Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. júlí 1947 \ ÍSLENDINGUR 5 Próf, James Connolly M.A. --------------- De Valera og Irland De Valera er aðeins íri í aðra ætt-~ ina. Hann var fæddur í New York, móðir hans var írsk og faðir hans spænskur. Svo er sagt, að stjórnmála Ieikni hans, sem vakti svo sérstaka eftirtekt, þegar hann var forseti Þjóðabandalagsráðsins í Genf 1937, sé að þakka þessari óvenj ulegu blöndu af írsku og spönsku blóði. Hann er þó fremur Iri en Spánverji, því að móðir hans fluttist með hann til írlands þegar hann var tveggja ára gamall, og hann ólst upp á fá- tæku sveitaheimili, talaði írsku og gekk í skóla -— ætíð sokkalaus og skólaus. Þetta var í lok nítjándu aldarr meðan írland var enn undir stjórn Breta og var eitt af fátækustu löndum Evrópu. Það er að miklu leyti þessum litla, berfætta dreng að þakka, að írland er i dag -— ásamt Islandi, Svíþjóð og Svisslandi — í tölu ríkustu landa Evrópu, í hlutfalli við fólksfjölda. Árið 1916 var Eamonn De Valera orðinn fullvaxinn maður og var stærðfræðikennari í litlum skóla í Dublin. Árið 1912, þegar hann var aðeins 17 ára gamall, hafði hann gengið í írska lýðveldisherinn, leyni- félagsskap, sem vann að því að koll- varpa yfirráðum Breta í Irlandi. Um páskana 1916 hófst uppreisn sú, sem þeir leynilega höfðu svo lengi æft sig og húið undir. írar börðust með rifflum, vélbyssum og handsprengj- um á móti brezkum hersveitum með fallbyssur og skriðdreka. Endalokin gátu ekki orðið nema á einn veg: Uppreisnin stóð aðeins í tvær vikur, allir írarnir voru handteknir, og all- ir æðri foringjar írska lýðveldishers- ins voru dæmdir til að skjótast, De Valera var einn af foringjum upp- reisnarmanna og var dæmdur til að vera skotinn, ásamt hinum. En hér lók hin undraverða hamingja hans i taumana. Hann var amerískur borg- ari, úr því að hann var fæddur í New York. Allir félagar hans voru teknir af lífi og morguninn, sem af- takan fór fram, beið hann þess að vera leiddur fyrir aftökusveitina. En sendiherra Bandaríkjanna í London, sem óttast áhrif þau, sem aftakan myndi hafa á hina fjölmörgu írsku íbúa Bandaríkjanna, sendi skeyti til brezka innanríkisráðherrans og bað þess, að hætt yrði við aftökuna. — Hefði De Valera því ekki verið borg- ari Bandaríkjanna, myndi'hann ekki vera nú á lifi til þess að stjórna ír- landi. Hann var fimm ár í ensku fangelsi, og allan þann tíma var háður í ír- landi þrotlaus leynihernaður: Skemmdarverk, verkföll, árásir á orezka hermannaskála. Raunveru- tega var háð samfellt leynilegt stríð alll til ársins 1922, þegar brezki for- sætisráðherrann, Mr. Lloyd George varð að veita samþykki til þess að stofna írska fríríkið, sem átli að verða samveldisland í hrezka heims- írski menntamaðurinn James Connolly, sem hér var á ferð í fyrrasumar, hefir í vetur gegnt prófessorsembœtti í keltneskum jrœðum við háskóla í Frakklandi. Hann rilaði í fyrra grein í „íslend- ing“ um hi/in frœga írska bœ Tipperary, og ná hefir liann ritað tvcer greinar um írland fyrir blaðið, og birtist hér sú fyrri þeirra. — Fjallar hún um aðalforingja írsku þjóðarinnar, De Valera, sem er í rauninni þjóðhetja íra. veldinu, næstum algerlega sjálfstætt eins og Kanada, Suður-Afríka og Ástralía. Um sama leyti voru allir írskir pólitískir fangar 1 Englandi látnir lausir, þeirra á meðal Mr. De Valera. Hann kom aftur íil írlands, en var þar lítt þekktur. Fyrsti for- seti írska fríríkisins var kjörinn Mr. Cosgrave, stjórnmálamaður, sem á- leit, að Irland ætti að vera innan hrezka heimsveldisins til þess að j njóta verndar brezka flotans og ým- issa annarra hlunninda. Hann var fulltrúi írskra kaupsýslumanna og stórbænda, sem töldu sig geta grætt meira og haft meira öryggi, ef þeir yrðu innan brezka heimsveldisins. Hann var ekki reglulega vinsæll hjá írsku þjóðinni, en brezku stjórnmála mennirnir notfærðu sér afstöðu hans. Flokkur hans hefir ekki verið við völd nú í fjórtán ár, en er enn annar stærsti stjórnmálaflokkur írlands, því að margir Irar álíta, að vér mynd um liafa mikið gagn af því að vera innan brezka heimsveldisins, eink- um nú, þegar allar þjóðir heims eru að skipa sér í stór ríkjasamtök sér til varnar og vegna viðskipta. Það bar ekki mikið á De Valera meðan Cosgrave stjórnaði (1922— 1932). Hann hafði inarga fylgis- menn, en neitaði að bjóða sig fram til þings írska fríríkisins af því, að það væri brezk stofnun. Hann vildi, að írland yrði frjálst og sjálfstætt lýðveldi, og hann og fylgisinenn hans héldu áfram að vinna að því tak- marki. Árið 1932 lókst að fá hann til að bjóða sig fram til þings, og hann og flokkur hans hlutu mikinn meiri hluta. Fyrsta verk hans sem forsætis- ráðherra var að afnema hollustu- eiðinn við brezku krúnuna, sem allir þingmenn urðu að vinna. Síðan kom hann hinum brezka varakonungi á írlandi fyrir kattarnef á eftirfarandi hátt: í stjórnarskrá írska fríríkisins var svo kveðið á, að Bretakonungur skyldi skipa varakonung „eftir út- nefningu írska þingsins.“ Það þýddi í rauninni, að konungur skipaði þann varakonung, sem þingið útnefndi, hver svo sem það var. Allt gekk vel, meðan Cosgrave var við völd, því að lávarður í einhverri brezku fjöl- skyldunni, sem átti stórar jarðeignir í írlandi, var ætíð útnefndur. En þeg ar De Valera komst til valda, gerði hann stöðu varakonungsins að hreinu skrípaembætti með því að úlnefna sem varakonung óþekktan skóla- kennara í Dublin, sem aðeins hafði áhuga á írskum dönsum og þjóð- sögum, en ekki stjórnmálum. Þessi rnaður var stuðningsmaður De Val- era og vissi, hvernig hann átti að leika hlutverk sitt. Eftir að brezki konungurinn, sem ekki gat neitað út- nefningunni, hafði skipað hann, neitaði hann að húa í hinni stóru höll, sem ensku varakonungarnir höfðu áður búið í, en hélt áfram að búa í lítilmótlega litla húsinu í út- hverfi Dublin. Hann neitaði að taka á móti nokkrum erlendum sendi- mönnum og var aldrei viðstaddur opinber hátíðahöld. Þannig var em- bætti „fulltrúa konungs“ orðið hrein asta skrípaembætti, og afnam De Valera það síðan, þegjandi og hljóða laust, og ég hygg að brezku ríkis- stjórninni hafi verið ósárt að sjá það hverfa, því að það hafði gert hana að athlægi um alla Evrópu. Samtímis þessu lagði De Valera feikiþunga skatta á ensku jarðeigend urnar, sem átti stór landflæmi í frjó- sömustu héröðum landsins, en rækt- uðu þau ekki til þess að framleiða matvæli. Afleiðingin varð sú, að enski aðallinn seldi jarðeignir sínar og flutti frá írlandi, en De Valera skipti jarðeignunum í meðalstóra búgarða, sem hann seldi írskum bændum. Um þessar mundir var brezka ríkisstj órnin orðin alvarlega gröm og reyndi með öllu móti að losna við De Valera, án þess þó að grípa til vopna. Hún sakaði hann um að hafa rofið samninginn frá 1922, sem stofnsetti írska fríríkið. De Valera svaraði, að hann liti svo á, að írska fríríkið væri ekki lengur til, og írland væri nú frjálst og sjálf- stætt ríki. Hann samdi nýja stjórnar- skrá árið 1937, er gerði landið að sjálfstæðu lýðveldi með forseta í stað brezka konungsins, og kallaði það „Eire“ (sem er gamla keltneska heitið á írlandi). Stjórnarskrá þessi var borin undir þjóðaratkvæði og samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Bretar svöruðu með því að beita írland viðskiptalegum refsiaðgerð- um. Þeir neituðu að kaupa írska nautgripi eða mjólkurvörur og neit- uðu að senda meiri kol til írlands. Álitu þeir, að þannig myndi De Val- era tapa stuðningi írsku bændanna, sem töpuðu miljónum punda árlega. Þar sýndu þeir fullkomna vanþekk- ingu á írsku skaplyndi, því að írar Á ALÞJÓÐAVETT ----VANGI.--- Endurreisn Evrópu Tilboð Marshalls, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, um stórfellda fjárhagsaðstoð við þjóðir Norðurálf unnar, hefir verið aðalumræðuefni heimsblaðanna að undanförnu. Ætl- un Bandaríkjastjórnar með þessu til- boði er sú að gera Evrópuþjóðum kleift að koma atvinnulífi sínu á skömmum tíma í sæmilegt horf eftir eyðileggingar stríðsáranna. I tilefni þessa boðs héldu utan- ríkisráðherrar Brela, Frakka og Rússa fund í París. Molotov var þar á öndverðum meið við Bevin og Bidault og hélt því fram, að Banda- ríkin væru með tilboði sínu að reyna að seilast íil áhrifa í Evrópulöndum. (Sennilega hefir hann haft í huga aðferðir Rússá í Austur-Evrópu). Fundinum lauk því án árangurs, en Bretar og Frakkar lýstu því yfir, að þeir myndu styðja hugmynd Mars- halls, enda þótt Rússar skærust úr leik. Fór Bevin hörðum orðum um andstöðu Rússa gegn efnahagslegri endurreisn Norðurálfunnar, sem Bandaríkin ein hafa aðstöðu til þess að veita fé til. Niðurstaðan varð sú, að Frakkar hafa hoðað til ráðstefnu Evrópu- þjóða um tillögur Marshalls í Paris þann 12. júlí. Ollum þjóðum Evrópu hefir verið boðin þátttaka, nema Spáni, og sennilega munu Rússar heldur ekki sitja ráðstefnu þessa. Lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu hafa látið í ljós mikla ánægju yfir boði Bandaríkjanna, en gert er ráð fyrir, að Rússar muni banna leppríkjum sínum í Austur-Evrópu að senda fulltrúa á Parísarráðstefnuna. Tékk- ar og Pólverjar hafa þó látið í Ijós áhuga á að fylgjast með þessum mál- um. Hinsvegar liafa kommúnistar í Ungverjalandi mótmælt nokkurri hluldeild Ungverja. Þverúð Rússa í þessu máli hefir vakið mikla eftirtekt. Fæstir munu taka alvarlega þá viðbáru þeirra, að þeir séu að vernda frelsi smáþjóð- anna með andstöðu sinni gegn til- boði Marshalls -—- þótt Þjóðviljinn taki það auðvitað sem góða og gilda vöru. Hitt virðist sanni nær, að Rússar kjósi sem mest fjármálaöng- eru allra þjóða þrákelknastir. Þótt margir írskir bændur yrðu gjaldþrota fyrstu fimm ár „viðskiptastríðsins“, fylktu þeir sér aðeins fastar um De Valera, Árangurinn varð sá, að þeir hafa nú efnast meir á síðustu 10 ár- um en nokkru sinni fyrr. í næstu grein mun ég lýsa því, hvernig „við- skiptastríðið“ hafði þveröfug áhrif við það, sem Bretar ætluðu, því að afleiðingin varð sú, að írar hafa lært að hagnýta gæði lands síns, og ír- land, sem áður varð að flytja inn margar helztu lífsnauðsynjar er orð- ið auðugt og sjálfhjarga land, þar sem fólkið býr við góð kjör. þveiti í Evrópu, svo að kommúnism- inn eigi auðveldar með að festa ræt- ur. Með stuðningi Rússa hefir nú tekizt að koma á kommúnistiskri harðstjórn í mörgum löndum Austur Evrópu, og allar líkur benda til þess, að þannig eigi að halda áfram vestur eftir Evrópu, ef ekki verður spornað við fótum. Lýðræðisríkin hafa reynt að íeygja sig eins langt til samkomulags og auðið hefir verið, en Parísarráð- stefnan gefur til kynna, að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Er þessi síversn- andi sambúð mjög ískyggileg og mikil vá fyrir dyrum, ef ekki fæst úr bætt. Kommúnistar — bæði hér og er- lendis — hafa talið tilboð Banda- ríkjanna miða að því að sundra Evrópu. Það er eftirtektarvert, að í hvert skipti, sem spornað er gegn yfirgangi Rússa eða kommúnista, heitir það á þeirra máli sundrungar- starfsemi. Einingin virðist vera í því fólgin að leyfa Rússum og kommún- istiskum erindrekum þeirra að fara sínu fram mótbárulaust. Margar þjóðir hafa nú boðað komu sína á Parísarráðstefnuna, en íslendingum hefir m. a. verið boðið að senda þangað fulltrúa. Utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna koma saman á fund nú um miðja vikuna í Kaupmannahöfn til þess að taka sameiginlega ákvörðun um svar við fundarboðinu. /ce/and 1946 I tilefni sextíu ára starfsafmælis síns gaf Landsbanki íslands fyrir skömmu út i fjórðu útgáfu hina ágætu handbók sína um ísland — yfirlit yfir sögu lands og þjóðar, at- vinnuvegi og stjórnarfar. Bók þessari er einkum ætlað að vera til leiðbein- ingar fyrir útlendinga og er því rit- uð á ensku. Hefir Þorsteinn Þorsteins son, hagstofustjóri, séð um útgáfu bókarinnar, og er allur frágangur og efnisskipan með mestu prýði. Bókin var fyrst gefin út 1926, en þessi út- gáfa er aukin og endurbætt og nær frásögn bókarinnar allt til ársins 1946. Aftast i bókinni er skrá yfir bækur um ísland, sem komið hafa út á erlendum tungumálum. <•■••••••••••••••••••••«•> Garðyrkjuritið 1947 er nýkomið út. Eru í ritinu margar eftirtektarverðar greinar um garð- yrkju. Efni m. a. Garðyrkjufélagið 60 ára, eftir Halldór Ó. Jónsson — Garðyrkjuskólinn á Reykjum, eftir Sigurð Sveinsson — Um fræ og fræ- spírun, eftir Ásgrím Jónsson — Nokkur orð um sáningu og uppeldi garðjurta, eftir H. Ó. J. — Frá Ak- ureyri, eftir E. B. Malmquist — Hugvekja um garðyrkju, eftir Þórð Jónsson, o. m. fl.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.