Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 25. júní 1947 [01 Akureyri Náttkjólar og undirföt frá Klæðágerðinni Amaro li.f. þekkja allir. Biðjið um það bezta. Einkasali fyrir verksmiðjuna HEILBVERZL- V A L(«• STKFÁNSSONA R Akureyri — sími 332. r Niðursuðuverksmiðjan SILD h.f. Akureyri S ARDINUR SÍLDARFLÖK Fyrsta ftokks vara. Heildsölubirgðir Heildverzl. Valg. Stefánssonar Akureyri — sími 332. nsiuverKiioian a Fyrirliggjandi í heildsölu Kindakjöt Kindakjötsbúðingur Kindakæfa Gr. Baunir Gulrætur Grænar Baunir og Gulrætur Rauðrófur Sjólax o. fl. Heildverzl. Valg. Stefánssonar Sími 332 — Akureyri. «5$<BKHKHKBKHKHKHKHKBKHKBKBKHKBKBttHKHKBKBKHKBKHKHKHKSM - Auglýsið í „íslendingi“ - Ö^WÍílHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKKH * Orösending frá heiibrigðisstjðrn. Um þessar mundir verðnr gerð' til- raun til algerrar rottueyðingar hér á Akureyri á sama liátt og gerð var í Reykjavík á síðastliðnu ári. Náðist þar ágætur áranguf, og standa mikl- ar vonir til, að svo fari einnig hér. Brezkt félag, hið sama og starfaði að þessu máli í Reykjavík, hefir tekið að sér rottueyðinguna hér á Akur- eyri. IJeitir það „British Ratin Com- pany Ltd.“, og eru komnir hingað á vegum þess þrír sérfræðingar í þess- um málum: Mr. Allan Stanvay og að- stoðarmennirnir Mr. Colin McKin- non og Mr. Charles Ridley. Efnin, sem notuð eru við eyðing- una, eru framleidd í Ratin-efnasmiðj- unni í Kaupmannahöfn, og eru þau þrenns konar. Hið fyrsta, ratin, er fljótandi. Er það notað á þann hátt, að brauð er hleytt í því, og veldur það veikindum í rottunum, sem venjulega dregur þær til dauða á níu dögum. Þessi aðferð er á marg- an hátt hin heppilegasta. í fyrsta lagi veldur þessl hægfara eitrun því, að rotturnar- hænast að agninu dögum saman, án þess að verða varar nokk- urrar grunsemdar, en að ná því hefir löngum verið örðugasti hjallinn á leiðinni til fullkominnar -eyðingar þessara meindýra. í öðru lagi fylgir þessu sá kostur, að rottur, er rífa í sig félaga sína, er farizt hafa af þess- ari eitrun, sýkjast einnig. Ýmsir hafa að vísu andúð á slíkri eitrun, en þeg- ar þess er gætt, að rotturnar sækjast mjög eftir að éta aðrar roltur, ef þær ætla, að þær hafi drepizt á eðlilegan hátt, verður naumast hjá því komizt að nota þessa aðferð. En því miður gengur ratin ekki af öllum rottum dauðum, enda er því svo farið i ríki náttúrunnar, að jafnan eru einhverj- ir einstaklingar ónæmir fyrir hverri tegund sýkingar. En, sem betur fer, er hér urn að ræða mjög lágan hundr- aðshluta af rottum, er þola ratin. Er þá gripið til annars ráðs, eiturs, er nefnt er ratinin og framleitt er úr jurtum. Drepur það rotturnar á fáum klukkustundum. Enda þótt ratinin sé eitur, er það eingþngu miðað við rottur og algerlega óskaðlegt öðrum dýrum og mönnum. Að loknu þessu öðru stigi eyðingarinnar ætti rottan að vera nálega úr sögunni, en þó verður löngum eitthvað örlítið eftir enn, og er þá gripið til nýrra ráða. Þetta þriðja og síðasta stig eitrunar- innar er kallað ratin-auki. Þetta eitur er gjörólíkt ratinin og er hættulegt mönnum og skepnum. Verður því að gæta ýtrustu varúðar í meðferð þess, enda er sú bót í máli, að sjaldan þarf að grípa til þess og þá jafnvel farið mjög varlega. Daginn eftir að eitrað hefir verið með því, mun verða séð um, að hverju leyfðu agni verði safn- að og þeim brennt. Ætti því hætta, sem af þessu getur stafað, að vera sáralítil, enda barst bæjarskrifstofun- um í Reykjavík ekki ein einasta kvört un um slys, er hlotizt hefðu þar af eitruninni. Aðgerðir þessar hófust hér í bæn- um mánudaginn 23. júní. Stendur fyrsta stig eitrunarinnar yfir um þrjár vikur, annað nálægt hálfum mánuði og hið síðasta um viku. Komið verður í hvert liús í bæn- urn og eitrað, nema öruggt sé um, að þar hafizt ekki rottur eða mýs við. Undirritar þá húsráðandi yfirlýs- ingu um, að svo sé. Ef svo er ekki, fer eitrunin fram með þeim hætti, sem hér hefir verið lýst. Að loknu hverju stigi ber húsráðanda einnig að undirrita viðurkenningu um, að eitrun liafi verið framkvæmd og skal kvittun þessi afhent við næstu um- ferð. Miklar vonir eru þó um, að víða fari *vo, að ekki komi til þessa, heldur dugi fyrsta eða a. m. k. annað stig eitrunarinnar til að eyða rottun- urn að- fullu. Gefur þá húsráðandi viðurkenningu um, að svo sé. Verk sem þetta krefst mikillar ná- kvæmni og alúðar, og er -þess fast- lega vænzt, að bæjarbúar bregðist vel við, hafi sem bezta samvinnu við hina erlendu sérfræðinga og greiði götu þeirra í þessu menningarstarfi. Alveg sérstaklega er bráðnauðsyn- legt, að skýrslurnar um, hvernig eyð- ingin hafi tekizt séu svo sannar og réttar sem frekast er kostur á. Skýrslur hafa verið gerðar um á- standið í hverri húseign í hænum, og má telja öruggt um, að komið verði til eitrunar í öll hús, þar sem lilkynnt hefir verið um rottur. Sama -máli gildir og um hús, sem reist hafa verið síðan skýrslugerð þessi fór fram. En fari svo, að eftirlitsmenn- irnir hafi ekki komið í eitthvert hús 12. júlí, á að beina.umkvörtunum um það til heilhrigðisfulltrúa, í síma 196, og verður þá séð um, að eitrunin sé framkvæmd reglulega. Kommúnisiar þorðu ekki að bera upp tillögu um samúð- arverkfall í „Iðju" Stjórn „Iðju“, félags verksmiðju- fólks á Akureyri boðaði til almenns félagsfundar um síðustu helgi. Var ætlunin að fá samúðarverkfall með „Dagsbrún“. Fundurinn var fjöl- mennur og þótti kommúnistum svo óvænlega horfa með fylgi sitt á fundinum, að þeir þorðu ekki að leggja fram verkfallstillögu sína, en fengu í stað þess samþykktar sam- úðarkveðjur til Dagsbrúnarmanna. Mikill hluti fundarmanna sat hjá við þá atkvæðagreiðslu. Bæjorróð hafnar tilboði um öskuhreinsun Fyrir nokkru var auglýst eftir til- boðum í að annast öskuhreinsun í hænum. Eitt tilboð barsl, kr. 180 þús. fyrir mannavinnu, en hærinn skyldi auk þess leggja til bifreiðar og allt, sem til þeirra þarf. Bæjarráð telur tilboð þetta svo hátt, að ekki sé mögulegt að sinna því, og hefir því samþykkt að fela bæjarstjóra að ráða einn fastan starfsmann til að annast ösku- og sorphreinsun í hænum og menn hon- um til aðstoðar eftir þörfum. Tii Steios Gflðmundssonar fyrrv. skipstjóra, á sextugsafmæli hans 1 1. janúar 1947. Þegar sérðu þrekinn segg þokast fram með ró í fasi — hann við margan húsavegg hinkrar við og tekur masi. — - Þetta er Steinn. Með þýðri raust — þar sem strœti mætir vegur — hjður handtak hlýtt og traust, hugur fylgir, vinsamlegur. Hress í máli, hreinn og beinn, liýr á svip, þótt léttist sjóður. Hann er enginn harður „steinný hann er hverju barni góður. * Aður fyrr um höf og höfn helt’ hatin skipi sínu úti. Elskaði fley og dáði dröfn, dátt og lét að flöskustúti. Þarfa björg í þjóðarbú þá var starfi hans að draga. En þótt virðist umskipt nú, ekki er nema gömul sagd. Lemstraðist efldur armur hans, er hann gekk til nýtra starfa. Hlaut hann því að leita lands með lítinn hlut til sinna þarfa. * Eins og fyrr um öldugeim allvel seglum kunni að haga, síðast nýjum Sindra heim siglir hann eins og forðum daga. V B. r A — — — i M A JR O M A Höfum alltaf fyrirliggjandi í miklu úrvali. Undirföt (Sett, bleik, blá og græn. Náttkjólar, fl. stærðir og litir. R Stakar buxur og Undirkjólar No. 40-42-44-46-48-50. Fyrsta flokks efni og vinna. O AMAROBÚÐIN > (Áður verzl. B. Ryel). A

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.