbakur". 1. 0. 0. F. 1295238Vz Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 á hvíta- sunnudag. Hjúskapur. Þann 9. maí gaf. séra Pétur Sigurgeirsson saman í hjónaband ungfrú Stefaníu Kristinsdóttur og Jónmund Zóphóníasson, starfsmann við sæðingastöff- ina. Heimili þeirra er Brekkugata 12. Hjúskapur. Þann 10. maí gaf séra Pétur Sigurgeirsson saman í hjónaband ungfrú Sigurlaugu Kristinsdóttur og Asgeir Stef- ánsson, járnsmiff. I kvöld keppa drengir í knattspyrnu, KA og Þór — tveir leikir í 3. og 4. flokki. Ferming á annan í hvítasunnu í Lög- mannshlíff kl. 2 e. h. — Anna Sigrún Árna- dóttir, Einar Marteinn Gunnlaugsson, Guffmundur Stefán Hafliffason, Guffrún Sigþrúður Gunnarsdóttir, Jenný Olöf Val- steinsdóttir, Kristhjörg Bernharðsdóttir, Kristinn Hólmgeir Bergsson, Matthea Arn- þórsdóttir, Ólafur Jacobsson Gunnlaugs- son. Sjötugur varð í gær Bergsteinn Kolbeins son, óðalsbóndi aff Leifsstöðum. Áður bóndi í Kaupangi. Mikill framfaramaður og einn helzti maður í sinni sveit um langt skeiff. Steján Ágúst Kristjánsson, forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar, varff fimmtugur síffastliðinn miðvikudag. Hann hefir um langt skeið verið leiðandi maður í ýmsum félagssamtökum hér í bæ og hefir jafnan þótt drjúgur liðsmaffur, enda vinnur liann meff áhuga og atorku að hverju hugsjóna- máli sínu. Stefán er í hópi ötulustu bar- áttumanna bindindishreyfingarinnar og hefir einnig unniff mikið starf í þágu Tónlistarfélags Akureyrar. Mjög var gest- kvæmt á heimili Stefáns á afmælisdaginn og bárust honum margar gjafir og heilla- skeyti. Listigaðurinn verður væntanlega opnað- ur fyrir almenning á hvítasunnudag, ef veffur leyfir. Enn er jarðvegur nokkuff blautur sumstaffar í garffinum. Frá starjinu í Zíon. Á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu verffa almennar sam- komur, kl. 8,30 báffa dagana. — Gunnar Sigurjónsson, cand. theol talar. Allir hjartanlega velkomnirb Biblíu-námsflokkur hefir starfað í vetur á Sjónarhæð og haldið þrjár mjög fjölsótt- ar vitnisburffasamkomur, affallega fyrir æskulýðinn. Nú er í ráffi að halda.almenna samkomu meff vitnisburffum, söng og stuttri ræðu í Nýja Bíó á hvítasunnudag kl. 5 síffdegis. Allir eru velkomnir, en ungu fólki sérstaklega boðið. Sœmundur G. Jóhannesson. Hjálprœðisherinn. — Hvítasunnudagur: Kl. 11 Helgunarsamkoma, kl. 8,30 Opinber samkoma. Foringjar og hermenn taka þátt í samkomunum. Allir hjartanlega velkomn- lcudmauv Miðvikudaginn 21. maí 1947 „íslsndingur" kemur út yikulega, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur órgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. Handavinnusýning Gagnfræðaskólanem- enda verffur í skólanum á 2. í hvítasunnu. Sýningin verður opin frá kl. 10—10. Sjá nánar augl. í blaffinu. Ráðning á verðlaunakrossgátu verffur að bíða næsta blaðs. Síðastliðið sunnudagskvöld kviknaði í Brekkugötu 8 á efri hæff hússins. Tókst að slökkva eldinn, áður en verulegar skemmd ir urðu. Taliff er líklegt, aff kviknað hafi í út frá rafmagni. Fyrir nokkru hrundi hluti af þaki gisii-' hússins í Vaglaskógi. Blaffið hefir ekki getað getaff aflaff sér nánarl upplýsinga. Móttekið á afgr. Islendings áheit á Strandarkirkju, frá gömlum sjómanni kr. 20,00. — Sent áleiðis. Fcrðir, blað Ferðafélags Aktireyrar, 1. tbl. 8. árg. er nýkomið út. Þ. Þ. ritar um Grána, sæluhús inn af Eyjafirffi, þá cru Ferðaþættir af fjöllum, Ijóff eftir B. E. -— Gengið á Strýtu eftlr Ólaf Jónsson frá Skjaldarstöðum -— Ferffaáætlun Ferffafé- lags Akureyrar 1947 og fréttir frá félaginu. 7 ára listamaður. Fyrir skömmu b'rtist í Morgunblaffinu frásögn eftir Ævar Kvar- an um 7 ára listakonu íslenzka, sem lék einleik á píanó á hljómleikum í London og vakti mikla lirifningu. Hann getur þess, að hin unga stúlka, sem er dóttir Jóhanns Tryggvasonar, njóti einskis styrks frá ís- lenzka ríkinu, þótt hún eigi ef til vill eftir aff verffa þjóff sinni til mikils sóma, ef henni eru sköpuð skilyrði til þess. Faðir hennar stundar sjálfur dýrt tónlistarnám í Bretlandi, en fær þar ekki vinnu, því aff hann er útlendingur. 1 Reýkjavík hefir veriff efnt til samskota til styrktar Þórunni litlu, svo að hún geti notiff fullkominnar kennslu. Vilja ekki einhverir listunnendur hér á Akureyri líka sýna litla tónsnillingnunr hlýhug sinn? Blaffið mun fúslega taka á móti gjöfum til Þórunnar litlu og koma áleiðis. „Húrra krakki" sýnf á Akureyri Starfsmannafélag SIS á Akureyri hefir nú nokkrum sinnum sýnt gam- anleikinn „Húrra krakki“ við ágætar undirtektir. Jón Norðfjörð hefir æft leikinn og stjórnar honum. „Húrra krakki“ er sprenghlægi- legur gamanleikur, og fólk getur átt örugga hressandi hláturstúnd við að horfa á hann. Leikendur eru: Hans Hansen, Indíana Ingólfsdóttir, Arnór Einars- son, Þórdís Gísladóttir, Almar Jóns- son, Jóhanna Tryggvadóttir, Ilerbert Trvggvason, Hjörleifur Hafliðason og Jóhanna Björnsdóttir. Því miður hefir blaðið ekki enn haft aðstöðu til að notfæra sér boð félagsins að sjá leikinn, og verður því ekki dæmt um meðferð leikenda á hlutverkum sínum. % Tvö samliggjandi herbergi til leigu fyrir einhleypa. — Uppl. í Brekkugötu 29 (að norðan). Verkamenn gegn verkíalls brölti kommHnista. Hin kommúnistiska stjórn Alþýðu- sambands Islands sendi fyrir nokkru út bréf til verklýðsfélaganna, þar sem hún óskaði eftir því, að þau segðu upp samningum sínum vegna nýju tollalaganna og gerðust þannig málsvarar þeirra ríkustu í þjóðfélag- inu. Á almennum félagsfundi í Verka- lýðsfélaginu „Baldur“ á ísafirði var Heiniilisiðna^arsvning. Landbúnaðarsýning fyrir land allt verður, sem kunnugt er, haldin í Reykjavík í júnímánuði næstkom- andi. Einn lílill þáttur í þeirri sýn- ingu er heimilisiðnaður. Landssam- band kvenna sér um þá deild, og saína konur um land allt til hennar. Munirnir eiga að vera komnir suð- ur um þessi mánaðamót. Kvenfélög á Akureyri, sem eru i Landssambandinu, gangast fyrir sýn ingu fyrir Akureyrarbæ, ásamt Heim ilisiðnaðarfélagi Norðurlands, og verður hún haldin dagana 24., 25. og 26. þ. m. í Gildaskála Hótel KEA frá kl. 3—10 alla dagana. Þess er óskað, að þeir sem vilja láta muni á sýninguna, geri svo vel að afhenda þá sem fyrst vel merkta í Ilannyrðaverzlun Ragnheiðar O. Björnsson. Allar sýningar, og þá einn ig þessi fyrirhugaða, eru haldnar í því skyni að þar megi koma fram það fallegasta og hentugasta af því, sem unnið er á heimilunum. Sérhvað það, sem sýnir hugkvæmni höfundar og smekkvísi, á þar vel heima. -— Við treystum því, að bæjarbúar taki þess ari málaleitun vel, og lófi sem flest- um að njóta kunnáttu sinnar og smekkvísi. Nejndir félagantia. Spellvirki frarnin í landi Skógræktarfélagsins Síðastliðinn sunnudag kveiktu nokkrir unglingar í sinu í landi Skóg- ræktarfélags Eyjafjarðar í Vaðla- heiði. Ollu íkveikjur þessar talsverð- um spjöllum á trjáplöntum, sem þarna höfðu verið gróðursettar. Nokkrar skátastúlkur reyndu að slökkva eldinn, en tókst ekki fyrr en fullorðnir menn komu á vettvang. Lögieglan hefir haft upp á ungling- um þeim, sem þarna voru að verki. Svæði það, sem hér er um að ræða, er afgirt, og hefir Skógræktar- félagið lagt jnikið í kostnað við að undirbúa þarna framtíðarskóg. Væri mjög leilt, ef allt það starf væri ó- nýtt mcð spellvirkjum sem þessum. samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum, gegn atkvæði Halldórs Ólafssonar, ritstjóra kommúnista- blaðsins þar, svohljóðandi tillaga: „Út af bréfi stjórnar Alþýðusam- bands íslands frá 23. f. m., þar sem þess er óskað, að verkalýðsfélögin segi upp kaupgjaldssamningum vegna nýju tollalaganna, þá lýsir „Baldur" yfir því, að það telur ekki ástæðu vegna umræddra tollalaga að segja upp núgildandi kaupsamningum fé- lagsins, og það mun því ekki þeirra hluta vegna segja upp samningum sínum. Jafnframt mótmælir félagið því eindregið, að verklýðssamtökunum sé misbeitt með því að stofna til póli- tískra verkfalla í þeirra nafni, og tel- ur Verklýðsfélagið „Baldur" sér ó- viðkomandi vinnudeilur og verkföll, sem þannig er til stofnað.“ Þá hefir Verklýðsfélagið „Víking- ur“ í Vík í Mýrdal einnig neitað að eiga nokkurn hlut í hinum pólitísku verkföllum kommúnista. Segir m. a. svo í bréfi formanns „Víkings“: „Við erum staðráðnir í því að fylkja okkur ekki undir merki ofstækisfullra niðurrifsmanna, sem telja það helga skyldu að kollvarpa því, sem vel er gert, heldur þeirra, sem vilja byggja upp hag þjóðfélagsins með skyn- semi og glöggri athugun á því, sem okkar unga lýðveldi má gifta af stafa.“ Enn er ekki vitað, hvort kommún- istar þora að leggja út í verkföll, eftir þær hrakfarir, sem þeir fóru í „Dagsbrún“, en þeir munu ætla sér að krefjast 35 aura grunnkaupshækk- unar. Dömuháleistar Dömupeysur Telpukápur Drengjavesti VERZL. BALDURSHAGIÍ Sími 234. Kvensokkar [Silki 5.30, 6.85, 10.35j 16.85,31.40. iSilki og ísgarn 6.40. |Bómull og ísgarn 5.90. Bómull 4.95, 4.35. :H.f. VALDABÚÐ Gólfdreglar Gardínugormar Riímdýnur ágætar VÖRUHÚSIÐh.f : Handklæði (Khakiiirir) Glasaþurrkur 1 VÖRUHÚSIÐh.f I t í Kex ísi. — danskt. Haframjöl í pökkum Hrísgrjón í pökkum Maizenamjöl Kartöflumjöl Rúsínur VÖRUHÚSIÐh.f Kvenblússur Verð frá kr. 33.00. Kvenpils Sundbolir Sundbuxur Sundhúfur Þvottapokar hv. og misl. Karlm.nærföt mikið úrval Gúmmíhanzkar BRÁUNS-verzlun Páll Sigurgeirsson Karlmanns-reiðhjól „Raleigh“ dálítið notað, ágætu standi, til sölu í ÁSBYRGI b.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.