Íslendingur


Íslendingur - 11.06.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.06.1947, Blaðsíða 1
«%4#- „j| £-™W-.V ¦¦''V.í.'jÍ *¦'--¦-«' -¦'¦**" W> .'->""' ^%^ ll^W^l^ XXXIII. árg. Miðvikudagur 11. júní 1947 23. tbl. Hátíðl.eg útför og minningarathöfn ¦^n A efri myndinni sést inn yfir kór kirkjunnar, en líkjylgdin á leið frá kirkju til kirkjugarSs á þeirri neSri. (Ljúsm. E. Sigurgeirsson). Hátíðahöldin 17. júní 1947 Gengið hefir nú verið frá dagskrá hátíðahaldanna þj óðhátíðardaginn 17. júní hér á Akureyri. Hefir undir- búningsnefndin látið blaðinu í té eftirgreindar upplýsingar: Hátíðin hefst kl. 2 síðdegis, þriðj u daginn 17. júní, með leik Lúðra- sveitar Akureyrar á Ráðhústorgi. Kl. 2.15 hefst skrúðgangan að hátíða- svæðinu, eða til kirkju, verði óhag- stætt veður. Kl. 2.30 hefst samkoma á túnunum sunnan við sundlaugina. Steinn Stein sen, bæjarstjóri, setur hátíðina. Þá fer fram fánahylling skáta. Eftir það verður guðsþjónusta og prédikar séra Pétur Sigurgeirsson. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, flytur lýðveldisræðu. Einnig. flytur Kristján Róbertsson, stúdent, ræðu. Að lokum verður þjóðsöngurinn sunginn. Kl. 4.30 hefjast íþróttasýningar og íþróttakeppni á sama stað. Kvenna- flokkur frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar sýnir leikfimi undir stjórn Þór- höllu Þorsteinsdóttur. Ef til vill verða fleiri íþróttir. Framhald á 8. síðu. Aldrei jafnmikið fjölmenni við jarðarför á Akureyri. Síðastliðinn fimmtudag flutti varðskipið „Ægir" til Reykjavíkur lík þeirra Sunnlendinga, sem fórust í flugslysinu mikla í Héðinsfirði. Áður fór fram minningarathöfn í Akureyrarkirkj u, .pg hófst hún kl. 4 síðdegis. Kirkjan var þétt setin. Kisturnar stóðu allar í kór kirkj- unnar, blómum skrýddar. Minning- arathöfnin hófst með því, að Björgv- in Guðmundsson, tónskáld, lék „Ave Maria" eftir Schubert á kirkjuorg- elið. Kirkjukórinn söng, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar, og séra Pétur Sigurgeirsson flutti bæn. Þá lék Theo Andersen, hljómsveitar- stjóri, á fiðlu með undirleik Björgv- ins „Kvöldbæn" eftir Björgvin Guð- mundsson og „Largo" eftir Hándel. Oddfellowar báru kistu Garðars Þorsteinssonar, alþingismanns, úr kirkju, en félagar úr Karlakórnum Geysi báru hinar kisturnar. Meðan kisturnar voru bornar út, lék Björgv- in sorgarlög á kirkjuorgefið. Kisturn ar voru síðan fluttar á bifreiðum til skips og fylgdi þeim mikill fjöldi fólks. Geysisfélagar báru þær um borð í „Ægi", og lék Lúðrasveit Ak- ureyrar sorgarlag á meðan. Um leið og skipið lagði frá landi, söng Geys- ir „Hærra minn guð til þín". Minningarathöfn þessi var bæði virðuleg og alvarleg. Verzlunum öll- um var lokað frá kl. 3, og fánar blöktu við hálfa stöng um allan bæ- Húfíðleg úrför. Á föstudaginn voru jarðsett hér á Akureyri lík 10 þeirra, sem fórust í flugslysinu. Hófst sú athöfn kl. 1 síð- degis, og mun aldrei annar eins mann fjöldi hafa verið við útför hér á Ak- ureyri. Athöfninni í kirkjunni var útvarpað, og einnig var komið fyrir hátölurum úti fyrir kirkjunni fyrir það fólk, sem ekki kæmist inn. Reynd ist full þörf á þessum aðgerðum, því að margt fólk varð að standa úti. Kisturnar voru allar blómum þakt- ar, og mikill fjöldi kransa hafði bor- izt. Skátar, bæði piltar og stúlkur, stóðu heiðursvörð við kisturnar með 10 íslenzka fána, en kvenskátar stóðu heiðursvörð úti fyrir kirkjudyrum. Athöfnin hófst á því, að Björgvin Guðmundsson lék „Ave Maria*' eftir Schubert á kirkjuorgelið. Þá söng kirkjukórinn „Mitt höfuð, guð, ég hneigi". Séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum flutti ræðu, og Theo Andersen lék á fiðlu með orgelundir- Efri myndin var tekin í kirhjugarSinum á föstudaginn. Prestarnir þrír standa viS kisturnar og skátar og Geysir lengs't til hœgri. — Á neSri myndinni sjásl Oddjellowar bera kistu GarSars Þorsteinssonar, alþm., úr kirkju. (Ljósm. E. Sigurgeirsson). leik „Kvöldbæn" eftir Björgvin Guð- mundsson. Kirkjukórinn söng „Fað- ir vor", og séra Pétur Sigurgeirs- son flutti ræðu. Þá söng kirkjukór- inn þjóðsönginn, og Theo Andersen lék á fiðlu með orgelundirleik „Largo" eftir Hándel. Meðan kist- urnar voru bornar úr kirkju lék Björgvin Guðmundsson á orgel „Dauði Ásu" eftir Grieg. Oddfellowar báru úr kirkju kistu Gunnars Hallgrímssonar, tannlæknis, og drengjaskátar kistu Brynju Hlíð- ar, kvenskátaforingja. Aðrar kistur báru félagar úr Karlakórnum „Geys- ir". Skátar báru kransana. Kistunum var ekið á bifreiðum til kirkjugarðs. Gengu skátar í fylkingu á undan, en mikill mannfjöldi fylgdi, bæði gangandi og í bifreiðum. Meðan kisturnar voru bornar í kirkjugarð lék Lúðrasveit Akureyrar. Kistunum var fyrst raðað á grasflöt við grafirnar. Karlakóririn „Geysir" söng „Allt eins og blómstrið eina", séra Benjamín Kristjánsson flutti bæn og þvínæst jarðsettu prestarnir séra Pétur Sigurgeirsson, séra Benja- mín Kristjánsson og séra Sigurður Stefánsson. Að lokum söng „Geys- ir" „1 friði látinn hvíli hér". Athöfnin var öll þrungin mikilli alvöru og djúpri samúð með þeim, Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.