Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 04.06.1947, Blaðsíða 6
6 ISLBNDII'JGUR Miðvikudagur 4. júní 1947 Niðursuðuverksmiðja fyrir sjávarafurðir í Olafsfirði. Fréltamaður blaðsins hitti Magnús Gamalíelsson, útgerðarmann, að máli í Ólafsfirði á dögunum og inníi hann frétta af niðursuðuverksmiðj- unni, sem Ólafsfirðingar hafa lengi haft í huga að reisa. Undanfarið hafa Ólafsfirðingar átt við ýmsa örð- ugleika að etj a í þessu máli, en Magn- ús telur, að úr þessu megi gera sér góðar vonir um, að takast megi að koma upp verksmiðjunni. Áætlaður kostnaður við að reisa verksmiðjuna er 800.000 krónur, og hefir Stofnlánadeild sj ávarútvegsins þegar lofað að lána til framkvæmd- anna % hluta af þeirri upphæð. Vél- ar til verksmiðjunnar eru nú í pönt- un, en unnið verður við byggingar í sumar. Vonast er til þess, að fram- kvæmdum verði svo langt á veg kom- ið fyrir vertíðina 1948, að verksmiðj- an geti þá hafið niðursuðu. Dr. Jakob Sigurðsson er aðal- ráðunautur við byggingu verksmiðj- unnar, en teiknistofa Gísla Halldórs- sonar hefir gengið frá öllum teikn- ingum, eftir fyrirsögn dr. Jakobs Sigurðssonar. Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður, er ráðinn framkvstj. verksmiðjunnar, en Ólafsfjarðarbær verður eigandi liennar. Ágúst Jóns- son mun sjá um byggingu verksmiðj- unnar. Eftir þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið um rekstur verksmiðjunn- ar má búast við því, að afköst verði um 25 þús. 1 Ibs. dósir á átta tíma vakt. Vélarnar, sem nú eru í pöntun, eru eingöngu ætlaðar til þess að sjóða niður fisk, annan en síld, en vonast er til þess, að vélar, sem ann- ast geti síldarniðursuðu, fáist fyrir sumarið 1948. Þegar næg hráefni eru fyrir hendi, munu um 40 manns hafa fasta atvinnu við verksmiðjuna. Verksmiðjan verður rekin með gufuafli og rafmagni. í stað kola- kyndingar verður sjálfvirk olíukynd- ing. Eins og nú standa sakir, telur Magnús söluhorfur fyrir nioursuðu- vörur góðar, og að afkoma verk- smiðjunnar sé trygg með um 2 milj. dósa ársframleiðslu, iniðað við það verð, sem nú fæst fyrir niðursoðnar sjávarafurðir. Síldarútvegsnefnd mun sennilega annast sölu á framleiðslu verksmiðjunnar. Mikil atvinnubót. Þegar niðursuðuverksmiðjan hef- ir tekið til starfa í Ólafsfirði, er eng- inn vafi á því, að hún mun verða einn aðalþátturinn í atvinnulífi bæjarins. Skilyrði virðast vera góð fyrir slík- an rekstur, fiskurinn skammt undan og afli mestan hluta ársins. Hafnar- mannvirkjunum er nú svo langt á veg komið, að bátar geta sennilega stundað þaðan veiðar næsta vetur. Þegar verksmiðjan hefir fengið vél- ar til þess að sjóða niður síld, mun síldin verða aðalframleiðsluvara verksmiðjunnar yfir síldveiðitímann. Framtíð verksmiðj unnar mun þó mest velta á því, hvernig reynist að selja framleiðslu hennar, en til þess þarf að leita til crlendra markaða. Verksmiðjan í Ólafsfirði verður næst stærsta niðursuðuverksmiðja landsins. þíorðkndingar munu óska þessu nýja fyriitæki góðs gengis. Athugasemd 1 Degi, 25. apríl s. 1. gerir I. E. grein mína, er birtist fyrir nokkru í Islendingi, að umtals- efni. Eg tel rétt að gera þar af leiðandi lítilsháttar athuga- semd. Það er í rauninn margt við þessa Dagsgrein að athuga, en ég mun aðeins drepa á eitt eða tvö atriði. Hann gerir mikið veður út af því, að ég skuli hafa sagt „allt- af“ í staðinn fyrir ,,að lokum“, í grein minni, og nefnir mig „ritfalsara", vegna þessa. Eg á- lít nafngiftina óréttmæta vegna þess, að með þessu orði átti ég við kosningar, og í kosningum dæmir þjóðin ein stefnu flokk- anna á liðnu kjörtímabili. 1 öðru lagi er orð þetta frá mér komið og er ekki innan tilvitnunar- merkja, en í grein I. E. eru þó innan tilvitnunarmerkja 2 orð, „stendur nefnilega“, sem ekki voru í minni grein (á þeim stað, sem I. E. vill helzt hafa þau). I. E. ræðir m. a. um hlutfalls- og meirihlutakosningar, og firin ur að því að ég skuli aðeins hafa tekið annan endann á réttlætis- málinu, hlutfallsfyrirkomulag- inu. Hann tekur síðan hinn end- an til athugunar, og ætlar með því dæmi að sýna fram á órétt- læti hlutfallskosninga, og um leið réttlæti meirihlutareglunn- ar. Dæmið, sem hann tekur, er á þá leið, að í tvímenningskjör- dæmi fær einn flokkur 800 atkv., annar 401. Samkvæmt meirihlutareglunni fengi fjöl- mennari flokhurinn báða þing- mennina, en aftur á móti hinn engan. Þetta á að vera réttlæti meirihlutakosninga. Ef til vill er það réttlæti, að í sama kjördæminu hafi 800 kjós- endur 2 þingmenn, 400 á bak við hvorn, en 401 kjósandi eng- an þingfulltrúa. Eg get ekki séð neitt réttlæti í þessu. Fengi hins vegar fámennari flokkurinn tveim atkv. færra, aðeins 399, fengi fjölmennari þingflokkurinri báða þingmenn kjördæmisins I ;jörna í báðum til fellum. Þetta dæmi finnst mér því tekið nokkuð langt úti á enda, ef svo mætti að orði komast, vegna þess a<5 fái fámennari flokkurinn 2 atkv. færra, fær hann engan þingmann, sama 8HSHB3œXSES-3i23 Jarðarför sonar okkar, bróður og unnusta, STEFANS SIGURÐSSONAR, deildarstjóra fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. júni kl. 1 e. h. Vandamenn. Otan úf lieimi hvar reglan er viðhöfð. Aftur á móti er dæmið, sem ég tók í grein minni mikið f jær hinum endanum, en I. E. vill vera láta vegna þess að fái f jöl- mennari flokkurinn þrem atkv. færra en ég tiltók í grein minni, breytist þingmannatala flokk- anna ekkert. Eina breytingin yrði sú, að sá fengi 1. þingmann, er áður hafði 2. þingmann kjör- dæmisins, og öfugt. Þannig yrði útkoman, samkvæmt hlutfalls- reglunni. En samkv. meirihluta- reglunni fengi fjölmennari flokk urinn, sem þá hefði 400 atkv. báða þingmennina, en hinn með 399 atkv. engan. Þetta er nú allt réttlætið. Ýmislegt fleira mætti um grein I. E. ræða, en ég mun nú staldra við. G. Gunnarsson. TILKYNNING ÞAÐ tilkynnist hér með, að vegna flutninga inn í bæ, verð ég að hætta því fyrirkomulagi, sem ég hef haft á sölu þeirra eggja er ég framleiði á búi mínu. Framvegis sel ég öll mín egg í Fiskibúðinni, Strandgötu 6, og geta þeir, er verið hafa fastir kaup endur hjá mér, fengið eggin þar eftirleiðis. Eggin verða stimpluð. Bjarni F. Finnbogason. Hefi opnað vinnustnfu mína í Strandgötu 1, annari hæð. Bjögvin Friðriksson, klæðskeri. — Sími 596. Lítiðl HERBERGI til leigu. Óskar Sæmundsson. Dönsk Svelnherbergis* húsgögn mjög vönduð, til sölu. J. K. Havsteen,.. Austurbyggð 6. Spegiar margar stærðir nýkomnir. Byggingavöruverzl. Akureyrar h.f. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jonssonar h. f. Bandaríkin: Samkvæmt upplýsingum viðskipta- málaráðuneytis Bandaríkjanna, eyðir Bandaríkjaþjóðin árlega sem svarar 50.5 miljörðum króna í áfenga drykki. Kanada: Gallupstofnunin lét fyrir nokkru fram fara skoðanakönnun í Kanada um það, hvort Kanadamenn álitu að sameinuðu þjóðirnar gætu komið í veg fyrir aðra heimsstyrjöld. Rúm- lega helmingurinn (51%) sagði nei, 31% sögðu já, og 18% voru í vafa. Önnur spurningin var: Hvar verður næsta styrjöld háð? 39% svöruðu: í Norður-Kanada og Alaska. Bandaríkin: Áætlað er, að kvikmyndafélag það, sem kvikmyndaleikkonan Bette Da- vis vinnur hjá, hafi tapað um 29 -------c sa...BBfl milj. króna á því, að Bette hefir ekki getað leikið um skeið, því að hún var ófrísk. Varð að hætta við töku tveggja kvikmynda af þessum sök- um, og var gróði félagsins af þeim áætlaður sem áður segir. Fyrir skömmu eignaðist Bette svo dóttur, en fæðingin gekk svo illa að gera varð á henni „keisaraskurð". Bette er nú 39 ára gömul. „KALDBAKUR“ FARINN TIL ENG- LANDS MEÐ FULL- FERMI „Kaldbakur“ lagði af stað héðan j til Hull með fullfermi fiskjar síðastl. sunnudag kl. 1. Hafði hann þá að- eins verið á veiðum 9Vz sólarhring, og er það mjög góður árangur. Hann kemur sennilega til Englands á fimmtudaginn. Nokkrar slIdarsUHkar vantar okkur á söltunarstöð vora á Siglu- firði í sumar. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. H. f. NJÖRÐUR, Akureyri. Bifreiðaskoðun Þeir, sem vanrækt hafa að koma með bif- reiðar sínar til skoðunar ó tilskildum tíma skulu koma með þær til skoðunar að lögreglu- varðstofunni á Akureyri fimmtudaginn 5. þ.m. eða föstudaginn 6. þ. m. kl. 9—12 eða 1 3—18. Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa að þeim tíma liðnum látið skoða bifreiðar sínar, verða látnir sæta ábyrgð að lögum. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.