Íslendingur


Íslendingur - 02.07.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 02.07.1947, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 2. júlí 1947 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. »««TMIDJA»BJÖRNS JÓKSSONAR H'F Aíuröasalan iÞan(ia6rot Aðalröksemd kommúnista fyrir því, að nú sé tímabært að hefja nýja kaupkröfuherferð í stað þess að reyna að lækka dýrtíðina í landinu er sú, að framleiðsluvörur þjóðarinn ar muni á þessu ári selj ast fyrir miklu hærra verð en í fyrra. Hafa fyrirsagnir Þjóðviljans um hið glæsilega afurðaverð stækkað, eftir því sem andstaða verklýðsfélaganna hefir magnazt gegn hinu fyrirhyggju- lausa verkfallsbrölti þeirra. Einn af fulltrúum kommúnista í viðskipta- nefndinni til Englands, Lúðvík Jósefs son, lét jafnvel hafa sig til þess. að ganga fram fyrir skjöldu í Þjóðvilj- anum og gefa meira og minna vill- andi upplýsingar um afurðasöluna. Það væri sannarlega ástæða til þess að fagna því, ef frásagnir Þjóð- viljans hefðu haft við rök að styðj- ast, en því miður hefir reyndin orð- ið önnur. Eftir margra mánaða þref hefir nú loksins verið gengið frá viðskiptasamningu .1 við Rússa og Breta, og hefir samningum seinkað svo mjög vegha þess, að báðar þess- ar þjóðir vildu ekki greiða það verð fyrir afurðir Islendinga, sem sendi- nefndirnar lögðu áherzlu á, að vér þyrftum að fá. v Utanríkisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, hefir ítarlega skýrt frá af- urðasölunni í útvarpserindi. Skýrði hann þar rækilega erfiðleika við- skiptanefndanna að fá framleiðslu- verð fyrir afurðirnar, og verður þjóðin nú að horfast í augu við þá staðreynd, að engin von er til þess, að nokkur þjóð vilji greiða nœgi- lega hátt verð fyrir framleiðsluvörur þjóðarinnar og allar líkur til, að ís- lendingum verði bolað burtu frá öll- um mörkuðum, ef þeir ekki sjá fót- um sínum forráð og laga verðlag sitt í samrœmi við afurðaverð annarra þjóða. Engin þjóð hefir reynzt fáanleg til þess að greiða nægilega hátt verð fyr ir fiskinn, en vegna hins mikla feit- metisskorts tókst viðskiptanefndun- um að fá Breta og Rússa til þess að kaupa visst magn af freðfiski fyrir áfiyrgðarverð með því skilyrði, að á- kveðið magn af sildarlýsi fylgdi, og varð þó stórlega að lækka verð á því. Heimtuðu bæði Bretar og Rússar 1.5 smálestir af lýsi á móti hverri smá- lest af freðfiski. Bretar kaupa þó strax 4000 smálestir af freðfiski, án tillits til lýsissölunnar, en ött önnur freðfisksala vor er háð því skilyrði, að lýsið fylgi. Bregðist því síldveið- Hótellaust ferðamannaland. MIKIÐ er nú rætt um nauðsyn þess að lokka erlenda ferðamenn hingað til lands, og mun Ferðaskrifstofu ríkisins m. a. ætl- að það hlutverk. Þetta er að vísu gott og blessað, en áður verður þó að gera ráð- stafanir til þess að geta tekið sómasam- lega á móti ferðamönnum, því að flest það fólk, sem leggur í skemmtiferðalög til ann- arra landa, g^rir kröfu til allmikilla þæg- inda. Eigum vér Islendingar því miður margt ógert, áðuj en hægt er að hvelja er- lent ferðafólk til þessað koma hingað til lands. Allir vita, hvernig ástatt er í hús- næðismálunum og gistihús eigum vér eng- in til þess að taka á móti erlendum ferða- mannahópum. Umbúnaður á flugvöllunum er engan veginii fullnægjandi, og gistihús vantar víðast hver algerlega við þá stað'i á landinu,. sem útlendinga myndi senni- lega fýsa mest að sjá. Það er því áreiðan- lega hæpin landkynning að auglýsa Island sem ferðamannaki-.d, áður en nokkur tök eru á að taka sómasamlega á móti crlendu ferðafólki. Lítill gleðidagur. SÍÐASTLIÐINN mánudag kom út bók, sem beðið hefir verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Það merkilega er, að hér er þó hvorki. um að ræða spennandi ástar- eða glæpamannasögu, heldur er efni bók- arinnar aðeins nöfn og tölur.'Þessi bók er útsvarsskráin, sem færir skattgreiðendum fregnir um það, hversu stóran skerf bæ og ríki þóknist að taka af tekjum og eignum hvers og eins. Lestur þessarar eftirsóttu' bókar færir því lesandanum sjaldan mikla ánægju, sízt í þetta sinn, því að aldrei hafa jafn miklar kvaðir verið lagðar á bæj- arbúa.' Mun vafalaust mörgum þykja lengra gengið en góðu hófi gegnir, og er það ekki ástæðulaust. Er þó í rauninni eðlilegt, að álögurnar á einstaklingana séu rriiklar, þegar það fyrirtækið, sem hefir nú náð undir sig mestum hlu'a viðskiptanna í bænum og héraðinu, er 'að verulegu leyti losað undan gjaldskyldu til bæjarins.. Með starfrækslu bæjarins á síldarverk- smiðjunni í Krossanesi átti að reyna að Iryggja bænum nokkrar tekjur og létta þannig útsvarsbyrði einstakiinganna. AU- ar líkur benda nú til, að þær tekjuvonir verði Iitlar, og geta bæjarbúar þakkað „al- þýðuvinunum" í kommúnistafiokknum það. FRÁ LIÐNUM DÖQUM. r Ur annálum Sjúkrahúsið. Hœnsnaplágan. arnar, er þessi sala útilokuð. Bretar bentu á það, að verð það, er Islend- ingar h'eimtuðu fyrir hraðfrysta fisk- inn, væri hærra en útsöluverð nú í Bretlandi, og Rússar sögðu, að verð- lagsmalin á íslandi kæmu þeim ekki við, og myndu þeir, „sem góðir kaupmenn gera kaupin, þar sem þau væru hagkvæmust." Hvorki Rússar né Bretar vildu kaupa landbúnaðar- afurðir fyrir það verð, sem viðskipta- nefndirnar settu á þær. Allt er í ó- vissu um sölu á síldarmjöli, vegna verðsins, aðeins 5000 tonn seld til Hollands. Einungis þriðjungur salt- fiskframleiðslunnar hefir verið seld- ur, og fáist ekki hærra verð fyrir það, sem eftir er, mun ríkið verða að greiða um 12 milj. kr. í uppbæt- ur á það saltfiskmagn, sem nú er til í landinu. Þá rennur út 1. ágúst lönd- unarleyfi fyrir ísfisk í Bretlandi. Það getur naumast nokkrum heil- vitamanni dulizt, hversu illa vér stöndum nú að vígi í samkeppninni ÞAÐ er orðin mikil nauðsyn að koma nýja fjórðungssjúkrahúsinu sem fyrst upp. Það hefir oft áður verið minnst á hið ó- metanlega og fórnfúsa starf kvennanna í Akureyrarbæ í þágu þessa mannúðarmál- efnis, en forganga þeirra verður seint full- þökkuð. Á hinni árlegu Jónsmessuhátíð sinni hafa konurnar í „Framtíðinni" lagt á sig mikið erfiði í þágu sjúkrahussmáls- ins. Því miður verður að segja þaðv að bæjarbúar og héraðsbúar sýndu ekki við- eigandi skilning á þessu mikilvæga starfi og málefni um síðustu helgi, því að að- sckn að Jónsmessuhátíð kvenfélagsins var engan veginn eins gcð og hefði mátt ætla. Er það illa farið, því að hér er um að ræða málefni, sem varðar hvern einasta bæjar- og sýslubúa. Frumstœð vinnubrögð. KONA hér í bænum átti tal við rítstj. blaðsins í fyrradag, rg þótti henni léleg vinnubrögð við gatnagerð í Hafnarstræti. Lkki skal hér dæmt um vinnusemi þeirra manna, sem þarna eru að verki, en það eitt er víst, að tækin, sem þeir hafa, virð- ast ekki fullkomin. Þrýstiloflbor var eng- inn sjáanlegur, heldur stóðu menn og hjökkuðu upp malbikið með haka. Er ekki að búast við miklum afköstum með slíkri tækni. Bærinn þarf nauðsynlega að eiga fullkomin tæki til gatnagerðar. Þau eru ekki lengi að borga sig með auknum afköstum. HÚSMÓÐIR í innbænum hringdi til blaðsins fyrir nokkru . og kvartaði yfir hænsnabúunum hér inni í bænum og ýmis konar óþrifnaði, sem þeim fylgdi. Taldi hún mikla nauðsyn á að banna hænsna- Framh. á 7. síðu. á heimsmarkaðinum. Vér getum ekki vænzt þe.ss, að nokkur þjóð kaupi afurðir vorar í greiðaskyni. Er sér- stök ástœða til þess að veita því at- hygli, að Norðmenn neituðu að sam- ræma verð fiskafurða sinna verði ís- lendinga, því að þeir vildu ekki hœrra verð af ótta við aukna dýrtíð. Þessar alvarlegu staðreyndir ættu að færa oss heim -sanninn uní það, aS .þaS er ekki aS ófyrirsynj u, sem nú er reynt aS sporna gegn nýrri dýr- tíSaröldu í landinu. ÞaS er heldur ekki aS undra, þótt fariS sé hörSum orS- um um þá menn, sem vísvitandi tefja undirbúning síldveiðanna, einmitt þegar svo alvarlega horfir, að síldar- lýsið eitt getur tryggt sölu sjávaraf- urða vorra á þessu ári. Efnahagsaf- koma hvers einasta Islendings er í veði, ef ekki lekst að koina í veg fyr- ir þá upplausn, sem aðgerðir komm- únista hljóta að leiða af sér, ef þær ná fram að ganga. 1700: Harður velur með óstöðugri veðr- áttu, snjóum og jarðbönnum. Sner- ist til haiðinda með Marteinsmessu. Batnaði nokkuð með einmánuði. Harðindi stór um landið og fisk- leysi. Dó fátækt fólk af megurð, bæði á millum bæja og á heiðum og í heimahúsum hópum saman, hvað ó- hægt er saman að reikna. Þá var vegna hungurs etið hrossakjöt á Akranesi af sumum. Þjófnaðaróöld því nær hin mesta. Hengdir 2 þjófar skammt frá Þing- eyrum, þriðji á Suðurnesjum, fjórði á Alþingi. A tveimur fyrirfarandi árum dó í Trékyllisvík meir en stórt hundrað manna (120), bæði af hallærði, einn- ig í sótt þeirri, sem þeir kölluðu hneppisótt, því öll líkamans liðamót hnepptust saman, hvar með að fylgdu blóðspýja eður blóðgusa á móti and- Iátinu. Sumir urðu líka bráðkvaddir. Á þessu hausti sáust mjög stór og óvenjuleg ívö skip á Skjálfandaflóa hjá Tjörnesi. Meintu menn það sjó- reyfara (ræningja) vera, því þegar Húsvíkingar og Akureyringar lögðu út úr höfninni í Húsavík (því Akur- eyrarskip var og þar komið), þá beittu strax þessi stóru skip í veg fyrir þá dönsku með skothríð, en með því veðrið stóð svo, þá komust danskir vestur og inn undir Hrisey, lágu svo þar í viku. Höfðu svo þessi stóru skip svo sýnzt sem stálsett væru, með rauðum og svörtum segl- um, lögðust skammt frá Húsavík, og voguðu engir íslenzkir þá að finna, en á einni nóttu hvörfu þau skip á burt. 1701: Þann 10. janúar sást fyrst með sólsetri og sólaruppkomu roði mikill á skýjunum, sem blóðslitur væri. Þessi litur á skýjunum var oft séður út janúar, febrúar sem og öndverð- lega í marz. Líka sáust bvít ský mjög björt fyrst.^Þar eftir fenga þau ýmsa liti, en undir því þau eyddust á himn inum varð blóðslitur á þeim. Sömuleiðis sáust 7 sólir með sól- urini sjálfri á einum björtum hring á himnum, sem frá sólunni lá og náði til hennar aftur. Á Mófellsstöðum í Skorradal bar kýr þrem kálfum, öllum lifandi. Þjófnaður og rán víða. I Árnes- sýslu á þessum vetri voru markaðir og hýddir nær 20 bjófar. Föstudaginn þriðja í einmánuði, 8. apríl, gjörði á hastarlegan fjúkbyl af norðri. Þá urðu úti í Húnav,atns- sýslu 12 menn, en Lapaðist þar sam- anrekið 600 fiár. Þá var alþing sett á Seliamanna- messu þann 8. júlí. Þar voru þá hengdir íveir þjófar að vestan. Mjög fámennt var þá aiþing harðinda vegna, talin 50 tjöíd, en fyrirfarandi ár voru íalin á alþingi 300 ijóld. Norðfjörður á Austfjörðum vái eyddur af hallæri. Þá var skortur hinn mes'ti á íiski. Hafði fólk þá helzt til fæðis söl, grös og rætur, þar sem þær fengust. Þá var seldur smjörfiórðungur fyrir 3 fjórðunga fiska. Matarskortur um gjörvallt land. yaman og alvara. A (við nébúa sinn): 24 ár hefirðu verið giftur og skift um bústað svo að segja á hverju ári. Það fer því að h'ða að því, að þú getif haldið kyika- silfursbrúðkaup sitt. Konan: í dag eru 25 ár liðin síðan ég lofaði að giftast þér. Hefirðu gleymt því? Maðurinn: Nei, en ég hefi fyrir- gefið þér það. Móðirin (kemur inn í barnaher- bergið): Hvaða læti eru þetta í þér, Ella, sér er nú hver ólmandinn og hávaSinn. SérSu ekki hvaS Valdi bróSir þinn situr rólegur og drýpur ekki af honum? Ella: Hann á líka aS gera þaS í leiknum, mamma. Móðirin: Hverskonar leikur er þaS, þar sem stúlkurnar eiga aS hrópa og ólmast, en drengirnir að sitja steinþegjandi? Ella: Við leikum pabba og mömmu. Eg er þú, en Valdi er pabbi, og þess vegna á hann bara að stein- þegja. * I bréfi til ritstjórans stóð þessi kafli: Heiðraði herra, meðfylgjandi kvæði hefir inni að halda helgasta leyndarmál sálar minnar. Ur svari ritstj órans: Þér getið reitt yður á þagmælsku mína. Frá mér skal. hinn syndugi heimur aldrei fá að heyra yðar helgasta leyndarmál.' # Pétur gamli: Undarlegt er það meS bróðurdætur mínar hér í húsinu. Þegar þær voru litlar spurSu þær á- vallt, er ókunnugur maður flulti í bæinn, hvort hann ætti dætur. Þeg- ar þær voru komnar undir tvítugt, spurðu þær, hvort nýkomnir menn ættu syni, og þegar þær voru komn- ar yfir þrítugt, spurðu þær, hvort hinir nýkomnu væru giftir. A: HVernig líður þér eftir fylliríið ;ær? B: Ágætlega, en konan mín er hás. í gær?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.