Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. júní 1947 ISLENDiNGUR 3 Garðar Porsteinsson | Garðar Þorsteinsson var fæddur að VíSivöllum í Fnjóskadal 29. okt. 1898. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason skipstjóri og síSar fiskimats maSur og kona hans María GuSjóns- dóttir. Stúdent varS hann frá Mennta- skólanum á Akureyri 1920. Cand. juris 1925, hæstaréttarmálaflutnings- maSur 1931 og síSan til dauSadags. í stórum dráttum er skólaferill GarS- ars þessi: Skólagöngu sína byrjaSi hann sem margir aSrir fátækur af fé, en meS aSstoS ágætra foreldra, vilja- festu og dugnaSi, tókst honum aS ná settu marki. AS loknu lögfræSisprófi gerSist GarSar brátt athafna- og umsvifa- maSur í málflutningi og fleiri störf- um. Seftur var hann borgarstjóri í Reykjavík 1933, og sýnir þaS hve mikillar tiltrúar og trausts hann naut svo ungur maSur. ÁriS 1931 bauS hann sig fram til Alþingis fyrir SjálfstæSisflokkinn í EyjafjarSar- sýslu, jókst þá fylgi flokksins nokkuS viS þær kosningar. ÁriS 1934 náSi hann kosningu í sýslunni sem land- kjörinn þingmaSur og aftur í kosn- ingunum 1937. ÁriS 1942 var hann kosinn 2. þingmaSur EyjafjarSar- sýslu og aftur í kosningum 1946. ViS hverjar kosningar jók hann stöSugt fylgi sitt og atkvæSamagn. Betri meSmæli og þökk fyrir unnin þingstörf getur þingmaSur ekki hiot- iS en aukiS fylgi viS hverjar kosn- ingar. SjálfstæSisflokkurinn á GarSari mikiS aS þakka fyrir störf hans í flokksþarfir og þjóSar. EyjafjarSar- sýsla var talin óvinnandi vígi Fram- sóknar, en þar vann hann þingsæti og jók stöSugt fylgi og vinsældir sín- ar. Eg hefi oft heyrt menn undrast hinn fljótunna sigur GarSars og frama á hinu pólitíska sviSi. ViS, sem bezt þekktum hann, skiljum þetta. GarSar var heilsteyptur í skap- gerS eins og hann átti kyn til. Fljót- ur aS átta sig á mönnum og málefn- um. Viljafastur og einbeittur. Skjót- ráSur til úrræSa, er vanda bar aS höndum, og ósérhlífinn og duglegur, er þörf krafSi. Hann var gestrisinn, hjálpsamur og ör á fé. Gat talaS viS alla, veriS lítillátur og tiltektalaus. Þannig framkoma geSjast almenn- ingi vel. ViS eyfirzkir kjósendur GarSars, þökkum honum aS makleikum vel unnin störf á þingi í þarfir héraSs og alþjóSar, og í héraSi í þarfir flokks, og hinna mörgu manna er hann greiddi fyrir á einn og annan hátt. EyfirSingar sakna þín. Ekki ein- ungis vinir, velunnarar og póíitískir samherjar, heldur og einnig ýmsir pólitískir andstæSingar. ÁriS 1922 giftist GarSar Önnu Pálsdóttur frá MöSrufelIi í EyjafirSi, ágætri konu. Þeim varS 4 barna auS- a/þingismaður iS og eru þau öll á lífi. Þá er á lífi faSir hans Þorsteinn Gíslason. Þungur harmur hefir lagzt yfir þetta heimili, sem mörg önnur, er þetta voSaslys hefir hitt. Hér hryggj - ast ekki einungis ástvinir og aSstand- endur liinna dánu, heldur öll þjóSin. Hjartans kveSju og samúS sendi ég þér frú Anna og fjölskyldu þinni frá mér og fleiri vinum og samherj- um manns þíns hér í EyjafirSi. Þá minnist ég aldurhnigins föSursins er hvert reiSarslagiS fær af öSru. Konu sína, Maríu, missti hann 9. maí sl. og einkasoninn nú. Ellisár örn bíSur og þráir samfundi horf- inna ástvina. GarSar Þorsteinsson! Kæri horfni vinur! Eg þakka liSnar samveru- stundir og kynningu. Eg þakka sam- starf, er viS höfum átt á liSnum ár- um. Eg þakka drengskap og velvild er þú hefir ætíS sýnt mér. GóShugur minn fylgir þér inn á hiS óþekkta tilverusviS. Eftirlifandi ástvinum þínum og heimili biS ég blessunar. Einar G. Jónasson. ÞaS er meS söknuS í huga, sem ég sezt niSur til þess aS minnast og kveSja góSan vin og velgerSarmann. Nú eru um sex ár liSin síSan ég kynntist GarSari Þorsteinssyni ög fjölskyldu hans. Alla tíS síSan hefir Vesturgata 19 veriS sem annaS heim- ili mitt. Hefi ég átt margar ógleym- anlegar ánægjustundir hjá þeirri á- gætu fjölskyldu. Eg átti þess kost aS kynnast GarS- ari Þorsteinssyni allnáiS. Hann var einn af þeim atorku- og dugnaSar- mönnum, sem þjóS vor er alltof snauS af. Hann hóf lífsbaráttu sína meS heilræSi góSra foreldra sem vegarnesti, en snauSur af veraldleg- um fjármunum. MeS fádæma dugn- aSi tókst honum aS skapa sér örugga HfsstöSu og góS efni. GarSar Þorsteinsson komst ekki hjá því, fremur en aSrir þeir, sem styrr stendur um, aS hljóta stundum ómilda dóma, en þeir voru oftast ó- maklegir. Þótt hann léti ógjarnan traSka á sínum rétti, var hann dreng- lyndur baráttumaSur, enda munu flestir andstæSingar hans í stjórn- málabaráttunni bera honum þann vitnisburS. Hann var allra manna hj álpfúsastur, enda skildi hann vel þá erfiSleika, sem fjárskorti fylgdu. Ilann var sannur vinur vina sinna, enda var hann vinmargur. ÞaS var mikiS tjón fyrir marga, aS GarSar Þorsteinsson skyldi svo skyndilega á brottu kvaddur yfir á æSra tilverustig í blóma lífsins. En vér fáum eigi breytt hinum æSsta úrskurSi, og þótt oss finnist hann stundum óréttlátur, vitum vér van- megnug og fávís mannanna börn lít- iS um, hvaS oss er fyrir beztu. Vizka skaparans er oss órannsakanleg. SjálfstæSisflokkurinn á hér á bak aS sjá ötulum baráttumanni og Ey- firSingar atorkusömum þingmanni. Mestur er þó missir fjölskyldu hans, er má nú vera án góSs og fyrir- hyggjusams heimilisföSur. Bezt minnast börn hans dugmikils föSur meS því aS bregSast vasklega viS og halda áfram störfum hans. í því hlutverki munu þau njóta mikils stuSnings kjarkmikillar og traustrar móSur. Eg sendi þér mína hjartans kveSju, kæri vinur, meS þökk fyrir ómetan- lega vináttu og velgerSir. GuS vaki yfir heimili þínu og eftirlifandi ást- vinum. Magnús Jónsson. Hfismæörasköiinn ötskrifar 48 DemeQdnr. Glæsileg handa vinnusýning. HúsmæSraskóla Akureyrar var slitiS síSastliSinn laugardag, klukk- an 8,30 síSdegis. Voru skólaslitin hátíSleg. Skólakórinn, undir stjórn Áskels Snorrasonar, söng fyrst nokkur lög. AS því búnu afhenti skólastjóri, frú Helga Kristjánsdóttir, hinum ungu húsmæSraefnum skírteini sín. Voru þær 48 aS tölu. Hæstu einkunn hlaut Helga GuSmundsdóttir 9,28. ASrar einkunnir voru yfirleitt góSar, en skólastjóri óskaSi ekki eftir aS birta þær. Hér fara á eftir nöfn húsmæSra- efnanna: 1. A'öalbjörg Hólmsteinsdóttir, N.-Þing. 2. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Mýr. 3. Anna Valmundardóttir, Ak. 4. Baldvina Magnúsdóttir, Eyjaf. 5. Benonýja Jónsdótlir, Vestm. 6. Bergþóra Bergsdóttir, Eyjaf. 7. Berta Bergsdóttir, Akranesi. 8. Björg Bogadóttir, Ak. 9. Cecelia Steingrímsdóttir, Ak. 10. Eygló Einarsdóttir, Vestm. 11. Elsa Jónsdóttir, Hrísey. 12. Erla Eiríksdóttir, Vestm. 13. Erla Ingólfsdóttir, Rvík. 14. Erna Sigurjónsdóttir, S.-Þing. 15. Fanney Björnsdóttir, Húsavík. 16. Guðbjörg Karlsdóttir, Barð. 17. Guðríður Friðriksdóttir, S.-Þing. 18. Guðrún Jónsdóttir,Rang. 19. Guðrún Jónasdóttir, S.-Þing. 20. Guðrún Loftsdóttir, Vestm. 21. Guðrún Kjerúlf, S.-Múl. 22. Guðrún Sigurgeirsdóttir, Hafnarf. 23. Helga Alfreðsdóttir, Ak. 24. Helga Guðmundsdóttir, Hafnarfirði 25. Hrefna Pétursdóttir, Ak. 26. Hulda Guðmundsdóttir, Ak. 27. Ingiríður Jónsdóttir, Rang. 28. Ingveldur Sigurðardóttir, Barð. 29. Kristín Kristjánsdóttir, Rvik. 30. Kristín Sigurðardóttir, S.-Þing. 31. Kristveig Jónsdóttir, N.-Þing. 32. Lára Lárusdóttir, N.-Múl. 33. Maria Jónsdóttir, N.-Þing. 34. Oddný Laxdal, S.-Þing. 35. Pálrún Antonsdóttir, Eyjaf. 36. Perla Björnsdóttir, Ve. 37. Ragna Þorleifsdóttir, Hrísey 38. Rósa Sigurðardóttir, Eyjaf. 39. Sigríður Eysteinsdóttir, Ak. 40. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Vestm. 41. Sigrún Grímsdóttir, Ak. 42. Sigríður Williamsdóttir, Eyjaf. 43. Stella Jónsdóttir, Ak. 44. Þóra Arngrímsdóttir, Eyjaf. 45. Þóra Eiðsdóttir, Ak. 46. Þóra Steingrímsdóttir, N.-Þing. 47. Þórleif Magnúsdóttir, S.-Múl. 48. Þyri Gísladóttir, Ve. HúsmæSraskólinn er aðeins eins vetrar skóli. Var hann fullskipaður í vetur og stóð frá 1. sept.—31. maí. Frú Helga ávarpaði námsmeyjar að lokum nokkrum orðum. Minnti hún þær á hið veigamikla starf hús- móðurinnar í þjóðfélaginu og þá á- byrgð, sem á henni hvíldi. Að lok- inni ræðu hennar söng skólakórinn þjóðsönginn. HANDA VINNUSÝNING. Klukkan 6 á fimmtudagskvöld var blaðamönnum boðið að skoða handa vinnusýningu nemenda skólans. Var þar fagurt um að litast, þótt erfitt væri fyrir ófaglærða menn að dæma um sýningarmunina. Margskonar skrautlegir kjólar voru þar í löngum röðum, útsaumur, vefnaður, rúm- fatnaður og barnaföt. Var einna lík- ast því, sem maður væri kominn inn í glæsilega verzlun. Fróðar konur töldu muni þessa ágætlega gerða, ekki sízt kjólana. Hver námsmær mun hafa saumað 7—15 kjóla og blússur. Utsaumuð voru samtals um 220 stykki og ofin yfir 500. Ólafía Þorvaldsdóttir kenndi vefnað, Kristbjörg Kristj ánsdóttir kjólasaum og Kristín Sigurðardótt- ir útsaum. Eftir að hafa skoðað sýninguna, fengu gestir hinar prýðilegustu veit- ingar í matsal skólans. SJÓMANNADAGS- HÁTÍÐAHÖLD Á AKUREYRI Sjómannadagsráðið á Akur- eyri hefir ákveðið, að sjómanna- dagurinn verði hátíðlegur hald- inn nú um næstu helgi. Hátíða- höldin hefjast á laugardagskvöld með kappróðri, skrúðganga verð ur kl. 10 á sunnudagsmorgun, messa kl. 11 og hátíðahöldin að öðru leyti eins og getið var í síðasta blaði. URVAL af Igöðum varn- ingi Matvörur: Komvörur, kaffi, syk- ur, kako, te, kartöflu-; mjöl, rúsínur, gerduft,! matarlím, búðingur,; kex, hrökkbrauð, Hænsnafóður. Niðursuðuvörur: Kjöt, kæfa, svið, kjöt- búðingur, fiskbollur, < fiskbúðingur, rækjur, gaffalbitar, grænmeti J baunir. — Sulta: Jarða- ■ berja, ribsberja, epla, sveskju og blönduð. —f Baulumjólk, þurmjólk,; dönsk, þurkað græn-1 meti, Grapefruit juice, öl, gosdrykkir, sælgæti.; Hreinlætisvörur: Vim, Lye sódi, gólf- og ■ g bflabón, húsgagnagljái,; é skóáburður, hárvötn,! ilmvötn, decinfektor. - I D. D. T. skordýraeitur og sprautur. Burstavörur margsk. — Hárkambar j og greiður, rakvélar. rakblöði vasa-skeiða- J hnífar, skæri, borðhníf-1 ar, skeiðar, gafflar, olíu ; vélar, prímusar... Búsáliöld margskonar. Fatnaður o. fl. Vinnuföt, vinnuvettling- J ar, sjóklæðnaður, ullar- • teppi, tjöld, svefnpokar,; bakpokar, gólfmottur,! gólfdreglar, gúmmímott ■ ur i bfla, gólfklútar, liandklæði, þurrkur og ótal margt fleira. >Verð og vörugæði viðurkennd VÖRUHÚSSÐh.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.