Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 28.05.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. maí 1947 ÍSLENDINGUR 5 Alþjðasambanð Norðnr lands stofnað. Stofnþing AlþýSusambands Norð-' urlands var haldið hér á Akureyri um síðuslu helgi. Þingið sátu 42 fulltrúar frá 19 félögum, þar af tveir frá Bílstjórafélagi Akureyrar, sem ekki hefir enn ákveðið, hvort það gengur í sambandið. Forseti og er- indreki Alþýðusambands íslands sátu einnig þingið. Þingið gerði fjölmargar ályktanir um atvinnumál og menningarmák Fara hér á eftir nokkrar samþykktir þingsins, en rúmsins vegna er ekki auðið að birta þær í heild. Atvinnumál. í sambandi við atvinnumálin lagði þingið sérstaklega áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. ) Að byggð verði raforkuver, sem fullnægi orkuþörf iðnaðar og heimilisnotkunar. 2. ) Að byggðar verði verksmiðj- ur, sem vinni úr sjávarafurðum, svo sem lýsisherzluverksmiðj ur og niður- suðuverksmiðjur fyrir síld og aðrar fisktegundir. 3. ) Að hafnarskilyrði verði bætt og aukin, eftir því sem þarfir fiski- og verzlunarflotans á hverjum stað krefjast. 4. ) Að haldið verði áfram að auka fiskiflotann af vönduðum og nýtízku skipum. 5. ) Að gerðar verði ráðstafanir til aukinnar framleiðslu á síldarafurð- um og betri nýfingar á síldarverk- smiðjunum, með því að ríkið starf^ ræki móðurskip, sem taki síldina af veiðiskipunum og flytji liana til verk smiðjanna, eða að byggð verði fljót- andi síldaverksmiðja, ef rannsókn leiðir í Ijós, að slíkt henti betur í þessum tilgangi. 6) Að áburðarverksmiðja verði byggð á Norðurlandi. Þá lagði þingið áherzlu á það, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að skipuleggja atvinnuvegi þjóðarinnar svo, að komið yrði í veg fyrir árs- líðaatvinnuleysi. Benti þingið í þvf sambandi á stofnsetningu iðnfyrir- lækja, er veitt gætu vinnu yfir vetr- armánuðina. Þá lagði þingið á- herzlu á, að fiskiflotanum á Norður- landi yrði tryggt viðlegupláss yfir vetrarvertð, ásamt vönduðum ver- búðum. Síldarverðið. „Stofnþing Alþýðusambands Norð urlands, haldið á Akureyri 17.—19. maí 1947, mótmælir eindregið fyrir- hugaðri verðjöfnun á fiski og síld- arafla, samkv. 6. gr. laga um stuðn- ing við bátaútveginn, sem samþykkt var á Alþingi í des. s. 1. Þingið telur, að skerðing sú, sem þar er ákveðin á rétlmætum tekjum síldveiðimanna sé með öllu óverj- andi aðför af hendi löggjafans á af- komu og kjör síldveiðimanna og það því fremur, sem þeir, tvö undanfar- in ár, hafa haft miklum mun rýrari tekjur en aðrir landsmenn. Þingið skorar á Alþýðusamband íslands og Landsamband ísl. útvegs- manna að beita sér fyrir því, að af- numin verði ákvæðin um „síldar- kúfinn“, og fáist ekki viðhlítandi lausn á málinu hjá stjórnarvöldun- um, telur þingið óhj ákvæmilegt, að sett verði ákvæði um verðtryggingu aflablutar í væntanlegum síldveiði- kjarasanniingum fyrir næstu síldar- vertíð, og þá gengið út frá raunveru- legu markaðsverði síldarafurða.“ Þá lýsti þingið því yfir, að það teldi, að bræðslusíldarverðið ælti a. * ; m. k. að vera 50 krónur fyrir málið í sumar og saltsíldarverð tilsvarandi. Landhelgin. Þingið lagði áherzlu á, „að eng- um erlendum veiðiskipum verði veitt neinskonar veiðirétlindi, eða leyfi til að vinna að afla sínum í landhelgi íslands, heldur verði landhelgisgæzl- an aukin og bætt, svo sem framast er kostur. Jafnframt verði tekin upp ötul barátta fyrir stækkun landhelg- innar, þar sem lágmarkskrafan sé, að allir firðir og flóar séu lokaðir, og landhelgin nái fjórar mílur út frá yztu annesjum.“ Birgðastöðvar. „Stofnþing Alþýðusambands Norð urlands telur, að nauðsyn beri til þess að gerðar verði gagngerðar ráð stafanir til þess að tryggja í fram- tíðinni, að nauðsynj avörur, sern flytjast eiga til hafna á Norðurlandi, verði fluttar þangað með beinum samgöngum við úllönd, svo að kom- izt verði sem allra mest hj á umhleðslu í Reykjavík, sem aulc þess að Iiafa í för með sér stóraukinn óþarfakostn- að við uppskipun og geymslu vör- unnar, orsakar einnig í mörgum til- fellum skenmrdir t. d. á ávöxtum o. fl. vörum, sem beðið hafa vikum og niánuðum saman, þar til ljægt hefir verið að koma þeim til hafna út um land. Ber þá einnig nauðsyn til þess, að byggðar verði hæfilega stórar birgðaskemmur í hinum stærri bæj- um á Norðurlandi og þá sérstaklega á Akureyri, sem mun verða hér eftir sem hingað til dreifingar- og vöru- birgðastöð fyrir Norðurland.“ Kjör við síldarverksmiðjur. Þingið lagði áherzlu á samræm- ingu á launakjörum við síldarverk- smiðjurnar, þó þannig, að tekið yrði tillit til staðhátta, eftir því sem auð- ið væri. Flestar ályktanir þingsins stefna í rétta átt og í samræmi við þá um- bótastefnu í atvinnumálum þjóðar- innar, sein allur þorri íslenzku þjóð- arinnar mun sanunála um og núver- Eftirfurandi ritdómur birtist fyrir shömmu í Morgunblaðinu. Þar sem hann er vel ritaður, og liér er um merkilega bók að rœða, hefir ísl. leyjt sér að endurprenta hann. Sigrid Rasmussen: Saga tónlistarinnar í frumdrátt- um. — Hallgrímur Helga- son þýddi. Utg.: Gígjan, Rvík 1946. NÝJAR bókmenntir vorar hafa smám saman auðgast að ritum ýmsra greina nytsemdar og fegurðar. Það er gleðiefni. Þó er það ein grein sí- gildrar fegurðar, sem hefir orðið fremur á hakanum. Hún er tónlistin. — Reyndar hefir hin síðustu ár eigi svo lítið — borið saman við fámenni þjóðar — af sönglögum ýmislegs efnis „gengið út á þrykk“ (svo sem áður var orðað) og eigi má þakka furðanlega góða hæfileika margra til söngs, né viðleitni ýmsra að fara með hljóðfæri. En bóklega fræðslu um tónlistarefni hefir vantað tilfinnan- lega. Þannig liefir Hljómfræði aðeins einu sinni verið prentuð á íslenzku, fyrir 35 árum og þá aðeins stutt á- grip. Saga sönglistarinnar aldrei fyrri en nú rit það, sem minnst er hér á. Þó má segja um tónlistarsög- una yfirleitt að hún sé kynning þró- unar, hagnýtingar og verkana þeirra efná og hæfileika, sem maðurinn fékk ■— öðrum lífverum jarðar frem- ur — til að nj óta hreinnar gleði, láta hátíðlega í ljósi helgustu tilfinning- ar sínar og lofa skapara sinn gjafar- ann allra góðra hluta. Hin nýja bók flytur aðeins ágrip stórmikils efnis. Má þá vera, að sitt sýnist hverjum um það, hvað taka skal til frásagnar. Eg, fyrir mitt leyti, vildi gjarnan heyra eða lesa meira og fleira. Þó lield ég að þýðandinn hafi gert rétt að taka ekki stærra rit til meðferðar í þetta sinn. Þeim, sem efnið er ókunnugt, eins og nú mun flestum liér á landi, það er sögu tón- listarinnar snertir, mun crfiðara að fylgjast með, þegar mikið er til með- ferðar fyrir næmni og skilning. Einnig mundi slór bók með nauð- synlegum nótnadæmum hafa orðið andi ríkisstjórn starfar eftir. Því nhður leiddust þó kommúnistar, sem munu hafa verið í meiri hluta á þing inu til þess að láta hin pólitísku sjón armið sín koma fram í ályktun þings ins um kjör við síldarverksmiðjur, þar sem talið er nauðsynlegt að gera kaupkröfur í samræmi við kröfur Dagsbrúnar vegna tollalaganna, sem öllum er nú vilanlegt að fyrst og fremst leggja byrgðar á þá ríku í þjóðfélaginu. Að hinu leytinu er það tvímæla- laust spor í rélta átt að mynda heild- arsamtök fyrir verkamenn hér Norð- anlands, ef það er ekki gert með póli tísk sjónarmið í huga. Forseti sambandsins var kosinn Tryggvi Helgason. svo dýr, að fáir hefðu keypt. Eg vil því hvetja tónlistarvini -—; og það ættu allir að vera — að lesa þetta rit sem rækilegast. Mun þá gróa löngun eftir meiru og hæfileikar hafa verið til þess að taka á móti því. Þá er tími til kominn til að bera á borð aðra bók sama efnis, en mun stærri. —- Fræðimenn tónlistarinnar munu ekki láta standa á hjálp sinni. Bók þessi flytur allmörg tónlistar- heiti og hugtök, sem varla má búast við að lesendur allir skilji um sinn, þótt söngvinir séu. Yeldur það miklu, að menntagrein þessi er svo ný og ó- kunn fyrir oss. Mál vort á eklci til staðar vel fallin orð yfir viðfangs- efni hennar, og af því að vér erum hér á eftir öðrum menntaþjóðum, þá skiljum vér ekki nægilega vel merk- iftgu og takmörgun orða þeirra, sem tónlistin á og notar í almennu Ev- rópumáli. Þetta er erfiðara en marg- ur kann að ætla, fyrir fræðendur og þýðendur ritanna. Gætir þessa hér I nokkuð. Væri farið að útskýra nöfn- in (evrópisku) og verkefnin, þá yrði það allt of langt mál í texta fræðirit- anna. Betra sér á parti og minnist ég þá góðrar viðleitni ritstjórnar „Tón- listarinnar“, tímarits félags íslenzkra tónlistarmanna, í köflurn þeim, er þar nefnast: „Tónlistarheiti og tákn- anir“. En sé breytt um heiti og þau valin úr nægtabrunni íslenzkunnar, þá verða það oftast að vera nýyrði, og má þá varla -búast við, að þau verði öll svo sjálflýsandi, að eigi þurfi nokkurrar greinargerðar. Þess- ar umbúðir gerast ekki allt í einu. Þær þurfa liokkurn tírna fyrir sig. Lagast með góðri viðleitni. Stafrófi söngfræðinnar hefir nokkuð bætzt íslenzkur búningur, síðan það íklædd ist honum að nýju um 1870. Hið sama gildir um hærri stig hennar og liggur nú fyrir þeim. Líklegast verð- ur heppilegast, að evrópisk heiti tón- listar fái inngöngu í mál vort, ef eigi eru þegar fengin íslenzk í þeirra stað, og ef þau geta tekið íslenzkum bún- ingi lýtalaust. Góðir „hagyrðingar“ málsins verða að „leysa hin af hóbni“. Og ekki get ég leynt því, að það skenmiti mér að sjá sem flest hugtök og heiti tónlistarinnar kæmu í vel völdum búningi frá rótum móð- urmáls vors. Eg fagna útkomu þessarar nýju bókar og vona að hún verði rnikils vísir. Þýðandinn á þakkir skilið fyr- i ir að hafa riðið hér á vaðið, enda hefir hann þótt ungur sé, sýnt frá- bæran ötulleik í að auka hluttöku skamtkominna í hinni fegurstu af fögrum listum. Og „það verður hverjum að list, sem hann leikur“. Auk beinnar þýðingar bókarinnar hefir hann gert oss, fávísum lesend- um gott hagræði með því, að þýða texta nótnadæmanna og skrifa nokkr ar skýringar neðan máls. Eg endurtek hvatning mína til unnenda söng og tónlistar, en sem finna sig þar skamt komna á veg, að þeir notfæri sér vel þessa litlu bók. Það er jafnan heppilegt, að hver kynni sér undanfarna æfi og leið þess málefnis, sem hann virðir og hefir hug á ða sinna. Það er gam- an fyrir hvern kirkju-harmónista og gagn, að vita nokkuð úr sögu söng- listarinnar og segja söngflokki sín- um til uppörfunar smá þætti eða við- burði þaðan á hvíldarstundum við söngæfingar. Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi. Sven Moren: Grœnadalskongurinn Bókaútgáfan Norðri. Grœnadalskongurinn er þriðji hluti í sagnabálkinum Feðgarnir á Breiða- bóli, eftir hinn kunna rithöfnud Sven Moren. Fyrsta sagan í sagnabálki þessum hetir „Stórviði“. Kom hún út á íslenzku fyrir alllöngu síðan og lilaut þá miklar vinsældir, enda ó- venju glögg og skemmtilega rituð þj óðlífsmynd. Næsta saga var Bœr- inn og byggðin, og þessi er sú þriðja og síðasta. Feðgarnir á Breiðabóli eru ættar- saga, sem nær yfir þrjá ættliði. En þeir eru einnig góð spegilmynd af norsku þjóðlífi og koma þar við sögu ýmsir merkustu og áhrifaríkustu at- burðir í sögu norsku þjóðarinnar, svo sem sambandsslitin við Svíþjóð 1905. íslendingar hafa jafnan haft mikl- ar mætur á þj óðlífslýsingum og ætt- arsögum. Þótt Feðgarnir á Breiðabóli lýsi norsku fólki og norskum stað- háttum, þá getur æði margt í sögum þessum átt við hjá oss, og það er auðvelt fyrir íslenzka lesendur að skilja hugsunarhátt og lífsbaráttu sögupersónanna. Þeir, sem lesið hafa tvær fyrri sögurnar í sagnabálki þess um munu fagna því að fá nú einnig þessa síðustu sögu. Frágangur bókarinnar er góður. Er hún prentuð í Prentverki Odds Björnssonar. Benda má útgefendum á það, að engan veginn er heppilegt að hafa samskonar kápu á þessari bók og hinum fyrri, því að hætt er við, að fólk átti sig alls ekki á því, að hér sé um nýja bók að ræða, er það sér hana í gluggum bókaverzl- ana. Helgi Valtýsson hefir þýtt bókina. Roðningar á verðlauna- krossgátu „íslendings". Lárétt: 1. skófir, 5. rafa, 8. tár, 9. rúm, 10. ilta, 12. EE, 13. tún, 15. gá, 16. arf, 17. stú, 18. tröð, 21. SF, 23. I. A„ 25. áraunin, 28. öt, 30. ilfötin, 32. ríp, 34. iss, 35. uu, 37. grú! 38. NA, 39. köst, 41. sin, 43. bur, 44. lyti, 45. núllar. Lóðrétt: 1. slig, 2. ótt, 3. fáa, 4. ir, 5. rú, 6. amts, 7. agnúar, 9. refsnös, 11. lát, 12. er, 14. úti, 16. aðalinn, 19. rá, 20. öri, 22. fit, 24. hörgul, 26. ufsa, 27. ni, 29. tír, 31. nus, 33. púst, 36. utar, 39. kul, 40. ört, 42. II, 43. bú. Fjórar réttar ráðningar bárust. — Var dregið á mim þeirra, og hlaut Sigurpáll Helgason, símanæturvörð- ur, verðlaunin 25 kr.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.