Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Qupperneq 3

Íslendingur - 09.07.1947, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 9. júlí 1947 ÍSLENDINGUR 3 Allar stéttir verða að sameinast um framhald nýsköpunarstarfsins og sköpun atvinnuöryggis eru þar ómisandi aöili. Verkamenn verða því að lialdi áfram því verki, sem þeir hafa byrjað og hreinsa íil fulls hinn komúnistiska sýkil úr sam- tökum sínum. Verkamenn {inrfa að svlfta komnmnista öllum Töldnm I yerkalýössamtöknnum. Verkamenn hafa nú sannað kommúnistum það, að þeir geti ekki notað samtök verkalýðsins sem viljalaust verkfæri sitt. Þessi úrslit hafa aukið traust þjóðarinn- ar ó því að takast megi að fó þjóðareiningu um róðstaf- anir til úrlausnar vandamólum þjóðarinnr, þrótt fyrir andstöðu kommúnista. Framtíð íslenzkrar olþýðu og allrar þjóðarinnar er undir því komin, að hægt verði oð leysa dýrtíðarvandamólið og tryggja framhald nýsköp- unarinnar. Vonandi auðnast þjóðinni að varð veita þá bjartsýni og stórhug, sem nýsköpunarsteínan vakti lijá henni. Sjálfstæðisflokkurinn mun ótrauður stefna að því marki, sem sett var af fyrrverandi stjórn undir forustu for- manns flokksins. Hann er þess fullviss að þessi stefna er í samræmi við hags muni þjóðarinnar. Þjóðin verður að forðast afturhalds- og öfgasjónarmið og láta skynsemi og framsýni ráða gerðum sínum. Þá mun vel fara. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlót og jgrðarför Jónasínu Sigurðardóttur. Vandamenn. I X Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á fertugs ^ afmœli mínu 1. þ. m., með heimsóknum, heillaskeytum, blómum og ý margvíslegum gjöfum. — Lifið heil! Yt $ Helga Jónsdóttir, Garði, Hauganesi. HRÍSEYJARFERJAN ATH. Ferjubóturinn „SÆVÁR" verður í förum milli Hríseyjar og Litla-Árskógssands, í sambandi við óætlunarbílana, kvölds og morgna ó þess- um dögum: mónudögum, miðvikudögum, föstudögum, og aukaferðir á laugardagskvöldum. þess ó milli fæst bóturinn í aukaferðir. Forganga Sj álfstæðisflokksins um myndun víðtækrar stéttasamvinnu um stórfellda eflingu íslenzks atvinnu lífs haustið 1944 marka tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar. Takmark þessarar stefnu var það að skapa þjóðinni þau framleiðsluskilyrði, að hún gæti orðið fær um að keppa við aðrar þjóðir og tryggt öllum lands- "mönnum örugga lífsafkomu. 011 þjóðin mun nú sammála um það, að þesi stefna var rétt, þótt ýmsir reyndu þá að sporna á móti. En þesi stefna er jafn rétt og nauð- synleg nú og hún var þá/ Samt verð- um vér að horfast í augu við þá stað- reynd, að ýrnsir þeir, sem þá reyndu að eigna sér hugmyndina að nýsköp- unarstefnunni, hafa nú snúizt gegn henni og skirrast ekki við að íefla atvinnuöryggi Jrjóðarinnar í alvar- lega hættu í von um að geta náð sér niðri á ríkistjórn, sem er andvíg hinum kommúnistisku flokkssjónar- miðum. Með bættum íramleiðsluaðferðum og auknum afköstum var ætlunin sú að trygja verkamönnum hærri laun en þeir hefðu áður haft. Hitt er jafn lj óst, að meðan ekki er búið að koma hinum nýju atvinnutækj uiú á örugg- an fjárhagsgrundvöll, verður að fara gætilega í sakirnar. Nú er dýrtíð í landi voru orðin svo stórkostleg, að þrátt fyrir aukin afköst geturn vér ekki vænzt þess að verða samkeppnis- færir við aðrar þjóðir á heimsmark- aðinum, nema framleiðslukostnaður íslenzkra afurða verði stórlega lækk- aður. Lœkkun dýrtíðarinar er því óhjá- kvœmileg til þes að nýsköpunin geti haldið áfram af fullum krafti og bor- ið þann árangur, sem til var ætlazt. Allar stéttir verða að taka höndum saman um lausn þesa alvarlega vanda máls. Aðeins með frjálsum samtöhum og samhomulagi framleiðetida og neytenda verður hœgt að leysa það á happasœlan hátt. Núverandi ríkisstjórn heíir lofað að halda nýsköpunarstefnunni áfram og reyna að vinna að lækkun dýrtíð- arinnar. Samvinna framleiðenda og neytenda er nauðsynleg til þess að geti tekizt. Hin pólitísku verkföll kommúnista hafa tafið allar nauð- synlegar aðgerðir í þessurn málum, og hefðu verkamenn ekki sjálfir tekið í taumana, eru líkur til, að kommúnistum hefði tekizt að skapa algert fjármálaöngþveiti í landinu eins og þeir ætluðust til. Allar stéttir þjóðfélagsins hafa hyggt vonir sínar um efnahagslegt öryggi^í framtíðinni á nýsköpun at- vinnuveganna. Það erlíka óreiðanlegt, að sé þar rélt á haldið, ætti þjóðin ekki að þurfa að kvíða kreppu og örbyrgð í náinni framtíð að minnsta kosti. Markaður er nægur fyrir fram- leiðsluvörur þjóðarinar, ef vér aðeins geturn boðið þær með skaplegu verði. Ný skip og nýjar verksmiðjur munu tryggja aukna framleiðslu. Framtíð landbúnaðarins er undir því komin, að riægar vélar fáist til landbúnaðar- starfa og hægt verði að leiða raforku um hyggðir landsins. Vinnsla úr ýmsum íslenzkum afurðum ætti að geta stóraukizt og batnað. Isletizha þjóðin hejir því sjálf í iínurn höndum að hve milclu leyti þesar vonir verða að veruleika. Skorti liana þegnskap og fórnarlund, getur þetta allt orðið að engu. Hver vill verða valdur að því? Atvinnuleysi hefir verið mesti vá- gestur íslenzkra verkamanna. Það hlýtur því að vera mest um vert fyrir þá að trygja sig gegn því böli. Orugg- asta leiðin til þess er ekki sú að gera verkföll þegar mest á ríður að allir leggist á eitt um að koma framleiðslu þjóðarinnar og atvinnuvegum á ör- uggan grundvöll. Atvinnuöryggið er mihilvœgast fyrir verkalýðinn. — Kommúnistar hafa með aðgerðum sínum stuðlað að því að eyðileggja þetta öryggi. Þeim verður ekki treyst lil að taka af nokkurri einlægni upp samvinnu við aðrar stéttir um lausn dýrtíðarmálsins og anara þjóðfélags- vandamála, en verkalýðssamtökin íslendingor senda futltrúa ó Parísarróðstefnuna Sendiherra Breta, Sir Gerald Shepherd, og sendiherra Frakka, herra Voillery, gengu þann 3. júlí á fund utanríkisráðherra og færðu honum samhljóða orðsendingar rík- issljórna sinna, þar sem íslandi er boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu um viðreisn Evrópu, um áætlanir varðandi framleiðslumöguleika og þarfir Evrópulandanna og urn nauð- synlega skipulagningu í því skyni að koma þeim áformum fram. Íslenzka ríkisstjórnin hefir nú á- kveðið að taka þessu boði, en ekki hefir enn verið tilkynnt, hverjir muni verða fulltrúar íslands á ráðstefn- unni. SKYLDU ÞEIR GERA VERKFALL? Nýiega hefir rússneska stjórn in hœkkað margar helztu nauð- synjavörur almennings stórkost- lega í verði. Frá því í haust hejir meðalverðhœkkun á skömmtunar vörum numið 166%, en launa- hœkhun aðeins numið 25%. — Meir en helmingur af kaupi rúSs- neskra verkamanna fer nú til mat- vœlakaupa. Hvað skyldu íslenzkir kommúr istar kalla svona atferli, þegai tollahækkanir, sem að fullu verko á vísitöluna, er+i á þeirra máh „árás á kjör alþýðunnar“? — Ætli þeir birti ekki stórletraðai jyrirsagnir um verkalýðsfjand■ skap rússnesku stjórnarinnar? Nei, við getum verið viss um það. að þeir lofa og vegsama verka- lýðsvináttu foringjanna í austri engu minna en áður. Og stjórn „ríkis verkalýðsins“ þarf ekki að óttast verkföll, því að á þau er litið sem uppreisn gegn ríkinu, og fœsta langar til þess að hœtta á að hljóta Síberíuvist. Finnst ís- lenzkum verkamönnum þetta ekki eftirsóknarvert? Leikfélag Akureyrar AÐALFUNDUR Leikfélags Akureyrar verður haldinn í húsi Karlakórsins „Geysir“, Hafnarstræti 73, þriðjudaginn 15. júlí kl. 8 síðdegis. — Fyrir fundinum liggja venjuleg aðalfundar- störf. Fastlega^skorað á félaga að mæta stundvíslega. — Stjórnin. Fylgisaukning Sjálfstæöis manna á Sauðárkróki Kommúnistar og Framsókn tapa fylgi Síðastliðinn sunnudag fóru fram bæjarstjórnarkosningar á Sauðár- króki. Alþýðuflokksmenn heimtuðu þessar kosningar og hugðust vinna mikinn sigur, en aðrir flokkar töldu kosningar ástæðulausar og vildu láta hreppsnefndina óbreytta taka við störfum bæjarstjórnar út kjörtíma- bilið. Voru flestir bæjarhúar andvíg- ir kosningum, en tæp 80% kjósenda greiddi þó atkvæði. Lítið varð úr þeim mikla sigri, sem Alþýðuflokkurinn hafði búizt við. Bætti hann við sig 2 atkv. frá síðustu kosningum, en fékk þó 1 fulltrúa í viðbót, vegna breytts hlut- falls milli flokka. Kommúnistar höfðu áður einn fulltrúa í hrepps- nefnd, en töpuðu honum yfir til Al- þýðuflokksins. Framsókn tapaði einnig fylgi. Sjálfstæðismenn juku hins vegar mjög fylgi sitt og vantaði aðeins 3 atkv. til þess að fá fjóra menn kjörna og fella 3. mann Alþýðuflokksins. Þess er þó að gæta, að frá síðustu kosningum hafa næstum 20 kjósend- ur flokksins flutzt hurtu, en senni- lega enginn af fylgismönnum Alþýðu flokksins. Úrslit urðu þessi: A-listi (Alþfl.) 144 atkv. 3 ftr. B-listi (Fr. og óh.) 84 — 3 <— C-Iisti (Sós.) 47 — 0 — D-listi (Sjálfl.) 190 — 3 — Auðir seðlar voru 7 og 3 ógildir. Við síðustu kosningar urðu úrslit þessi: A-listi (Alþfl. I B-listi (Frfl.) C-listi (Sós.) D-listi (Sjfl.) 142 atkv. 2 ftr. 95 — 1 — 55 — 1 — 162 — 3 — Bæjarstjóri hefir enn ekki verið ráðinn. Isienzknr pröfessor vlí daiskan básköla Hér er nú staddur í bænum Lárus Einarsson, prófesor við háskólann í Arósurn, ásamt konu sinni, fru Þur- íði Ragnars, og þremur börnum þeirra. Munu þau dvelja hér hjá móð- ur frúarinnar þennan mánuð. Prófessor Lárus Einarssoon mun vera einn af lærðustu núlifandi ís- lenzkunr læknum. Hann er sonur Magnúsar Einarssonar, dýralæknis. Lárus lauk læknisfræðiprófi 1928, starfaði síðan við líffærastofnun Hafnarháskóla og Múnchenháskóla og síðan við lífeðlisfræðistofnun Harvardháskóla í Boston og Hopkins- háskóla í Baltimore. Hann kenndi síðan um skeið hér við háskólann og var aðstoðarlæknir á Kleppi, en frá 1936 hefir hann verið prófessor í lífærafræði við háskólann í Árós- um Lárus hefir ritað margar merkar bækur um læknisfræðileg efni.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.