Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 25. júní 1047 25. tbl. amninganefnd Alþýðusambantisins neitar að samninga Sjómannafélag -Akureyrar og sildveioikjonn. Útgerðarmannafélag Akureyrar iiefir falið sljórn sinni að birla eftir- farandi vegna sjómannaverkfallsins, sem hér stendur: Sl. vetur sagði Sj ómannafélag Ak- ''ureyrar upp samningum vi'ð útgerð- ¦ armannafélagið um síldveiðikjörin. Stuttu seinna leitaði samninganefnd frá útgerSarmannafélaginu sam- komulags við stjórn sjómannafélags- ins. Setti stjórn sjómannafélagsins 'fram eftirfarandi kröfur: „Kauptrygging sjómanna skyldi hækka úr 1150 krónum á mánuði í 1360 krónur og prósentukjörin skyldu hækka úr 35% upp í 40%, en með fleiri stað-skiptum þannig, að hækkunin mundi nema um 2%% af brutto afla, misjafnt eftir stærð íkipa. Þar að auki skyldu útgerðar- menn tryggja sjómönnum ákveðið lágmarksverð á síldinni, hvort sem hægt yrði að selja aflann fyrir það verð eða ekki." Tilkynnti stjórn sjómannafélags- ins að frá þessum kröfum yrSi ekki hvikað og væri tilgangslaust fyrir út- gerðarmenn að ræða það nokkuð frekar nema skrifa undir. Nefnd út> gerðarmannafélagsins óskaði þá eft- ir_aS stjórn sjóinannafélagsins gerði sig ánægða með að hækka trygging- una úr 1150 krónum í tæpar 1800 krónur (en ekki 1860) en þessu var neitað harðlega, þótt bent væri á, að slík trygging væri hvergi á landinu svona há. Hækkun á prósentukjörunum ialdi nefnd útgerðarmannafélagsins ekki um að ræða, enda hafa allir útgerð- armenn marglýst því yfir, að þeir gangi aldrei að hærri prósenlukjör- um, sem vilanlega nú þegar eru orð- "in allt of há. Útgerðarmannafélagið neitaði svo að ganga að þessu o'g gaf Landssambandi íslenzkra útvegs- manna í Reykjavík fullt umboð til þess að semja um þessi mál við Al- þýðusambandið, sem svo yæntanlega fengi aftur umboð til þess að semja fyrir sjómannafélagið. Svo lýsir sj ómannafélagið verkfalli frá og með 20. júní á síldveiðiskip úlgerðarmrnna, sem eru meðlimir í Úlgerðarmannafélagi Akuíeyrar. ¦ Sjómannafélagið hefir þó enn ekki árætt að stöðva útbúnað skipanna. Undanfarin ár hefir kostnaður við mannahald á síldveiðiskipum stöðugt farið vaxandi. Er nú svo komið, að greiSslur til og vegna skipshafnar nema oft frá 60% til 70% af brutto afla skipanna. I daglegu tali er oft lalaS um 35% kjörin (sem nú áttu svo aS verða 40% .kjörin) á síld- veiðum, og halda þá margir, að það sé sá hluti aflans, sem fer til skips- hafnarinnar. En hið rétta er, að hluti af skipshöfninni fær þessi 35% og þegar allir eru búnir að fá sitt og bú- iS er að greiða fyrir skipshöfnina öll gjöld, er talan kömin yfir 60% eins og eftirfarandi dæmi sýnir: Utreikningur á greiðslum til skips- hafnar á 70 til 100 tonna skipi, sem stundar síldveiðar í 2% mánuð, og fiskar fyrir 160.000.00, eða sem næst meðalafla á slík skip síðastliðna ver- tíð. Allt reiknað með gildandi taxta í fyrra á norðlenzkum skipum, 35% í 15 staði, eða 2-33% á mann. 13 hásetar með 2.33% hver 30.29% Skipstjórinn með ........ 6.50% Stýrimaður meS ........ 3.50% 1. vélstjóri meS . ,S ..... 4.50% 2. vélstjóri meS ........ 3.30% Matsveinn meS.......... 2.91% Samtals 51.00% Orl.4% af greiSslum manna 2.04% Samtals 53.04% Kaup skipstj. í 2V2 mán. Kaup stýrim. í 2% mán. Slysatrygging skipverja Trygging muna skipverja Trygging aflahlutar skipv. um borð í skipi . Sjúkrasaml.iSgj. skipverja Hreinlætisvörur og áhöld .viS mat, sem' skipv. eiga að leggja sér sjálfir til, en átgerðin greiðir Aukahlutir vegna veikinda Kr. 1500.00 880.00 4059.00 1200.00 1200.00 675.00 2000.00 2600.00 Samtals kr. 14114.00 Þessum kr. 14114.00 breytt í %¦ af 160 þus......... 8.82% Allar greiðslur vegna manna af bruttoafla.......... 61.86% Ef gengið yrði út frá að greiða tryggingu þá er samið er um nú í Rvík, mundi það með sama afla ^ nm kjör viO síltlarverksmifljflr ntan kosta útgerðina 10.036.00 kr. í viSbót eða........ 6.27% Samtals 68.13% Þetta dæmi var lagt fyrir stjórn sjómannafélagsins á samninganefnd- arfundi, og gat húia engan liSinn hrakiS, enda aðeins tveir liSir áætl- aðir. Hér er þó ýmsu sleppt, svo sem vínnu skipshafnar við undirbúning í byrjun vertíðar og fl. Hver heilvita maður hlýtur að sjá að hér verSur »kki meira af tekið til skipshafnar, meðan annar útgerðar- kostnaður fer stöðugt hækkandi. Síð- astliðinn sunnudag héldu útgerðar- iiienn fund til þess að ræða vrðhorf- ið vegna verkfallsins. Voru allir sem einn sammála um, að þó enn yrði gengið inn á nokkrar hækkunarkröf- ur um mánaðarkauptryggingu íil þess eins að reyna að fá vinnufriS, þá yrSi þó aldrei gengiS inn á hækk- un á prósentukjörunum, hve lengi, sem stjórn sjómannafélagsins t»kist aS kyrrsetja skipin. Hvers vegna er launung á því hverjir eru félagar í Sjómannafélagi Akureyrar? ViS lauslega athugun, sem ÚtgerS- armannafélagið lét fram fara meðal félaga ainna, kom í ljós, að á mörg síldveiðiskipin er enginn maður ráð- inn úr Sj órnannafélagi Akureyrar, og á önnur 1 og 2 og hæsl 4 menn (á einu skipi). Vegna þess var stjórn- inni faiið að fá upplýsingar, hverjir væru í Sjómannafélaginu, en það tel- ur nú úm 130 félaga að sögn. For- maður Utgerðarmannafélagsins sneri sér þá til Tryggva Helgasoriar, sem er formaður sjómannafélagsins, og fór þess á leit að fá að sjá félagaskrá. Þessú neitaði hann, eftir að hafa bor- ið sig saman við aðra stjórnarmeð- limi sjómannafélagsins, tig 'færðist undan aS gefa nokkrar upplýsingar um það, hverjir væru í félaginti. Þó viðurkenndi hann, að nokkuð marg- ir félaganna væru verkamenn og aðr- ir, sem ekki stunduðu sjómennsku. Hverjir eru það þá, sem œtla að stöðva síldveiðiskip Norðlendinga? Hv«rjir bera ábyrgðina, ef skipin komast ekki á veiðar? Hverjir eru í Sjómannafélagi Ak- ureyrar? Siglutjarúar. Kreíst Jess að stjörö síldarverksiniðjaniia víínr- kenni ólöglegt verkíall „Þróttar". Ekki virðisf nú lengur lcika neinn vafi á því, að hin kommúnisfiska forusfa Alþýðusambandsins sé sraðráð- in í að sföðva síldveiðarnar í sumar, ef verklýðsfélögin sjálf hér nyrðra faka ekki í taumana og bjarga þannig þjóðinni frá hinni mesfu ógæfu. Samningaumleitanir þær, sem stjórnir síldarverksmiðjanna Norðanlands ósk- uðu eftir hér á Akureyri, hafa ekki getað hafizt vegna þess, að Alþýðusambandið heimtar viðurkenningu á hinu ólöglega verkfalli „Þróttar" á Siglufirði. Þann 18. júní sl. sneru stjórnir Síldarverksíniðjanría á Skagaströnd, Hjalteyri, Dagverðareyri, Krossa- nesi, Húsavík og Raufarhöfn sér til Alþýðusambands íslands og óskuðu að hefja þann 22. júní samninga- umleitanir á Akureyri við samninga- nefnd Alþýðusambands íslands um launakjör við þessar síldarverksmiðj- ur. AlþýðusambandiS féllst á þessi tilmæli, en á fyrsta fundi samninga- nefndar AlþýSusambandsins og full- trúa varksmiSjanna kom í ljós^aS Alþýðusambandið setti það skilyrði fyrir þátttöku sinni í þessum samn- ingatilraunum, að jafnframt yrði samið um kaup og kjíir milli Síldar- verksmiðja ríkisins og „Þróttar" á Siglufirði. Fulltrúar síldarverksmiðj- anna kváðust eðlilega ekki geta tekið upp samninga viS „Þrótt", því aS þeir teldu bindandi 6amninga á komna milli þess félags og síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði með samþykki félagsins á tillögu sátta- semjara. Þar sem stjórn síldarverk- smiðjanna hefði nú höfðað félags- dómsmál til viðurkenningar á gildi þess samnings, væri auðvitaS útilok- aS aS hefja nokkrar viSræSur viS „Þrótt", meSan beðið væri eftii úr- skurði Félagsdóms. Hins vegar kváS- ust fulltrúar síldarverksmiSjanna ekkert hafa viS þaS aS athuga, aS fulltrúar frá „Þrótti" fylgdust meS öllum samningatilraununum. Heimta viðurkenningu é lögbrotum. Þessum röksemdum fulltrúa síldar- verksmiðjanna svaraði Guðmundur Vigfúíson, f. h. Alþýðusambandsins þann 23. júní. Er það bréf mestmegn- is vífilengjur og bollaleggingar um „lögleysur" sáttasemjara. Er þar ekki reynt að hrekja röksemdir fulltrúa síldarverksmiðjanna, en þó endur- tekið, að samninganefnd Alþýðu- sambandsins hefji ekki neina samn- inga um kjör í verksmiðjum utan Siglufjarðar, nema jafnframt sé sam- ið við „Þrott". Eftir þetta svar, virt- ist ekki vera fyrir hendi neinn samn- ingsgrundvöllur og tjáðu fulltrúar síldarverksmiðj anna erindreka ^ Al- þýðusambandsins það í fyrradag. Háttsemi Alþýðu»ambandsins hlýt- ur að vekja hina mestu furðu. MeS- an mál „Þróttar" er fyrir Félags- dómi, mælir þaS gegn allri skynsemi aS ætlast til þess, aS stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins geti lagt blessun sína' á lögbrot, »em hún telur hafa verið framin. Aftur á móti er aug- ljóst. að dregizt getur hálfan mánuð eða meir, að Félagsdómur kveði upp úrskurS sinn og því fyrirsjáanleg stöðvun annarra síldarverksmiðja, ef ekki á aS semja viS þær fyrr. Eru heldur ekki til nein rök, sem réttlæta þá afstöSu AlþýSvisambandsins, því aS ekki þarf aS ganga á nokkurn hátt á rétt „Þróttar" í þeim samning- um. ÞaS er því að kenna óbilgirni og ofbeldistilraunum kommúnista í Al- þýðusambandinu, ef ekki tekst að ná samningum um kjör verkamanna við síldarverksmiðjumar, áður en slld- arvertíð hefst. Atferli þeirra sannar, að þeir svífast jafnvel ekki að skera á lífæð þjóðarinnar til þess að reyna að kúga hana til hlýðni við sig.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.