Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 9. júlí 1947 í SLENDINGUR Allar stéttir verða að sameinast nm framhald nýsköpunarstarfsins og sköpun atvinnuöryggis Yerkamena [mría aS svilta kommúnista öllum Töldum 1 verkaiýðssamtökuiiuin. Verkamenn hafa nú sannað kommúnistum það, að þeir geti ekki notað samtök verkalýðsins sem viljalaust verkfæri sitt. Þessi úrsíir hafa aukið traust þjóðarinn- ar á því að takast megi að fá þjóðareiningu um ráðstaf- anir til úrlausnar vandamálum þjóðarinnr, þrátt fyrir andstöðu kommúnista. Framtíð íslenzkrar alþýðu og allrar þjóðarinnar er undir því komin, að hægt verði að leysa dýrtíðarvandamálið og tryggja framhald nýsköp- unarinnar. Forganga Sjálfstæðisflokksins um myndun víðtækrar stéttasamvinnu um stórfellda eflingu íslenzks atvinnu lífs haustið 1944 marka tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar. Takmark þessarar stefnu var það aS skapa þjóSinni þau framleiSsluskilyrSi, aS hún gæti orSiS fær um aS keppa viS aSrar þjóSir og íryggt öllum lands- "mönnum örugga lífsafkomu. 011 þjóSin mun nú sammála um þaS, aS þesi stefna var rétt, þótt ýmsir reyndu þá aS sporna á móti. En þesi stefna er jafn rétt og nauð- synleg nú og hún var þá.' Samt verS- um vér aS horfast í augu viS þá staS- reynd, aS ýmsir þeir, sem þá reyndu aS eigna sér hugmyndina aS nýsköp- unarstefnunni, hafa nú snúizt gegn henni og skirrast ekki viS að tefla atvinnuöryggi þjóSarinnar í alvar- lega hættu í von um aS geta náS sér niSri á ríkistjórn, sem er andvíg hinum kommúnistisku flokkssjónar- miSum. s MeS bættum framleiðsluaSferSum og auknum afköstum var ætlunin sú aS trygja verkamönnum hærri laun en þeir hefSu áður haft. Hitt er jafn ljóst, að meðan ekki er búiS aS koma hinum nýju atvinnutækjuríí á örugg- an fjárhagsgrundvöll, verSur aS fara gætilega í sakirnar. Nú er dýrtíS í landi voru orSin svo stórkostleg, aS þrátt fyrir aukin afköst getum vér ekki vænzt þess að verða samkeppnis- færir viS aðrar þjóðir á heimsmark- aðinum, nema framleiðslukostnaSur íslenzkra afurSa verði stórlega lækk- aður. Lœkkun dýrtíðarinar er því óhjá- kvœmileg til þes að nýsköpunin geti haldið áfram af fullum krafti og bor- ið þann árangur, sem til var œtlazt. Allar stéttir verða að taka höndum saman um lausn þesa alvarlega vanda máls. Aðeins með frjálsum samtökum og samkomulagi framleiðenda og neytenda verður hægl að leysa það á happasœlan hátt. , Núverandi ríkisstjórn hefir lofað að halda nýsköpuriarstefnunni áfram og reyna að vinna að lækkun dýrtíð- arinnar. Samvinna framleiðenda og neytenda er nauðsynleg til þess að geti tekizt. Hin pólitísku verkföll kommúnista hafa tafið allar nauð- synlegar aðgerðir í þessum málum, og hefðu verkamenn ekki sjálfir tekið í taumana, eru líkur til, að kommúnistum hefði tekizt að skapa algert fj ármálaöngþveiti í landinu eins og þeir ætluðust til. Allar stéttir þjóðfélagsins hafa byggt vonir sínar um efnahagslegt öryggi^í framtíðinni á nýsköpun at- vinnuveganna. Það erlíka áreiðanlegt, að sé þar rélt á haldið, ætti þjóSin ekki aS þurfa aS kvíSa kreppu og örbyrgS í náinni framtíð aS minnsta kosti. MarkaSur er nægur fyrir fram- leiðsluvörur þjóSarinar, ef vér aSeins getum boSið þær meS skaplegu verSi. Ný skip og nýjar verksmiSjur munu tryggja aukna framleiSslu. FramtíS landbúnaSarins er u-ndir því komin, aS riægar vélar fáist til landbúnaSar- starfa og hægt verði að leiða raforku um byggðir landsins. Vinnsla úr ýmsum íslenzkum afurðum ætti að geta stóraukizt og batnað. Islenzka þjóðin hejir því sjálf í sínum höndum að hve miklu leyti þesar vonir verða að veruleika. Skorti hana þegnskap og fórnarlund, getur þetta allt orðið að engu. Hver vilb verða valdur að því? Atvinnuleysi hefir verið mesti vá- gestur íslenzkra verkamanna. Það hlýtur því að vera mest um vert fyrir þá að trygja sig gegn því böli. Orugg- asta leiðin til þess er ekki sú aS gera verkföll þegar mest á ríSur aS allir leggist á eitt um aS koma framleiSslu þjóðarinnar og atvinnuvegum á ör- uggan grundvöll. Atvinnuöryggið er mikilvægast fyrir verkalýðinn. — Kommúnistar hafa með aðgerðum sínum stuðlað að því að eyðileggja þetta öryggi. Þeim verSur ekki treyst til aS taka af nokkurri einlægni upp samvinnu við aðrar stéttir um lausn dýrtíSarmálsins og anara þjóðfélags- vandamála, en verkalýðssamtökin eru þar ómisandi aðili. Verkamenn verða því að haldi áfram því verki, sem þeir hafa byrjað og hreinsa til fulls hinn komúnistiska sýkil úr sam- tökum sínum. Vonandi auðnast þjóðinni að varð veita þá bjartsýni og stórhug, sem nýsköpunarstefnan vakti hjá henni. Sjálfstæðisflokkurinn mun ótrauður stefna að því marki, sem sett var af fyrrverandi stjórn undir forustu for- manns flokksins. Hann er þess fullviss að þessi stefna er í samræmi við hags muni þjóðarinnar. Þjóðin verður að forðast afturhalds- og öfgasjónarmið og láta skynsemi og framsýni ráða gerðum sínum. Þá mun vel fara. íslendingar senda fulltrúa á Parísarráðstefnuna Sendiherra Breta, Sir Gerald Shepherd, og sendiherra Frakka, herra Voillery, gengu þann 3. júlí á fund utanríkisráðherra og færðu honum samhljóða orðsendingar rík- isstjórna sinna, þar sem Islandi er boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu um viðreisn Evrópu, um áætlanir varðandi framleiSslumöguleika og þarfir Evrópulandanna og um nauS- Synlega skipulagningu í því skyni aS koma þeim áformum fram. Islenzka ríkisstjórnin hefir nú á- kveðið að taka þessu boði, en ekki hefir enn verið tilkynnt, hverjir muni verSa fulltrúar Islands á ráSstefn- unni. SKYLDU ÞEIR GERA VERKFALU Nýlega hefir rússneska stjórn- in hœkkað margar helztu nauð- synjavörur almennings stórkost- lega í verði. Frá því í haust hefir meðalverðhœkkun á skömmtunar vörum numið 166%, en launa- hœkkun aðeins numið 25%. — Meir en helmingur af kaupi rúss- neskra verkamanna fer nú til mat- vœlakaupa. Hvað skyldu íslenzkir kommún istar kalla svona atferli, þegai tollahœkkanir, sem að fullu verkc á vísitöluna, er+i á þeirra máh „árás á kjör alþýðunnar"? — Ætli þeir birti ekki stórletraðai fyrirsagnir um verkalýðsjjand- skap rússnesku sljórnarinnar? Nei, við'getum verið viss um það. að þeir lofa og vegsama verka- lýðsvináttu foringjanna í austri engu minna en áður. Og stjórn „ríkis verkalýðsins" þarf ekki að óllast verkföU, því að á þau er litið sem uppreisn gegn ríkinu, og fœsta langar til þess að hœtta á að hljóta Síberíuvist. Finnst ís- lenzkum verkamönnum þetta ekki eftirsóknarvert? Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlót og jqrðarför * Jónasínu Sigurðardóttur. Vandamenn. Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á fertugs x afmæli mínu 1. þ. m., með heimsóknum, heillaskeytum, blómum og \ margvíslegum gjofum. — Lifið heill , & Helga Jónsdóttir, Garði, Hauganesi. HRÍSEYJARFERJAN ATH. Ferjubáturinn „SÆVAR" verður í förum milli Hríseyjar og Litla-Árskógssands, í sambandi við áætlunarbílana, kvölds og morgna á þess- um dögurm: mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, og aukaferðir á laugardagskvöldum. þess á milli fæst báturinn í aukaferðir. Leikfélag Akureyrar AÐALFUNDUR Leikfélags Akureyrar verSur haldinn í húsi Karlakórsins „Geysir", Hafnarstræti 73, þriSjudaginn 15. júlí kl. 8 síSdegis. — Fyrir fundinum liggja venjuleg aSalfundar- störf. Fastlega^skoraS á félaga aS mæta stundvíslega. — Stjórnin. Fylgisaukning Sjálístæöis manna á Sauðárkróki Kommúnistar og Framsókn tapa fyigí Síðastliðinn sunnudag fóru fram bæjarstjórnarkosningar á Sauðár- króki. Alþýðuflokksmenn heimtuSu þessar kosningar og hugSust vinna mikinn sigur, en. aSrir flokkar töldu kosningar ástæSulausar og vildu láta hreppsnefndina óbreytta taka viS störfum bæj arstj órnar út kjörtíma- biliS. Voru flestir bæjarbúar andvíg- ir kosningum, en tæp 80% kjósenda greiddi þó atkvæSi. LítiS varS úr þeim mikla sigri, sem AlþýSuflokkurinn hafSi búizt viS. Bætti hann viS sig 2 atkv. frá síSustu kosningum, en fékk þó 1 fulltrúa í viðbót, vegna breytts hlut- falls milli flokka. Kommúnistar höfðu áður einn fulltrúa í hrepps- nefnd, en töpuðu honum yfir til Al- þýðuflokksins. Framsókn tapaSi einnig fylgi. SjálfstæSismenn juku hins vegar mjög fylgi sitt og vantaSi aSeins 3 atkv. til þess aS fá fjóra menn kjörna og fella 3. mann AlþýSuflokksins. Þess er þó aS gæta, aS frá síSustu kosningum hafa næstum 20 kjósend- ur flokksins flutzt burtu, en senni- lega enginn af fylgismönnum AlþýSu flokksins. Úrslit urðu þessi: A-listi (Alþfl.) 144 atkv. 3 ftr. B-Iisti (Fr. og óh.) 84 — 3 — C-listi (Sós.) 47 — 0 — D-listi (Sjálfl.) 190 — 3 — Auðir seSlar voru 7 og 3 ógildir. ViS síðustu kosningar urðu úrslit þessi: A-listi (Alþfl.) 142 atkv. 2 ftr. B-listi (Frfl.) 95 — 1 — C-listi (Sós.) 55 — 1 — D-listi (Sjfl.) 162 — 3 — Bæjarstjóri hefir enn ekki verið ráðinn. Isienzkur prófessor vi3 áasskan liáskóla Hér er nú staddur í bænum Lárus Einarsson, prófesor viS háskólann í Árósum, ásamt konu sinni, fru Þur- íSi Ragnars, og þremur börnum þeirra. Munu þau dvelja hér hjá móS- ur frúarinnar þennan mánuð. Prófessor Lárus Einarssoon mun vera einn af lærðustu núlifandi ís- lenzkum læknum. Hann er sonur Magnúsar Einarssonar, dýralæknis. Lárus lauk læknisfræðiprófi 1928, starfaði síðan við líffærastofnun Hafnarháskóla og Miinchenháskóla og síðan við lífeðlisfræðistofnun Harvardháskóla í Boston og Hopkins- háskóla í Baltimore. Hann kenndi síðan um skeiS hér viS háskólann og var aSstoSarlæknir á Kleppi, en frá 1936 hefir hann veriS prófessor í lífærafræSi við háskólann í Árós- um Lárus hefir ritað margar merkar bækur um læknisfræðileg efni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.