Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1947, Síða 1

Íslendingur - 28.05.1947, Síða 1
XXXIII. árg. MiSvikudagur 28. maí 1947 21. t:bl. Frá komu Kaldbaks. Efst: Mannfjöldinn á bryggjunni. — / miðiS: Kaldbakur kemur f-yrir Tang- ann. — NeSst: Forseti bœjarstjórnar heldur rceSu af stjórnpalli skipsins. ViS hliS lians eru framkv.stjóri JJtgerSar- félags Akureyringa, GuSmundur GuS- mundsson, Jakob Frímannsson, kaup- félagsstjóri, Helgi Pálsson, formaSur UtgerSarfélagsins, og Sœmundur AuS- unnsson, skipstjóri. (Ljósm. E. Sigurgeirsson). Hinn árlegi sjómannadagur er há- tíðlegur haldinn um land allt næst- komandi sunnudag. Sérstakt sjó- mannadagsráS sér um hátíSahöldin hér á Akureyri. Á laugardagskvöld fer fram kapp- róSur hér á Pollinum, og verSur veS- banki starfræktur í sambandi viS róSurinn. Slysavarnasveit kvenna hefir þegar látiS skrá fjórar sveitir kvenna til þátttoku, en tjkki hefir sjó- mannadagsráSinu enn veriS tilkynnt um neina karlasveit. Væri þaS hin mesta háSung fyrir karlmenn hér í bæ, ef þeir létu konur einar mæta til leiks í þessari íþrótt. Fer þá aS minnsta kosli aS verSa æSi vafasamt aS kalla kvenfólkiS veikara kyniS. Ættu félög sjómanna og skipshafnir Framhald á 8. síðu. Víðtæk eignakönnun fram - kvæmd í haust. KVENNAFUNDUR á Akureyri um áfengismál. Ti/gangur að færa tramtöl manna í rétt hort. Alþingi samþykkti svo að segja breytingarlaust frumvarp ríkis- stjórnarinnar um eignakönnunina. Er þar með orðið að lögum enn eitt stefnuskráratriði núverandi ríkisstjórnar, þótt enn sé ekki sýnt um árangur eignakönnunar þessarar. Með henni er þó stefnt að því mikilvæga takmarki, að hægt verði að verulegu leyti að uppræta þau óhæfilegu skattsvik, sem tíðkast liafa undanfarið. Vill láta stofna áfengis- bandalag kvenna á Akureyri. Árið 1947, þriðjudaginn 20. maí var haldinn fulltrúafundur kvenna um áfengismál á Hótel KEA Akur- eyri. Á fundinum mættu fulltrúar frá fjórum félögum í bænum: Kvenfél. Hlíf, kvenfél. Framtíðin, verkakv.fél. Eining og Kvennadeild Slysavarna- félagsins. Fundarstjóri var Guðný Björnsdóttir en fundarritari Jónína Steinþórsdóttir. Framsögu hafði Elísabet Eiríksdóttir. Eftir talsverð- ar umræður voru samþykktar eftir- farandi tillögur. Og vill fundurinn sérstaklega vekja athygli félaganna á að taka afstöðu til síðustu tillögunn- ar fyrir hinn tilnefnda tíma. 1. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri skorar á Alþingi og ríkis- stjórn, að áfengisútsölum á Norður- landi verði lokað yfir síldveiðitím- ann. 2. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda á þessu ári. 3. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri mótmælir frumvarpi, sem fram hefir komið á Alþingi, um heimild veitingahúsa til áfengissölu. 4. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri skorar á þingmenn, bæjarfull- trúa og aðra trúnaðarmenn ríkis, hæja- og sveitarfélaga að útiloka með öllu vínveitingar í samsætum og opinberum veizlum, sem haldnar eru á þeirra vegum. 5. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri skorar á Alþingi og ríkisstjórn að finna aðra fj áröflunarleið fyrir ríkissjóð en áfengissölu. 6. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri skorar á bæjarfógetann á Ak- ureyri að auka eftirlit með sölu á- fengis til unglinga innan 21 árs og einnig að herða á lögreglueftirliti með leynisölu. Ennfremur að loka ölstofunni í Geislágötu og knattborðs stofunni í Glerárgötu. 7. Fulltrúafundur kvenfélaga á Ak- ureyri leggur til að stofnað verði hér á Akureyri áfengisvarnabanda- lag kvenna og óskar eftir að öll kven- félög bæjarins taki þátt í því, og gefi svar fyrir 15. okt. næstkomandi. Eignakönnunin hefir um langt skeið verið ofarlega á baugi hjá al- menningi, enda er nauðsynlegt, að fólki sé til hlýtar kunnugt um höfuð- atriði þessarar áður óþekktu löggjaf- ar, þar eð framkvæmd hennar snert- ir alla skattgreiðendur að einhverju leyti. Iíaup ríkisskuldabréfa. Áður en eignakönnunin hefst, verð ur almenningi gefinn kostur á að kaupa ríkisskuldahandhafabréf, sem Landsbankinn annast sölu á. Eru bréf þessi til 25 ára og bera 1% vexti. Gefst mönnum á þenna hátt kostur á að losna við undandregið fé sitt, því að bréf þessi verða undan- þegin eignakönnuninni, og þau eru skattfrjáls til ársloka 1952. Framtöl. Eftir að úthoðstími bréfa þessara er liðinn, er gert ráð fyrir hinni raun- verulegu eignakönnun og skal hún fara fram á tímabilinu frá 1. seplem- ber til 31. des. n. k. eftir nánari á- kvörðun fjármálaráðherra. Skal þá fara fram sérstakt framtal eigna og tekna, og eru allir þeir framtalsskyld- ir, sem fram eiga að telja til skatts, skv. gildandi skattalögum. Komi þá fram áður undandregið fé, fer sem hér segir. Af allt að 25 þús. kr. eign, er sannan lega hefir verið til orðin fyrir 1. jan. 1940, og þá og síðan hefir verið und- an framtali dregin, skal ekkert gjald greiða. Af eign, sem til hefir orðið eftir 1. jan. 1940, og dregin hefir verið undan framtali, skal ekkert gjald greiða af fyrstu 15 þús. kr., af 15—25 þús. kr. greiðist 5%, af 25— 35 þús kr. greiðist 10%, og af 35— 45 þús. kr. greiðist 15%. Af því, sem umfram kann að vera, greiðist skatt- ur skv. gildandi skattalögum án skatt- sekta. Sé ranglega skýrt frá eignum á hinu sérstaka framtali, skal hin und- andregna eign falla óskipt til ríkis- sjóðs. Sé ekki talið fram, eða þá ranglega, varðar það allt að 200 þús. kr. sektum. Innköllun peninga. Landsbankinn skal á framtalsdegi innkalla alla seðla sína, og verða ný- ir seðlar afhentir í staðinn. Eigendur seðla fá 9 daga frest til þess að af- henda þá, en frá upphafi framtals- dags er afhending, viðtaka og sér- hver önnur ráðstöfun á innkölluðum peningaseðlum óheimil manna á milli. Framtalsdag og tvo næstu daga er þó heimilt að nota 5 og 10 króna eldri seðla til nauðsynlegra viðskipta. $é seðlum ekki framvísað, verða þeir ógildir. Bankainnstæður og handhafahréf. Skrá skal allar bankainnstæður manna og öll handhafabréf. Ber hverjum innstæðueiganda að afhenda hlutaðeigandi lánsstofnun yfirlýsingu um innistæðu sína, og má lánsstofn- un ekki greiða fé út fyrr en þessar yfirlýsingar liggja fyrir og sannreynt hefir verið, að þær séu réttar. Þá skulu allir eigendur eða vörzlumenn handhafabréfa láta skrá þau. Verða bréfin þá stimpluð, og er sérhver ráðstöfun á framtalsskyldu verðbréfi óheimil og ógild eftir framtalsdag, nema bréfið hafi verið stimplað. f Góð veiði hjá „Kaldbak“ Framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Akureyrar skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að „Kald- bakur“ hefð farið á veiðar s. 1, fimmtudagskvöld, og hefð þeg- ar fengð hálffermi. Væri það á- gæt veiði á svo skömmum tíma, og fá eða engin skip veitt betur þessa daga.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.