Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 4
íSLENDINGUR Miðvikudaginn 9. júlí 1947 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Skrifstofa Gránufélagsgatu 4. Sími 354. Auglý-eíngar og afgreiðela: 8VANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. PHSNTSMIÐJA BJÖRNS JON8SONAR HT iÞan(ia6rot FRÁ LIDNUM DÖGUM. Útsvörjn Útsvörin voru aðalumræðuefni flestra hér í bæ næstu dagana eftir að útsvarsskráin kom út. Jafnvel verkföllin færðust í skuggann. Og allsstaðar var viðkvæðið það sama: Þetta eru óþolandi álögur. Það er áreiðanlega alvarlegt íhug- unarefni, hversu ríki og bæir og sveitarfélög gera óhóflegar fjár- kröfur til borgaranna. Með eigna könnuninni er áformað að reyna að grafa fyrir rætur skattsvikanna, en litlar líkur eru til, að sú ráðstöfun beri tilætlaðan árangur, ef skatta- byrðin verður ekki jafnframt létt. Afkoma þjóðarinnar byggist á því, að borgararnir leitist við að skapa sem mest verðmæti. Hinsvegar er það ljóst, að menn munu ekki til lengdar kæra sig um að afla meira fjár en til allra brýnustu nauðsynja, ef allt er af þeim tekið í opinber gjöld Sumir munu vafalaust segja, að ekki sé mikill skaði skeður, en bæði myndi þetta hafa lamandi áhrif á-atorkusama menn og hætt er einnig við því, að lítið væri þá til að leggja á útsvör og skatta. Fjárþörf ríkis og bæja er mikil, en það verður að vera hóf á álögunum, því að ekki má krefj ast rneira fjár af einstaklingunum en svo, að þeir ekki þurfi að rýra lífs- afkomu sína. Útsvarsálögurnar hér á Akureyri eru áreiðanlega að verða þyngri en góðu hófi gegnir. Bærinn þarf að vísu nú á sérstaklega miklu fé að halda vegna ýmissa framkvæmda, sem sumar eru líklegar til að gefa góðan arð síðar, ef vel gengur, eins og t. d. togarinn. Þá eru almanna- tryggingarnar þungur baggi á.bæn- um eins og öðrum bæjum og sveitar- félögum, og verður að taka þann þátt trygginganna rækilega til athug- unar. Bæjarbúar gera líka miklar kröfur og finnst lítið vera gert, en fólk verður að hafa það í huga, að allar framkvæmdir kosta fé, og það verður þyí að velja milli þess að hafa miklar framkvæmdir -og greiða há útsvör eða minnka framkvæmdirnar og lækka útsvörin. Utsvarslögin gera það að verkum, að útsvör einstaklinga hér í bæ eru óeðlilega há. Er ekki við góðu að búast, þegar langstærsta fyrirtæki bæjarins er að verulegu leyti með lagaákyæðum losað undan eðlilegum greiðslum til bæjarins. Viðskipta- velta KEA var s.T. ár yfir 50 milj. króna, en útsvar þess er aðeins 147 þús. kr. Samkvæmt gildandi útsvars- lögum má ekki leggja útsvar á aðrar Hvenær koma áætlunarbíl- arnir. r ÞETTA er spurning, sem oft má heyra á kvöldin í nánd við B. S. A., en enginn getur svarað. Afgreiðslan hér fær aldrei um það að vita, hvenær bifreiðarnar eru væntanlegar að sunnan, og eru af þessu mikil óþægindi fyrir fólk, sem þarf að taka á móti farþegum með bifreiðunum. Meðan B. S. A. hafði ferðir þessar, var alltaf hægt að fá að vita nokkuð nákvæm- lega, hvenær bifreiðarnar myndu koma til bæjarins, en póststjórninni hefir fundizt það óþarfa umhyggja fyrir almenningi. ¦— Er það eins og um annan opinberan rekst- ur, að lítil hliðsjón er höfð af hagsmunum fólksins. Það ætti þó hvorki að þurfa að kosta mikið fé né erfiði að síma hingað frá Varmahlíð, þegar bifreiðarnar fara þaðan, en þá mætti fara nærri um það, hvenær þær væru væntanlegar hingað. Það er sanngirniskrafa, að úr þessu verði bætt. Kornmúnistar og bœndur. ÞJÓÐVILJINN biðjaði um daginn á- kaft til bænda og talaði grátklökkur um nauðsyn þess, að bændur og verkamenn tækju höndum saman. Bændur eru áreið- anlega fúsir til heilbrigðrar samvinnu við verkamenn, en þ3ð er tilgangslaust fyrir Þjóðviljann að ala nokkrar vonir um það, að bændur gerist hluttakendur í pólitísk- um skemmdarverkum þeirra. Bændastétt- in er og mun verða sterkasti varnarvegg- urinn gegn upplausnaröflum kommúnista, og bændur hafa allra manna mesta and- styggð á baráttuaðferðum þeirra. Það er tvímælalaust fjarri hugsunarhætti bænda að ætla að stöðva atvinnulíf þjóðarinnar með vefkföllum um hábjargræðistímann. Þetta mættu kommúnistar gjarnan hafa til eftirbreytni. Burt með hlútdrægnina. ÞEIRMENN, sem helzt vilja koma öllu athafnalífi þjóðarinnar undir yfirstjórn opinberra ráða og nefnda rökstyðja þá stefnu sína með því, að þannig sé jafn- rétti borgaranna bezt tryggt. Auðvitað er opinbert eftirlit og ráðsmennska óhjá- kvæmilegt á mörgum sviðum. Það er jafn- framt vitanlegt, að ýmsir einstaklingar misnota þann auð og völd, sem þeim hefir hlotnazt. Hinsvegar hafa íslendingar ræki- lega fengið að kynnast réttsýni hinna opin beru valdhafa, eftir að svo er komið, að fátt má nú aðhafast, án þess að tryggja sér fyrst leyfi einhverrar virðulegrar nefnd ar. Því miður eru það engar ýkjur, að víða hafi þar verið farið úr öskunni í eld- inn, ef ætlunin með hinum opinberu af- skiptum hefir verið sú að tryggja jafnrétti borgaranna. Á undanförnum árum hefir embættis- mannalið þjóðarinnar stóraukist og ýms- um verið fengið meira vald en áður hefír tíðkazt. Margir hafa rækt störf sín með mestu samvizkusemi og réttsýni, en því er ekki að leyna, að víða hefir gætt þeirra bresta, sem andstæðingar óhæfilegra opin- berra áfskipta hafa oft bent á. Persónu- legir hagsmunir, vinátta og flokkssjónar- mið hafa því miður gægzt of víða fram. Þetta verður að hverfa. Þjóðin getur því aðeins unað hinum opinberu afskiptum, að hún sé ekki.rangindum beitt og ákveðnir hópar manna látnir njóta sérréttinda. Það er skilyrðislaus krafa þjóðarinnar, að fyllsta réttlæti sé látið ráða við veitingu þeirra leyfa og réttinda, sem borgararnir þurfa að leita eftir' til hins opinbera valds.. Hvar, sem maðurinn býr á landinu, og í hvaða stétt, sem hann er, á hann sama rétt á því að fá umsókn sína tekna til athugunar og hana afgreidda hlut- drægnislaust. Ábyrgðarleysi embættis- manna. EN það er fleira, sem þarf að taka til athugunar og ráða bót á. Það gegnir t. d. furðu, hversu litlar kröfur eru gerðar til íslenzkra embættismanna um skyldurækni og sómasamlega framkomu. Og eigi að taka hart á misfellum einhvers embættis- manns, er nokkurn veginn víst, að stéttar- bræður hans rjúka upp til handa og fóta honum til varnar. Það virðist vera nokkuð almenn skoðun, að embættismenn eigi slíka lífstíðarábúð á embættum sínum, að alveg sé sama hvernig þeir gegna þeim. Þetta er alvarleg og hættuleg þjóðfélags- meinsemd, en erfið úrlausnar í þessu landi kunningsskaparins. Eina lausnin virðist étþf vera sú, "að embættismannastéttin sjálf finni til meira ábyrgðartilfinningar og Framh. á 7. síðu. Úr annálum 7702: Varð þá fyrir norðan fellivetur af fé og færleikum. Stuldir og rán um land gjörvallt. Hýddir þjáfar og markaðir p í Rang- árvallasýslu. Lögðust út á Suðurnesj um 2 þjófar, stálu bæði fríðum og dauðum peningum. Var annar hengd ur en annar strauk. Hengdir 2 þjófar í Gullbringusýslu, einn í Þverárþingi einn úr Austfjörðum á alþingi. Fiskafli um vertíð lítill allvíða, enginn á Álftanesi, eða mjög lítill, eins á Vatnsleysuströnd, svo að af þessu fiskileysi orsakaðist hallæri og mannfall um Suðurlandið. Fólkið við sjóinn lifði á fjörugrösum,þangi og misjöfnu, en í sveitum við fjalla- grös, rætur, söl og mjólk. Eftirlegu- menn í kaupstöðum lánuðu mjöl, brauð, grjón og baunir til atvinnu', svo að flestir komust í stórskuldir við danska. Sumir átu af hungri hey, skinn, skóbætur steiktar. Fundust þeir, sem átu hesta, hunda og hrafna. Dó barn 7 vetra af brennivínsof- drykkju vestur á Rifi. Fæddi ein kona á Vestfjörðum óskaplegan burð með mannshöfði, hitt allt í steinbítsmynd. Lofaður sé guð fyrir rétta sköpun. 1703: Vetur harður víða um land. Varð haglaust við fjallgarð sunnanlands á Marteinsmessu. Kom ekki upp jörð í sumum sveitum fyrr en um sumar- mál. Dó fé í megurð. Viðkoma «f því limgaðist lítt. Vorið mjög hart og kalt með sífelldum þurkum og frosti. Batnaði eftir Jónsmessu. Hengdir 4 þjófar á alþingi og fimmti í Olvesi. Deydd kona á al- þingi fyrir óleyfilega barneign og meðferð. Þjófnaður um landið. Lögðust út og gerðu stóran skaða og margar ódáðir, svo undrum sætti, hýddir og markaðir hópum saman. Sótt fyrir norðan. Varð 14 hjóna skilnaður á hálfum mánuði í Skaga- fjarðarsýslu. Hringdi sér sjálf stór klukka á Bessastöðum á páskadagsmorgun, þrjú högg. 1704: Vetur misjafh, snjóasamur og vindasamur allt að góu, en frosta- lítill. Fennti fé víða. Lét biskupinn, mag. Björn, á þess- um vetri fyrst þrykkja passíusálma séra Hallgríms Péturss'mar og hug- vekjusálma séra Sigurðar Jónsonar. Þann 2. apr. um kvöldið eftir mið- aftan sýndist sólin rauð sem blóð, svo af henni tók mestalla bi^tu. Sumarið þurrt og gott, bæði til lands og sjóar, fiskiafli fyrir norðan og silungsveiði. Fannst bóndinn Sæmundur frá Árbæ í Mosfellssveit dauður í Eiliða- ám í Skötufossi um haustið. Hann var deyddur af sínum sam- býlismanni, er Sigurður hét, með ráði og eggjan konu Sæmundar, Steinunnar Guðmundsdóttir, Pét- urssonar. Hún var bróðurdóttir Jóns Péturssonar, lögréttumanns á Hliði. Þessi Sigurður og hún voru réttuð síðar á Kópavogi og þar dysjuð. Hans höfuð á stjaka sett hjá þeirra dysj um. yaman og aLvara. tekjur samvinnufélaga en af viðskipt- um við utanfélagsmenn. Ef allir bæjar- og sýslubúar gerðust því fé- lagsmenn í KEA, mætti sennilega ekki leggja á það neitt útsvar. Ymsir munu segja, að þetta fái menn bætt með arðgreiðslum, en hætt er við, að arðurinn hrykki lítið, cf öll út- svarsbyrðin lenti á almenningi. Hér kemur þó fleira til greina. Bannað er að leggja útsvar á hærri tekjur en 200 þús. kr. Hér eru rétt- indi bæjarfélaga til álagningar á stórfyrirtæki óhæfilega skert. Hér í bæ sem annars staðar hefir verzlun- inn oftast borið þyngstu útsvörin. Því meir, sem verzlunin dregst í hendur eins aðila, því meir hljóta útsvörin að þyngjast á almenningi. Það eru því mikilvægir hagsmunir fyrir almenning, að þessi takmörk á útsvarsálagningu verði afnumin. Skattfríðindi samvinnufélaganna eru að verða mikið vandamál í þeim bæjarfélögum, þar sem þau eru öfl- ugust. Samvinnufélögin eru nú orð- in það öflug, að þessi fríðindi eru þarflaus og hljóta að skapa óánægju. Það er augljóst mál, að útsvör á ein- staklingum hér í bæ hljóta að hækka eftir því sem verzlunin og annar at- vinnurekstur dregst meira í hendur KEA. Það ber síður en svo að lasta framtakssemi þessa mikla samvinnu- fyrirtækis, en það er sanngirniskrafa bæjarbúa, að það beri hlutfallslega sömu útsvarsbyrði og aðrir. Félags- menn þess munu áreiðanlega fremur kjósa það heldur en verða sjáffir að bera útsvörin. Vorúði Hermanns Jónassonar. m Stórfólk lætur börn sín oft heita mörgum nöfnum. Á samá hátt hefir Hermann Jónasson notað um bolse- vismann fögur gæluorð, öll þau ár, sem hann hefir haft vonir um, að Moskvamenn myndu lyfta honum til þeirra skinvalda, sem hann þráir með sams konar ákafa eins og drykkjumaðiírinn sterkt áfengi. Veturinn 1942-43 lét Hermann yfir- lýsa í Tímanum, að bolsevisminn líktist kristindóminum. Þá var skammt liðið frá því, að eftirmenn Krists' í Rússlandi höfðu orðið að láta 5 miljónir deyja úr vesöld til þess að koma á ríkisþrælkun við allan landbúnað í kommúnistaríkinu. Vorið 1944 boðaði Hermann bænda- fund í Flóanum. Hafði hann í sinni þjónustu sérstakan sendiboða til að fara á milli bænda á Suðurlandi og segja þeim, að nú væri meistarinn búinn að tryggja, að teknir yrðu nokkrir tugir miljóna af auðmönn- um landsins, og féð sett í stórræktun, einkum í Flóanum. Var fundurinn vel sóttur. Boðuðu Hermann og bún- aðarmálastjóri hina nýju trú. Sextíu miljónir var lágmarkskrafa um stríðsgróða í Flóann. Þessi þrek- virki átti að gera með kommúnistum. Og þegar andríkið í ræðum gistivina komst á hástig, yfirlýsti Hermann, að bolsevisminn færi nú eins og „vorúði" yfir löndin. Fáum vikum síðar kom fyrsta „úða"-bylgjan yfir Flóann. Annar burðarstrengur Ölvus- árbrúarinnar slitnaði. Allt samgöngu- kerfi Suðurlands hékk á einum veik- um þræði. Kommúnistar settu þá á verkfall járnsmiða. Ríkisstj órnin bað „vorúðafólkið" að leyfa fjórum járnsmiðum að vinna við að bjarga brúnni frá hruni. En tilvonandi bandamenn Hermanns sögðu nei. „Almúginn" í Flóanum átti að mega baða í mjólk líkt og María Stúart, þar til endurnærandi bylgjur „vor- úðans" tækju að hressa hið trú- gjarna sveitafólk, sem fékk svik og pretti, en engar 60 miljónir. (Ófeigur)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.