Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudaginn 9. júlí 1947 27. tbl. FeikiSeg aðsókn oíS SendbúnoðarsýnJngufMn Allmikið yfir 30 þúsund manns hefir nú séð landbúnaðarsýninguna, og enn er aðsókn mjög mikil. Marg- ir hafa farið oft að sjá sýninguna, því að þar er svo margt að sjá, að langan tíma þarf til þess að athuga alla sýningarmuni. Sýning þessi er ívímælalaust mjög mikilvæg og lík- leg til þess að auka skilning þjóðar- innar á landbúnaðinum og gildi hans. Þá geta bændur einnig sjálfir margt lært af þessari sýningu, því að þarna eru )n. a. sýndar landbún- aðar. élar, sem ekki huía áður verið notacar hérlendis. Söngskemmtun Engel Lund Þjóðlagasöngkonan Engel Lund syngur fyrir styrktarfélaga Tóniistar- félags Akureyrar í kvöld kl. 6.30 síð- degis. Annað kvöld kl. 9 heldur hún almenna söngskemmtun. Aðgöngu- miðar verSa seldir í verzl. Ásbyrgi. Gagga Lund er kunn fyrir ágæta meSferS sína á þjóSlögum. Hefir hún sungiS aS undanförnu í Reykja- vík og víSar og hlotiS hinar beztu undirtektir. Er naumast aS efa, aS marga Akureyringa muni fýsa aS heyra söng hennar. Verkíallinu við sildarverksmiðiurnar iokið nieð algerum ósigri kommúnista. Eysteinn Bjornason forseti bæjorstjórnar Souðórkróks Hin nýkjörna bæjarstjórn SauSár- króks hélt fyrsta fund sinn í gær- kvöldi. Eysteinn Bjarnason var kos- inn forseti bæjarstjórnar meS 4 atkv. Þrjár umsóknir lágu fyiir um bæjar- stjórastöSuna, frá Árna Þorbjörns- syni, lögfr., Björgvin Bjarnasyni, lögfr. og Pétri Péturssyni. Frestað. var ákvörSun til næsta fundar, en Eysteini Bjarnasyni faliS að gegna bæjarstjórastörfum þangaS til. Komúnistar kærðu ýms atriSi í fram- kvæmd kosninganna. Kærunni var vísaS til kjörstjórnar. Bæjarstjórn er þannig skipuS: Eysteinn Bjarnason, SigurSur P. Jónsson og GuSjón SigurSsson frá Sjálfstfl., Magnús Bjarnason, Krist- inn Gunnlaugsson ' og Erlendur Hansen frá Alþfl. og Guömundur Sveinsson frá Framsfl: Akureyringar greiða rúmar 2,3 miljónir í skatta. Til viðbótar tæpum 5 miljónum króna í útsvörum, þurfo Akureyringar í ár að greiða rúmar 2,3 milj. kr. í skatta til ríkisins. Þar að auki eru svo iðgjöld til olmannatrygg- inganna, og nema iðntryggingarnar einar kr. 631.362. Stærsti skattgreiSandinn er Kaup- félag EyfirSinga meS rúmar 360 þús. kr., þar af rúmar 260 þús. kr. í stríSs gróSaskatt. SundurliSaðir eru skattarnir sem hér segir — þess skal getiS, aS tölur þessar geta nokkuS breytzt, eftir aS allar kærur hafa veriS úrskurSaSar: Tekjuskattur kr. 1.225.374.00 Eignaskattur — 651.729.00 StríSsgróSask. — 260.306.00 Tekjusk.viSauki — 181.465.00 Þessar tölur eru samkvæmt upp- lýsingum frá skattstofunni. Enn hefir ekki verið reiknað út, hversu miklar tekjur hafa verið taldar fram. Útsvarsstiginn. Margir hafa spurzt fyrir um það hjá blaðinu, hversu hár sé sá útsvars stigi, sem notaður var í ár. Hefir blaðið aflað sér nokkurra upplýsinga um þetta. Ekki var lagt á lægri tekjur en 5000,00, en á þær er lagt 7 af hundr- aSi. Á kr. 5100-6000,00 var lagt 8 af hundraSi, en síSan hækkar stig- inn um 1 af hundraði á hvert þúsund að kr. 13000,00 en frá kr. 13100- 5.0.000,00 hækkar álagningin um 0,4 af hundraði á hvert þúsund. Á þær tekjur, sem menn hafa fram yfir 50 þúsund krónur er lagt 30 af liundraði í útsvar. Eins og áður hefir verið skýrt frá, var útsvarsupphæðin hækkuð um 5 af hundraði. Persónufrádráttur var nokkuð hækkaður og er nú kr. 1500 fyrir konu og einnig kr. 1500 fyrir hvert barn. Þess skal getið, að stríðsgróða- skattur kemur á tekjur, sem eru yfir 45 þús. krónur. Dáleiðslusýningar Ernesto Woldoza Hinn frægi dávaldur Waldoza sýndi listir sínar hér í samkomuhús- inu sl. laugardags- og sunnudags- kvöld fyrir troSfullu húsi. Jón NorS- fjörð kynnti dávaldinn og var túlkur hans. SjálfboSaliSar gáfu sig fram til dáleiSslu. Sumir voru ekki mót- tækilegir fyrir dáleiSsluáhrif, en aSra dáleiddi Waldoza og gat taliS þeim trú um hina furSulegustu hluti. ¦— Vakti svninein mikla hrifningu áhorfenda. Waldoza hafSi þriSju sýningu sína í gærkvöldi. Utgerðorfélog stofnað ó Hjolteyri Fyrir nokkru var stofnaS á Hjalt- eyri útgerSarfélag, sem nefnist Grani h. f. Stofnendur eru Sveinn Einars- son, verksmiSjustjóri, Vésteinn GuS- mundson, verkfræSingur, Thor R. Thors, verzlm., Richard Thors, for- stjóri og Richard Thors cand. med. Vésteinn GuSmundson er fram- kvæmdastjóri ÍQlagsins. FélagiS mun í sumar gera út ,Skeljung" til síIdveiSa. Nýtt skip til Akureyrar Fyrir nokkru kom hingaS til Akur- eyrar 340 smálesta skip. Eigandi skips þessa er h. f. Straumey, og er Hreinn Pálsson framkvæmdastjóri félagsins. SkipiS er aetlaS til vöru- flutninga og síldveiSa. Skipstjóri á síldveiSum verSur Haraldur Thor- lacius. Saiií á grundvelli miðlHiartillSp sáttasgmjara. Verkfollinu vrð síldarverksmiðjurnar lauk loksins um síðustu helgi. Varð niðurstaðan sú, oð samið var á grund velli tiliagna sáttasemjara, Þorsteins M. Jónssonar, sem samþykktar höfðu verið í „Þrótti" við almenna atkvæða- greiðslu. Neyðast kommúnistar því til að kyngja öllum stóryrðunum um sáttasemjara og tillögur hons eða játa ellri, að þeir hafi beðið herfilegan ósigur. Sannleikurinn er sá, aS þetta er sá mesti ósigur, sem kommúnistar hafa beSiS til þessa, og er hann sér- staklega tilfinnanlegur fyrir komm- únistaforingjana á Akureyri og Siglu firSi. ÁstæSan til þessa ósigurs er fyrst og fremst sú, aS verkamenn við síldarverksmiðjurnar voru sífellt meii- aS snúast gegn ofbeldisákvörS- unum kommúnista og ofbauS sú framkoma kommúnista aS ætla aS skera á lífæS þjóSarinnar meS því aS stöSva síldarútveginn, þegar mestu varSaSi aS vel veiddist. Þáttur Steingrfms. Oglæsilegust eru þessi úrslit tví- mælalaust fyrir uppbótarþingmann kommúnista, bæjarfulltrúa og stjórn arnefndarmann KrossanesverksmiSj unnar, Steingrím ASalsteinsson. Er harla ólíklegt, aS Akureyringar gleymi fyrst um sinn hlutdeild hans í þe'ssu máli. ÞaS er heldur ekki sennilegt, aS verkamenn í Glæsibæj- arhreppi minnist meS mikilli gleSi vinnustöSvunar hans viS Krossanes og DagverSareyri, sem færSi þeim mikiS vinnutjón, en engan hagnaS. StöSvun undirbúningsframkvæmda viS KrossanesverksmiSjuna var hreint tilræSi viS bæjarfélagiS. Þar sýndu verkamenn í Arnarneshreppi meiri fyrirhyggju, enda hafa þeir aldrei látiS kommúnista leiSa sig í ógöngur. Steingrími var fullkunnugt um þaS, að yrði verksmiðjan ekki til í tæka tíð, myndi hún missa öll skipin, sem ella ætluðu að leggja þar upp. Samt barðist hann gegn því að und- irbúningsvinna væri leyfð. Aðrir fulltrúar í verksmiðjustjórninni buð- ust til að ganga inn í þá samninga, sem síðar yrðu gerðir, ef vinna fengi að halda áfram. Þessu snérist stjórnarnefndarmaður Steingrímur Aðalsteinsson öndverður gegn. Hins vegar kom hann fram með þá lillögu að semja þá þegar um \r. 2,85 á klst., og átti það kaup að hækka ¦—¦ en ekki lœkka — eftir síðari samn- ingum. Nú þurfa aðrar verksmiðjur ekki að greiða nema kr. 2.70 á klst. Þá bauð Steingrímur og Guðmundur erindreki Krossanesverksmiðj unni að lokum þau kostaboð að undirrita samning um enn hærra kaup ¦— samning, sem algerlega var nú geng- ið framhjá. Þannig hefir herra Stein- grímur Aðalsteinsson gætt hagsmuna þess bæjaríélags, sem valið hefir hann til trúnaSarstarfa. Vonir standa aS vísu til, aS verksmiðjan verSi starfrækt í sumar, en þaS er ekki honum aS þakka. Félagsdómur. AlþýSusambandiS setti þaS skil- yrSi, aS Félagsdómur yrSi ekki Iát- inn ganga um mál „Þróttar". MeS þessu er í rauninni fengin full viSur- kenning kommúnista fyrir því, aS sáttasemjari hafi fariS aS fullum lög um, en þeir framiS hinar mestu lög- leysur meS aSgerSum sínum. Ei þetta óneitanlega mikilvæg játning og lærdómsrík fyrir þá verkamenn, sem létu hafa sig til aS samþykkja ó- löglegt verkfall. Kaldbakur selur í Englandi „Kaldbakur seldi s. 1. fimmtudag 4160 kits af ísfiski í Grimsby. Sölu- verS var 10. 688 sterlingspund, eSa ca. 280 þús. íslenzkar krónur. Hefir skipiS þá selt fyrir nálega 600 þús. krónur í tveimur ferðum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.