Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 25.06.1947, Blaðsíða 8
A t h u g i ð! Gjalddagi blaðsins var 1. júní. „íslendingur" kemur út vikulega, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur órgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. Miðvikudagur 25. júní 1947 Landsþing S.U.S. á Akureyri /óhann Hafstein endurkjörinn for-. maður S.U.S. 9. sambandsþing ungra Sjólfstæðismanna var hóð hér ó Akureyri dagana 20.—22. þ. m. Þingið var mjðg fjöl- sótt, en einkum var þótttakan mikil af Norðurlandi. Öll hin fyrri þing ungra Sjólfstæðismanna hafa ýmist komið saman í Reykjavík eða ó Þingvöllum. Þinghaldið ó Ak- ureyri er því sérstaklega merkur atburður í starfsemi ungra Sjólfstæðismanna og gefur til kynna hinn vax- andi óhuga fyrir því að efla sem mest samtök ungra Sjólfstæðismanna úti ó landsbyggðinni. Frú Ólafía Hjaltalín var jarðsett frá Ak- nreyrarkirkju laugardaginn 21. þ. m. Þess- arar merkiakonu verður nánar minnst í næsta blaði. Hjálprœðisherinn, Akureyri. Sunnudag- inn 29. júní kl. 4 útisamkoma og kl. 8.30 hjálpræðissamkoma. Allir velkomnir! Knud Otterstedt, rafveitustjóri, á 25 ára starfsafmæli þann 1. júlí n. k. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband á Akureyri af séra Ifákoni Loptssyni, presti við Landakots- kirkjuna i Reykjavík, ungfrú Henny ' Chfistensen og Júlíus K. Havsteen, verk- smiðjustjóri. Fimmtugsajmœli átti sl. sunnudag Gunn- ar Schram, símstjóri Lands6Ímans á Akur- eyri. Hann hefír gegnt því embætti frá ár- inu 1924, en það er umsvifamesta emhætti við Landssímann utan Reykjavíkur. Þá hefir hann haft allinikil afskipti af ýmsum fslagsmálum hér á Akureyri, einkum í- þróttamálum, og hefir átt sœti í íþrótta- ráði Akureyiwr í 10 ár. Mjög var gest- kvæmt hjá Schram á afmælisdaginn. Skatla- og útsvarsskráin er væntanleg nú um mánaðamótin. Verður lokið við niðurjöfnun útsvaranna í þessaíi viku. Vinnustofusjóði Kristneshœlis hafa borizt þessar gjafir: Frá Berklavörn Akureyri á- góði af dansskemmtun kr. 623. '25, frá G. E. kr. 50.00. Beztu þakkir. Jónaa Rafnar. Fyrsta ferð á vegum ferðaskrifstofunn- ar á Akureyri verður farin laugardaginn 5. júlí. Er það 10 daga ferð með bifreiðum tim Borgarfjörð til Reykjavíkur og um Suðvesturland. Flogið síðan ,frá Reykja- vík til Akureyrar. Kristilegt mót verður haldið að Braut- arhóli í Svarfaðardal dagana 5. og 6. júlí n. k. Þeir, sem ætla að sækja mótið, gjöri svo vel að tilkynna þátttöku sína fyrir 1. júlí til Jóhönnu Þór, Norðurgötu 3, eða Sigríðar Zakaríasdóttur, Gránufélagsg. 6. Einkunnir stúdentanna. í síðasta blaði voru birtar einkunnir allra hinna nýju stúdenta frá M. A., en af vangá hefir fall- ið níður, hverjir hefðu I. og hverjir II. eink. Til skýringar akal það því tekið fram, að alUr þeir, sem hlotið hafa í aðal- eink. 6.00 og þar yfir hafa I. eink., en hin- ir II. eink. Enginn hefir III. eink. Ágætis- einkunn er 7.50. Dýralceknirinn, Guðbrandur Hlíðar, verður fjarverandi til mánaðamóta. Áheit á Strandarkirkju. Gamalt áheit frá N. N. kr. 12.00. Áheit frá N. N. kr. 100.00. Móttekið á afgr. íslendings og sent áleiðis. Fimmtug er í dag Benidikta Á. Sigvalda- dóttir, Eiðsvallagötu 30 hér í bæ. Frá Golfklúbb Akureyrar. Flaggkeppni með fullri forgjöf fer fram á Golfvellinum n. k. sunnudag og hefst kl. 9 f. h. Fulltrúar frá Skagaströnd á Sambands- þingi ungra Sjálfstœðismanna hafa beðið blaðið að fsera ungum Sjálfstseðismönn- um, sem sátu þingið, beztu þakkir fyrir á- nægjulegar samverustundir, og sérstaklega öllum þeim aðiljum, sem sáu um undir- Þingfundir voru haldnir í sam- komusal Hótel Norðurlands og sátu þá að jafnaði á annað hundrað full-1 trúa. Hótel Norðurland og Hótel Ak- ureyri útv#guðu öllum aðkomnum fulltrúum gistingu og voru allir á- nægðir með þá fyrirgreiðslu. Þingfundir og fundastörf. Þingið var sett föstudaginn 20. þ. m. kl. 10 árdegis af Jóhanni Haf- stein, form. sambandsstjórnar. Fund- arstjóri var kjörinn Magnús Jónsson, ritstjóri, frá „Verði“ en fundarrit- arar, Már Jóhannsson og Þór Vil- hjálntsson, báðir úr Reykjavík og gegndu þeir þeim störfum báða fund ardagana. Síðan voru kosnar nefnd- ir til þess að skila áliti um ályktanir og tillögur sambandsstjórnar, sem út- býtt hafði verið meðal fulltrúa í byrjun fundarins. Eftir hádegi hófst fundur að nýju og var Jónas G. Rafnar, lögfr. frá ,,Verði“ fundarstjóri. Jóhann Haf- stein, alþingismaður, sem undanfar- in ár hefir verið formaður sambands stjórnar ungra Sjálfstæðismanna gaf þá glögga skýrslu um starf stjórnar- innar sl. tvö ár. Einnig minntist liann sérstaklega Garðars Þorsteinssonar, alþm., sem ætíð hafði stutt ötullega starfsemi ungra Sjálfstæðismanna. Risu fulltrúar úr sætum sínum til virðingar við hinn látna baráttu- mann. Síðan hófust umræður um þingmál, sem stóðu til kl. 5.30. Um kvöldið bauð sambandsstjórn- in öllum fulltrúum til kaffidrykkju að Hótel Norðurland. Undir borðum - voru fluttar niargar ræður við góðar undirtektir. Milli ræðuhaldanna lék hljómsveit Hótelsins. búning þinghaldsins þakkir fyrir góðar móttökur. LeiSrétting. Sú villa hefir slæSst inn í grein Júlíusar Ilavsteen, sýslumanns, í síSasta blaSi, aS í kaflanum „Lágmarks- krafan", 10. lfnu aS ofan stendur út frá yztu annesjum, eyjum og höfnum, en á aS vera út frá yztu annesjum, eyjum og hólm- Laugardaginn hófust fundir að nýju kl. 9 árdegis og stóðu með hlé- unt til kl. 5.30. Fundarstjórar voru Gísli Jónsson frá Hofi, Eyjafirði og Páll Daníelsson frá Stefni í Hafnar- firði. Gengið var frá afgreiðslu þing- mála og kosið í sambandsstjórn fyr- ir næstu tvö árin. Kosningu hlutu: Formaður: jóhann Hafstein. Páll Daníelsson, Hafnarfirði. Gunnar Helgason, Reykjavík. Gísli Jónsson, Eyjafirði. Stefán Friðbjarnarson, Siglufirði. Sigurður Bjarnason, ísafirði. Guðmuudur Þórðarson, Rang. Varastjórn : Ingvar Ingvarsson, Rvík. Valgarð Briem, Rvík. Geir Hallgrímsson, Rvík. Siggeir Björnsson, Skaft. Lúðvík Jónsson, Akranesi. í fráfarandi stjórn höfðu átt sæti Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson, en báðust undan endurkosningu, þar sem þeir hefðu ekki tök á að sitja fundi Sambandsstjórnar. Um kvöldið var dansleikur að Hótel Norðurland fyrir fulltrúa og Varðarfélaga. Jóhann Hafstein flutti þar stutt ávarp, sýnd -var kvikmynd frá starfsemi ungra Sjálfstæðis- manna og vígslu Sjálfstæðishússins í Reykjavík. Sunnudaginn var farin skemmti- för að Grund og Saurbæ í Eyjafirði og síðan austur í Vaglaskóg, en þar var þinginu slitið. Þinginu bárust heillaóskir frá for- manni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, borgarstjóranum í Reykjavík, Gunnari Thoroddsen, og ungum Sjálfstæðismönnum á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum. Þingið sendi for- manni flokksins árnaðarskeyti, undir- ritað af öllum þingfulltrúum. Allir fulltrúar munu hafa verið á einu máli um það, að þingið hafi farið hið bezta fram og orðið þeim bæði til gagns og ánægju. Ingvar Pálmason alþingismaður andaðist á heimili sínu í Neskaup- stað í fyrradag tæpra 74 ára gamall. Hann hefir verið þingmaður Sunn- mýlinga frá 1923 og hefir gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir ríki og hérað sitt. HÖRMULEGT SLYS - Síðastliðinn föstudag varð 5 ára drengur, Grétar Ólafsson, Aðalstræti 44, undir bifreið og beið bana. Var bifreiðin að flytja tunnuefni inn að geymsluhúsi Tunnuverksmiðj unnar, og var bifreiðarstjórinn að renna bifreiðinni aftur á bak meðfram hús- inu að aústan, þegar hann allt í einu heyrði kallað í sig. Hemlaði hann þá samstundis, en þá hafði annað aflur- hjól bifreiðarinnar farið yfir dreng- inn. Bifreiðastjóri þessi er gætinn ökumaður, og er ekki vitað urn á- stæðuna fyrir þessu hryggilega slysi. FJÖLBREYTT JÓNSMESSUHÁTÍÐ „FRAMTÍÐARINNAR" Kvenfélagið „Framtíðin“ heldur hina venjulegu Jónsmessuhátíð sína n. k. laugardagskvcild og sunnudag. Hefir ötullega verið unnið að undir- búningi, enda verða þarna ýms ný og óvenjuleg skemmliatriði. Ekki er til fulls lókið við að ganga frá dag- skránni, en m. a. verða lil skemmtun- ar leiksýningar á palli, inargs konar leikir, söngur og danz. Þá verða sýndir í Gagnfræðaskólanum upp- drættir að fyrirkomulagi í nýja sjúkrahúsinu. Allur ágóði rennur til fjórðungs- sjúkrahússins, og er þess að vænta, að fólk úr bænum og héraðinu fjöl- menni á Jónsmessuhátíðina og styrki þannig bæði merkilegt málefni og njóti góðrar skemmtunar. KNATTSPYRNUMÓT ÍSLANDS í 1. fl. hefst hér á Akureyri 1. júlí n. k. Þetta er fyrsta íslandsmót í knatt- spyrnu, sem háð er á Akureyri, og sér í. B. A. um inótið. Ekki er enn full- kunnugt um þátttöku, en líkur eru fyrir, að Reykjavíkurfélögin fjögur sendi eitt sameiginlegt lið, og keppa þá Akureyrarfélögin að sjálfsögðu sameinuð. Rammagerð mín er flutt í SKIPAGÖTU 6, uppi (áður Draupnir). Geagið í portið að suhnan. Jóhann Árnason. Ferðafélag Akureyrar liefir margar girnilegar ferðir á áætl- un sinni, eins og jafnan áður, svo sem til Austurlands 5. júlí, um Ó- dáðahraun og Öskjn 12. júlí og til Suðurlands 26. júlí. — ÍNæsta ferð félagsins er vestúr í Goðdali 28. júlí næstkomandi. Þátttakendur skulu panta far hjá fornranni ferðanefndar, Þorsleini Þorsteinssyni, að minnsta kosti viku fyrr en viðkomandi ferð á að hefj- ast. Júlímánuður er jaínan bezti tími ársins til ferðalaga og landkynning- ar. Þá er landið líka í sínum fegursla skrúða.' Iloll og góð skemmtun mun þá flestuin, að taka nesti og Ijald og ferðast eitthvað. Reiðbuxur Reiðjakkar BRÁUNS^verzSwn Páll Sigurgeirsson. Kartöflumjöl Maizenamjöl Hrísmjöl Haframjöl Þurrkað grænmeti VÖRUHÚSIÐ h.f D.D.T. skordýraeitur og sprautur. VÖRUHÚSIÐ h.f. ÍBÚÐ ÓSKAST nú þegar eða 1. okt. n. k. Ásr- fyrirframgreiðsla. Aðeins tvennt í heimili. Þeir, sem vildu sinna þessu leggi tilboð silt á afgr. blaðsins fyrir 1. júlí, merkt „Húsnæði“. PÍANÓKENNSLA Get tekið nemendur í píanóleik í suntar. Þórgunnur Ingimund- ardóltir, sími 202. tmmmmmíimmmmmmtmmmmm KAUPUM DAGLEGA meðalaglös, hálfilöskur, pelaflöskur, smyrslaglös, tablettuglös, pilluglös og bökunardropaglös. — Akureyrar Apótek. Sími 32. um.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.