Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 1
Akveðið hefir verið, að sameiginleg útför 10 þeirra, sem fórust í flugslysinu, fari fram hér á Akureyri næst- komandi föstudag kl. 1. Sér- stök athöfn verður í kirkju- garði, auk kveðjuathafnar í kirkju. Þessi verða þá borin til grafar: Brynja Hlíðar Gunnar Hallgrímsson Júlíana Árnadóttir Arni Jónsson Guðlaug Einarsdóttir Saga Geirdal Þórður Arnaldssom Stefán Sigurðteson Sigurrós Jónsdóttir Rannveig Kristjánsdóttir Lík Sunnlendinganna verða flutt suður með varðskipinu Ægi á morgun, og fer þá fram sérstök kveðjuathöfn kl. 4 síðdegis. © pypur sopg. Öll þjóðin var skelfingu lostin, þegar fregnir bárust um hið œgilega flugslys síðastliðinn fimmtudag. A einni ógœfustundu liafði stórt skarð verið höggvið í þunnskipaðar fylk- ingar íslenzku þjóðarinnar, sem illa má við því að missa nokkurn sona sinna eða dœtra fyrir aldur fram. En miskunnarlaus dauðinn spyr ekki að slíku, og dómi hans verður ckki áfrýjað. Þótt vér vitum, að þetta eru að lokum hin óumflýjanlegu örlög vor allra, eigum vér samt erfitt með dð sœtta oss við, þegar áslvinir vorir eru á jafn grimmúðlegan hátt á brottu kallaðir yfir landamœri lífs og dauða og átti sér stað í þetta skipti. Mennirnir eru aldrei eins átaka/i- lega vanmáttugir og þegar þeir standa andspœnis dauðanum. Þá finnum vér lítt til þeirrar tilfinning- ar, að vér séum drottnarar jarðarinn- ar, heldur hneigjum vér ósjálfrátt höfuð vor í auðmýkt fyrir almœttinu og biðjum um styrk í vanmœtti voru. Þannig mun öllum þeim þúsundum, sem stóðu á hafnarbakkanum á föstu- dagskvöldið hafa verið innanbrjósts. I þögulli sorg og samúð mættust hug- ir fjöldans og báðu um huggun og frið fyrir þá mörgu, sem svo skyndi- lega höfðu verið sviptir ástvinum sínum. Slíkar sorgarstundir eru álak anlegar, en um leið ógleymanlegar og lœrdómsríkar, því að þá birlist það göfugasta í mannssálinni, vér finnum hjartaslög hvers annars og finnst í rauninni sem vér höfum öll Hryggileg ur „Vantar nú í vinahóp, völt er lífsins glíma". RœSa séra Péturs Sigurgeirssonar við homii Atla til Akureyrar. Drottinn, til himna nœr miskunn þín, til skýjanna trújesti þín; réttlœti þitt er sem fjöll GuSs; dómar þínir sem reginhaf. Hversu dýrmæt er miskunn þín ó Gub"; mannanna börn leita hœlis í skugga vængja þinna. (Ur 36. Davíðssálmi). AKUREYRINGAR! Fyrir hálfum mánuði áttuð þér leið niður á hafnarbakkann til þess að taka á móti óskabarni Akureyrar, eins og þér nefnduð hið mikla og fagra fiskiskip yðar, er í fyrsta skipti var að leggja hér að landi. Þá var fagnaðarstund í þessum bæ, og fán- ar blöktu í heila stöng. Aftur eigið þér erindi niður á hafnarbakkann, en nú er hér önnur aðkoma. Knúin af mikilli þjóðarsorg erum vér hér stödd. I allan dag hefir íslenzki fáninn blaktað í hægum sunnan blænum við hálfa stöng, og lýst á sínu þögla mali, þéim harmi, sem öll þjóðin hefir verið lostin, og sárastur er kveðinn að þeim bæ, sem vér byggjum. „AuSnin hvílir eins og móSa yfir iænum dauSahljóSa." # Þannig varð skammt milli gleði- og sorgarfunda við hafnargarð þessa bæjar.------------Þannig er oft skammt milli gleði og sorgarfunda í lífi allra manna. En þung varð raunin í þetta sinn, og finnum vér ekki, hvernig allt er í heiminum hverf ullt og valt. Tök- um vér ekki undir með Hannesi Haf- stein, er hann segir: „Eg flýg á vindanna vœngjum, og villist um eySihjarn. eina sál. Þá skiljum vér hvað við er átt, þegar talað er um þjóðarsál. Með helgasta takni sínu, fánanum, vottaði þjóðin ástvinum hinna dánu samúð sína. „Islendingur" lekur und- ir þœr samúðarkveðjur. Friður sé með hinum látnu, og guð gefi syrgj- endunum huggun og styrk. Lálum öll þenna hryggilega alburð verða til þess að styrkja með oss samhug og einingu í sameiginlegri lífsbaráttu vorri. Douglas- landflugvél rekst á Hest* tjall við Héðinsfjörð og 25 manns farast. atburður || HHBHI Þeir sem fórust. Bryndís Sigurðardóttir, Eeykjahlíð Mývatnssveit. Brynja KDíðar, lyfjafræðingur, Akureyri. Garðar Þorsteinsson, alþingismað|ur, Vesturgötu 19, Rvík. Guðlaug Einarsdóttir, Túngötu 25, Siglufirði. Gunnar Hallgrímsson, tannlæknir, Akureyri. Jens Barnes, Norðmaður, Húsavík. Jóhann Guðjónsson, Eyrarbakka. Júlíana Arnórsdóttir frá Upsum í Svarfaðardal. Með henni var sonur hennar, Árni Jónsson, 4 ára. María Jónsdóttir, Kaldbak við Húsavík. Rannveig Kristjánsdóttir, Eyrarveg 11, Akureyri. Saga Geirdal frá Grímsey, sem mun hafa verið til heimilis að Krabbastíg 1, Akureyri. Sigurrós Jónsdóttir, ung stúlka, Akureyri. Sigurrós Stefánsdóttir frá Skógum á Þelamörk. Stefán Sigurðsson, deildarstjóri KEA, Hafnarstræti 90. Tryggvi Jóhannsson, vélaverkfræðngur hjá Hitaveitunni. Meðlhonum var kona hans, Erna Jóh'annsson, og synir þeirra hjóna, Gunnar, 4 ára, og Tryggvi, eins árs. Þorgerður Þorvarðardóttir, húsmæðraskólakennari, Tún- götu 49. (Systir Stefáns, sendiherra fslands í London) Þórður Amaldsson, Þrúðvangi, Akureyri. AHÖFN FLUGVÉLARINNAR. Kristján Kristinsson, flugmaður. Georg Thorberg Óskarsson, 2. flugmaður. Ragnar Guðmundsson, loftskeytamaður. Sigríður Gunnlaugsdóttir, flugfreyja. Eg er gleSinnar sólbrenndi sonur og sorganna fósturbarn." # Það er á örlagastund sem þessari, að manninum verður það eðlilegt að leita hælis í skugga vængja Hans, sem á til miskunn himinháa, trúfesti, er nær til skýjanna, og dóma, sem reginhaf. Og hvert ættum vér annað að leita en til Hans, sem gaf oss lífið, sem vér lifum hér, og gefur oss það líf, sem er handan við dauðans dyr? Þess vegna leitum vér hælis við líknarfaðm Drottins sem er vort at- hvarf frá kyni til kyns hvort sem vér þurfum að lifa hið minnsta happ eða hið mesta fár. Og þegar vér nú sjáum hin mörgu lík, sem sveipuð hafa verið íslenzka fánanum, þá finnum vér, að hið mesta fár hefir yfir oss komið, því að: Vantar nú í vinahóp völt er lífsins glíma. Þann er yndi og unaS skóp oss fyrir skemmstum tíma. Tuttugu og fimm mannslíf hafa nú horfið oss sýn, tuttugu og fimm vin- ir hafa kvatt oss héðan úr heimi, og þar var hann bróðir þinn, sem fór, þar var hann sonur þinn, faðir þinn, systir þín, móðir þín, þar var eigin- maðurinn þinn, unnusti þinn. # Eg fann það í morgun, er eg flutli yður þessa fregn, að þér voruð að sjá á bak þeim, er yður var kærast- ur, og nú finnst yður sorgin óbæri- lega þung. Þess vegna vil ég segja eitt Framhald á 8. síðu. Það átakanlega slys varð síðastlið- inn fimmtudag, að flugvél með 25 manns innanborðs á leið til Akur- eyrar rakst í þokuveðri á Hestfjall við Héðinsfjörð. Brann flugvélin og allir fórust. Hefir atburður þessi vakið þjóðarsorg og hefir átakanlega snert mörg heimili í Akureyrarbæ, því að nær helmingur farþeganna var héðan. Flugvélin lagði af stað ut Reykja- vík kl. 11,25 á fimmtudagmn. Þar sem lágskýjað var, þótti rétv, að hún flygi norður um Arnarvatnsvieiði og síðan með ströndum fram jg inn Eyjafjörð. Kl. 12.10 hafði lofwkeyta- maður flugvélarinnar síðast samband við flugturninn á Reykjavíkurvellin- um, kvað vélina yfir Vatnsdal og bað leyfis að skipta um bylgjulengd og hafa samband við Akureyrarstöðina. Kl. 12,30 hafði loftskeytamaðurinn samband við Akurej'ri og var flug- vélin þá stödd yfir Skagafirði. Nokkru síðar heyrðist enn til henn- ar, en þá gaf hún ekki upp staðar- ákvörðun. Sagðist loftskeytamaður- inn mundu hafa samband við Akur- eyri eftir 10 mín., en aldrei heyrðist til hans framar. Kl. um 12,45 sást til vélarinnar yfir Siglunesi og flaug hún mjög lágt, því að þoka var kom- in. Leitin hafin. Þegar ekkert heyrðist til flugvélar- innar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hana og hvergi spurðist til hennar, þótti sýnt, að ekki væri allt með felldu. Voru þá gerðar ráðstafanir til að leita vélarinnar. Voru bátar frá Olafs firði og Dalvík fengnir til að leita í mynni Eyjafjarðar og Skymaster- flugvél frá Keflavíkurflugvellinum, búin öllum björgunartækjum, flaug norður yfir Skagafjörð, Eyjafjörð og Siglufjörð. Hvorki bátarnir né flugvélin urðu nokkurs vör, enda skyggni mjög slæmt. Á landi var einnig leitað. Fór leit- arflokkur frá Siglufirði út á Siglu- nes og mun hafa leitað allt til mynn- is Héðinsfjarðar að vestan eins og gengt er. Þá fór leitarflokkur undir stjórn Hermanns Stefánssonar, leik- fimikennara, út í Látur og þaðan Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.