Íslendingur


Íslendingur - 28.05.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 28.05.1947, Blaðsíða 6
6 iSLÉiN DLNGUR Miðvikudagur 28. maí 1947 Þingeyingar unnu Hvlta- sunnuhlaupið. Hallddr Helgason Ak. varS fyrstnr að mark). Hið árlega hvítasunnuhlaup fór fram hér á Akureyri annan hvíta- sunnudag. Hófst hlaupið kl. 2 síð- degis. Var hlaupið í þremur flokkum, og bæði hófst hlaupið og endaði við Ráðhústorg. Tveir flokkarnir voru drengjaflokkar og keppendur aðeins frá Þór og K.A., en í hinu raunveru- lega hvítasunnuhlaupi voru 19 kepp- endur frá íþróttabandalagi Akureyr- ar, Héraðssambandi Þingeyinga og Ungmennasambandi Eyj afj arðar. í 600 metra hlaupi drengja, 12 ára og yngri sigraði sveit Þórs með 6 stigum. Þrír fyrstu að marki voru: 1. Guðmundur Hauksson, Þór 2.10.0 mín. 2. Haraldur Oli Valdemarsson, Þór 2.11.9 mín. 3. Valgarður Sigurðsson, Þór 2.12.0 mín. I 1200 metra hlaupi drengja, 13— 16 ára, sigraði sveit K.A. með 7 stig- um. Þrír fyrstu að marki voru: 1. Óðinn Árnasan K.A. 4.23.8 mín. 2. Axel Kvaran K.A. 4.24.0 mín. 3. Hinrik Lárusson Þór 4.24.6 mín. I sjálfu hvítasunnuhlaupinu, sem Viðhorf stjórnarvaldanna í Reykjavík til landsbyggðarinn- ar utan Reykjavíkur virðist lítið breytast til batnaðar. öllum er enn í fersku minni hin frægu fyrirmæli Viðskiptaráðs, að allir kaupsýslumenn utan Reykjavík- ur yrðu að hafa umboðsmenn í Reykjavík til þess að greiða leyf isgjöld þeirra. Nú hefir Við- skiptamálaráðuneytið auglýst til sölu Renault bifreiðar þær, sem heildverzlunin Columbus flutti ólöglega til landsins. Er þar dyggilega fetað í fótspor Viðskiptaráðs og þó raunveru- lega gengið enn lengra. Ekki má senda umsókn nema á tiltekn- um eyðublöðum, sem aðeins var að fá í pósthúsinu í Reykjavík, og þeir, sem ekki tilgreindu um- boðsmann í Reykjavík, er ann- azt gæti greiðslu og móttöku bif reiðarinnar, ef utanbæjarmaður skyldi verða svo hólpinn að hljóta einhverja þeirra, geta ekki vænzt þess, að umsóknir þeirra verði teknar til greina. Á eyðublöðunum er þó engin eyða fyrir nafn umboðsmannsins og virðist því helzt, se mhnð háa ráðuneyti vilji losna við um- sóknir um bifreiðar þessar utan af landi. Það er ekkert við þ.ví að segja, þótt Reykvikingar njóti eðlilegra réttinda á þessu sviði sem öðrum, en það er eðlilegt, var um 3 km. víðavangshlaup, sigr- aði sveit Þingeyinga. í henni voru: ívar Stefánsson, Helgi V. Helgason, Sigurður Björgvinsson og Sigurgeir Aðalsteinsson. Þrír fyrstu menn að marki voru: 1. Halldór Helgason Í.B.A. 9.28.5 mín., sjónarmunur. 2. ívar Stefánsson H.S.Þ. 9.28.5 mín. 3. Gunnar Skjóldal U. M. S. E. 10.31.2 mín. Sigurvegarinn úr síðasta hlaupi, Jón A. Jónsson, Þing., fékk sting á miðri leið og varð að hætta. 'Keppt var um nýjan bikar, sem Í.R. gaf, en Þingeyingar unnu í fyrra til fullrar eignar bikar, sem sama félag hafði áður gefið til þess- arar keppni. Hermann Stefánsson, íþróttakenn- ari, skýrði hlaupin og lýsti úrslitum, en Ármann Dalmannsson, formaður í. B. A. afhenti verðlaun. Hlutu sig- urvegarar allir verðlaunapeninga og drengjasveitirnar fallegá fánastöng með íslenzkum fána. Veður var bjart og gott og áhorf- endur margir. að landsmönnum utan Reykja- víkur gremjist, þegar þeim virð- ist skipað í óæðri flokk og svo að segja gert ókleift að njóta sömu réttinda og Reykvíkingar. Reyndin varð líka sú hér, að eyðublöðin voru öll gengin upp, áður en menn úti á landi höfðu aðstöðu til þess að afla sér þeirra. Þótt þetta sé ekki mikils vægt atriði, ber það vott um ó- þolandi sinnuleysi gagnvart landsbyggðinni og er gott dæmi um það, hvers vænta má, ef draumur þeirra manna verður að veruleika, sem vilja láta rík- isfyrirtæki í Reykjavík annast dreifingu og innkaup allra nauð- synja landsmanna. Til sölu: Fataskápur, armstóll og borð. Uppl. gefur Einar Eggertsson Glerárgötu 1T B. — Sími 104. Sfldarverksmiðjan Krossanes. Reikningar greiðast fram- vegis á föstudögum kl. 2— 4 á skrifstofu vorri Skipa- götu 2, 4. hæð. Sími 125. Framkvæmdarstjórinn. í 12. tölublaði „íslendings“ þ. á. er athugasemd við grein mína í 9. tölublaði sama blaðs, þar sem ég skrifa um Akureyri. Athugasemdin er nafnlaus. Þelta finnst mér undar- legt og sæmir ekki góðum og heið- virðum manni, sem ég hygg þennan mann vera að hylja nafn sitt í skugga, því að vita má hann, að með því að skrifa nafnlaust, get ég ætlað alsaklausum manni þetta, þar sem við ekkert nafn er að styðjast. Þar sem þessi kunnugi nafnlausi maður skrifar í „íslending“, dreg ég þá ályktun, að hann sé flokksmaður minn, kominn til ára sinna eins og ég, og hafi búið hér lengi og sé þess vegna vel kunnugur um langan ald- ur málefnum bæjarins og því, sem skeð hefir í bænum í hans tíð. Hvað er það nú eiginlega, sem hin um nafnlausa og mér ber á milli? Við skuluni nú athuga það. Mér finnst það smávægilegt. Það, sem ég get dregið af athugasemd hins nafn- lausa er þetta: Hinn nafnlausi segir, að ég hafi ekki sagt rétt frá' um Magnús Krist- jánsson og afskipti hans af Leiru- garðinum og grjólakstrinum í Leiru- garðinn, og skal ég því bera grein mína saman við alhugasemdina og sjá, hvað út kemur. í athugasemd liins nafnlatisa seg- ir, að ég hafi sagt að Magnús Krist- jánsson hafi beitt sér fyrir hleðslu Leirugarðsins. Þetta stendur hvergi í grein minni og getur hver, sem vill sannfærzt um það. Vísa ég því þess- ari athugasemd hcint til föðurhús- anpa, sem ósönnum áburði. Svo fer hinn nafidíusi að tala um grjótakst- ur í Leirugarðinn frá 1929—1934, og hafi verið greitt fyrir það í vinnu- laun hvorki meira né minna en 27 þúsund krónur. Þetta er, eða var ekki lítið fé á þeim dögum, og fróðlegt er það fyrir ungt fólk í bænum nú á dögum að sjá, hve miklu fé hefir verið eylt í þennan Leirugarð, en hvar er Leirugarðurinn nú, lcynnu einhverjir að spyrja. Hann er horf- inn, að mestu siginn í Leiruna, svo að allt þella verk er sama sem til einskis unnið. Þegar ég les grein mína, sé ég, að ekki hef ég komist rétt að orði um það, að M. K. liafi komið frarn með tillögu um Leirugarðinn, lieldur haft orð um, að Leirugarðurinn væri nauðsynlegur. Tillága er venjulega borin fram á einhverjum fundi, en þá var engu slíku til að dreifa, en að hann hafi liaft orð um þetta, get ég fært rök fyrir, en til þess þarf að fara langt aftur í tímann, og ef mér endist líf og heilsa, mun ég skrifa um það síðar. Hinn nafnlausi minn- ist ekki á þetta í athugasemd sinni, og þurfti ég því ekki að svara því, en ég skrifa þetta vegna þess, að ég er að sýna hreinskilni mína með því að hafa ritað aðeins eitt orð rangt, óviljandi. Hinn nafidausi er að tala um, að M. K. hafi ekki átt sæti í bæjarstjórn eða hafnarnefnd eftir 1918. Þella þarf ekki að segja mér, ég var þau ár, 1916, 1917 og fram á 1918 honum samtíða í bæjarstjórn og man vel, hvað gerðist þá, sérstak- lega 1918, er spönsku veikinni var bægt frá Akureyri, og væri slíkt þess vert, að um það væri skrifað. í sambandi við Leirugarðinn vil ég benda á, að hann verður aldrei hlaðinn úr grjóti, heldur steyptur, og eins og ég hefi áður tekið fram, er áin fyrsta skilyrðið, og það að breyta stefnu hennar frá hinni fögru höfn. Þá fyrst er farið að tala um Leirugarð og þessar Leirur. Eg hefi verið að leita í grein minni, hvort þar sé nokkuð sagt, sem hafi rnóðgað liinn nafnlausa kunn- uga mann. Eg finn eitt atriði, en það stendur ekki í sambandi við Leiru- gárðinn né ána, heldur er ég að segja frá ferð minni inn Hafnarstræti og skýra írá því, sem fyrir augu mín bar. Eg segi í grein minni á þessa leið: „Ur eystri enda hússins 18 b. ætti að fylla upp alla leið suður að húsi G. Th. og á þessari uppfylling mætti ' byggja mörg hús með görðum í kring. Nú er ekki annað að sjá á þessum bakka en báta á hvolfi eða upp í loft og hænsnahús rétt við veg- inn.“ Svo mörg eru þau orð. Nú get ég hugsað mér, að þetta hafi verið illa séð af einhverjum, en hér var ég í grein minni að segja rétt frá, og má hver sem vill móðg- ast af slíku fyrir mér. Eg kveð svo þennan kunnuga, nafnlausa mann með þökk fyrir það að hafa gefið mér tilefni til að skrifa ýmislegt, sem hér hefir gerzt fyrir og eftir síðustu aldamót, ef líf mitt og heilsa endist. Lárus Thorarensen. Marfiir fallegir munir á heimiiisiðnaðarsýu - ingunni. Heintilisiðnaðarfélag Norðurlands og kvenfélögin „Framtíðin“ og „Hlíf“ efndu til heimilisiðnaðarsýn- ingar í Gildaskála KEA dagana 24.— 26. maí sl. Var sýning þessi haldin til undirbúnings þátttöku í Landbún- aðarsýningunni í Reykjavík í sum- ar. Margir vandaðir og sjaldséðir munir voru á sýningu þessari, og var bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða liana. Gat þar að líta vandað- an útsaum, prjónles, margskonar út- skurð, aska, spæni og silfurmuni, skrautbúinn söðul og málverk. Elzli hluturinn mun hafa verið sérkenni- legt kökunrót, rúmlega aldargamalt. Þótt þarna hafi verið margt merki- legra muna, má þó gera ráð fyrir, að fólk eigi í fórum sínum ýmsa muni, sem ekki voru á þessari sýn- ingu, en mættu gjarnan vera með. Væri æskilegt, að þátttaka Norð- lendinga í Heimilisiðnaðarsýningu Landbúnaðarsýningarinnar gæti orð- ið sem myndarlegust, og ætti fólk að aðstoða sem bezt konur þær, er að þessu vinna. Níræður: SVEINN JÓNSSON bóndi ó Hóli. Sveinn Jónsson, bóndi á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, varð níræður síðastliðinn föstudag. Bjó hann á Hóli alla sína búskapartíð, og nú býr þar sonur lians, Jón, sem fyrir skömmu síðan átti sextugsaf- mæli, og dvelur Sveinn hjá honum. Er Sveinn enn vel ern og hefir ó- skerta sálarkrafta, þólt hann hafi misst sjón. Sveinn Jónsson var einn af atorku- sömustu bændunt í Staðarhreppi og styrk stoð sveitar sinnar. Hann var glæsimenni, enda er hann enn höfð- inglegur í útliti, þrátt fyrir háan aldur. IJann mun nú eiga yfir 60 afkomendur, allt hið mannvænleg- asta fólk. Hefir ætt hans mjög fest rætur þar í sveitinni. jón, sonur lians, býr myndarbúi á Hóli, Ingi- björg, dóttir hans, er gift Ellert, bónda í Holtsmúla, og Mínerva, dóttir hans, er gift Þorsteini, bónda í Stórugröf. Eru þeir báðir í hópi beztu bænda í Staðarhreppi. Onnur börn Sveins eru Guðmundur, skrif- stofustjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Ásgrímur, forstjóri saumastofu K. S. og Sigurður, kaupmaður í Reykja- vík. Mjög var gestkvæmt á Hóli á föstudaginn, og fjölmenntu þangað bæði ættingjar og aðrir vinir Sveins. Voru margar ræður fluttar fyrir minni hans og einnig kvæði. Þá bár- ust honurn og mörg heillaskeyti. Gag-ntræðaskóla Sauðárkróks stitið Gagnfræða- og Iðnskóla Sauðár- króks var sagt upp 14. maí sl. Er þetla fyrsta starfsár skólans með þessu sniði, en í nær 40 ór hefir ungl- ingaskóli verið starfræktur á Sauð- árkróki undir sljórn Jóns Þ. Björns- sonar, skólastjóra, sem manna ölul- ast hefir unnið að aukinni unglinga- fræðslu á staðnum um langt skeið. í vetur slarfaði Gagnfræðaskóli í tveimur bekkjum, en síðar er gert ráð fyrir fullkominni gagnfræða- kennslu. Þá var iðndeild við skólann, en væntanlega kemur síðar sérslakur iðnskóli. I 1. bekk voru 27 nemendur, 7 í 2. bekk og 17 iðnnemar. Hæstu eink- unn iðnnema hlaut Jóharines Hansen, 8.55, en í Gagnfræðaskólanum Hauð- ur Haraldsdóttir í 1. bekk, 8.37 og Jónas Þór Pálsson hæsta einkunn í 2. bekk, 7.44. Séra Helgi Konráðsson veitti skól- anum forstöðu, en aðalkennari auk lians var séra Björn Björnsson. Aðr- ir kennarar voru: Jón Þ. Björnsson, Þorvaldur Guðmundsson, Ingólfur Nikódemusson, Magnús Bjarnason og Guðjón Ingimundarson, auk kennara, sem kenndu um stuttan tíma. í smíðum er nú stórt og vandað barnaskólahús á Sauðárkróki, og er gert ráð fyrir, að Gagnfræðaskóli og Iðnskóli fái húsnæði þar. Vonast er til, að húsið verði tilbúið í haust. Furöuleg úsvífni við fithlutun Renault-biíreiðanna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.