Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 25. júní 1947 ÍSLENDINGUR 3 SamtOk nngra Sjátfstæðismanna efl- ast stððugt Avarp til íslenzkrar æsku. Níunda þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna, haldið á Akureyri 20.—23. júní 1947, beinir eftirfarandi ávarpi til ís- lenzkrar æsku: „Miklar gjörbreytingar hafa átt sér stað í íslenzku þjóðlífi á síðari árum. Efnahagsstarfsemi og afkoma þjóðarinnar hefir tekið meiri stakkaskiptum en áður á aldahili. Djúpar rætur þessara umbrota má rekja til þeirra áhrifa, sem styrjaldarárin og afleiðingar þeirra hafa haft á íslenzkt þjóðlíf. Aukin velmegun á efnahagssviðinu, nýir og áður óþekktir möguleikar til öflunar mikilla verðmæta við góð og næg at- vinnuskilyrði, hafa fa-rt æsku landsins og upprennandí kynslóð nýjar vonir og hjartári viðhorf til maniisæmandi lífsafkomu og þróttmikillar uppbyggingarstarfsemi. Æskan hefir litið á þá alhliða nýsköpun, sem í framkvæmd er á sviði atvinnulífsins til lands og sjávar, sem öruggastan varasjóð framtíðarinnar. Sj álfstæðisflokkurinn sameinaði sundurleit öfl andstæðra stjórnmálaflokka um nýsköpunarstefnuna. Þjóðin skipaði sér um þá stefnu í alþingiskosningunum á liðnu ári. Einn merkasti vitnisburður stjórnmálabaráttunnar í landinu á liðnu ári ei- sá. hversu æska landsins skipaði sér eindregið 1 til fylgis við sjálfstæðisstefnuna. Enginn stjórnmálaflokkur hefir livorki fyrr né síðar átt slíku æskufylgi að fágna sem Sjálfstæðisflokku rinn í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum og alþingiskosningunum síðast liðið ár. Með einsdæmum er sú efling félagslífs ungra Sjálfstæðismanna, sem raun har þá vitni um. Sjálfstæðisstefnan geymir vaxtarhrodd og gróanda lýðræðis- hugsjónanna, áræðis og framtaks upprennandi kynslóða og frelsishyggj u þj óðarinnar. Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sendir æsku lands- ins áskorun síny. um að fylkja liði í sókn og vörn um varð- veizlu þjóðlegra verðmæta, fágun íslenzkrar tungu og menn- ingar. Sjálfstæði og frelsi er fjöregg kynslóðanna!“ Æskan fylkir sér um Sjálf- Það án'ægjulegaata er svo, að þessi sfæðisflokkinn. voxtur hefir 'ekki reynzt tímahundið * ' Þætt-ir úr skýrslu formonns S. U. S., Jóhanns Hafstein, olþingism. Síðasta Sambandsþing ungra Sj.ilfstæðismanna var háð fyrir rétt- um Iveim árum og fór þinghaldið þá fram á Þingvöllum og í Reykjavík, en á þeim tveim stöðum hafa Sam- bandsþingin verið haldin til skiptis eða báðum samtímis frá öndverðu, er Sambandið var stofnað í sam- bandi við alþingishátíðina á Þing- völlum 1930. Þetta er fyrsta þingið utan þessara tveggja staða, fyrsta þingið á Norð- urlandi, og lýsi ég enn ánægju minni yfir því, að þingið sé nú háð á Akur- eyri. Útbreiðslustarfsemi. Þá vék formaður Sambandsins að úthreiðslustarfseminni og skýrði frá því, að þar hefði mikið áunnizt. Magnús Jónsson, Jónas Rafnar og Björgvin Sigurðsson hefðu starfað á vegum flokksins sumarið 1945, og nú væru tveir ungir menn, Gunnar Helgason og Jónas Rafnar fastir starfsmenn flokksins og ynnu eink- um að málum ungra Sjálfstæðis- manna. Hann kvað sambandsstj órn hafa unnið svo sem auðið var að því að „Þeir fá þá yinnu i við að rífa“. i Þannig fórust einum komrnún- istaforingjanum á Akureyri, Birni Jónssyni, orð á fundi um Krossa- nesverkfallið, þegar hann var spurður að því, hvaða atvinnu kommúnistar cetluðu verkamönn- um í Glerárþorpi, er þeir hefðu cyðilagt starfrœkslu Krossanes- verksmiðjunnar. Þetta eru kaldranaleg orð, en táknrœn um afstöðu kommúnista lil atvinnuumbóla bœði hér í bœ og annars staðar. Þelta er þeirra nýsköpunaráhugi. Þeim finnst > nœgilega séð fyrir hagsmunum i verkamanna að tryggja þeim at- { vinnu við að rífa niður atvinnu- fyrirtœki, sem aðrir liafa reynt að byggja upp til varanlegra hags- bóta fyrir verkamenn og alla þjóð ina. Þessi orð Björns Jónssonar gœtu vel verið kjörorð fyrir öllu verkfallsbrölti kommúnista nú. Takist verkamönnum ekki að koma í veg fyrir skemmdaráform kommúnisla, er ekki ólíklegt, að þessi kommúnistisku spádómsorð verði að veruleika. En hvað vœri þá eftir af þeim vonum, sem ís- lenzka þjóðin gerði sér um hin stórvirku nýsköpunartœki? I framkvæma þá ákvörðun síðasta Sambandsþings að koma upp trún- aðarmannakerfi ungra Sjálfstæðis- manna um land allt. Þetta kerfi væri einkum hagkvæmt þar, sem strjál- býlt væri meira en svo, að hægt væri að hafa sérstök félög. I þessu efni hefði mjög mikið áunnizt. I sex sýslum eru félagsmálin á þennan hátt í góðu formi, í Eyja- fjarðarsýslu, Skagafirði, Austur- Húnavatnssýslu, Norður-ísafjarðar- sýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu og í Rangárvallasýslu. í mörgum öðrum sýslum eru einstakir trúnað- armenn og unnið að sambandsstofn- unum. Alls eru trúnaðarmenn nú 242. Hér við bætast svo hin einstöku félög með venjulfegu félagsformi, og hefir þeim fjölgað nokkuð og eldri félög verið endurskipulögð og efld starfsemi þeirra. Þessi félög eru flest í kaupstöðum og kauptúnum. Þau eru: Heimdallur í Reykjavík, — stærsta og öflugasta félag ungra Sjálfstæðis- manna, og mun nú vera fjöhnennasta stjórnmálafélag lándsins. Stefnir í Hafnarfirði, Félag ungra Sjálfstæ'ðis- manna á Akranesi. Það er nýtt félag, stofnað í ársbyrjun 1946. Fylkir á ísafirði. Félag ungra Sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki, sem er ný- stofnað félag í síðasta mánuði. Fé- lag ungra Sjálfstæðismanna á Siglu- firði. Félag ungra Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði, sem stofnað var 1945. Vörður, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri. Félag ungra Sjálf stæðismanna í Vestmannaeyjum. Þá eru fjögur félög á Austfjörðum, sem öll voru stofnuð á síðast liðnu ári, en þau eru á Héraði, Seyðisfirði, Norð- firði og Eskifirði. Ráðgert hefir ver- ið að mynda sérstakt samband milli þeirra með sameiginlegri sambands- stjórn, til að efla samstarf þeirra. Fræðslumól. Þá skýrði formaður allítarlega frá fræðslustarfsemi Sambandsins. Mjög fjölmennt stjórnmálanámskéið hefði verið haldið á vegum Heimdallar í -Reykjavík í vetur og annað á vegum Varðar á Akureyri. Fyrirhugað væri að auka þessa starfsemi enn og balda slík námskeið á fleiri stöðum. „Sambandssíðan“ svokallaða í Morgunblaðinu og ísafold og Verði hefir verið málgagn Sambandsins og birzt að mestu óslitið vikulega tvö síðustu árin. Stundum hefir verið stungið upp á því, að Sambandið gæfi heldur úl sérstakt blað, en sannleikurinn er sá, að málstaðurinn fær ólíkt meiri út- breiðslu með sérstakri síðu í þessum víðlesnu blöðum, að mjög óráðlegt væri að hverfa frá því. Eg vil þó láta í ljós þá skoðun, að ég tel, að „Sambandssíðan“ hafi ekki enn náð þeim árangri, sem verða þarf. En ég lít svo á, að höfuðein- kenni hennar eigi ~að vera að birta greinar eftir unga Sjálfstæðismenn frá sem flestum stöðum á landinu og vera um leið lifandi fréttablað varð- andi öll félagsmálefni og hvað annað, sem ungir Sjálfslæðisnienn hafa á- huga fyrir hver héima hjá sér. Sam- bandsstj órnin hefir margendurtekið í bréfum sínum áskoranir til með- lima samtakanna, að senda síðunni greinarkorn, fréttiv, kvæði eða eilt- hvað annað efni. En menn hafa ekki mikið sinnt þessum áskorunum fram að þessu, en vonandi verður hér breyting til batnaðar. Þá ber að fagna því sérstaklega, að blaðið íslendingur hér á Akur- eyri hefir nú einnig tekið að birta síður ungra Sjálfstæðismanna við og við, og munu Jónas Rafnar og rit- stjóri blaðsins, sem jafnframt er for- maður Varðar, hafa haft um þetta forgöngu. Að þessu sama ætti að stefna á þeim öðrum stöðum, sem gefin eru út blöð Sjálfstæðismanna. FulltTÚaráðsfundir. Mér þykir nú ástæða til að minn- ast sérstaklega á þá nýbreytni í starf- semi Sambandsins, að boða til Full- trúaráðsfundar á síðast liðnu vori, á hæfilegum tíma fyrir alþingiskosn- ingar, til þess að marka afstöðu ungra Sjálfstæðismanna í kosninga- baráttunni. Við endurskoðun á lögum Sam- bandsins á síðasta þingi var gerð veruleg breyting á þeim varðandi Fulltrúaráð Sambandsins, sem gerir Fulltrúaráðið raunþæfan aðila í sam tökunum. En Fulltrúaráðið er þann- ig skipað, að í því eiga sæti stjórn Sambandsins og yarastjórn og einn fulltrúi frá hverju sambandsfélagi, og er stjórn Sambandsins auk þess heimilt að veita einum manni full- trúaréttindi í hverju kjördæmi, enda þótt sambandsfélag sé þar ekki staif- andi. ráðsfundur Sambandsins. Þessi fundur samþykkti ýtarlega stefnuskrá, sem markaði afstöðu sam takanna i kosningunum, sem þá fóru í liönd, og var sú stefnuskrá m. a. birt i kosningariti flokksins, jafn- framt landsmálaályktunum Lands- fundar og stefnuyfirlýsingu mið- stjórnar flokksins. Samtök ungra Sjálfstæðismanna voru einu stjórnmálasamtök ungra manna, sem á þennan hátt mörkuðu slefnu sína sérstaklega og boðuðu hana almenningi fyrir síðustu kosn- ingar. Tel ég þessa slaðreynd ekki einskis virði og bera m. a. nokkurn vott um þann þroska, sem samtök okkar hafa nú náð. í framtíðinni mun það verða svo, að j afnhliða Sambandsþingunum verði við og við kallaðir saman fund- ir Fulltrúaráðsins og mun það auka á samstarf meðlima samtakanna og gera hlutdeild þeirra í stjórnmála- lífinu lífrænni. Að lokum vil ég minnast nokkrum orðum á aðstöðu félagssamtaka ungra Sjálfstæðismanna yfirleitt og hlutdeild þeirra í stjórnmálalífinu. Eg held, að mér sé óhætt að full- yrða, að samtök ungra Sjálfstæðis- manna hafi aldrei verið styrkari og víðtækari en nú. Innbyrðis hafa þau eflst mjög verulega síðustu árin og skipulags- starfsemin komin á allgotl stig. Fé- lögum hefir fjölgað um 7 frá síðasla Sambandsþingi og auk þess stofnuð tvö ný héraðasambönd og önnur endurskipulögð. Jafnframt hafa eldri félög eflst verulega yfirleitt. • Ný áhugaalda hefir streymt um samtokin. Fyrstu merki hennar komu augljóslega fram fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í ársbyrjun 1946. Hæzt reis sú alda t böfuðstað landsins, þar sem æskan fylkti sér undir merki Heimdallar fyrir og um kosningarn- ar, með þeirri einurð og krafli, að algjört einsdæmi er í íslenzkri stjórn- málasögu. Hundruð ungra pilta og stúlkna gengu í Heimdall fyrir kosn- ingarnar og alls gengu í sambandi við þær um 1000 nýir meðlimir í fé- lagið. Annars staðar varð sömu vakningar vart. Á ísafirði áttu ung- ir Sjálfstæðismenn 'mjög drjúgan þátt í kosningasigri Sjálfstæðis- manna þar, og að hrundið var meiri- hlutaaðstöðu Alþýðuflokksmatma, sem þeir höfðu haft þar lengst af. fyrirbrigði í sambandi við kosning- ainar. Eflingin'hélf áfram, og þann- ig konm mörg félög í kjölfarið með endurnýjuðum starfskrafti. Nefni ég þar félagið í Vestmannaeyjum, hér á Akureyri, Akranesi, : Rangárvalla- sýslu og víðar, og ekki sízt þá stað- reynd, að um sumarið eftir alþingis- kosningarnar í fyrra voru hin nýju félög stofnuð á Austurlandi. Vöxtur Heimdallar hefir einnig lialdið á- fram, og starfsemi félagsins sjaldan verið nleð meiri blóma en á liðnum vetri. Sérstaklega er áberandi, hversu sterk tengsl félagið á í skólaæsku höfuðstaðarins og var augljósast dæmi þess hinn glæsilegi æskulýðs- fundur, sem félagið hélt á síðast liðn- um vetri. Þar komu frám sem ræðu- menn fulltrúar úr flestum framhalds- skólunum í Reykjavík, og öll fund- arsókn með glæsibfag. Huridruð nýrra meðlima hafa bætzt í félagið á liðnum vétri, ög kom berlega í ljós í sambandi við 20 ára afmæÍisfagn- að þess, hvílíkra vinsælda og trausts það nýtur. Eg tel það svo ekki frekar í mfn- um verkahring við þetta tækifæri. ao greina ' málefni hinna einstöku íé- laga, en fulltrúat þeirra munu ræða þau mál í sambandi við dagskrána á kvöldfundinum í dag, þegar flutt verða ávörp þingfulltrúa; tk í framhaldi af þessari skipulags- breytingu var kallaður saman full- trúaráðsfundur 3.—5. maí 1946 í Reykjavík, og er það fyrsti fulltrúa-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.