Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 4. júní 1947 ObcmkaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Varprán Frakka 1858 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgSarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. AuftfýsingaT og afgMiSila: Svanberg Einarsson. Pónthólf 11«. PRENTSMIÐJA BJORNS JONSSONAR H*F Sjömanfladagurini Þann 1. júní var hinn árlegi sjó- mannadagur hátíðlegur haldinn víðs- vegar um land. Hér á Akureyri var þó öllum hátíðahöldum frestað vegna hins hörmulega flugslyss. Það hefir jafnan verið mjög á- nægjulegur bragur á sjómannadeg- inum, og sjómenn hafa vandlega gætt þess, að enginn stjórnmálaflokkur gæti notað daginn til flokkslegs áróð urs. Sjómenn hafa notað dag þenna til þess að efla innbyrðis kynningu og samheldni og til þess að minnast þeirra félaga sinna, sem látið hafa lífið í fangbrögðum við Ægi. Sjómannastéttin er í fylkingar- brjósti í efnahagsbaráttu þjóðarinn- ar. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar hvílir að verulegu leyti á herð- um sjómannanna. Það mun nú eng- inn íslendingur ganga þess dulinn, að sjávarútvegurinn er lífæð þjóðar- innar. Sjómannastéttin er því þýð- ingarmesta atvinnustétt þjóðfélags- ins, að öllum öðrum stéttum ólöstuð- um. íslenzka þjóðin hefir nú hafizt handa um öflun fullkominna skipa handa sjómönnum sínum. Undanfar- ið hafa íslenzkir sjómenn haft léleg starfsskilyrði og ófullkomin tæki. Þrátt fyrir það hafa afköst þeirra og afli verið hlutfallslega meiri en sjó- manna nokkurrar annarrar þjóðar. Nú fyrst gefst þó íslenzku sjómönn- unum jöfn aðstaða í samkeppninni, eftir að þeir hafa fengið hin nýju og fullkomnu veiðiskip. Ýmsir hafa verið þeirrar skoðun- ar, að of mikið hafi verið keypt af nýjum og dýrum skipum, og muni það verða til þess, að engir sjómenn fáist á gömlu skipin. Það eina, sem óttast þarf, er, að ekki fáist nægilega margir menn á nýju skipin. Það er sjálfsagt að nýta eldri skipin eins og hægt er, en það er þó kominn tími til þess að leggja upp ýmsum þeim ryð- kláfum, sem notaðir hafa verið til þessa. Það er ekkert þj óðfélagslegt vandamál, þótt engir menn fáist á þá, en það er þó alvarlegasta vanda- málið, hversu sjómannastéttin er fá- menn. Síðustu árin hefir alls staðar verið skortur á vinnuafli. Verkamenn í landi hafa oft borið meira úr bítum en sjómennirnir. Afleiðingin hefir orðið sú, að margir sjómenn hafa horfið í land. Þetta er eðlilegt. Þeir hafa þannig getað verið í nánd við heimili sín og haft betri aðbúnað en á sjónum. Hér þarf gerbreytingu, ef ekki á illa að fara. Það verður að fá fleiri unga menn til sjómennsku en verið Fjármálavizka kommúnista „VERKAMAÐUItlNN" ræðir nokkuð í síðasta blaði ura húsnæðismálin. Það er að sjálfsögðu nauðsyn mikilla umbóta á því vandræðaástandi, sem ríkir í húsnæðis- málunum, og hugkvæmist víst engum manni að mæla því mót. Hitt er annaÖ mál, að margvíslegir eríiðleikar eru þar í vegi, bæði fjárskortur — og þó engu síður skort- ur á vinnuafli. Bæjarstjórn er að sjálf- sögðu skylt að leysa vandræði fólks í þessu efni, svo sem auðið er, en úrræði komm- únista í þessum málum eru álíka fáránleg og á öðrum sviðum. Þingmönnum komm- únista á Alþingi hugkvæmdist það snjall- ræði að skylda Landsbankann til þess að leggja fram nauðsynlegt fé til húsbygg- inga, hvernig sem á stæði fyrir bankanum. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkurinn beittu sér að sjálfsögðu'som ábyrgir flokkar gegn þessari fásinnu. Utlán bankanna eru nú orðið jafnhá innlögunum. Hefði þessi kvöð verið lögð á Landsbankann, hefði liann ekki getað staðið við þessar skuld- bindingar nema með því að gefa út nýja seðla. Hagfræðinganefndin — Jónas Har- als þar á meðal ■— vara alvarlega við af- leiðingum slíkrar -áðstöfunar, sem myndi hafa í för með sér stóraukinn glundroða og verðbólgu. En þannig er fjármálavizka kommúnista. Það skiptir engu máli fyrir þá, hversu skaðlegar hugmyndir þeirra eru, ef þeir aðeins halda sig geta krækt í nokkur atkvæði. Öryggi við flug ÖRYGGI flugfeiðanna hefir borið mjög á góma í sambandi við flugslysin að und- anförnu. Hefir hjá ýmsum gætt nokkurra efasemda um framtíð flugsamgangna. Ekki mun þess þó liafa orðið vart, að dregið hafi úr aðsókn fclks að flugferðum hér innanlands. Hér á Islandi cru að ýmsu leyti erfið flugskilyrði, og hér skortir enn ýms nauð- synleg hjálpartæki við flug og lendingu. Það verður því að sýna mikla gætni og varkárni og fljúga ekki nema við góð flugskilyrði. Flugfólögin íslenzku hafa yf- irleitt gætt þessa, en slysið mikla fyrir síðustu helgi gefur tilefni til þess að enn sé vakin athygli á þessari nauðsyn. Samtök um að prýða bæinn FYRIR nokkru síðan var í Hveragerði hefir. I lýðfrjá su landi verður þ° enginn neyddur til annarra starfa en hann kýs. Eina leiðin er því að gera sjómennskuna tem eftirsóknarverð- asta. Nýju skipin eru frumskilyrði þess, því að óumflýjanlegt var að bæta aðbúnað sjómanna að miklum mun, þar eð skipið er aðalheimkynni margra þeirra. Þá þarf einnig að búa svo um, að sjómenn hafi hærri tekjur en landmann. Það er fullkom- in sanngirniskrafa. Akureyringar hafa nú sérstaka á- stæðu til þess að minnast sjómann- anna, þar sem þeir eru nú að hefja útgerð í allstórum stíl. Hér skortir líka sjómenn, og ættu ungir og vask- ir piltar í bænum að athuga þetta. Þjóðin öll þakkar sjómönnum sín- um unnin afrek og óskar þeim gæfu og gengis í sínu þjóðnytjastarfi. stofnaður félagsskapur, sem nefndist „Hreyfingin" og vakti töluverða athygli. Stefna þessa félags var að vinna að fegrun staðarins. Þess konar hreyfing ætti í raun- inni að vera til í hverjum bæ á landinu. Næg eru verkefnin. Akureyri er fallegur bær, en þó má hér margt betur fara og um- gengni víða batna. Væri ekki einmitt þjóð- ráð fyrir það fólk, sem hefir áhuga á, að bærinn líti sem bezt út að stofna félagsskap í því skyni. Slík samtök væru vænleg til þess að geta haft góð áhrif. Þvi fékk Björgvin ekki styrk? NÝLEGA úthlutaði Alþingi nokkrum fjárstyrk til 105 listamanna í viðurkenn- ingarskyni við listastörf þeirra. Það hefir vakið noklcra undrun, að Björgvin Guð- mundsson, tónskáld, er ekki í þessum liópi. Björgvin hefir nýlega lagt fram merki- legan skerf til íslenzkrar tónlistar, sem þingnefndin hlýtur að hafa haft vitneskju um, auk annarra stórverka, sem eftir liann liggja. Fjárhagslega skiptir þetta að vísu ekki miklu máli, enda her fremur að líta á styrki þessa sem verðlaun, og er enginn vaíi á því, að Björgvin Guðmundsson á slík verðlaun betur skilið en margir aðr- ir, sem þó hafa hlotið þau. Björgvin er tónskáld okkar Akureyringa, og því kunn- um við því illa, að hann skuli ekki fá að njóta verðugrar viðurkenningar. Nátttröllin ÞEIR ERU alltaf gáfaðir við „Verka- manninn“, enda eru þeir sjaldan feimnir við að auglýsa afrek sín. Nú hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé fyrst og fremst að þalcka ágætri forustu Elízabelar Eiríksdóttur og annarra kommúnista hér í bæ, að togari sé hingað kominn. Leyfir blaðið sér jafnvel að halda því fram, að Sjálfstæðismenn liafi verið á móti togarakaupunum. Þetta hljómar einkennilega í eyrum þeirra, sem vita, að það var Sjálfstæðisfé- lag Akureyrar, sem sérstaklega heitti sér fyrir eflingu útgerðarinnar í bænum með forgöngu sinni um stofnun Útgerðarfélags Akureyringa, sem síðar keypti togarann „Kaldbak". Þessari staðreynd hefir jafnvel „Verkamaðurinn“ ekki þorað að mótmæla, og er hann þó ekki feiminn við að neita staðreyndum. Það er liinsvegar rétt, að Sjálfstæðis- menn hafa fremur kosið frjáls samtök bæj- arbúa um skipakaup en einhliða bæjar- rekstur. Sjálfstæðismenn hafa þó talið rétt, að bærinn keypti skip, ef ekki fengist nauðsynlegt fjármagn frá einstaklingum. Það er ekkert grundvallarskilyrði fyrir á- gæti útgerðar, að bæir, sveitarfélög og ríki séu þar einir aðilar. Það er næsta hjá- kádegt, þegar andstæðingar Sjálfstæðis- manna reyna að sannfæra fólk um það, að þeir séu andvígir framkvæmdum í atvinnu- málum, þegar þess er gætt, að það eru fyrst og fremst Sjálfstæðismenn, sem byggt hafa upp atvinnuvegi þjóðarinnar á liðnum árum. Kommúnistar hafa aftur á móti kosið að hafa fé sitt á þurru, en þótzt vinna alþýðu landsins mikið gagn með því Framh. á 7. síöu. Nóttina fyrir hinn 10. júlímánaðar 1858, fóru nokkrir fiskimenn á báti af frakkneskri duggu, sem lá inni á Borgarfirði (eystra), upp í varp- hólma skammt þaðan og tóku að stela eggjum og dúni. Hlupu þá þrír vinnumenn og drengur á skip og réru út í hólmann, en höfðu ekkert í hönd um sér til varnar, nema þungan járnkarl. Þegar þeir komu í hólm- ann, voru Frakkar þar 8 eða 9, sum- ir i bát sínum, en hinir að ránum. Vinnumennirnir hlupu upp, en dreng urinn gætti skips. Ætluðu þeir fyrst að biðja Frakkana með góðu að hætta ruplinu, en þeir voru ölvaðir og urðu illir við, hlupu að bát sín- um og tóku árar og krókstjaka til að verjast með, ef í liart slægi og reka þessa glapgesti af höndum sér. Hafði einn af Frökkum lifandi æður í barm inurn, og kippti einn vinnumaður henni þaðan og lét fljúga. Þá vildi hinn berja vinnumanninn, en hann brá móti járninu. Þeir voru á háum kletti, og hrasaði vinnumaðurinn svo að hann datt, og hrökk járnið úr hendi hans í sjóinn. Þá hljóp hinn á hann ofan og grúfði. sig niður að honum eins og til að bíta hann á barkann. Meðan á þessu stóð, vildu hinir Frakkarnir berja þá tvo, sem stóðu verjulausir. Þreif þá annar krók- stjaka úr hendi eins Frakka, braut við kné sér til þess að fá lagsmanni sínum annan partinn, en barði hinn Geturðu útvegað mér lokk úr hári systur þinnar, Jóhann litli? Jóhann litli: Nei, en ég get vísað þér á, hvar hún kaupir hár sitt. ★ Einn af merkari þingmönnum Svía var af lágum stigum og hafði verið skóari og ferðast um, en fyrir dugn- að, hyggindi og gáfur náði hann í álitlega stöðu og varð þingskörung- ur. Einum af stórbokkum þingsins datt einhverju sinni í hug að erta skóarann og segir: Er það satt, að þér í fyrri tíð hafið verið umferða- skóari? — Satt er það, svaraði hann. — En það er gott fyrir yður, herra greifi, að þér voruð það eigi. — Hvers vegna? — Af því, að þá hefðuð þér verið það enn í dag. ★ Kennslufconan: Hvað er sá maður kallaður, sem segir annað en það, sem er. Telpan: Kurteis. * — Hefirðu símritað til gamla mannsins eftir peningum? — Já, það hefi ég gert. — Hefir hann svarað? — Já, ég símaði til hans: Hvar eru peningarnir, sem ég bað þig um frakkneska með sínum parti, svo að hann grét undan. í þessu bili varð hann að fara að hjálpa lagsmanni sínum, sem fallinn var, og dró strák- inn af honum, svo að hann komst á fætur. Börðu þá Frakkar á þeim öll- um, svo að þeir hörfuðu undan, hlupu á skip sitt og réru í land. Voru tveir af þeim barðir til meiðsla, en einn óskemmdur, sá sem helzt sýndi vörn. Játuðu hinir tveir á eftir, að hefðu þeir verið eins einbeittir og liann, myndu þeir hafa rekið hina alla, því að Frakkar þessir voru reyndar geitur og lítil illmenni. Næstu nótt fóru duggumenn aftur í hólmann tvívegis og rændu öllum eggjum og dúni, sem þeir náðu, svo að eigi sæi frá hæjum. Því að hæð utan á hólmanum har á miili þeirra og bæjarmanna. Eigendur varpsins voru ei nálægir, en komu heim dag- inn eftir að rænt var um nóttina seinni. Ollum, sem komu út til duggu manna voru þeir greiðugir og góð- viknir. Enginn gat lesið nafn skips- ins, því að skipverjar höfðu neglt léreft fyrir það og krítað yfir borg- arnafnið, sem skipið var frá. Þá tóku varpeigendur það ráð að senda eftir Bernharði presti frakkneska á Seyð- isfirði til þess að rannsaka skipið og létta ránið, ef kostur væri, en sveitamenn vildu tefja fiskimenn á meðan. Þeim tókst það heilan dag, því að veður var lygnt. Um kvöldið Framh. á 7. síðu. í bréfinu? Og hann svaraði: í budd- unni minni. jtt Frúin (við heimilislækninn): Lækn- ir, mig langar til að maðurinn minn íari með mig til Ítalíu svo sem mán- aðartíma. Hvað gengur þá að mér? Lœknirinn: Ekki neitt. Frúin: En livað þér eruð grænn. Ef þér gctið ekki fundið neinn las- leika, þá verð ég að fara til annars læknis, sem getur það. * Malari nokkur sofnaði í mylnunni og valt út af. Hárið á honum lenti á milli hjóla, og stór lagður slitnaði upp úr höfðinu. Hann vaknaði við vondan draum og sagði í fáti: Nú, hva — hvað er þetta, kona. Hvað gengur nú á. * — Aldrei kemst þú í himnaríki, sagði manngarmurinn. Konan var að rífast við hann. — Nú, nú. Því þá ekki það? — Ætli það þurfi ekki á þér að halda fyrir kvalara þarna niðri. ★ — Og ég sem hélt, að þú værir fædd fyrsta apríl, sagði Benedikt, þegar konan hans sagðist vera fædd þann 21. — Flestir mættu halda það eftir því, hvernig ég valdi mér manninn, svaraði hún. Qaman og aívara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.